Morgunblaðið - 03.03.2020, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 2020
✝ Sigurður Pét-ursson fæddist
í Reykjavík 20.
september 1944 og
ólst upp á Seltjarn-
arnesi. Hann lést á
heimili sínu 26. jan-
úar 2020.
Hann lauk BA-
prófi í latínu og
grísku frá Háskóla
Íslands 1968 og
kandídatsprófi í
klassískum fræðum frá Háskól-
anum í Árósum 1973. Hann
starfaði sem stundakennari við
heimspekideild Háskóla Íslands
1973-1978, samhliða latínu-
kennslu við Menntaskólann við
Hamrahlíð og Menntaskólann í
Reykjavík. Hann var ráðinn
grunnurinn NEOL, Database of
Nordic Neo-Latin Literature,
sem vistaður er við Háskólann í
Bergen, og greinasafnið A Hi-
story of Nordic Neo-Latin Lite-
rature (Odense University
Press, 1995). Frá 1992 tók Sig-
urður þátt í ýmsum samstarfs-
og rannsóknaverkefnum á
Norðurlöndum, einkum við há-
skólana í Jyväskylä, Kaup-
mannahöfn og Uppsölum. Frá
2004 átti hann í samstarfi og tók
þátt í kennaraskiptum við há-
skólana í Chieti-Pescara og Tor-
ino á Ítalíu. Sigurður var virkur
í stjórnun við Háskóla Íslands,
var m.a. skorarformaður í skor
rómanskra og slavneskra mála
og sat í deildarráði Heimspeki-
deildar.
Sigurður ritaði fjölda greina
um latínumenntir sem birtust í
ýmsum bókum og tímaritum.
Úrval greina hans kom út í bók-
inni Latína er list mæt (2014).
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
lektor í latínu og
grísku við Háskóla
Íslands 1978 og
gegndi því starfi til
starfsloka árið
2014.
Rannsóknarsvið
Sigurðar Péturs-
sonar var einkum
nýlatneskur kveð-
skapur Íslendinga
og þáttur klass-
ískra tungumála í
íslensku menntalífi. Sigurður
sat í norrænum samstarfshópi
um rannsóknir á nýlatínu á
Norðurlöndum, og starfaði sá
hópur með tilstyrk frá norrænu
ráðherranefndinni 1986-1991.
Meðal þeirra verkefna sem hóp-
urinn skilaði af sér eru gagna-
Nú er góður vinur okkar hann
Sigurður Pétursson fallinn frá en
í okkar huga gengur hann undir
nafninu Siggi P.
Siggi P var mikill fjölskyldu-
vinur enda góður vinur foreldra
okkar og ólumst við upp við það
að hann væri mikið í kringum
okkur. Hann var traustur, fylgd-
ist vel með og mjög áhugasamur
um hvað var að gerast í lífi okk-
ar. Einnig var hann ótrúlegur í
ættfræðinni okkar og vissi mun
betur um okkar íslensku eða
dönsku ættstofna enda fáir jafn-
vel að sér í ættfræði aftur í mið-
aldir.
Eitt kvöld síðastliðið sumar
fórum við systkinin að ganga úti
á Seltjarnarnesi og ákváðum að
líta inn til Sigga P. Þótt áliðið
væri á kvöldið tók Siggi okkur
fagnandi með opnum örmum og
bauð okkur inn á sitt fallega
heimili. Heimili Sigga P lýsti
honum og áhugamálum hans vel.
Silfurborðbúnaður, antík, mál-
verk, bækur, klukkur og fallegir
listmunir alls staðar að úr heim-
inum og ekki má gleyma að hver
hlutur átti sína sögu.
