Morgunblaðið - 03.03.2020, Side 25

Morgunblaðið - 03.03.2020, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 2020 „JÆJA, ÞÚ SAGÐIST VILJA GRÆÐA EITTHVAÐ. HUGSAÐU NÚ VEL UM HANA!” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að elska þig svona mikið. HVAÐ HAFA HUNDAR SEM KETTIR HAFA EKKI? INNBYGGT RAKATÆKI VIÐ MISSTUM TÍU MENN Í DAG! Æ, NEI! ÞJÁÐUST ÞEIR? NEI! ÞEIR LÖGÐU Á FLÓTTA OG HLUPU HRAÐAR EN ÉG SVO ÉG NÁÐI ÞEIM EKKI! „VIÐ NOTUÐUM STIGA ÞEGAR VIÐ VORUM Á NÁMSKEIÐINU Í HÓPEFLI EN ÞETTA ER Í GRUNNINN ÞAÐ SAMA.” f. 11.7. 1998, tónlistarkona og nemi í leiklist við LHÍ; 3) Embla Rún, f. 21.9. 2001, nemi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Systkini Helgu Rutar eru Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, f. 26.5. 1974, sálfræðingur og sviðsstjóri lýð- heilsu hjá embætti landlæknis, bú- sett í Reykjavík; Anna Kristín Guð- mundsdóttir, f. 21.3. 1979, sérfræðingur hjá Íslandsbanka, bú- sett í Reykjavík; Laufey Fríða Guð- mundsdóttir, f. 2.3. 1984, markaðs- fræðingur og flugfreyja, búsett í Reykjavík. Foreldrar Helgu Rutar eru hjónin Elín Einarsdóttir, f. 5.4. 1948, fyrr- verandi sérkennari og námsráðgjafi, og Guðmundur Ingi Leifsson, f. 23.12. 1946, fyrrverandi skólastjóri og fræðslustjóri. Þau eru búsett í Kópavogi. Helga Rut Guðmundsdóttir Sigurður Einarsson bóndi á Hjaltastöðum Margét Þorsteinsdóttir húsfreyja á Hjaltastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði Leifur Sigurðsson járn- og rennismiður í Rvík Friðrika Elíasdóttir húsmóðir og kjóla- saumakona í Reykjavík Guðmundur Ingi Leifsson fv. skólastjóri og fræðslu- stjóri, bús. í Kópavogi Elías Sigurðsson sjómaður í Bolungarvík Halldóra Ástríður Guðmundsdóttir húsmóðir og verkakona í Hafnarfirði Guðmundur Einarsson kennari, bús. í Svíþjóð Helga Magnúsdóttir barna- og söngkennari og skólastjóri við Ísaksskóla, einn stofnenda og forstöðukona sumarbúða KFUK í Vindáshlíð Halldór Sigurðsson gullsmiður á Skólavörðustíg,Rvík Einar Th. Guðmundsson óperusöngvari í Austurríki Magnús Guðmundsson prestur í Ólafsvík Rósa Thorlacius Einarsdóttir ljósmóðir og prestsfrú í Ólafsvík Einar Th. Magnússon skrifstofumaður hjá Eimskip í Rvík Petrína Steinadóttir húsmóðir og verslunarkona í Rvík Steini Helgason verslunarmaður í Reykjavík Elín Helgadóttir húsmóðir og rak verslun í Rvík Úr frændgarði Helgu Rutar Guðmundsdóttur Elín Einarsdóttir fv. sérkennari og námsráðgjafi, bús. í Kópavogi Magnús frá Sveinsstöðum hefurað undanförnu verið með frá- sögn af síðustu aftöku á Íslandi í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Sýningin heitir „Öxin, Agnes og Friðrik“. Við Sölvi Ólafsson frændi minn skutumst upp eftir og skemmtum okkur vel. Það kom mér satt að segja á óvart hversu góður sögumaður Magnús er. Fyrsta sýning Magnúsar var 12. janúar þegar 190 ár voru frá síð- ustu aftökunni, síðan hafa margar verð haldnar og ávallt fyrir fullu húsi. Og nú er búið að auglýsa þrjár næstu sýningar 7., 14. og 15. mars. Nánar á www.landnam.is. Magnús kryddar frásögnina með vísum eftir sig og aðra. T.d. þegar hann er að lýsa Natani Ketilssyni og samskiptum hans við hjónin Skáld- Rósu og mann hennar Ólaf, en á þeirra heimili bjó hann í nokkur ár: Aldrei í skírlíf’ lét skína, á Skáld-Rósu leit hann sem sína. En Ólafur þagði, þar til hann sagði, þú átt víst krakkana mína. Magnús segir frá því að ýmsir hafi reynt að ráða Agnesi Magn- úsdóttur frá því að fara til Natans að Illugastöðum, en ekkert stöðvi ástfangna stúlku í að fara til elsk- huga síns: Allt er lífið eintómt rugl, ógnar sting í hjarta finn. Oft er það sem fagur fugl, flýgur beint í hundskjaftinn. Magnús nefnir að Skáld-Rósa hafi skrifað Natani langt ljóðabréf þegar hún var að missa hann og Agnes á leið til Natans frá Geita- skarði í Langadal. Fer þá með þessa vísu Skáld-Rósu: Glöggur maður gáðu að þér gæfu mun það varða. Máske þyrna beitta ber blómið Kiðjaskarða. Meðan Agnes beið dóms var hún á Stóru-Borg. Rósa kom þar og kvað þessa vísu til Agnesar: Undrast þarft ei, bauga brú! þó beiskrar kennir pínu; hefur burtu hrifsað þú helft af lífi mínu. Agnes svaraði samstundis: Er mín klára ósk til þín, angurs tárum bundin: Ýfðu ei sollin sárin mín, sólar báru hrundin. Sorg ei minnar sálar herð! Seka Drottins náðar, af því Jesús eitt fyrir verð okkur keypti báðar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Góður sögumaður segir frá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.