Morgunblaðið - 25.02.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2020 Hjá Sýslumanninum á höfuðborgar- svæðinu líða að meðaltali 473 dagar frá því að beiðni um breytingu á um- gengni barna lýkur með úrskurði eða útgáfu árangurs- lauss sáttavott- orðs. Þegar um forsjár- og með- lagsmál er að ræða líða að meðaltali 64 dagar frá beiðni til niðurstöðu. Lengsti tími sem liðið hefur frá beiðni til úrskurð- ar í umgengnis- málum er 1.852 dagar, rúm fimm ár, og 1.060 dagar, rúm þrjú ár, þegar um forsjár- og meðlagsmál er að ræða. Þetta er meðal þess sem fram kem- ur í skriflegu svari dómsmálaráð- herra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, um stjórnsýslu forsjár og umgengnis- mála. Málsmeðferðartími er einnig nokkuð langur hjá öðrum sýslu- mannsembættum; í umgengnismál- um er hann t.d. 468 dagar á Suður- nesjum og 291 dagur á Suðurlandi. Björn Leví kveðst vera að fara í gegnum svar ráðherra með sérfræð- ingum. Hann segir að í kjölfarið hygg- ist hann endurflytja þingsályktunar- tillögu sína frá síðasta þingi um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum og laga hana þá að upplýsingunum. Til- lagan á síðasta þingi gekk út á að dómsmálaráðherra var falið að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum sem varða úrræði sýslumanns í um- gengnismálum „sem og að tryggja fjármögnun verkefnisins með það að markmiði að bið foreldra og barna eftir afgreiðslu mála af hálfu sýslu- manns verði eins stutt og frekast er kostur,“ eins og það var orðað. Í tillögunni segir að sérstaklega skuli hugað að því hvernig tryggja megi styttri málsmeðferðartíma, að ákvæði 47. gr. a barnalaga um bráða- birgðaumgengni nýtist í þágu barns, að gætt sé hagsmuna og réttinda barna með tilliti til barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna, að dagsektar- úrræði sýslumanns verði einfaldað og gert áhrifaríkara, að meðlag verði tengt við umgengni, að endurtekin brot á umgengnissamningi verði ekki meðhöndluð sem ný mál og að gjaf- sókn verði lögbundin í forsjár- og lög- heimilismálum. Allt að fimm ára bið eftir úrskurði  Umgengnis- og forsjármál taka lang- an tíma hjá sýslumannsembættunum Björn Leví Gunnarsson Ágúst Ingi Jónsson Helgi Bjarnason Þéttar og allstórar loðnutorfur voru mældar á afmörkuðu svæði suður og suðvestur af Papey á sunnudag- inn. Birkir Bárðarson, fiskifræðing- ur á Hafrannsóknastofnun, segir að unnið sé að úr- vinnslu gagna. Í gærkvöldi var reiknað með að þeirri vinnu myndi ljúka ár- degis í dag og niðurstöðurnar gefnar út opin- berlega. Enn er því óvissa um loðnuvertíð í vet- ur, eins og verið hefur frá því að mælingar hófust, en þær hafa ekki sýnt nægilegt magn til þess að Hafró hafi treyst sér til að ráðleggja útgáfu veiðikvóta. „Við þurfum að átta okkur á því hversu mikið magn er þarna á ferð- inni og hvort þetta er viðbót við það sem áður hefur verið mælt, áður en við getum spáð í framhaldið,“ sagði Birkir. Þrjú skip fóru til aukamælingar Það voru skipverjar á Bjarna Ólafssyni AK sem urðu varir við torfurnar á laugardaginn. Í kjölfar- ið var ákveðið að Börkur NK, Há- kon EA og grænlenska skipið Polar Amaroq færu til mælinga og var farið yfir svæðið á sunnudag sam- kvæmt leitarlínum frá Hafrann- sóknastofnun. Í loðnumælingum rannsóknar- skipsins Árna Friðrikssonar og fimm uppsjávarveiðiskipa í síðustu viku mældist minna af hrygningar- loðnu samkvæmt fyrstu útreikning- um heldur en í mælingu í byrjun febrúar. Í frétt frá Hafrannsókna- stofnun síðasta föstudag kom fram að hverfandi líkur væru á að niður- staðan breyttist verulega hér eftir. „Þetta voru flottar lóðningar hérna vestur af Papey,“ segir Hálf- dán Hálfdánsson, skipstjóri á Berki NK, um loðnumælinguna á sunnu- daginn í samtali við Eyjafréttir í gær. „Ég geri mér enga grein fyrir því hvort þetta er nóg magn til að gefa tilefni til einhverrar bjartsýni. Svo vitum við ekkert hvort þetta er eitthvað sem er búið að mæla áður.