Morgunblaðið - 03.03.2020, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 2020
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell gæða lofthreinsitæki
Hreint loft - betri heilsa
Loftmengun er hættuleg heilsu og
lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki
eru góð við myglu-gróum, bakteríum,
frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt
að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum.
Verð kr.
18.890
Verð kr.
49.920
Verð kr.
35.850Verð kr.15.960
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Kolibri trönur
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir penslar
í hæsta gæðaflokki
á afar hagstæðu verði
Ennþá meira úrval af
listavörum
WorkPlus
Strigar frá kr. 195
Ég er heimagangur í
húsi í Smáíbúðahverf-
inu. Þar býr móðir með 8
ára syni sínum. Venju-
lega kem ég í heimsókn
síðdegis og fyrsta lífs-
mark sem ég sé innan-
dyra er oftar en ekki 2-
3-4 félagar og jafn-
aldrar, sem sitja í röð í
sófa með stýritæki í
höndum, önnum kafnir
við þátttöku í leikjum sem birtast á
sjónvarpsskjá og allir taka þátt í, ell-
egar hver og einn grúfir sig yfir sinn
einkaskjá og glímir við þau viðfangs-
efni, sem þar hafa verið kölluð fram.
Þetta eru ekki hljóðlausar samkomur,
því bæði láta sófasitjendurnir dæluna
ganga eins og þeim þykir tilefni til og
svo birtast fyrirskipanir og leikhljóð
linnulaust úr búnaði tækjanna. Þarna
situr sem sagt kurteist og mjög við-
kunnanlegt ungt fólk, 8 ára gamalt
eða þar um bil, en það er eins gott fyr-
ir hinn nýkomna gest að búast ekki
við miklum undirtektum við kveðju úr
dyragættinni; það má ekki vænta
þeirrar slökunar á einbeitingunni.
Það skynsamlegasta – og áhugaverð-
asta – sem gesturinn getur gert er að
láta lítið fyrir sér fara og fylgjast með
því, sem um er að vera. Allar fyr-
irskipanir og verklýsingar úr leik-
tækjunum – eða af stórskjánum – eru
á ensku, sem keppendur í sófanum
taka sem sjálfsögðu og auðskiljanlegu
og samtal þeirra er jafnframt í fullum
gangi eins og við á hverju sinni. Þetta
samtal fer fram á því sem kalla mætti
viðeigandi talmál aldursflokksins með
tilliti til viðfangsefna stundarinnar.
Gömul eyru gestsins meta það svo, að
beinagrind þessa talmáls sé venjuleg
eldhúsíslenska, en kjötið á beinunum
sé orðaforði úr þeirri ensku, sem
flæðir úr hinum tæknilega umbúnaði
leikjanna. Þarna eru sem sé nem-
endur úr 3. bekk íslenska grunnskól-
ans að leika sér í tómstundum heima
fyrir, og gestinum verður flest auðles-
ið og ákaflega jákvætt í þeirri fé-
lagslegu mynd sem ber fyrir augu.
Hann gerir sér fullkomlega ljóst að ef
honum hefði opnast tilboð um viðlíka
afþreyingu þegar hann var 8 ára, árið
1942, hefði ekkert nema stíft valdboð
getað komið í veg fyrir þátttöku hans.
En hún hefði þurft
nokkra aðlögun, bæði
hvað tiltektir og tungu-
tak snertir. 1942 lék
hann sér 8 ára með sín-
um jafnöldrum og með
þeim tólum og tali, sem
sá tími bauð – og nú
verður gestinum, nefni-
lega mér, hugsað til afa
síns, sem var fæddur
1865. Hvernig ætli mín
viðbrögð hefðu orðið ef
ég hefði, 8 ára gamall,
lent í félagsskap með
Sigurði Hinrikssyni og jafnöldrum
hans árið 1873? Ég geri því skóna að
viðbrögðin hefðu orðið áþekk 1873 og
1942 eins og þau eru núna, í upphafi
árs 2020.
Öllu er afmörkuð stund og sérhver
hlutur undir himninum hefur sinn
tíma, segir Prédikarinn – og líka: – að
þegja hefur sinn tíma og að tala hefur
sinn tíma. Eða með orðum séra Hall-
gríms:
Sérhvað hefur sína tíð
svo er að hlæja og gráta.
Hóf er best,
hafðu á öllu máta.
Hver kynslóð hefur sitt tungutak,
tungumálið er lifandi afl og lætur ekki
sérstaklega að vilja eins eða neins, því
munu engir þrælar vanans fá breytt –
en það má hafa á því skoðun.
