Morgunblaðið - 25.02.2020, Page 29
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sellóleikari Sæunn Þorsteinsdóttir.
Hljómdiskur Sinfóníuhljómsveitar
Íslands, Concurrence, sem Sono
Luminus gefur út, hlýtur mikinn lof-
dóm í marshefti tónlistarritsins
Gramophone. Á henni leikur sveitin
Quake eftir Pál Ragnar Pálsson,
Oceans eftir Maríu Huld Markan
Sigfúsdóttur, Metacosmos eftir
Önnu Þorvaldsdóttur og Píanókons-
ert nr. 2 eftir Hauk Tómasson. Ein-
leikarar eru Sæunn Þorsteinsdóttir
sellóleikari og Víkingur Ólafsson pí-
anóleikari en hljómsveitarstjóri er
Daníel Bjarnason.
Segir í upphafi gagnrýninnar að
bæði flutningur og upptaka verk-
anna á disknum séu framúrskarandi
og í niðurlagi að stjörnurnar í hópi
flytjenda séu hljóðfæraleikarar SÍ
sem sé vel stjórnað af Daníel sem
hafi góðan skilning á ólíkum stílum
og túlkun. Segir um sveitina að hún
sé undursamleg líkt og tónleikahús
hennar Harpa.
Lofdómur í
Gramophone
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2020
ICQC 2020-2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
Rás 2
FBL
m.a.
ÓSKARSVERÐLAUN3
BESTA KVIKMYNDATAKAN
BESTA MYNDIN
m.a.
ÓSKARSVERÐLAUN4
ÓSKARSVERÐLAUN
BESTI LEIKARINN: Joaquin Phoenix
BESTA TÓNLISTIN: Hildur Guðnadóttir2
Kvæðakvöld Iðunnar verður í kvöld
kl. 20 til 22.30 og er yfirskrift þess
„Láttu hlátur lyfta brá“. Kvöldið
fer fram á efri hæð Sólons sem er í
Bankastræti 7a í miðbæ Reykja-
víkur.
Kvæðamannafélagið Iðunn
stendur fyrir skemmtidagskrá þar
sem flutt verður fjölbreytt efni,
meðal annars gamanmál í bundnu
og óbundnu máli og eru flytjendur
úrvalskvæðafólk, segir í tilkynn-
ingu. „Má þar fyrst nefna Ragn-
heiði Gröndal en hún tekur þátt í
kvæðakvöldinu í fyrsta skipti. Einn-
ig koma fram Pétur Húni Björns-
son, Bára Grímsdóttir, Þórarinn
Már Baldursson, Linus Orri Gunn-
arsson Cederborg, Rósa Jóhannes-
dóttir og Rósa Þorsteinsdóttir.
Þau flytja meðal annars efni eftir
þekkta hagyrðinga Iðunnar, þau
Sigurlín Hermannsdóttur, Helga
Zimsen, Þórarin Má Baldursson og
minning bragsnillingsins Hjálmars
Freysteinssonar verður heiðruð, en
hann féll frá fyrir stuttu. Einnig
verður hlutavelta – Segulbönd Ið-
unnar og fleiri glæsilegir vinn-
ingar,“ segir í tilkynningu og kynn-
ir verður hagyrðingurinn Ragnar
Ingi Aðalsteinsson.
Aðgangseyrir 1.500 kr. og vakin
athygli á því að einungis er tekið
við reiðufé og að allur ágóði rennur
í ferðasjóð Kvæðamannafélagsins
Iðunnar.
Kemur fram Ragnheiður Gröndal.
Láttu hlátur
lyfta brá
Haldinn verður fyrirlestur og leiðsögn veitt
um sýninguna Saga úr jörðu. Hofstaðir í
Mývatnssveit, sem opnuð var um helgina í
Bogasal Þjóðminjasafnsins, í dag kl. 12.
Hrönn Konráðsdóttir, verkefnastjóri sýning-
arinnar, og dr. Hildur Gestsdóttir, fornleifa-
fræðingur og stjórnandi uppgraftarins á Hof-
stöðum, halda stutta kynningu í fyrirlestrasal
og ganga svo með gesti um sýninguna í Boga-
sal. Í tilkynningu segir að á Hofstöðum í Mý-
vatnssveit hafi verið grafinn upp gríðarstór
veisluskáli frá víkingaöld sem sé eitt stærsta
mannvirki sem rannsakað hafi verið á Íslandi.
Þá var grafinn upp kirkjugarður á Hofstöðum
sem í hvíldu einstaklingar sem tengdir voru
fjölskylduböndum og beinin eru sögð veita áhugaverðar upplýsingar um líf
og aðstæður fólksins.
Fyrirlestur og leiðsögn í Þjóðminjasafni
Saga Endurgerð andlits byggð
á höfuðkúpu konu sem fannst í
kirkjugarðinum.
ið ötull við að kynna brasilíska tón-
list. Lopes kennir trommu- og slag-
verksleik í þremur tónlistarskólum,
á Akureyri, Fjallabyggð og við
Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
Brasilískt! nefnist hljómsveit sem
fram kemur í kvöld á djasskvöldi
Kex hostels og hefjast leikar kl.