“ Þrjár heildarmælingar gerðar Rannsóknaskip Hafrannsókna- stofnunar og uppsjávarveiðiskip hafa farið í þrjá loðnumælingaleið- angra frá áramótum. Fyrst fór rannsóknarskipið Árni Friðriksson og tvö veiðiskip í hefðbundna loðnu- mælingu 13. til 25. janúar. Þá var loðnustofninn metinn 64 þúsund tonn. Ákveðið var að fara í annan leið- angur í byrjun febrúar með Árna Friðrikssyni og fjórum veiði- skipum. Samkvæmt bráðabirgða- niðurstöðu var heildarmagn hrygningarloðnu 250 þúsund tonn. Hafró gaf út að niðurstaða mæl- ingarinnar væri töluvert undir því marki, sem gæfi Hafrannsókna- stofnun tilefni, samkvæmt afla- reglu, til að mæla með veiðikvóta. Svo það gerist þurfa, gróflega áætlað, að minnsta kosti 150 þús- und tonn til viðbótar að mælast. Vegna þess hversu miklu munaði á þessum tveimur mælingum þótti þó ástæða til þess að gera þriðju mælinguna. Var hún gerð 16.-20. febrúar með Árna Friðrikssyni og fimm veiðiskipum. Fyrstu niðurstöður sýna að magnið er minna en mæld- ist í byrjun febrúar, eins og fram kemur hér að framan. Engar loðnuveiðar voru leyfðar við Ísland á síðasta ári. Samkvæmt ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráð- sins (ICES) verður upphafsafla- mark í loðnu á vertíðinni 2021 hins vegar tæplega 170 þúsund tonn. Ekki vitað um stærð torfunnar við Papey  Enn er óvissa um loðnuvertíð í vetur  Niðurstaða í dag Morgunblaðið/Sigurður Bogi Á útleið Rannsóknarskipið Árni Friðriksson hefur farið í þrjá árangurslitla loðnumælingatúra frá áramótum og notið aðstoðar margra veiðiskipa. Birkir Bárðarson Tæplega 80% félagsmanna í Lands- sambandi slökkviliðs og sjúkraflutn- ingamanna (LSS) samþykktu boðun verkfallsaðgerða í atkvæðagreiðslu sem fram fór dagana 18. til 21. febr- úar. Um 68,4 prósent þeirra sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði. Aðgerðir LSS beinast bæði að rík- inu og sveitarfélögum í landinu og hefjast þriðjudaginn 10. mars. Aðgerðirnar verða tímasettar samhliða aðgerðum annarra aðildarfélaga BSRB sem boðað hafa til verkfallsaðgerða frá 9. mars næstkomandi. Alls hafa nú sextán aðildarfélög bandalagsins tilkynnt viðsemjendum um umfangsmiklar verkfallsaðgerðir sem ná munu há- marki með ótímabundnu allsherjar- verkfalli 15. apríl næstkomandi, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Slökkviliðs- menn á leið í verkfall Morgunblaðið/Styrmir Kári Eldsvoði Slökkviliðs- og sjúkra- flutningamenn samþykktu verkfall. Maður hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku í tjaldi í ágúst árið 2013. Maðurinn var tæplega 17 ára þegar brotið átti sér stað og byggir dómurinn á því að drengurinn hafi átt að vita um aldur stúlkunnar fyr- ir kynmök þeirra. Dómurinn ákvað að fresta ákvörðun refsingar og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi maðurinn skilorð. Honum er þó gert að greiða stúlk- unni 400 þúsund krónur í bætur, auk málsvarnarlauna og þóknunar réttargæslumanns upp á samtals 1,7 milljónir. Sakfelldur fyrir brot gegn stúlku í tjaldi Þrír karlmenn voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í stærsta kókaín- smyglmáli sem komið hefur upp hér á landi. Þeir voru ákærðir fyrir að reyna að smygla 16 kílóum af kókaíni til landsins frá Frankfurt í Þýskalandi í maí á síðasta ári. Brynjar Steingrímsson fékk þyngstan dóm í málinu, eða sjö ára fangelsi. Halldór Anton Jóhannesson fékk sex og hálfs árs fangelsisdóm og Dagur Kjartansson sex ára dóm. Í ákæru kom fram að tveir mann- anna flugu til Frankfurt í Þýskalandi 10. maí og tóku lest til Amsterdam í Hollandi, að fyrirmælum þess þriðja og annars ónafngreinds aðila. Í Amsterdam hittu þeir tvo óþekkta aðila og tóku við tveimur ferðatösk- um þar sem fíkniefnin voru falin und- ir fölskum botni. Tóku þeir aftur lest til Frankfurt, þar sem þeir innrituðu töskurnar með fíkniefnunum í flug til Keflavíkur. Yfirvöld á flugvellinum í Frankfurt fundu fíkniefnin í tösku annars þeirra og yfirvöld á Kefla- víkurflugvelli í tösku hins. Voru þeir báðir handteknir við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli. Þungir dómar fyrir kókaínsmygl Héraðsdómur Þungir dómar. Riðuveiki hefur verið staðfest á búi í nágrenni Varmahlíðar í Skagafirði. Riðan greindist í sýni úr kind frá bænum Grófargili í Varmahlíð, en á bænum eru nú um 100 fjár. Síðast greindist riða á þessu svæði árið 2019 á bænum Álftagerði. Matvæla- stofnun vinnur nú að öflun upplýs- inga og undirbúningi aðgerða. Búið er í Húna- og Skagahólfi og í því hólfi hefur riðuveiki komið upp á tuttugu búum á undanförnum 20 árum. Þetta er í fyrsta skiptið sem riða greinist á bænum. Riðuveiki í Skagafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.