Morgunblaðið - 25.02.2020, Side 6

Morgunblaðið - 25.02.2020, Side 6
Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg hefur nú staðið yfir í eina viku og er sam- komulag enn ekki í sjónmáli. Síðasti sáttafundur var haldinn 19. febrúar. Samninganefnd Eflingar sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún kvaðst bjóða til viðræðna við borgina á forsendum yfirlýsinga Dags B. Eggertssonar borgarstjóra frá því fyrir helgi, sem ,,gefa til kynna að borgin sé tilbúin að koma betur til móts við Eflingarfélaga en kynnt var á undangengnum samningafundi. Nefndin telur að með yfirlýsingum sínum hafi Reykjavíkurborg þannig hugsanlega skapað meiri grundvöll til áframhalds viðræðna en ætlað var og kallar eftir staðfestingu borgar- innar á því,“ að því er segir í frétta- tilkynningu stéttarfélagsins í gær. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkur- borgar, sagðist eiga von á því að ríkissáttasemjari myndi nú boða til fundar þar sem Efling hefði sent frá sér yfirlýsingu og óskað eftir því. „Ég geri því ráð fyrir því að sátta- semjari muni boða til fundar,“ sagði hún síðdegis í gær. Spurð um þá fullyrðingu Eflingar að ósamræmi sé á milli þess tilboðs sem borgin kynnti hjá ríkissátta- semjara 19. febrúar og þess hvernig talsmenn borgarinnar lýstu tilboð- inu í fjölmiðlum í framhaldinu segir Harpa að samninganefndirnar muni bara funda og fara yfir stöðuna. „Við þurfum fyrst að hittast og bera saman bækur okkar og skerpa á sameiginlegum skilningi. Það er mjög mikilvægt.“ Í frétt á vefsíðu borgarinnar 20. febrúar var sagt að tilboð borgar- innar til starfsfólks Eflingar á leik- skólum hefði verið opinberað sem fæli eftirfarandi í sér: „Heildarlaun ófaglærðs starfsfólks í leikskólum hækka í 460.000 krónur á mánuði með álagsgreiðslum. Grunnlaunin hækka um 110.000 krónur, úr 311.000 krónum í 421.000 krónur. Heildarlaun ófaglærðs deildar- stjóra í leikskólum hækka í 572.000 krónur með álagsgreiðslum. Grunn- launin hækka um 102.000 krónur, úr 418.000 krónum í 520.000 krónur. Til viðbótar kemur m.a. stytting vinnuvikunnar. Launahækkanirnar koma fram á samningstíma sam- kvæmt tímalínu Lífskjarasamnings- ins.“ Í yfirlýsingu samninganefndar Eflingar í gær segir að ekki sé hægt að skilja þetta „öðruvísi en svo að til- boð um hækkun grunnlauna um 20 þúsund krónur umfram 90 þúsund króna heildarhækkun grunnmánað- arlauna að fordæmi Lífskjarasamn- ingsins nái til allra ófaglærðra fé- lagsmanna Eflingar á leikskólum borgarinnar annarra en deildar- stjóra“. Í tilkynningum borgarinnar og í ummælum borgarstjóra séu grunn- launahækkanir umfram Lífskjara- samninginn boðnar án fyrirvara um hvaða leiðir verði farnar. „Ég get ekki neitað því að við höf- um klórað okkur talsvert í kollinum yfir framsetningu borgarinnar í fjöl- miðlum á tilboði hennar í kjölfar samningafundarins síðasta miðviku- dag,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, sem segir einnig: „Landsmenn sem fylgdust með fjölmiðlum hafa vænt- anlega skilið þetta sem tilboð um minnst 110 þúsund skilyrðislausa hækkun grunnlauna Eflingarfélaga sem eru í almennum ófaglærðum störfum á leikskólum. Þetta er ekki í samræmi við það sem var kynnt fyrir okkur í herberginu.