Morgunblaðið - 25.02.2020, Side 24

Morgunblaðið - 25.02.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2020 40 ára Elva er fædd og uppalin á Akureyri en býr í Reykjavík. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt frá Háskólanum á Akureyri og er vakt- stjóri yfir símaráðgjöf hjúkrunarvaktarinnar á Læknavaktinni. Maki: Guðmundur Freyr Jóhannsson, f. 1979, lyf- og bráðalæknir á Land- spítalanum. Börn: Tristan Egill Elvuson, f. 2000, Lúkas Egill Elvuson, f. 2005, og Bríet Egla Elvu- dóttir, f. 2017. Foreldrar: Guðbjörg Halldórsdóttir, f. 1963, búsett í Bretlandi, og Ragnar Gunn- arsson, f. 1963, búsettur í Reykjavík. Elva Björk Ragnarsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú munt ná takmarki þínu ef þér tekst að virkja annað fólk til að hjálpa til. Markmið þitt á þessu ári ætti að vera að sættast við þig og sjá kostina sem þú býrð yfir. 20. apríl - 20. maí  Naut Hristu af þér alla hræðslu og helltu þér í það sem þig langar mest að gera. Mundu að einn góðan veðurdag stendur þú í sömu sporum og foreldrar þínir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Heilinn í þér þarfnast þjálfunar, rétt eins og líkaminn. Notfærðu þér vel- gengnina sem þér hefur hlotnast. Ekki líta um öxl með eftirsjá, framtíðin er þín. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur verið einn á báti of lengi og ættir að finna þér félagsskap við fyrsta tækifæri. Vinur þinn á eitthvað erfitt og þú ættir að athuga hvort þú getur eitthvað gert til hjálpar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Reyndu að hreyfa þig eitthvað í dag, ef þú getur. Hver hefur sinn djöful að draga, ekki bara þú. Blandaðu geði við fleira fólk. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu öll lögfræðileg mál bíða betri tíma og láttu önnur og mikilvægari mál ganga fyrir. Þú ert full/ur gleði og lætur gott af þér leiða. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ættir að líta yfir farinn veg og skoða líf þitt gagnrýnum augum. Ef þú bregður út af vananum færðu nýtt sjónarhorn á hluti. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú kaupir mikið þessa dagana og stendur í alls kyns braski. Hlustaðu á þær skýringar sem þér eru gefnar á vissu máli. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það liggur vel á þér í dag. Nýtt fólk í kringum þig dregur fram nýjar hliðar á persónuleika þínum og svo sjaldséðar að það kemur þeim, og þér, í opna skjöldu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ef þú færð það á tilfinninguna að ekki sé allt með felldu þá er það sennilega rétt hjá þér. Leitaðu að orsökinni og reyndu að lagfæra hlutina. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sérhvert augnablik dagsins þarf ekki að vera skipulagt. Fólk er til í að deila leyndarmálum sínum með þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu ekkert freista þín svo að fjár- málin fari ekki úr böndunum. Það verður glatt á hjalla næstu vikurnar hjá þér. skemmtilegt, maður kynnist mörgu fólki og það er gott að geta hjálpað fólki í þeim vandamálum sem heyrn- arskerðing veldur. Starfið krefst þess einnig að sinna endurmenntun stöðugt þar sem tæknin breytist mjög hratt. Frá upphafi hef ég sótt ráðstefnur og námskeið nokkrum sinnum á ári og það hefur gefið tæki- færi til að ferðast mikið og til margra áhugaverða staða. Við hjónin eigum hús nálægt Flúðum og líður hvergi betur en þar í sveitasælunni. Erum þar eins mikið og við getum og njótum útivistar af ýmsu tagi. Við höfum átt írska setter-hunda í 17 ár og þeir þurfa mikla hreyfingu og njóta frelsisins í sveitinni. Ég var smitaður af tengda- foreldrum mínum af hinum skæða golfvírus fyrir um 10 árum og hann ágerist með árunum.