Morgunblaðið - 03.03.2020, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 2020
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Orkustofnun hafði í upphafi ársins fengið til-
kynningar frá orkufyrirtækjum um 42 nýja
orkukosti, þar af 29 í vindorku. Kostirnir eru
sendir áfram til verkefnisstjórnar 4. áfanga
rammaáætlunar jafnóðum og Orkustofnun hef-
ur fengið nauðsynleg gögn. Landsvirkjun sæk-
ir um mat á verulegri stækkun þriggja stór-
virkjana á Þjórsár-Tungnaársvæðinu.
Auk vindorkukostanna 29 eru sex kostir í
vatnafli og sjö í jarðhita, alls 42 kostir. Vel get-
ur bæst við enda erfitt að loka fyrir móttöku á
nýjum kostum fyrr en Alþingi hefur afgreitt til-
lögu sem verkefnisstjórn 3. áfanga lagði fram.
Ráðherrar tveggja fyrri ríkisstjórna hafa lagt
fram tillögur en þær ekki hlotið afgreiðslu Al-
þingis. Fram hefur komið að ráðherrar núver-
andi ríkisstjórnar hyggjast leggja tillöguna
fram óbreytta.
Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir
að þessi fjöldi tilkynntra verkefna hafi komið
nokkuð á óvart. Sjálfur segist hann hafa talið
að orkufyrirtækin myndu bíða átekta, meðal
annars eftir afgreiðslu Alþingis á 3. áfanga
rammaáætlunar.
„Menn eru mikið að spá í vindinn en einnig í
aðra orkukosti. Þarna eru margir nýir aðilar að
koma fram í vindorkunni og áform um allt land.
Við sjáum svo hvað verður úr því,“ segir Guðni.
Hagkvæmt að stækka
Í lok janúar áframsendi Orkustofnun til
verkefnisstjórnar rammaáætlunar þá 12 kosti
sem tilkynntir voru fyrir áramót og hún telur
að næg gögn hafi borist um. Sex eru í vindorku,
fimm í vatnsafli og einn í jarðvarma.
Athygli vekur að Landsvirkjun fer fram á
mat á verulegri stækkun á þremur virkjunum
sínum á Þjórsár-Tungnaársvæðinu. Áhugi er á
að stækka Vatnsfellsstöð um 55 megawött, Sig-
öldu um 65 MW og Hrauneyjafoss um 90 MW.
Guðni segir að þetta snúist um að nýta núver-
andi virkjanir betur með því að endurhanna
þær og nýta tækninýjungar. Hægt sé að
stækka virkjanir með tiltölulega litlum kostn-
aði.
Auk þess tilkynnir fyrirtækið Hamars-
virkjun samnefnda virkjun á Austfjörðum, 60
MW að stærð og Vesturverk sækir um 16 MW
Skúfnavatnavirkjun á Vestfjörðum.
Eina jarðvarmavirkjunin sem Orkustofnun
framsendir rammaáætlun í þessum pakka er
Bolalda fyrir Reykjavík Geothermal. Afl henn-
ar á að vera 100 MW.
Quadran stórtækir
Allir vindorkukostirnir sem farnir eru til
rammááætlunar eru á vegum franska fyrir-
tækisins Quadran Iceland Developement. Þeir
eru dreifðir um allt land og eru allt frá 18 MW
afli og upp í 190 MW. Nefnast þeir Hnotasteinn
á Melrakkasléttu, Sólheimar í Dölum, Norð-
anvindur við Öxarfjörð, Þorvaldsstaðir á Aust-
fjörðum og Butra og Grímsstaðir á Suðurlandi.
Ekki fást upplýsingar um staðsetningu
þeirra 23 vindorkukosta sem Orkustofnun
hyggst færa verkefnisstjórn í lok þessa mán-
aðar ásamt þeim kostum í jarðvarma og vatns-
afli sem eftir eru.
Orkustofnun minnti á í erindi sínu að ákveðin
lagaleg óvissa ríkti um meðferð vindorkukosta.
Guðni segir að lagaumhverfið hefði þurft að
vera skýrara. Telur hann að ákvarðanir um
nýtingu vindorku gætu frekar átt heima í
skipulagi hjá sveitarfélögunum.
Starfshópur þriggja ráðuneyta er að fjalla
um málið og er reiknað með lagabreytingum.
Skammur tími til stefnu
Aðeins er um eitt ár eftir af skipunartíma
verkefnisstjórnar 4. áfanga rammaáætlunar.
Hún hefur starfað í tæp þrjú ár og því haft
langan tíma til undirbúnings en fær afar
skamman tíma til raunverulegrar matsvinnu.
Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefna-
stjórnarinnar, segir þó að kostir sem settir
voru í biðflokk í 2. áfanga hafi verið skoðaðir og
vinna við þá kosti sem Orkustofnun hefur nú
sent inn sé hafin. Hún minnir á að heildar-
umfangið liggi ekki fyrir, von sé á fleiri kostum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vindmyllur Mikill áhugi er vaknaður á vindorkunni. Mörg fyrirtæki eru að
huga að uppbyggingu misstórra vindorkugarða um allt land.
Ljósmynd/Landsvirkjun
Hrauneyjafossstöð Uppsett afl stöðvarinnar er 210 MW. Landsvirkjun hyggst stækka hana um 90 megavött, eða
rúm 40%. Almennt er talið hagkvæmt að stækka aflstöðvar sem fyrir eru, þegar nægt vatn er fyrir hendi.
29 ný vindorkuver eru í pípunum
Orkufyrirtækin tilkynna 42 nýja orkukosti Landsvirkjun hyggst stækka þrjár stórvirkjanir
Fæddum börnum fjölgaði mikið á
Landspítalanum í janúar á þessu ári
frá sama mánuði í fyrra. Í janúar í ár
fæddust á spítalanum 303 lifandi
börn en þau voru 256 í janúar 2019.
Fjölgunin er rúmlega 17 prósent.
Þetta kemur fram í riti spítalans
Starfsemisupplýsingar sem er ný-
komið út.
Fæðingar í janúar í ár voru 296,
en þar af voru sjö tvíburafæðingar.
Börn voru tekin með keisaraskurði í
58 skipti sem er um 32 prósent fjölg-
un frá janúar 2019 þegar skiptin
voru 44.
Samkvæmt bráðabirgðatölum fyr-
ir árið 2019 voru fæðingar á spít-
alanum 3.207. Árið áður voru þær
3.088 og árið 2017 2.987. Fæðingar
árið 2015 voru 3.037.
Morgunblaðið/Ásdís
Fæðingar Fæddum börnum fjölgaði verulega á Landspítalanum í janúar í
ár frá sama tíma í fyrra. Þar af voru sjö tvíburar.
Nýburum fjölgar
á Landspítalanum
Í janúar fæddust þar 303 börn, þar af
sjö tvíburar, en voru 256 í janúar 2019