Morgunblaðið - 25.02.2020, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.02.2020, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Leiðtogiskoskuheimastjórn- arinnar, Nicola Sturgeon, er öflug og fer oft mikinn en andstæðingar henn- ar halda því fram að hún skeyti minna um staðreyndir en vert væri. Flokkur hennar hefur nærri 10 prósent þingmanna á þinginu í Lundúnum og því um- talsverð áhrif þar sem bætast við forræði yfir sérmálum Skotlands sem hafa fengið aukið vægi sein- ustu ár. Skoski þjóðarflokkurinn hefur aðeins 4% fylgi á landsvísu en fær nærri 10% þingmanna vegna sigra í einmennings- kjördæmum Skotlands. Þótt áhrifin séu „óeðlileg“ eru þau ekki illa fengin. Breska kosningakerfið tryggir þessa niðurstöðu. Fyrir um áratug var spurt í þjóðaratkvæði hvort Bretar vildu halda þessu kerfi eða taka upp hlutfallskosningar. Bretar höfnuðu því með yfir- burðum að kasta núverandi kerfi fyrir róða. Þeir þingmenn Skoska þjóðaflokksins sem eiga þingsæti í Westminster beittu sér af miklu afli, ef ekki af ósvífni, gegn því að þjóðar- atkvæðið um Brexit yrði virt. Þeir réttlættu baráttu sína fyrir því að hafa þjóðarviljann að engu með því að fyrir lægi að meiri- hluti kjósenda í Skotlandi hefði sagt nei á kjördag. Það skipti auðvitað engu. Landið var allt eitt kjördæmi og upplýsingar um skiptingu atkvæða á einstökum talningarstöðum höfðu enga þýðingu, hvorki lagalega eða sið- ferðilega. Sambærilegar talningar sýndu að kjósendur á Englandi vildu út með verulegum yfir- burðum og eins kjósendur í Wales. Hefðu þeir átt að heimta útgöngu ef ESB-sinnar hefðu unnið atkvæðagreiðsluna? En framganga flokkssystkina Sturgeon var enn kynlegri þar sem Skotar höfðu fengið fram þjóðaratkvæði um sjálfstæði Skotlands eftir áratuga baráttu. Skoskir kjósendur höfnuðu kröf- unni um sjálfstæði með stærri meirihluta en þeim sem sam- þykkti útgöngu úr ESB. Varla hefði Sturgeon þolað að þingið í London hefði reynt að eyði- leggja málið ef hennar mál- staður hefði orðið ofan á. Skoski þjóðarflokkurinn lagði þunga á það í baráttunni um þjóðar- atkvæðið að það væri einstakt tækifæri sem gæfist ekki þess- um kjósendum aftur. En um leið og einhverjar skoðanakannanir sýndu að nú styddi naumur meirihluti sjálfstæði á ný tók Sturgeon að heimta nýtt þjóðar- atkvæði. Þegar Johnson for- sætisráðherra blés það hjal út af borðinu eins og hverja aðra bá- bilju fékk hann að heyra það frá skoska ráðherran- um. En vandinn er að Skoski þjóðar- flokkurinn veit ekki hvað hann vill. Hann segist mundu ganga í ESB verði sjálfstæði Skot- lands samþykkt. En ESB ljáir ekki máls á slíku, því að það er for- dæmi sem Spánn vill ekki gefa Katalónum og Frakkland ekki Korsíku. Sturgeon segist alls ekki mundu taka upp evru þótt hún kæmist inn í ESB. Og þá rekst hún á að nú er það ófrá- víkjanlegt skilyrði að nýtt aðildarríki neyðist til að taka upp evru. Lunginn af viðskiptum hins sjálfstæða Skotlands við „útlönd“ yrði áfram við Bretland og því yrði bæði ankannalegt og ómögulegt að burðast með evru í þeim viðskiptum. Kannanir sýna einnig að yrðu Skotar að kasta pundinu félli sjálfstæðistillaga með miklum mun. Síðustu misserin hefur orðið áberandi að Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnar- innar, hefur hið afgreidda sjálf- stæðismál á sínum oddi vegna þess að hin venjulegu skosku innanlandsmál eru henni þung- bær og er þá sama hvert litið er. Sá veruleiki er tekinn að höggva sárlega nærri leiðtoganum. Þá eru persónuleg vandamál nánustu samherja hennar orðin býsna óþægileg, svo ekki sé meira sagt. Alex Salmond, fyrir- rennari Sturgeon sem ráðherra og flokksleiðtogi, mun á næst- unni eyða sínum tíma fyrir fram- an kviðdóm og dómara í málum sem minna mest á þau sem Har- vey Weinstein, „guðfaðir“ Me too-hreyfingarinnar, stendur í vestan Atlantshafs um þessar mundir. Það bættist við þær ógöngur allar að Derek Mackay, fjár- málaráðherra heimastjórnar Skotlands, var lentur í svipuðum ógöngum og þeir Harvey og Alex. Og það kom upp á yfir- borðið aðeins nokkrum klukku- stundum áður en ráðherrann átti að mæla fyrir fjárlögum næsta árs. Þá var upplýst að ráðherrann hafði sent yfir 270 daðrandi pósta til 