“ Tónlist hefur alltaf verið stór hluti af lífi Björns og hann fór ungur í tón- listarskólann í Kópavogi og lærði klassískan gítarleik. „Tónlistariðk- unin datt svo út í nokkuð mörg ár þar til eiginkonan gaf mér rafgítar B jörn Víðisson er fæddur 25. febrúar 1970 í Reykjavík. Hann ólst upp á Hraunbraut í vesturbæ Kópavogs til 13 ára aldurs en flutti þá í Arnar- nesið. Hann stundaði knattspyrnu og handbolta með Breiðabliki upp í meistaraflokk. Björn gekk í grunnskóla í Kárs- nesskóla og í gagnfræðaskóla í Þing- holtsskóla og varð stúdent af íþróttabraut í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ 1990. Samhliða fjölbrauta- skólanum stundaði hann tveggja ára nuddnám og útskrifaðist sem nudd- fræðingur úr Svæðameðferðarskóla Íslands. „Þaðan lá leiðin til Bourne- mouth í Englandi í kírópraktors- nám, lauk einum vetri þar en hætti því námi þar sem ég fann mig ekki í því.“ Björn flutti þá heim og opnaði eig- in nuddstofu í Kópavogi og hóf nám í nálastungum. Hann starfrækti nuddstofu til 2001 og var mikið að vinna með íþróttafólki og starfaði fyrir félagslið og landsliðið í hand- bolta m.a. „Ég fékk mikinn áhuga fyrir vaxtarrækt og keppti ásamt eiginkonunni á Íslandsmeistara- mótinu 1999 og 2000.“ Á þessum tíma var Björn farinn að íhuga nýjan starfsvettang og fyr- ir tilstuðlan föður síns varð úr að hann stofnaði einkarekna heyrnar- tækjastöð. „Faðir minn var heyrnar- skertur og hafði ekki fengið sér heyrnartæki þar sem biðin var þá 2-3 ár hjá Heyrnar- og Talmeinastöð Íslands. Hann fór beint til framleið- andans Oticon í Danmörku og fékk heyrnartækin hjá þeim og úr varð að ég fékk umboð fyrir þeim. Heyrnartækni var opnað 2001 og við fengum strax góðar viðtökur enda hafði ríkið verið með einokun á sölu heyrnartækja fram til þessa. Tveimur árum síðar hófst samstarf við Árna Hafstað, heyrnar- og tal- meinafræðing, sem séð hefur um starfsemi Heyrnartækni á lands- byggðinni. Anna Linda eiginkona mín, sem er hjúkrunarfræðingur að mennt, kom svo til liðs við fyrirtækið 2006 og höfum við rekið það saman síðan. Starfið er mjög gefandi og og við það kviknaði neistinn aftur. Ég fór þá að stunda einkatíma í djassgítarleik hjá Ómari Guðjóns- syni og tók stig í tónfræðum frá FÍH í kvöldskóla ásamt eiginkonu minni sem tók upp á því að læra á píanó og er búin að taka miðstigspróf í því. Í framhaldi lauk ég svo grunnstigi í djassgítarleik. Ég færði mig svo aft- ur yfir í klassíska gítarinn og hef verið í einkatímum hjá Pétri Valgarð Péturssyni í fjögur ár. Það á við mig eins og marga aðra gítarleikara að fá söfnunaráráttu fyrir gíturum og í dag á ég tíu gítara af ólíkum teg- undum.“ Fjölskylda Eiginkona Björns er Anna Linda Guðmundsdóttir, f. 10.3. 1973, hjúkr- unarfræðingur og nemi í heyrnar- fræðum í Edinborg. Þau eru búsett í Garðabæ. Foreldrar Önnu Lindu eru hjónin Guðmundur Sigurvins- son, f. 12.5. 1948, skrifstofumaður, og Kristín Dagný Magnúsdóttir, f. 6.3. 1949, skólaliði. Þau eru búsett í Reykjavík. Björn Víðisson, framkvæmdastjóri Heyrnartækni – 50 ára Í sveitasælunni Björn ásamt setter-hundunum sínum, Bono og Baron. Tónlistin stór hluti af lífinu Hjónin Anna Linda og Björn á ferðalagi í Alicante á Spáni. 30 ára Daníel ólst upp í Vesturbæ Reykjavík- ur og á Selfossi en býr í Kópavogi. Hann er lærður flugmaður og flugkennari hjá Flug- skóla Íslands. Daníel er flugumsjónarmaður hjá Bláfugli og flugkennari hjá Keili. Maki: Heiðrún Sigurðardóttir, f. 1990, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðurnemi. Dætur: Elísa Dögun Daníelsdóttir, f. 2016, og Signý Ýr Daníelsdóttir, f. 2019. Foreldrar: Pétur Hafsteinn Birgisson, f. 1960, innanhússarkitekt hjá GKS, og Sigurborg Kjartansdóttir, f. 1962, grunn- skólakennari í Vallaskóla á Selfossi. Þau eru búsett á Selfossi. Daníel Pétursson Til hamingju með daginn Kópavogur Signý Ýr Daníelsdóttir fædd- ist 4. ágúst 2019. Hún vó 4.285 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Daníel Pétursson og Heiðrún Sigurðardóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.