Morgunblaðið - 03.03.2020, Side 1

Morgunblaðið - 03.03.2020, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3. M A R S 2 0 2 0 Stofnað 1913  52. tölublað  108. árgangur  verkogvit.is Velkomin á stórsýninguna Verk og vit Laugardalshöll 12.–15. mars Allt það nýjasta í íslenskum byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmálum DIDDÚ FLYTUR SÍNAR UPPÁ- HALDSARÍUR ÞYRLUSKÍÐA- VERTÍÐIN AÐ HEFJAST TAKMARKANIR VERÐA Á VEIÐISVÆÐUM ENN ER AUKNING 10 TÍMI GRÁSLEPPUNNAR 14HÁDEGISTÓNLEIKAR 28 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Eftirspurn eftir íslenskum og öðrum evrópskum sjávarafurðum hefur auk- ist og mun halda áfram að aukast, að mati Óskars Sigmundssonar, eiganda sölufyrirtækisins Marós í Cuxhaven í Þýskalandi. Sala fyrirtækisins jókst um 37% í janúar og 44% í febrúar. Hann segir ástæðuna meðal annars vera þá að kaupendur séu reiðubúnir til þess að greiða hærra verð fyrir umhverfisvænni vöru sem ekki hefur verið flutt alla leið frá Asíu eins og í tilfelli kyrrahafskarfa. Margar breytur Þá hefur ýtt undir sérstöðu ís- lenskra afurða að verulegar truflanir hafa orðið í framleiðslu í Kína og bend- ir flest til þess að vörur þaðan komi ekki fyrr en í sumar. Jafnframt sé óvíst hvernig kínverskum fyrirtækjum takist að ná fyrri stöðu á markaðnum og hefur því skapast sóknarfæri fyrir íslenskar og aðrar evrópskar afurðir sem yfirleitt eru dýrari. Auk þess sem Kína rekur öfluga vinnslu fyrir sjávarafurðir víðsvegar í heiminum er landið einnig mikill kaupandi sjávarafurða og því óljóst hver heildaráhrifin á mörkuðum verða. Sala afurða eykst  Kórónuveiran eykur eftirspurn eftir íslenskum sjávar- afurðum  Kaupendur eru til í að greiða mun hærra verð MEftirspurn eftir íslenskum ... »12 Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is Sex ný kórónuveirusmit voru staðfest í gær til viðbótar við þau þrjú sem fyrir voru. Þau sem greindust eru Íslend- ingar á fimmtugs- og sextugsaldri og komu fimm þeirra hingað til lands með flugi Icelandair frá Veróna á Ítalíu sl. laugardag. Unnið er að smitrakningu í sjötta tilfellinu. Sóttvarnalæknir segir að nú sé áhersla lögð á að koma í veg fyrir útbreiðslu smits innanlands. „Þegar fyrsta tilfellið kom fyrir helgi var ástandið uppfært í hættustig og það er engin ástæða til að uppfæra það í sjálfu sér. Það verður ekki fyrr en það fer að verða dreifing innanlands að ein- hverju ráði. Þá verður það endur- skoðað,“ segir Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir. Spurður hvort til greina komi að stöðva flugferðir til og frá Ítalíu segir Þórólfur það ekki endilega líklegt til ár- angurs, margir ferðist þangað í gegnum önnur Evrópulönd. Þá sé erfitt að halda utan um hverjir hafi verið á skil- greindum áhættusvæðum. Eina beina flugið á milli Íslands og Ítalíu er leigu- flug fyrir Íslendinga og segir Þórólfur það ekki koma til greina að banna Ís- lendingum að snúa aftur heim. Þeir sem hafi verið á áhættusvæðum séu eftir sem áður beðnir að sæta heimasóttkví. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjöldi smita hefur þrefaldast  Átta af níu veiru- smitum verið rakin til Ítalíu MÁ þriðja hundrað manns ... »2 Landsvirkjun hefur tilkynnt áform um verulega stækkun á þremur stór- virkjunum sínum á Þjórsár-Tungna- ársvæðinu. Orkustofnun hefur sent þessi áform með öðrum tilkynntum orkukostum í vatnsafli, jarðvarma og vindorku til verkefnastjórnar 4. áfanga rammaáætlunar sem metur og raðar upp virkjanakostum. Áhugi er á að stækka Vatnsfells- stöð sem er með 90 megavött í upp- settu afli um 55 MW. Sigöldustöð er 150 MW og á að stækka um 65 MW. Þá á að stækka Hrauneyjafossstöð sem nú er 210 MW í uppsettu afli um 90 MW. Guðni A. Jóhannesson orku- málastjóri segir að áformin snúist um að nýta núverandi virkjanir bet- ur með því að endurhanna þær og nýta tækninýjungar. Hægt sé að stækka virkjanir með tiltölulega litlum kostnaði. »4 Áform um að stækka virkjanir  Eru á Þjórsár-Tungnaársvæðinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.