20.30. Sveitina skipa brasilísku
hljóðfæraleikararnir Guito Thomas
og Rodrigo Lopes ásamt gesta-
hljóðfæraleikaranum Sigrúnu
Kristbjörgu Jónsdóttur á básúnu.
Thomas og Lopes búa í Ólafsfirði
og starfa á Norðurlandi. Tríóið
mun leika verk listamanna á borð
við Paulinho da Viola, Baden
Powell, João Bosco, Djavan, Gon-
zaguinha, Gilberto Gil, Caetano
Veloso og Tom Jobim. Thomas hef-
ur, auk þess að kenna, starfað sem
organisti Siglufjarðarkirkju og ver-
Brasilískt! Tríóið sem leikur á Kex hosteli
í kvöld, þau Guito Thomas, Rodrigo Lopes
og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir.
Hljómsveitin Brasilískt! á Kex hosteli
Ásbjörg Jónsdóttir lauk meist-
araprófi í tónsmíðum frá Listahá-
skóla Íslands og hefur breiðan tón-
listarlegan bakgrunn, allt frá
djasssöng til kórastarfs og hefur
þroskað tónsmíðagáfu sína jafnt og
þétt í kammerverkum sem sameina
léttleika og ljóðrænu, eins og því er
lýst í tilkynningu.
Gunnar Karel lauk meistaraprófi í
tónsmíðum frá Tónlistarháskólanum
í Kaupmannahöfn og segir að heim-
speki og leikhús eigi ekki minni
skerf af honum en tónlistin og að
hann hafi tekið þátt í uppsetningu
fjölda leiksýninga og samið eða snið-
ið hljóðheim þeirra. Tónverk hans
séu gjarnan eins og leiksvið þar sem
hugmyndir takast á.
María Huld Markan Sigfúsdóttir
þekkir fiðluna sem flytjandi og hef-
ur í nokkrum tónverkum sínum
Tónskáldin Ásbjörg Jónsdóttir, Sig-
urður Árni Jónsson, Gunnar Karel
Másson og María Huld Markan Sig-
fúsdóttir hafa verið valin úr hópi
sextán umsækjenda til að semja
strengjakvartett fyrir Salinn. Er um
nýtt verkefni að ræða, að því er
fram kemur í tilkynningu, og nefnist
það Tónverk 20/21. Markmiðið með
verkefninu er að stuðla að frum-
sköpun í tónverkagerð og að kynna
íslensk tónskáld.
Tónskáldin fjögur munu semja
strengjakvartetta sérstaklega með
Salinn í huga og verða verkin síðan
frumflutt í tónleikaröðinni Tíbrá í
Salnum veturinn 2020-21. Sam-
starfsaðili Salarins í Tónverki 20/21
er Strokkvartettinn Siggi sem mun
frumflytja verkin.„Það er mikið
gleðiefni fyrir okkur í Salnum að fá
þessi fjögur öflugu tónskáld til liðs
við okkur. Þau eru hvert öðru ólík í
tónsköpun og getum við búist við
fjölbreyttum strengjakvartettum
næsta vetur,“ er haft eftir Aino
Freyju, forstöðumanni Salarins, en
eitt af hlutverkum Salarins er að
stuðla að frumsköpun í tónverka-
gerð og að efla nýsköpun í tónlist,
eins og fram kemur í tilkynning-
unni.
Í valnefnd sátu þau Atli Ingólfs-
son fyrir Salinn, Karólína Eiríks-
dóttir fyrir Tónskáldafélag Íslands
og Una Sveinbjarnardóttir fyrir
Strokkvartettinn Sigga.
kannað hljóðheim hennar með frum-
legum hætti. María nam tónsmíðar
við Listaháskóla Íslands og hefur
mikla reynslu sem tónskáld og flytj-
andi en auk kammerverka hennar,
sem hafa verið tekin upp og flutt
víða um heim, hefur hún samið fyrir
hljómsveit og tónlist við nokkrar
kvikmyndir, skv. tilkynningu.
Sigurður Árni Jónsson lauk
meistaraprófi í tónsmíðum og hljóm-
sveitarstjórn í Svíþjóð og stjórnar
Ensemble Dasein í Gautaborg.
Hann hefur rannsakað ýmis blæ-
brigði kammerskriftar á sannfær-
andi hátt, eins og því er lýst en eftir
hann liggja jafnframt tvö hljóm-
sveitarverk.
Tónverk 20/21 er styrkt af Lista-
og menningarráði Kópavogsbæjar
og unnið í samvinnu við Tónverka-
miðstöð Íslands.
Semja fyrir Tónverk 20/21
Tónskáld Ásbjörg, Gunnar, María og Sigurður semja fyrir Tónverk 20/21.
Fjögur tónskáld voru valin úr hópi sextán umsækjenda