Allt það fínasta var dregið
fram, taílenska postulínið,
danskur silfurbúnaður, enska
teið í danska katlinum og þarna
áttum við skemmtilega stund
saman. Þar heyrðum við í fyrsta
skiptið orðið „skynsemiskast“
hjá Sigga P. Hann útskýrði það
þannig fyrir okkur að þar sem
hann var mikill safnari þá kom
það stundum fyrir að hann fengi
„skynsemiskast“ þegar hann var
búinn að versla þó nokkuð á e-
bay, í antíkbúðum, Góða hirðin-
um, Kolaportinu eða hjá fornsöl-
um. En skynsemiskastið varð til
þess að hann fór sjálfviljugur í
skammarkrókinn, beið í nokkra
daga og keypti ekkert. En það
varð stundum til þess að hann
missti af eigulegum munum en í
annan tíma beið hann þangað til
að skynsemiskastið rann af og
keypti hann þá gripinn. Þetta
ætlum við systkinin að reyna að
tileinka okkur.
Við minnumst þín, elsku Siggi
P, sem frábærs vinar, einlægs,
hlýs, umhyggjusams, trausts,
káts og mikils húmorista. Þín
verður sárt saknað.
Halla Karen, Svava,
Hjalti Kristjánsbörn
og makar.
„En, Níels minn, gleymdu
ekki öllu því sem er gott og fal-
legt í heiminum.“ Þetta sagði
Sigurður við mig einn eftirmið-
dag fyrir nokkrum árum, þegar
við sátum á kaffihúsi í miðbæ
Reykjavíkur. Mér leið ekki sér-
staklega vel á þessum tíma og ég
þekkti Sigga þá eiginlega ekki
neitt. En þótt við hefðum kynnst
einungis tveimur vikum fyrr,
hafði ég samt á tilfinningunni að
ég gæti sagt þessum manni allt
án þess að mæta fordómum.
Hann sagði ekki mikið sjálfur,
heldur leit hann bara á mig fullur
af kærleika og umhyggju og
hlustaði. Þegar við kvöddumst að
lokum vissi ég að ég hefði fundið
vin í raun. Ég bjó erlendis, en við
Siggi töluðum oft saman í síma. Í
hvert skipti sem ég kom til Ís-
lands sótti hann mig á Umferð-
armiðstöðina og bauð mér í mat
eða kaffi til að sýna mér að ég
ætti líka heima á Íslandi eins og
hann orðaði það. Núna hefur
Siggi kvatt þennan heim og ég
get ekki sagt hversu mikið ég
sakna hans. Hann var vitur, góð-
gjarn, örlátur og hlýr maður.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
eignast vináttu hans og mér
finnst það ekki orðum aukið að
segja að hann hafi breytt lífi
mínu. Blessuð sé minning hans.
Níels Páll Narfi Eggerz.
Snemma á níunda áratug síð-
ustu aldar skráði ég mig í byrj-
endanámskeið í forngrísku hjá
Sigurði Péturssyni, lektor við
Háskóla Íslands. Námskeiðið var
þá skylda hjá guðfræðinemum en
allmargir heimspekinemar og ís-
lenskunemar sóttu það einnig
sem valnámskeið. Ekki var langt
liðið á misserið þegar við nem-
endurnir áttuðum okkur á því
hve fróður Sigurður var um forn-
mál og latnesk mál. Hitt varð
jafnskjótt augljóst hve áhuga-
samur Sigurður var um að nem-
endur hans næðu góðum tökum á
forngrísku sem er ekki auðnumið
tungumál. Einhvern tíma á miss-
erinu sagði ég Sigurði frá því í
óspurðum fréttum að mig lang-
aði einnig til að læra latínu en
þar hefði ég þó engan grunn til
að byggja á frekar en í forn-
grísku. Vandinn væri á hinn bóg-
inn sá að öfugt við forngrískuna,
væri ekkert byrjendanámskeið í
latínu við Háskóla Íslands. Sig-
urður bauðst þá til að segja mér
til í latínu utan skóla. Þetta höfð-
inglega boð þáði ég með þökkum.