“ Nýtt og endurbætt útspil? Sólveig Anna sagðist einnig trúa því að hér væri ekki um að ræða markaðsmennsku eða fegrunarað- gerðir, heldur nýtt og endurbætt út- spil af hálfu borgarinnar sem félagið væri tilbúið að líta jákvæðum augum. „Ef það er réttur skilningur hjá okkur þá teljum við það mikil- vægt skref í rétta átt. Við bjóðum borginni að staðfesta sameiginlegan skilning á þessu og hefja við okkur viðræður á þeim grunni, þar sem jafnframt verði viðurkennt að slíkar hækkanir þurfi einnig að ná til sögu- lega vanmetinna kvennastarfa utan leikskólanna, eins og við höfum alltaf krafist.“ omfr@mbl.is Deilendur vilja setjast við sáttaborðið  Búist er við boðun nýs sáttafundar í deilu Eflingar og Reykjavíkurborgar Morgunblaðið/Eggert Safnast upp Afleiðingar verkfallsins aukast dag frá degi. Víða um borgina má sjá yfirfullar ruslatunnur. Ljósmynd/Efling Í kjaradeilu Samninganefnd Eflingar kom saman í gær og samþykkti yfir- lýsingu þar sem boðið er til viðræðna á forsendum yfirlýsinga borgarinnar. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2020 SAMNINGAR VIÐ ÖLL TRYGGINGAFÉLÖG Hvaleyrabraut 2, 220 Hafnarfirði | Sími: 547 0330 | hsretting@hsretting.is | hsretting.is Hægt er að bóka tjónaskoðun hj LÁTTU OKKUR UM MÁLIÐ • BÍLARÉTTINGAR • PLASTVIÐGERÐIR • SPRAUTUN á okkur á net n • Fagleg þjónusta • Vönduð vinnubrögð • Frítt tjónamat HSRETTING.IS 547 0330 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Róðurinn þyngist dag frá degi og verkfallið er farið að hafa æ meiri áhrif á daglegt líf,“ segir Margrét Vala Gylfadóttir, sem býr í Hlíð- unum í Reykja- vík. Hún er móð- ir þriggja ára drengs sem er í leikskólanum Hlíð við Engihlíð, en deildin hans hefur verið lokuð síðan allsherjar- verkfall félags- manna í Eflingu sem vinna hjá Reykjavíkurborg hófst á mánudag í síðustu viku. Vaxandi áhyggjur Margrét kveðst greina vaxandi áhyggjur meðal foreldra vegna stöðunnar sem uppi er í verkfallinu. Mörg dæmi séu þess að fólk þurfi að taka sér frí frá vinnu til að sinna börnum sínum og þar með sé gengið á orlofsrétt komandi sumars. Slíkt sé bagalegt, því yfir- leitt reyni fólk að taka sumarfrí sitt á sama tíma og leikskólunum er lokað á sumrin. Hér rekist hvað á annað. „Bakland fólks er auðvitað mis- jafnlega sterkt og ég þarf ekki að kvarta,“ segir Margrét Vala, sem segist búa svo vel að sonur sinn geti meðan á verkfallinu stendur verið hjá ömmu sinni og afa yfir daginn. Stundum hafi hann svo komið með henni í vinnuna og suma dagana hefur Margrét Vala líka unnið heima og drengurinn verið þar. „Ég vinn á Hagstofunni og meðal yfirmanna þar er fullur skilningur á minni stöðu. Almennt talað hljóta þó að vera einhver takmörk á þeirri þolinmæði sem atvinnurekendur hafa í þessum aðstæðum. Hver ein- asti dagur er púsluspil; maður þarf að redda þessu og hinu og skutlast og skjótast til að allt gangi upp. Svo finn ég líka á drengnum að tætingurinn fer illa með hann. Fasta rútínan er dottin út og slíkt er slæmt fyrir alla, ekki síst börnin.“ sbs@mbl.is Róður þyngri þeg- ar rútína dettur út  Foreldrar leikskólabarna eru í vanda í verkfallinu  Hver dagur er púsluspil Margrét Vala Gylfadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.