Ég met hina „almennu skoðun Ís-
lendinga“ þannig, að fólk vilji geta
sagt það sem því sýnist, hvernig sem
því sýnist og þegar því sýnist. Og svo
eigi eftirfylgjan að geta verið sú að
setja hvaðeina fram í ritmáli – hve-
nær sem er og með hvaða hætti sem
er. Vafalítið var þetta einnig upp á
sinn máta hin ríkjandi skoðun bæði
1873 og 1942. Hin stóra breyting felst
í flæði tungumálsins, því álykta má að
talmál og ritmál séu á merkilegan
hátt að renna saman fyrir atbeina
tækninnar. Það er ófyrirsjáanlegt
hvert sú málfarsþróun leiðir, en það
er ekki lífvænleg þróun ef talmál og
ritmál þjóðtungu fjarlægjast hvort
annað.
Umræðan um stöðu tungunnar er
öflug og sífelld á Íslandi og ég þykist
hafa fylgst með þeirri umræðu af
áhuga í uppundir 70 ár, stundum þóst
taka þátt í henni. Sú umræða hefur
mér alltaf þótt einkennast af því að
þátttakendur halda fast við að ræða
um eggið en vilja hafa sem minnst af
hænunni að segja. Staða bókmáls er
fyrir öllu, það er í gangi stórmikið
lestrarátak sem beinist að börnum,
einkum drengjum eins og þriðjubekk-
ingunum í Smáíbúðahverfinu, en um
tungutakið er sjaldan rætt; staða bók-
arinnar og almennt læsi er mikið
áhyggjuefni – en hver er staða ís-
lenska samtalsins og iðkunar þess?
Um síðustu mánaðamót nóvem-
ber-desember var birt PISA-
könnunin. Viðbrögðin voru um-
svifalaus – á fyrri helmingi aðventu
voru fjölmiðlar undirlagðir. Formað-
ur Skólastjórafélags Íslands taldi út-
komuna undirstrika að við værum
ekki á réttri leið, við hefðum lagt
meiri áherslu á íslensku en stærð-
fræði; á sömu blaðsíðu Fréttablaðsins
taldi forstöðumaður samkeppn-
ishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins
að stytting grunnskóla gæti verið
lausnin. Í Morgunblaðinu kveðst
menntamálaráðherra hafa kynnt að-
gerðir sem miði að því að efla mennta-
kerfið, ekki síst með aukinni áherslu á
námsorðaforða og starfsþróun kenn-
ara. Doktor í raddmeinafræðum telur
að versnandi árangur íslenskra nem-
enda í PISA-könnun megi rekja til
hávaða í kennslustofum, og loks segir
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir í viðtali
við einn af fréttastjórum Morg-
unblaðsins í árslok, undir yfirskrift-
inni „Menntun reddast ekki“: „Við
getum með öðrum orðum ekki gert
ráð fyrir því að nemendur læri ís-
lensku af sjálfu sér, bara af því að búa
á Íslandi.“
Hvergi í þessum samræðum er hið
talaða orð gert beinlínis að umræðu-
efni. En unga kynslóðin heldur áfram
sínu samtali, mótuðu af þeim fyr-
irmyndum sem umhverfið býður – því
svo læra börnin málið sem það er fyr-
ir þeim haft.
Mál með vexti …
Eftir Hinrik
Bjarnason »Hver kynslóð hefur
sitt tungutak, tungu-
málið er lifandi afl og
lætur ekki sérstaklega
að vilja eins eða neins,
því munu engir þrælar
vanans fá breytt.
Hinrik Bjarnason
Höfundur er eftirlaunaþegi með
fortíð í fræðslustarfi og fjölmiðlun.
Það var fyrir
skemmstu að ég ákvað
að gera mér smá
dagamun á sunnudegi
enda var ekkert á döf-
inni en veður var frek-
ar leiðinlegt. Ég ákvað
að draga börnin frá
sjónvarpinu og fara í
Kolaportið með fjöl-
skyldunni. Við búum í
Keflavík og þetta er
því svona u.þ.b. klukkutíma akstur
að komast alla leið niður á Reykja-
víkurhöfn.
Ég hef ekki farið í Kolaportið í
langan tíma og aldrei síðan ég
fékk drengina til fósturráðstöfunar
og hefði þetta því átt að verða
fyrsta skipti mitt og konunnar
með drengina í Kolaportinu. Þar
sem konan var mjög kvefuð var
ákveðið að leggja ekki langt í
burtu heldur sem næst, þar sem
veður var eins og fyrr er getið
frekar leiðinlegt.
