Morgunblaðið - 03.03.2020, Síða 32

Morgunblaðið - 03.03.2020, Síða 32
Særún Lilja Birgisdóttir þjóðfræð- ingur flytur í dag hádegisfyrirlestur á vegum Sagnfræðingafélagsins í Þjóðminjasafninu. Fyrirlesturinn kallar hún „Og svo kom kaninn: Ástandið frá hinsegin sjónarhorni“ og fjallar um ástandið á tímum heimsstyrjaldarinnar og hvaða áhrif það hafði á samfélag samkyn- hneigðra karlmanna á Íslandi. Fjallar um hinsegin sjónarhorn á ástandið ÞRIÐJUDAGUR 3. MARS 63. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Ég er virkilega ánægður. Þetta hefur verið mjög gott tímabil hingað til og ég og þjálfarinn minn höfum náð okkar helstu markmiðum eftir stífar æfingar,“ segir skíða- kappinn Hilmar Snær Örvarsson sem stóð á dögunum uppi sem sig- urvegari í svigi á Evrópumótaröðinni í alpagreinum fatlaðra. Hann horfir nú lengra fram á veginn. »27 Höfum náð okkar helstu markmiðum ÍÞRÓTTIR MENNING Knattspyrnumaðurinn Alfreð Finn- bogason náði um síðustu helgi Eiði Smára Guðjohnsen hvað varðar markafjölda sem atvinnumaður er- lendis og þeir eru nú jafnir í öðru til þriðja sæti yfir marka- hæstu Íslendingana í er- lendri deildakeppni. Al- freð á þó enn nokkuð í land með að ná þeim markahæsta sem skoraði 26 mörkum meira á ferli sínum erlendis en lands- liðsframherjinn hefur gert til þessa. »26 Alfreð náði Eiði Smára í öðru sætinu Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að margir tölvuleikir geti verið jákvæður vettvangur til lær- dóms og kennslu og að tölvuleikja- spilun sé almennt jákvæð og skemmtileg afþreying þegar gætt er jafnvægis í spilun og athöfnum dag- legs lífs.“ Þetta segir Ingimundur Óskar Jónsson sem á dögunum sendi frá sér meistaraprófsritgerð við Menntavísindadeild Háskóla Íslands um tölvuleikjaspilun ungmenna á aldrinum 13-16 ára. Ritgerðin var skrifuð undir handleiðslu Skúlínu Hlífar Kjartansdóttur aðjunkts við deildina. Áður hafði Ingimundur skrifað BA-ritgerð um óhóflega tölvuleikjanotkun. Hann er því orð- inn nokkuð vel að sér um þetta efni. Ingimundur segir að ef áhersla er lögð á hóflega tölvuleikjaspilun þar sem heilbrigður lífsstíll er í fyrirrúmi sé líklega hægt að forðast mögulega neikvæða þætti tölvuleikja og tölvu- leikjaspilunar og á sama tíma auka líkurnar á jákvæðri upplifun og efla þá jákvæðu þætti sem fylgja. „Tölvuleikir geta meðal annars eflt baráttuanda og keppnisskap, þjálfað rökhugsun, skipulagshæfni, samskiptahæfni og kunnáttu í tungumálum, íslensku, eðlisfræði, efnafræði og stærðfræði. Einnig geta tölvuleikir þjálfað ákvarðana- töku, félagsfærni, útsjónarsemi, auk- ið vellíðan og gleði og hvatt til lík- amlegrar hreyfingar,“ segir Ingimundur. Hann segir að þegar kemur að því að greina vandamál tengd tölvuleikjaspilun sé mikilvægt að litið sé á allar hliðar málsins því það geti verið að utanaðkomandi þættir eða önnur ótengd vandamál hafi í raun áhrif á tölvuleikjaspilun viðkomandi. Í útdrætti ritgerðarinnar sem lesa má á skemman.is segir m.a. að til- gangur verkefnisins hafi verið að rannsaka þau áhrif sem tölvuleikja- spilun hefur á líðan og velferð ung- menna og foreldra, og fjölskyldulíf þeirra, með sérstakri áherslu á tölvuleikinn Fortnite. Tók Ingi- mundur viðtöl við ungmenni og við foreldra þeirra. Fram kemur að þau áhrif sem tölvuleikjaspilun hefur á líðan og velferð hafa lítið verið rann- sökuð hérlendis, en þær erlendu rannsóknir sem gerðar hafa verið á tölvuleikjaspilun ungmenna séu jafn margar og þær eru fjölbreytilegar. Með árunum hafi tæknin þróast hratt og samfara því þróast gæði tölvuleikja. Því sé óumflýjanlegt að leikirnir verði háþróaðri og raun- verulegri með hverju ári sem líður. Ein afleiðing þess gæti orðið sú að börnum og ungmennum reynist erf- iðara að greina á milli raunveruleika og skáldskapar. Það virðist því mik- ilvægt að rannsaka áhrif þessara breytinga í þeim tilgangi að meta stöðu og mikilvægi tölvuleikja í lífi ungs fólks. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tölvuleikir Ingimundur Óskar Jónsson hefur rannsakað tölvuleikjaspilun íslenskra ungmenna. Tölvuleikir jákvæðir til lærdóms og kennslu  En gæta þarf jafnvægis í spilun og athöfnum daglegs lífs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.