Skrifstofa Sigurðar var á þessum
árum á þriðju hæð í vesturenda
Aðalbyggingar en þangað upp lá
þröngur, steyptur hringstigi og
minntu húsakynni öll á vistarver-
ur í miðaldakastala. Þangað
mætti ég með latínustíla sem ég
las upp fyrir Sigurð, en hann
leiðrétti jafnóðum. Ég heillaðist
mjög af Sigurði, hversu fágaður,
kurteis og fínlegur hann var í
öllu fasi og viðmóti, og mér
fannst stundum eins og hann til-
heyrði einhverju æðra tilvistar-
stigi; kæmi a.m.k. frá einhverj-
um fornum og framandi
menningarheimi.
Ég átti eftir að kynnast Sig-
urði betur þegar ég tók fram-
haldsnámskeið í forngrísku en
þar lét hann nemendur lesa
Málsvörn Sókratesar eftir Plat-
ón.
Aðdáun Sigurðar á Platóni
skein í gegn í hverri kennslu-
stund. En við heimspekinemarn-
ir áttum það til að sýna Platóni
skæting, þykjast betri heimspek-
ingar en hann. Í framhaldsnám-
skeiðinu fékk ég að kynnast enn
betur þeirri öguðu umhyggju
sem Sigurður bar fyrir velferð
nemenda sinna. Oft varð ég vitni
að því að þessi umhyggja var
ekki bundin við tungumálanám-
ið. Annað sem ég man sérstak-
lega eftir er hversu mikil glað-
værð var í Sigurði í
kennslustundum. Það var greini-
legt að hann naut þess að eiga
samskipti við nemendur sína.
Sigurður var líka á sinn hátt tölu-
verður húmoristi og fyndin til-
svör hans vöktu þeim mun meiri
hlátur sem við áttum ekki von á
slíkum sendingum frá þessum
fágaða og lærða fornmálakenn-
ara. Einhvern tíma hóf Sigurður
kennslustund á því að vitna í
danskan kollega sinn sem sagt
hafði að það væri nú lítið mál að
læra frönsku. „En hest på fransk
er cheval og så videre,“ sagði sá
góði maður. Ég minnist þess líka
hve oft Sigurður gerði ráð fyrir
því að nemendur hans væru
sprenglærð tungumálaséní.
Þannig átti hann það til að segja
formálalaust, „sjáið þið ekki að
þetta er alveg eins og í ítölsku
(eða dönsku eða frönsku).“ Sig-
urður bar virðingu fyrir nemend-
um sínum sem þótti vænt um
hann á móti. Mannbætandi áhrif
þessa fágaða og glaðværa tungu-
málasénís hafa náð langt út fyrir
heim fornmála hér á Íslandi. Ég
kveð Sigurð Pétursson með
djúpri virðingu og einlægri þökk.
Róbert H. Haraldsson.
Kveðja frá
bekkjarbræðrum í MR
Á skólaárum myndast oft vin-
átta og tengsl á milli nemenda
sem endast alla ævi. Þetta á
vissulega við um okkur sem sett-
umst í D-bekk Menntaskólans í
Reykjavík haustið 1960 og lukum
flestir stúdentsprófi vorið 1964.
Sigurður vakti strax athygli í
bekknum þótt hann léti ekki mik-
ið fyrir sér fara. Það var ekki að-
eins vegna þess að hann var af-
bragðsnámsmaður, sérstaklega í
tungumálum, heldur einnig
vegna þess hve hann var góður
félagi; kurteis, nærgætinn og
léttur í lund. Þessa þægilegu
nærveru Sigurðar kunni ég vel
að meta sem sessunautur hans
lengst af í MR. Áhugasvið hans
náðu langt út fyrir kennslubæk-
urnar og hann varð því fljótt fjöl-
fróður. Við hann var gott og gef-
andi að ræða um menn og
málefni og oft kom fram hve ætt-
fræði var honum hugleikin. Sig-
urður var mannblendinn og átti
því auðvelt með að kynnast fólki
eins og síðar kom betur í ljós,
varð í raun heimsborgari á
fræðasviðum sínum. Við kynnt-
umst einnig foreldrum og bróður
Sigurðar því að í Hrólfsskála var
okkur alltaf vel tekið, á heimili
þar sem framandi menningar-
straumar mættust. Þar var
byggt á traustum grunni virðing-
ar og umhyggju. Svanfríður kona
mín kynntist Sigurði einnig á
menntaskólaárunum og er okkur
báðum minnisstæð hugulsemi
hans sem var einstök og kom
fram í ýmsu. Honum var alltaf
umhugað um velferð fólks, fylgd-
ist með því eftir bestu getu, sýndi
gæsku og góðvild og skilur eftir
sig minningar sem eru okkur
verðmætar.
