Morgunblaðið - 03.03.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 2020
Jóhanna Klara Stefánsdóttir,sviðsstjóri mannvirkjasviðs
Samtaka iðnaðarins, ritaði um-
hugsunarverða grein í Morgun-
blaðið í gær. Þar segir hún
áhyggjuefni að „hið
opinbera er í sí-
auknum mæli að
taka til sín verð-
mæta lykilstarfs-
menn frá íslenskum
verkfræðistofum.
Réttara væri að
styðja við uppbygg-
ingu sérfræðiþekk-
ingar í atvinnulífinu með því að út-
vista verkefnum eftir fremsta
megni. Sérstaklega í því árferði
sem við siglum nú inn í.“
Hún nefnir meðal annars fréttirum fjölgun starfsfólks Orku-
veitu Reykjavíkur um 32% frá
árinu 2013 og segir þær ekki koma
verkfræðistofum á óvart.
Jóhanna Klara bendir einnig áað veruleg fjölgun launþega
hafi orðið að undanförnu hjá hinu
opinbera og fyrirtækjum þess á
sama tíma og fjöldi starfsmanna
einkarekinna fyrirtækja hafi dreg-
ist saman.
Þessi ábending á mikinn rétt ásér og er verulegt áhyggju-
efni. Það er atvinnulífið sem stend-
ur undir rekstri hins opinbera en
ekki öfugt og þegar aðstæður eru
þannig að starfsfólki fækkar í at-
vinnulífinu en fjölgar hjá hinu op-
inbera þá er augljóst að eitthvað
mikið er að.
Eins má öllum ljóst vera að þró-un af þessu tagi getur ekki
gengið til lengdar og hún er þegar
farin að draga úr þrótti atvinnu-
lífsins og þar með úr hagvexti og
lífskjörum almennings. Á þessu
verður hið opinbera að taka, ríki
jafnt sem sveitarfélög.
Jóhanna Klara
Stefánsdóttir
Ofvöxtur
hins opinbera
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Borgarráð hefur heimilað umhverf-
is- og skipulagssviði Reykjavíkur-
borgar að bjóða út framkvæmdir
við lokaáfanga vegna endurgerðar
og stækkunar lóðar við
Vesturbæjarskóla. Kostnaðar-
áætlun er 90 milljónir króna og
framkvæmdir eru áætlaðar í sum-
ar.
Fram kemur í greinargerð að
lóðin verði stækkuð í samræmi við
samþykkt deiliskipulag og komið
fyrir nýrri gönguleið milli Hring-
brautar og Ásvallagötu. Gerðir
verða nýir boltavellir/leiksvæði á
gervigrasi, ný hvíldar- og úti-
kennslusvæði ásamt pókó- og tram-
políngörðum. Þá verður komið fyrir
setbekkjum, leikpöllum og nýjum
gróðurbeðum.
Miklar framkvæmdir hafa staðið
yfir á lóð Vesturbæjarskóla und-
anfarin misseri, Fyrsta skóflu-
stunga að viðbyggingu skólans var
tekin í ágúst 2015 og viðbyggingin
var fullbúin í fyrra.
Fyrsti áfangi endurgerðar lóðar-
innar var boðinn út í fyrra og
framkvæmdum lauk í fyrrahaust.
Kostnaður við þann áfanga var
áætlaður 120 milljónir króna.
Í tengslum við framkvæmdirnar
var lokað fyrir bílaumferð um Vest-
urvallagötu, á milli Hringbrautar
og Ásvallagötu, og er sú götulokun
varanleg. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Vesturbæjarskóli Áhugasöm börn að leik á skólalóðinni á góðviðrisdegi.
Lokaáfangi við end-
urgerð skólalóðar
Skrifstofa framkvæmda og viðhalds hjá Reykja-
víkurborg hefur lagt fram umsókn um að gera
breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar, lóð
nr. 54 við Hofsvallagötu. Í breytingunni felst að
komið er fyrir hundagerði á lóðinni, núverandi
grenndargámastöð er fest í sessi og bílastæðum
fækkað lítillega. Umsókninni hefur verið vísað til
afgreiðslu í borgarráði.
Fram kemur í gögnum málsins að í kosningunni
Hverfið mitt haustið 2018 hafi íbúar valið að gert
yrði hundagerði við Vesturbæjarlaugina.
Á teikningu verkfræðistofunnar Eflu má sjá að
hundagerðið verður staðsett milli sundlaug-
arbyggingarinnar og húsa við Einimel.
Þór Elís Pálsson, áheyrnarfulltrúi Flokks fólks-
ins í skipulags- og samgönguráði, bókaði nokkrar
athugasemdir. Hundaeigendur bendi á að vænt-
anlegt hundagerði sé allt of lítið, en 700 fermetrar
sé algert lágmark. 600-700 m2 hundagerði henti í
raun aðeins fyrir smáhunda og því mæli þeir með
að gerðið verði 1.000-1.400 m2. Óskar hann þess að
við hönnunina verði haft samráð við hundaeig-
endur svo verkið takist sem best. sisi@mbl.is
Hundagerði við Vesturbæjarlaug
Íbúar í Vesturbænum
völdu gerðið í kosningu
Morgunblaðið/Eggert
Stuð í lauginni Hið árlega stjörnuljósasund KR í
Vesturbæjarlaug er alltaf jafn vinsælt.