Morgunblaðið - 03.03.2020, Síða 18

Morgunblaðið - 03.03.2020, Síða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 2020 Í nýársávarpi til þjóðarinnar sagði for- setinn að hann mundi bjóða sig fram í næstu forsetakosningum. Ekki býst ég við að ein- hver fari fram á móti honum því forsetinn hefur verið afar frjáls- legur í samskiptum við almenning og nánast eins og almennur borg- ari meðal fólks. Einhverjir munu þó setja spurningarmerki við þetta lát- leysi og telja að embættið sé lág- stemmdara en það var. Þetta látleysi og það að hann vísaði ekki orku- pakkamálinu til þjóðarinnar vekur að vísu þá spurningu hvort ástæða sé til að eyða milljónum í embætti sem hefði nánast engan tilgang í þjóð- félaginu, annan en að vera sem nokk- urskonar punt á ákveðnum dögum. Stjórnarskrármálið hefur sýnt okkur að Alþingi er ekki tilbúið að starfa samkvæmt vilja þjóðarinnar, þar sem þjóðin var búin að samþykkja frumrit af stjórnarskrá sem sérstök nefnd hafði sett saman og hlaut braut- argengi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar, eða ef, stjórnarskrármálið kemst á dagskrá hjá Alþingi, finnst mér að í stjórnarskrána ætti að koma ákvæði um að ef tiltekinn fjöldi kjós- enda krefðist þjóðaratkvæðis, ætti forsetinn að vísa málinu til þjóð- arinnar. Með því væri hann laus við að taka persónulega ákvörðun í mál- inu. Það er afar sorgleg staða að ein- ræðistilburðir á Alþingi séu slíkir að vilji þjóðarinnar skipti engu máli. Þarna stangast á vilji þjóðarinnar og 26. grein stjórnarskrárinnar. Það er afar slæmt að ekki skuli vera hægt að löggilda stjórnarskrá í landinu, vegna mótstöðu á Alþingi. Stjórnarskrár- málið á að taka fyrir og hljóta umfjöll- un og afgreiðslu á Alþingi. Annað mál er Alþingi mjög til vansa. Það eru þau há- stemmdu mannréttindi sem ákveðnir há- launamenn hafa öðlast á síðustu árum, varðandi bótarétt, ef þeir fá ekki það starf sem þeir sækja um. Þarna eru mönnum, sem hafa milljónir á mánuði, færð réttindi sem eru langt frá því er hinn almenni borgari hefur. Samt eiga mann- réttindi allra að vera þau sömu. Rétt er að hafa í huga að þarna er ekki um það að ræða að nauðsyn sé á því að bæta kjör þessara aðila, vegna erfiðrar framfærslu- stöðu. Þegar maður hugsar svo til þess að verkafólk þarf að berjast, með verkföllum, fyrir því að fá laun sem rétt duga fyrir helmingnum af framfærslu heimilis, finnst manni þetta vera langt út úr kortinu. Ein- staklingur sem þarf að sjá fyrir börn- um verður að lifa á tekjum sem eru undir fátæktarmörkum. Lítum svo á það að starfsmaður lífeyrissjóðs sé með 28 milljónir á mánuði. Það er ekki trúverðugt að menn vinni fyrir þessum launum, eða hafi ábyrgð sem þessi laun beri. Þetta er aftur á móti góð tekjuleið fyrir ríkið sem fær 14 milljónir á mánuði í skatt úr lífeyr- issjóðnum á mánuði, út á svona laun. Mér finnst kominn tími á að fara rækilega yfir ýmislegt í þjóðfélaginu. Er ekki allt í lagi hjá okkur? Eftir Guðvarð Jónsson Guðvarður Jónsson » Þarna eru mönnum, sem hafa milljónir á mánuði, færð réttindi sem eru langt frá því er hinn almenni borgari hefur. Samt eiga mann- réttindi allra að vera þau sömu. Höfundur er eldri borgari. Stoðkerfissjúkdóm- ar herja mikið á mannfólkið, einkum þegar aldurinn færist yfir með tilheyrandi skertri hreyfigetu, kvölum, skurð- aðgerðum og lyfja- notkun. Viðbótaiðnaðurinn (supplement