Eftir að hafa hringsólað um
svæðið í meira en hálftíma í leit að
bílastæði ákvað ég að nú þyrfti
konan bara að þola smá kulda og
hroll, ég myndi leggja úti á höfn
og hún gæti bara gengið yfir göt-
una. En þá blasti við körfubolta-
völlur sem þakti hálft gamla bíla-
stæðið. Hinn hluti bílastæðisins
var lokaður af og merktur einka-
stæði. Því varð raunin að ekki var
farið í Kolaportið þann daginn (né
nokkurn tímann í framtíðinni er ég
hræddur um) og drengirnir voru
hundfúlir að hafa keyrt alla leið til
Reykjavíkur frá Keflavík til þess
eins að keyra beint heim aftur. Ég
fór hins vegar í kaffi til bróður
míns svo að ferðin færi ekki til
ónýtis.
En margar spurningar vöknuðu
við þetta hringsól mitt í kringum
Kolaportið. Ég minnist bíómynd-
arinnar American History X þar
sem menn spiluðu jú körfubolta
utanhúss, en það var í Ameríku á
sólríkum degi. Hins vegar búum
við á Íslandi þar sem sólríkir dag-
ar eru sjaldgæfir. Auk þess efa ég
að margir hafi áhuga á að spila
körfubolta við Sæbrautina og allan
útblásturinn sem henni fylgir. Mér
er því lífsins ómögulegt að skilja
hvers vegna þessi körfuboltavöllur
var gerður, en hann var þakinn
snjó á þessum degi og engin merki
í snjónum um mannaferðir. Bíla-
stæði voru þó öll út í fótsporum
sem eru skýr merki um manna-
ferðir.
Þá hugsa ég með hryllingi til
byrjunar hverjar
annar í Háskóla Ís-
lands þar sem bíla-
stæðin eru nær öll yf-
irfull þegar maður
hefur keyrt þangað
úr Keflavík. Á haust-
in er svo hálft bíla-
stæðið við HÍ und-
irlagt fyrir
fyllerísraus engum til
bóta. Ofan á þetta
ætla þeir að bæta við
nýju sjúkrahúsi við
Hringbraut, ef til vill dýrasta
svæðinu sem mögulegt er að
byggja nýtt sjúkrahús. Á sama
tíma gasprar borgarmeirihlutinn
oftar en ekki um þéttingu byggðar
sem er ekki til þess að leysa málið.
Þegar Sigurður Ingi færði Fiski-
stofu til Akureyrar tók hann þó
skref í rétta átt að mínu mati. Ís-
land árið 2020 er ekki Bretland ár-
ið 1820 þar sem stofnanir þurftu
að vera í nægilegri fjarlægt hver
frá annarri svo að hægt yrði að
senda stráklinga með rituð skila-
boð á milli. Til þess höfum við nú
internetið og það er því ekki nokk-
ur ástæða til þess að flestar stofn-
anir íslensku þjóðarinnar séuallar
samanþjappaðar inni í kjarna
Reykjavíkur.
Nú höfum við tæknina sem þarf
til að vega á móti miðsvæðisvæð-
ingu. Netverslun hefur t.d. orðið
áberandi upp á síðkastið og versl-
anir í miðbænum vafalítið ekki far-
ið varhluta af því. Ef til vill í fram-
tíðinni verða verslanir miðbæjarins
eingöngu með sýningarvarning og
lagerinn sjálfur keyður heim til
kaupenda úr vöruskemmum í Mos-
fellsbæ, en markaðshagkerfið ræð-
ur því miður ekki hvernig opinber-
ar stofnanir eru reknar og
hagræðingin kemur því eingöngu
til vegna pólitískra ákvarðana. Því
finnst mér þurfa að gera úttekt á
hinum ýmsu stofnunum ríkisins og
ríkisstyrktum stofnunum (t.d.
Sysavarnaskóla sjómanna), hvort
ekki sé verið að sóa óþarfa fjár-
munum í dýrt húsnæði miðsvæðis í
Reykjavík þegar ódýrari kostir
eru til annars staðar, mögulega án
gjaldskyldra bílastæða.
Miðbæjarferð
Eftir Arngrím
Stefánsson
Arngrímur Stefánsson
»Reynsla mín af einni
bæjarferð ásamt að-
finnslum um skipulags-
mál miðbæjarins og
íhuganir um framtíðina.
Höfundur er guðfræðingur.
Allt um sjávarútveg