Morgunblaðið - 25.02.2020, Side 11

Morgunblaðið - 25.02.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2020 Útivistarskór SMÁRALIND www.skornirthinir.is • Leður • Vatnsheldir • Vibram sóli Verð 19.995 Stærðir 36 - 47 Le Florians asons Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Dömubuxur Kr. 7.900 Str. 38-50 Teygja í mittið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Miðað við ákveðnar forsendur má áætla að verðmæti þeirra 5,3% afla- heimilda sem ríkið fer með forræði yfir sé á bilinu 5,5-7,6 milljarðar króna á ári. Hærri talan er fengin með því að áætla verðmætið sem hlutfall af heildaraflaverðmæti, en lægri talan á grundvelli meðalverðs viðskipta með aflamark. Þessar upp- lýsingar koma fram í skýrslu starfs- hóps sem sjávarútvegsráðherra skip- aði til að endurskoða meðferð og ráðstöfun 5,3% aflaheimilda. Þar kemur einnig fram að áætla megi verðmæti þessara heimilda með ýmsum öðrum hætti, t.d. með hlið- sjón af sölu- eða leiguverðmæti þeirra á markaði. Tekið er fram að ráð- stöfun í atvinnu- og byggðakvóta hafi ekki verið fullnýtt á undanförnum fiskveiðiárum. Raunverulegt verð- mæti sé því lægra sem því nemi, en jafnframt er bent á að gera megi ráð fyrir að óveiddur atvinnu- og byggða- kvóti hafi jákvæð áhrif á stofnstærð næsta árs. Skýr og mælanleg markmið Í frétt frá sjávarútvegsráðuneyti kemur fram að „starfshópurinn legg- ur sérstaka áherslu á þá ábyrgð sem fólgin er í ráðstöfun ríkisins á þeim umtalsverðu verðmætum sem felast í 5,3% heildaraflamarks. Því telur hóp- urinn mikilvægt að slíkur stuðningur hafi skýr og mælanleg markmið, eftirfylgni sé fullnægjandi og árangur metinn með reglubundnum hætti“. Starfshópurinn leggur til að í lög um stjórn fiskveiða komi eftirfarandi setning: „Áður en aflamarki er út- hlutað í hverri tegund skulu 5,3% aflamarksins tekin til hliðar til sam- félagslegra aðgerða sem stuðla að traustri atvinnu og byggð um land allt.“ Lagt er til að tilgangur og markmið atvinnu- og byggðakvóta verði betur skýrð í lögum og árangur þeirra metinn. Áhersla verði lögð á stuðning við smærri sjávarbyggðir í samræmi við stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar. Lagt er til að innbyrðis skipting þeirra 5,3% aflaheimilda sem dregin eru frá heildarafla í hverri tegund vegna atvinnu- og byggðakvóta verði fest til sex ára. Einnig verði almenn- um byggðakvóta úthlutað til sex ára í samræmi við meðaltal fyrri ára og svigrúm aukið til að nýta hann í sam- ræmi við aðstæður á hverjum stað. Lagt er til að skel- og rækjubætur falli niður og aflaheimildir renni í varasjóð til að bregðast við óvæntum áföllum í sjávarbyggðum. Gert verði upp við handhafa skel- og rækjubóta eftir ákveðnum forsendum og ljúki því uppgjöri á þremur árum. Án takmörkunar löggjafarvaldsins Sérstaklega er fjallað um strand- veiðar og lagt til að næstu sex árin verði föstu hlutfalli aflaheimilda út- hlutað til strandveiða. Lagt er til að takmarkanir á veiðum þess efnis hvaða tólf daga í mánuði stunda má veiðarnar verði felldar úr gildi. „Óþarft virðist að löggjafarvaldið tak- marki hvaða daga eigandi fiskiskips nýtir til strandveiði,“ segir í skýrsl- unni. Þessu atriði er fagnað á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda og segir þar að það veki sérstaka ánægju að starfshópurinn telji ekki ástæðu til að takmarka nýtingu sóknardaga til strandveiða við fjóra daga í viku, heimila eigi frjálst val hvenær tólf dagar hvers mánaðar séu nýttir. Þar er hins vegar lýst vonbrigðum með að starfshópurinn leggi ekki til að línuívilnun verði efld og nái til allra dagróðrabáta. Þess í stað eigi ónýttar heimildir á hverju þriggja mánaða tímabili að færast sem viðbót við al- mennan byggðakvóta. Jafnframt séu það vonbrigði að starfshópurinn skuli ekki leggja til að heimildir sem fara í byggðakvóta verði eyrnamerktar veiðum dagróðrabáta, segir á heima- síðu LS. Ríkið með heimildir fyrir 5,5-7,6 milljarða  Skýrsla starfshóps um ráðstöfun 5,3% aflaheimilda Morgunblaðið/Heiddi Arnarstapi Strandveiðar hófust 2009 og hafa margir haft atvinnu af þeim. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Framdalurinn í Skorradal í Borgar- firði, vesturhluti Víkur í Mýrdal, Þórkötlustaðahverfi í Grindavík, gamli bæjarhlutinn á Sauðárkróki og bæjarhlutarnir Plássið og Sand- urinn á Hofsósi í Skagafirði eru ný verndarsvæði í byggð. Lilja Alfreðs- dóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, hefur staðfest tillögur þar að lútandi, skv. tilkynningu frá ráðuneyti hennar. Tilgangur verndarsvæða í byggð er að tryggja svipmót þeirra, menn- ingarsögu og eftir atvikum listrænt gildi þeirra. Tillögur um verndar- svæði koma frá viðkomandi sveitar- félagi, en Minjastofnun Íslands og starfsfólk þar er jafnan með í ráðum. „Menningararfur okkar Íslend- inga er fjölbreyttur og byggð svæði eru hluti hans. Verndarsvæði í byggð geta meðal annars haft sögu- legt, félagslegt eða fagurfræðilegt gildi fyrir fyrri, núlifandi og kom- andi kynslóðir,“ segir ráðherra. Fyrstu verndarsvæðin voru stað- fest árið 2017 og nú eru þau orðin tíu talsins. Lilja Alfreðsdóttir segir í til- kynningu þessi svæði geta haft sögu- legt, félagslegt eða fagurfræðilegt gildi fyrir almenning. Þetta séu merkilegir staðir og vert sé að kynna sér sögu þeirra og þýðingu. Staðir á landinu sem áður hafa verið stimplaðir sem verndarsvæði í byggð eru Borðeyri við Hrútafjörð, sem er gamall verslunarstaður rétt eins og Djúpivogur, en þar er byggð- in við Voginn sérstaklega skilgreind sem verndarsvæði. Einnig hafa merkimiða þennan Garðahverfi á Álftanesi sem nú tilheyrir Garðabæ, Þormóðseyri á Siglufirði og loks gamla þorpið í Flatey á Breiðafirði. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skagafjörður Gamla byggðin á Hofsósi telst nú verndarsvæði í byggð, en þar eru gamlar og eftirtektarverðar byggingar sem eiga sér merka sögu. Fimm ný vernd- arsvæði í byggð Fimm verndarsvæði » Vík í Mýrdal: Svæðið nær til Víkurbrautar, þar sem eru verslunar- og íbúðarhús frá upphafi þéttbýlis á staðnum. » Sauðárkrókur: Frá nyrsta íbúðarhúsi bæjarins, að austan af Strandvegi, að sunnan af Kirkjutorgi og að vestan af Nöfum. » Hofsós: Þriggja ha. svæði frá Brekkunni að norðan, af brekkubrún Bakkans að austan og sjó og hafnargarði að sunn- an og vestan. » Skorradalur: Reitur við bæina Háafell, Fitjar, Sarp, Efstabæ, Bakkakot og Vatns- horn. Einnig nær verndin til gamalla leiða sem liggja um lönd bæja. » Grindavík: Þórkötlustaða- hverfi rammast inn af Austur- vegi til norðurs og túngörðum við Slokahraun til austurs. Engin sérstök ástæða er til bjartsýni á lausn í kjaradeildu sjúkraliða við samninganefnd ríkisins. Þetta sagði Sandra B. Franks, formað- ur Sjúkraliða- félags Íslands, í samtali við mbl.is í gær. Málsaðilar áttu fund í gær- morgun sem svo lauk í eftirmiðdag- inn án niðurstöðu. „Ég get ekki sagt að það hafi náðst árangur en við erum alla vega að tala saman og ætlum að halda því áfram,“ sagði Sandra eftir fundinn. Síðasta fimmtudag samþykktu um 90% félagsmanna í Sjúkraliða- félagi Íslands, fólk sem starfar hjá ríkinu og Akureyrarbæ, að fara í verkfall sem hefst 9. mars. Kostað verður kapps að ná samningum fyr- ir þann tíma. „Við reynum bara að moðast áfram í þessu og reyna að ná samkomulagi,“ segir Sandra. Sjúkraliðar funduðu án niðurstöðu í gær Sandra Bryndísar- dóttir Franks Rangt nafn Ranglega var farið með nafn Sigur- geirs Guðjónssonar sagnfræðings á baksíðu blaðsins í gær. Beðist er vel- virðingar á því. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.