industry) hefur óspart notfært sér þessa sjúkdóma sem féþúfu og þar hafa efnin glúkósamín og kondróítin komið mikið við sögu. Þessi efni eru seld dýru verði og þeim fylgir gríðarlegt auglýs- ingaflóð gjarnan með hástemmdum reynslusögum um ágæti þeirra, svo sem að verkir hafi horfið og fólk orðið „sem nýtt“. En vandaðar klín- ískar rannsóknir þessum staðhæfin um til stuðnings skortir alveg. Því er hætt við að „virknin“ stafi bara af væntingaráhrifum eða hreinlega óskhyggju og/eða skrumi. Fyrir 14 árum birtist grein í læknisfræðitímaritinu New Eng- land Journal of Medicine eftir Clegg, D.O. et al.: Glucosamine, Chondroitin Sulfate, and the Two in Comb- ination for Painful Knee Osteoarthrits (https://www.nejm.org/ doi/full/10.1056/ NEJMoa052771). Nið- urstaðan var sú, að glúkósamín, kondróítín og blöndur af þeim væru gagnslaus við slitgigt (osteoart- hritis). Nýrri rann- sóknir hafa sýnt fram á það sama, svo það þarf engum blöðum um þetta að fletta. Eins og þetta sé ekki nóg þá hafa Bandarísku gigtarlæknasamtökin nýlega varað alvarlega við því að nota þessi tvö efni, stök eða saman, sjá Kolasinski, S.L. et al.: 2019 Am- erican College of Rheumatology/ Arthritis Foundation Guideline for the Management of Osteoarthritis of the Hand, Hip, and Knee (https://www.rheumatology.org/ Portals/0/Files/Osteoarthritis- Guideline-Early- View-2019.pdf?fbclid=Iw- AR0qclRl7niINcklnqGa2gOdA- HLVAYcLkUQqEuf3AGnJnP- bRPOs1mwEi87o). Efnin hafa sem sagt engin áhrif á slitgigt en geta valdið aukaverk- unum, svo sem versnun á astma, aukningu á blóðsykri, versnun á gláku, aukningu á kólesteróli, hækkun á blóðþrýstingi, ofnæmi ... (www.webmd.com). Þetta eru því sannkölluð óbótaefni. Mér er spurn: er það viðunandi að verið sé að halda að fólki gagns- lausum óbótaefnum? Hvað með eft- irlit? Hérlendis sýnist mér það vera í algeru skötulíki hjá aðila, sem vart getur greint á milli nauta- og hrossakjöts. Þess vegna getur hvaða afglapi sem er framleitt og selt hvaða óbótaefni sem er, svo lengi sem það er ekki bráðdrepandi, virðist vera. Og það sem mér finnst vera fyrir neðan allar hellur: apó- tekin taka virkan þátt í öllu ruglinu með því að selja allt þetta jukk. Glúkósamín og kondróítin – gagnslaus óbótaefni Eftir Reyni Eyjólfsson » Glúkósamín og kondróítin hafa eng- in áhrif á slitgigt en geta valdið aukaverkunum. Reynir Eyjólfsson Höfundur er doktor í lyfjafræði. Jörðin hlýnar og okk- ur jarðarbúum er kennt um. Ekki efa ég það að við berum nokkra sök, en náttúruöflin láta ekki að sér hæða og hitastig jarðar hefur sveiflast upp og niður í gegnum aldir, án aðkomu mannsins. En mannskepnan er sjálfri sér lík. Í stað þess að ráðast gegn rót- um vandans grípa opinberir aðilar tækifærið til skattlagningar og fyrir- tækin til tekjuauka, samanber Landsvirkjun og af- látsbréfin. Allt löglegt að sjálfsögðu, en vand- inn hverfur ekki við þær aðgerðir. Uppvaxandi kyn- slóðir hafa áhyggjur af framtíðinni, en það er ekkert nýtt. Og nú fylkja íslensk ungmenni liði og krefja stjórnvöld okk- ar um aðgerðir gegn hlýnun jarðar. Vilji ráðamanna er eitt, en möguleikarnir aðrir. Vandamálið er risavaxið og ef allri draumsýn er sleppt, þá stendur eftir að við Íslendingar erum svo fáir að það skiptir nákvæmlega engu máli í stóra samhenginu hvað við gerum. Jafnvel þótt við hyrfum alveg af jörðinni myndi það engu breyta