16 ára pilts á Fésbók og Instagram og jafn- framt beðið strák um að eyða þeim póstum. Sturgeon vék Mackay samstundis til hliðar. En sá hafði ekki aðeins verið fjármálaráðherra, heldur nán- asti samstarfsmaður og lang- líklegasti eftirmaður. Svo sem vonlegt var komu strax upp opinberar vangaveltur um hvort það væri ekki óhugs- andi að leiðtogi Skota hefði ekk- ert vitað um framgöngu fyrir- rennara síns og helsta sam- starfsmanns þá, og svo fjármála- ráðherra síns og helsta sam- starfsmanns nú. Sturgeon leiðtogi skoskrar heima- stjórnar felur ekki aðrar ógöngur í sjálfstæðisherópum lengur} Hitnar undir í næsta nágrenni M arkmið ríkisstjórnarinnar er að styðja við nýsköpun og hugvitsdrifið hagkerfi til framtíðar. Við ætlum að efla íslenskt menntakerfi með markvissum aðgerðum í samstarfi við skóla og atvinnulíf, þannig að færniþörf samfélagsins verði mætt á hverjum tíma. Hraðar tækni- breytingar auka þörfina á skilvirkari menntun. Eitt af því sem hefur verið einkennandi fyrir menntakerfið okkar er að mun færri sækja starfs- og tækninám á Íslandi en í saman- burðarlöndum. Á Íslandi útskrifast um 30% úr starfs- og tækninámi en það hlutfall er 50% í Noregi. Afleiðingin er sú að efla þarf færnina á íslenskum vinnumarkaði í þágu samfélagsins. Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni (e. OECD) er framleiðni á Íslandi undir meðaltali Norðurlandaríkjanna, sem skýrist af færnimisræmi á vinnumarkaði. Fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoð- unar frá árinu 2017 að yfirvöld menntamála hafi í gegn- um tíðina eytt miklum tíma og fjármunum í greiningar en illa hafi gengið að koma aðgerðum til framkvæmda. Ríkisendurskoðun segir jafnframt að brýnt sé að stjórn- völd grípi til markvissra aðgerða sé raunverulegur vilji til þess að efla starfsnám eins og ítrekað hafi verið lýst yfir. Á síðustu árum höfum við verið að forgangsraða fjár- munum og áherslum í þágu starfs- og tæknináms og séð verulega aukningu í aðsókn víða, eins og til að mynda raf- iðn, húsasmíði, pípulögnum og fleiri greinum. Jafnframt sjáum við fram á aukna innviða- fjárfestingu í uppbyggingu í skólunum okkar ásamt því að starfs- og tækniskólarnir hafa verið að fjárfesta í nýjum tækjum og búnaði. Þetta er fagnaðarefni. Við viljum fylgja enn frekar eftir þessari sókn sem við sjáum. Við boðum aðgerðir sem eru til framtíðar og til þess fallnar að auka færni í samfélaginu okkar. Við ætlum að efla verk-, tækni og listgreinakennslu í grunn- skólum. Við viljum veita ungu fólki og for- eldrum betri innsýn í starfs- og tækninám á framhaldsskólastigi og hvaða möguleika og tækifæri slíkt nám veitir til framtíðarstarfa. Jafnframt ætlum við að jafna aðgengi fram- haldsskólanema að háskólum, svo dæmi séu nefnd. Við ætlum að vinna að því að einfalda skipulag starfs- og tæknináms, svo að námið verði í aukn- um mæli á ábyrgð skóla frá innritun til útskriftar. Jafn- framt þarf að auka fyrirsjáanleika í starfsnámi á vinnu- stað og að það verði án hindrana. Breytingar verða aðeins gerðar ef margir taka hönd- um saman. Slíkt samstarf er nú í burðarliðnum, þar sem lykilaðilar hafa sammælst um markvissar aðgerðir til að fjölga starfs- og tæknimenntuðum á vinnumarkaði. Nú verður farið í enn markvissari aðgerðir til að efla starfs- og verknám til að auka færni í samfélaginu okkar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Nýir tímar í starfs- og tækninámi Höfundur er menntamálaráðherra STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Skattrannsóknarstjóri tekurekki beina afstöðu til þings-ályktunartillögu um rann-sókn á hinni svonefndu fjár- festingarleið Seðlabankans á árunum 2012 til 2015, í umsögn sem embættið sendi Alþingi í síðustu viku. Aftur á móti er upplýst að á sín- um tíma hafi embættið fengið gögn frá bankanum um þá aðila sem nýttu sér þessa leið, gert úrtakskönnun hjá einstaklingum og í einu tilviki, sem nýlega sé lokið, rannsakað sérstak- lega fjárfærslu sem nú sé til frekari skoðunar hjá embætti ríkisskatt- stjóra. Skattrannsóknarstjóri segir að engir lögaðilar hafi verið teknir til at- hugunar í umræddri úrtakskönnun. Hafi embættið ekki haft tök á því að sinna frekari rannsókn