Morgunblaðið - 23.03.2020, Side 1

Morgunblaðið - 23.03.2020, Side 1
M Á N U D A G U R 2 3. M A R S 2 0 2 0 Stofnað 1913  70. tölublað  108. árgangur  KORTIÐ EKKI MEÐ BERNIE Í LIÐI SKATTSVIK Á FJÖLUNUM MIKIL FÉLAGS- VERA AÐ EÐLISFARI ÁST OG KARÓKÍ 29 VALGERÐUR SJÖTUG 24FORKOSNINGAR 14 Ragnhildur Þrastardóttir Alexander Gunnar Kristjánsson Stefán Gunnar Sveinsson Viðburðir þar sem fólk kemur saman verða tak- markaðir við 20 manns frá og með miðnætti í nótt og hefur samkomubann sem áður náði til samkomna 100 manns því verið þrengt. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók ákvörðun um þetta í gær en ákvörðunin er að öllu leyti byggð á tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Samkomubanninu er ætlað að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Sérstök und- anþága er fyrir matvöru- og lyfjaverslanir og verður takmörkun á skólahaldi óbreytt. Samkomubannið nær til almennings- samgangna og verður ýmsum stöðum einnig lokað vegna þess, t.a.m. skemmtistöðum, líkamsræktarstöðvum og sundlaugum. Þá verð- ur starfsemi sem krefst mikillar nálægðar milli fólks bönnuð, þar undir fellur t.a.m. starfsemi nuddstofa, hárgreiðslustofa og snyrtistofa. „Við erum að ganga lengra til þess að halda áfram að hefta faraldurinn,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún treystir því að Íslendingar muni fylgja tilmælum yfirvalda. „Ég held að samfélagið sé algjörlega tilbúið að taka þátt í því sem við erum að gera. Fólk er að taka ábyrgð í því að vera samfélag í orðsins fyllstu merkingu.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra telur að samkomubannið hafi tekist vel fram að þessu. „Ég er full þakklætis gagnvart öllum sem hafa þurft að leggja töluvert á sig,“ segir Svandís og nefnir sem dæmi starfsfólk Strætó, skóla og ýmissa fyrirtækja. Katrín segir að mögulega verði gripið til harðari aðgerða. „Við erum mjög reiðubúin undir það að það þurfi að herða aðgerðir enn frekar.“ Svandís tekur í sama streng. „Það er alveg ljóst að við eigum nokkur verkfæri eftir í verkfærakistunni,“ segir Svandís og vísar til að- gerða sem önnur ríki hafa gripið til. Lengd bannsins óvissu háð Spurð um hvað gæti falist í enn hertari að- gerðum segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra að það sé undir sótt- varnalækni og almannavörnum að koma með til- lögu um það. Spurð hvort ríkisstjórnin hafi rætt mögu- leikann á útgöngubanni segir Áslaug: „Við höfum fyrst og fremst rætt tilmæli sótt- varnalæknis og almannavarna til þessa og mun- um áfram eiga í samstarfi við þau þegar kemur að hertari aðgerðum.“ Samkomubannið gildir til 12. apríl næstkom- andi en það gæti þó orðið lengra. „Þetta er auðvitað óvissu háð. Við getum reynt að spá fyrir um það hversu langan tíma faraldurinn mun taka en það eru ekki annað en spádómar. Í öllu falli tel ég að það sé mikilvægt að við séum öll viðbúin því að þetta geti staðið í töluverðan tíma,“ segir Katrín. Allir hafi hlutverki að gegna Svandís segir að ekki hafi verið talin ástæða til að loka grunnskólum og leikskólum. Þess til stuðnings nefnir hún að smit séu bæði ólíklegri og vægari hjá börnum auk þess sem mikilvægt sé að framlínustarfsfólk geti sinnt sínum störf- um en þurfi ekki að vera heima með börnin. Svandís segir eftirtektarvert að flest ný smit greinist enn hjá einstaklingum sem eru í sóttkví. Það sé til marks um hve öflugt smit- rakningateymi almannavarna sé, en enn er unn- ið að því að meta hvert einasta smit. „Fólk er oft tilbúið með þá vinnu, og sjálft búið að rekja ferðir sínar og hverja það hefur umgengist.