um loftslag jarðarinnar. Auðvitað er það siðferðileg skylda okkar að gera allt sem við getum til þess að vernda eins og unnt er lífslíkur mannsins á jörðinni. Við gætum stefnt að því að vera góðar fyrirmyndir fyrir fjöl- mennari þjóðir í allri umgengni,. En stundum minnir barátta okkar Íslendinga í umhverfismálum mig á baráttu Don Quixote við vindmyll- urnar. Tökum nokkur dæmi: 1. Jarðarbúar eru taldir vera um 7,5 miljarðar og losun koltvísýrings af manna völdum er talin vera aðal- ástæða hlýnunarinnar. Meira en helmingur allra jarðarbúa hefur ekki aðgang að vistvænni orku til eldunar, lýsingar, hitunar eða kæl- ingar. Hvað skyldu eldar þeirra menga mikið? 2. Hernaðarátök eru mikill meng- unarvaldur, bæði beint og óbeint. Hvað er mikið notað af mengandi orku í heiminum til framleiðslu á óteljandi tegund-um stríðstóla? Og hvað fer mikið af jarðefnaeldsneyti til þess að knýja áfram öll farartæki stríðsþjóðanna bæði í lofti, á jörðu niðri og á hafinu? Ekki hef ég orðið var við opinbera umræðu um þetta trúlega óleys- anlega vandamál. Enginn veit hve mikilli mengun átökin valda og eng- inn virðist vilja vita. Engan hef ég séð minnast á það. 3. Stærsti hluti stóriðju heimsins er knúinn áfram af óvistvænni orku, enda lítið annað í boði, svo einhverju nemi. Til eru fyrirbrigði sem nefnd eru vogunarsjóðir. Ef dæma má eftir fréttum eru það slíkir sjóðir sem eiga og stýra stærstum hluta af stór- iðjuverum heimsins. Markmið þeirra er að ávaxta eignir eigenda þeirra eins vel og unnt er. Þeir starfa að sjálfsögðu samkvæmt lög- gjöf ríkjanna sem þeir hafa starf- semi í. En umsvif þeirra eru oft mjög fyrirferðarmikil samanborið við efnahag viðkomandi ríkis og því getur reynst erfitt fyrir ríkisstjórnir fámennra þjóða að semja við þá á jafnréttisgrunni. 5. Að venju þurfa ráðamenn okkar að vera heilagri en páfinn. Möguleiki okkar til þess að hafa áhrif á koltví- sýringslosun stórveldanna, sem menga mest, er ekki beysinn. Bandaríkjamenn, sem eru reynd- ar ekki nema um 1.000 sinnum fleiri en við, eru ekki með í Parísarsátt- málanum. Kínverjar, sem eru um 4.000 sinnum fleiri en við, ætla að slást í hópinn árið 2030. Við höfum verið forgöngumenn á ýmsum sviðum til hagsbóta fyrir náttúruna, sem mér finnst hefði mátt reikna okkur til tekna. Elliða- árstöðin tók til starfa 1921 og Ljósa- fossstöðin 1936, tvær vistvænar raf- orkustöðvar. Og fyrir þann tíma voru þó nokkrar litlar einkastöðvar komnar í gagnið. Hitaveita Reykjavíkur var stofnuð 1930 og heitt vatn komið í flest hús í Reykjavík upp úr 1940. Fjölmiðlar segja okkur að litlar líkur séu á því að okkur takist að uppfylla skuldbindingar okkar sam- kvæmt Parísarsáttmálanum fyrir 2030 og háar sektargreiðslur geti verið fram undan. Var þetta vanhugsuð undirritun af okkar hálfu? Var ekki vitlaust gefið? Hefðu ekki átt að vera mismunandi tímasett rásmerki með tilliti til fyrri aðgerða? Spyr sá sem ekki veit. Gamalt orðtak kemur ósjálfrátt upp í hugann: Ja, miklir menn erum við, Hrólfur minn. Leikmannsþankar um loftslagsmál Eftir Werner Ívan Rasmusson » Við Íslendingar erum svo fáir að það skiptir nákvæmlega engu máli í stóra sam- henginu hvað við gerum. Jafnvel þótt við hyrfum alveg af jörðinni myndi það engu breyta um loftslag jarðarinnar. Werner Ívan Rasmusson Höfundur er apótekari. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.