sökum ann- arra aðkallandi verkefna og tak- markaðs mannafla. Af þessum sök- um geti embættið ekki dregið neinar almennar ályktanir á grundvelli at- hugana sinna á gögnum Seðlabank- ans um fjárfestingarleiðina. Eigi að upplýsa hvort þessi leið hafi verið nýtt til að flytja til Íslands fjármuni sem uppruna eigi í tekjum sem ekki hafi verið taldir réttilega fram til skatts hér á landi og þá eftir atvikum hvort peningaþvætti hafi átt sér stað, verði að fara fram ítarleg og heild- stæð athugun er bæði taki til ein- staklinga og lögaðila. Þá segir skatt- rannsóknarstjóri að til að upplýsa umrædd efni með viðhlítandi hætti sé m.a. nauðsynlegt að sannreyna og rekja til enda fjármuni í hverju og einu þeirra tilvika sem til rannsóknar verði tekin. Ljóst sé að það kalli í mörgum ef ekki flestum tilvikum á öflun frekari gagna frá umsækj- endum sjálfum og öðrum aðilum til viðbótar þeim gögnum sem fram hafi verið lögð við afgreiðslu umsókna um nýtingu fjárfestingarleiðarinnar. Tvær aðrar umsagnir höfðu í gær borist Alþingi um málið, önnur frá Siðfræðistofnun Háskólans, sem lýstir stuðningi við tillöguna, og Seðlabankanum sjálfum sem kveðst ekki leggjast sérstaklega gegn því að fram fari rannsókn á flutningi fjár til landsins á grundvelli gjaldeyrisboða bankans, telji Alþingi líklegt að slík rannsókn bæti einhverju við þá rann- sókn sem þegar hafi farið fram á vegum ríkisskattstjóra og skattrann- sóknarstjóra. Segir í umsögninni að Seðlabankinn telji það þó ekki lík- legt. „Góðkunningjar úr hruninu“ Þingsályktunartillagan er borin fram af þingmönnum Pírata, Sam- fylkingarinnar og Viðreisnar. Fyrri umræða um hana fór fram 22. janúar og að henni lokinni var samþykkt að vísa málinu til annarrar umræðu og til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Sendar hafa verið um- sagnarbeiðnir til 23 aðila, þar á með- al til Alþýðusambandsins, Persónu- verndar, Viðskiptaráðs, Samtaka fjármálafyrirtækja og ríkissaksókn- ara, en sem fyrr segir hafa enn að- eins þrjár skilað sér til nefndarinnar. Málið er enn í þingnefndinni og óljóst hvenær það verður afgreitt þaðan. Við fyrri umræðuna sagði fyrsti flutningsmaður tillögunnar, Þórhild- ur Sunna Ævarsdóttir, að það sem einna helst hefði sætt gagnrýni væri að Seðlabankinn hefði neitað að upp- lýsa hvaða aðilar það voru sem komu með fé inn í landið um þessa leið. „Þó hefur fjölmiðlum tekist að finna með mjög mikilli vinnu nöfn nokkurra einstaklinga sem notuðu þá leið og það eru, hvað eigum við að segja, góðkunningjar okkar úr hruninu sem skildu jafnvel eftir tóm þrotabú fyrirtækja eða hurfu með eitthvað, það hvarf alla vega eitthvað af spari- fénu hjá ýmsum í kringum viðskipti þeirra,“ sagði þingmaðurinn. Mikil- vægt væri að leiða í ljóst hvort fjár- festingarleiðin kynni að hafa verið notuð til að koma óskráðum og óskattlögðum eignum Íslendinga á aflandssvæðum aftur til landsins til að stunda peningaþvætti eða hún verið misnotuð með öðrum hætti. Fjárfestingarleiðin var hugsuð til að minnka „snjóhengjuna“ svo- kölluðu, krónueignir erlendra aðila sem á fyrrnefndu árabili voru fastar innan fjármagnshafta og gerðu stjórnvöldum erfitt fyrir að vinna að frekari losun haftanna. Í fréttaskýr- ingu í Kjarnanum var komist svo að orði að þeir sem tóku á sig „tapið“ í þessum viðskiptum hefðu verið að- ilar sem áttu krónur fastar innan hafta en vildu komast út úr íslenska hagkerfinu með þær. Þeir sem „græddu“ hefðu verið aðilar sem áttu erlendan gjaldeyri en voru tilbúnir að koma til Íslands og fjárfesta fyrir hann. Seðlabankinn hafi síðan verið í hlutverki milligönguaðila sem gerði viðskiptin möguleg. „Líkt og verslun sem leiddi heildsala og neytendur saman,“ eins og það er orðað. Fram kemur að alls fór fram 21 útboð eftir fjárfestingarleiðinni á meðan hún stóð opin. Komu samtals um 1.100 milljónir evra til landsins á grund- velli útboðanna, en það samsvarar um 206 milljörðum ísl. króna. Ein fjárfærsla er til sérstakrar skoðunar Morgunblaðið/Ómar Seðlabankinn Um skeið eftir hrunið gátu efnaðir Íslendingar komið með erlendan gjaldeyri og selt hann á kjörum sem almenningi buðust ekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.