Við kveðjum Sigurð með virð-
ingu og þökk.
Ólafur R. Dýrmundsson.
Sigurður
Pétursson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
mér hlýhug, samúð og vináttu við andlát
eiginmanns míns,
HALLGRÍMS SVEINSSONAR
bókaútgefanda Vestfirska forlagsins.
Guðrún Steinþórsdóttir
Okkar ástkæra,
SÓLVEIG MAGNÚSDÓTTIR,
Hringbraut 85,
áður Meistaravöllum 7,
verður jarðsungin frá Neskirkju
fimmtudaginn 5. mars klukkan 11 árdegis.
Jarðsett verður í Hvalsneskirkjugarði klukkan 14 sama dag.
Sólveig Ólafsdóttir og fjölskylda
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýjar kveðjur við andlát og útför
GUNNARS JÓNASSONAR,
Rifkelsstöðum 2.
Valgerður Schiöth
Þórir Gunnarsson Linda Björg Reynisdóttir
Sigríður Helga
Gunnarsdóttir
Jóhannes Helgason
Jónas Gunnarsson
Axel Trausti Gunnarsson
og barnabörn
Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
HREFNA LÍNEIK JÓNSDÓTTIR
frá Seljanesi við Ingólfsfjörð,
lést á Hrafnistu í Laugarási sunnudaginn
23. febrúar.
Jarðsungið verður frá Áskirkju föstudaginn 6. mars klukkan 13.
Stefán Rúnar Jónsson
Jón Hrafn Jónsson Guðbjörg Guðmundsdóttir
Helga Björnsdóttir Guðný Eiríksdóttir
Kristján Bergsson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir og afi,
FYLKIR ÞÓRISSON
tæknifræðingur,
er andaðist á líknardeild Landspítalans
sunnudaginn 23. febrúar, verður
jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 6. mars klukkan 15.
Sérstakar þakkir fær starfsfólks Heru og líknardeildar
Landspítalans.
Bärbel Barbara Valtýsdóttir
Jens Fylkisson
Haukur Jensson
Dagbjört Jensdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma, langalangamma, systir og
mágkona,
GUÐRÚN SIGURMUNDSDÓTTIR,
til heimilis á Skjóli,
áður Sólheimum 25, Reykjavík,
lést á Skjóli miðvikudaginn 26. febrúar.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 13. mars
klukkan 13.
Sigurmundur Arinbjörnsson Hugborg Sigurðardóttir
Árdís Ólafsdóttir Robert Nooitgedacht
Ágústa Ólafsdóttir Roger Skagerwall
barnabörn, langömmubörn
og langalangömmubörn
Jón Ingi Sigurmundsson Edda Björg Jónsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUÐMUNDUR KRISTJÁN
THEODÓRSSON,
Húnabraut 9, Blönduósi,
lést föstudaginn 28. febrúar.
Útförin fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 7. mars
klukkan 14.
Elín Gréta Grímsdóttir
María Guðmundsdóttir Stefán Þorvaldsson
Stefanía Th. Guðmundsd. Stefán Gunnarsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir Pétur H. Stefánsson
Hrefna Bára Guðmundsd. Sveinn Árnason
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og
tengdamóðir,
SIGRÍÐUR JÚLÍUSDÓTTIR,
er látin.
Kristmundur E. Jónsson
dætur og fjölskyldur þeirra