“ Spurð um sérstök skilaboð til þjóðarinnar á þessum fordæmalausu tímum segir Katrín: „Við höfum öll okkar hlutverki að gegna í þessum aðstæðum og það hvernig við höfum tekist á við þetta hingað til fyllir mig von og bjartsýni. Það er þó töluverð brekka eftir að klífa svo það mun reyna á úthald okkar.“ Mögulega hert aftur  Samkomubannið þrengt niður í 20 manns frá miðnætti  Líkamsræktum, sund- laugum og skemmtistöðum lokað  Ríkisstjórnin reiðubúin fyrir harðari aðgerðir MKórónuveiran »2-6, 9-14  Möguleikar upplýsingatækni gera samfélagið vel undirbúið til að mæta kórónu- veirunni og ógn- um hennar. Ástandið ýtir raunar hratt undir þá þróun að líf fólks verði í meira samræmi við það sem ný tækni gefur tilefni til, segir Ægir Már Þórisson, for- stjóri Advania. Aðeins um helmingur 500 starfs- manna Advania mætir nú í höfuð- stöðvarnar. Aðrir rækja störf sín í fjarvinnslu. „Ekkert verður samt eftir COVID. Allt leitar í nýjan far- veg; samskipti fólks, atvinnuhættir, verslun, ferðalög, menning og svo framvegis,“ segir Ægir Már, sem telur samkomubann hafa orðið erf- itt í framkvæmd væru ekki á Ís- landi sterkir innviðir og öflug fjar- skipti. „Allt það sem við höfum tileinkað okkur á þeim tíma sem faraldurinn gengur yfir tökum við með okkur inn í framtíðina.“ »11 Faraldurinn mun breyta framtíðinni Ægir Már Þórisson  Kynningar- átak Árvakurs, Stöndum sam- an, hófst nú um helgina og hefur urmull ábendinga nú þegar borist á netfangið stondumsam- an@mbl.is. Ábendingarnar eiga nær allar sameiginlegt að sýna hversu öflugur samhugur okkar er þegar hætta steðjar að samfélagi okkar. Til að mynda hafa íþróttafélög, skólar og einstaklingar víðs vegar um landið tekið að sér að ryðja snjó fyrir þá sem ekki geta sinnt því sjálfir nú. Morgunblaðið, mbl.is og K100 munu greina frá því helsta. »9, 11, 14 og 32 Samstaðan skín alls staðar í gegn  Talsverður fjöldi manna hefur komið að þróun íslenskrar vöru sem talin er draga úr smithættu sem stafar af veirum, einkum er varðar smit í gegnum slímhúð í munni og koki, að sögn Einars Stefánssonar, prófessors í læknis- fræði við Háskóla Íslands. Þá hefur Þorsteinn Loftsson, prófessor í lyfjafræði, unnið með honum að verkefninu auk Stellu Ragnar Sigurðardóttur, lyfjafræð- ings og framkvæmdastjóra Lipid Pharmaceuticals, og Katrínar Pét- ursdóttur, forstjóra Lýsis. Þá segir hann einnig Sigurð Guðmundsson, smitsjúkdómalækni og fyrrverandi landlækni, og Arthur Löve, prófess- or í veirufræði, hafa veitt ráðgjöf. Varan nýtir fríar fitusýrur sem eyðileggja hjúpaðar veirur og er hún væntanleg á markað á næstu dögum. »10 Draga úr smithættu með fitusýrum Fámennt en góðmennt var við afgreiðslukassa verslunarinnar Costco í gær, þar sem venjulega er maður við mann. Svipaða sögu má segja af öðrum stöð- um hérlendis sem mannmergð einkennir gjarnan en Íslendingar virðast nú þegar farnir að taka tilmælum um að halda sig heima alvarlega. Þannig var einnig sérstaklega fámennt í miðborginni um helgina samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en nokkuð var um útköll í heimahús. Morgunblaðið/Stefán E. Stefánsson KÓRÓNUVEIRUFARALDUR 568 staðfest tilfelli á Íslandi 308.130 tilfelli í 170 löndum 6.340 í sóttkví á Íslandi 13.444 látnir af völdum kórónuveirunnar Íslendingar virðast nú þegar vera farnir að halda sig heima

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.