Morgunblaðið - 23.03.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2020
Ríkisstjórnin kynnti umfangs-miklar efnahagsaðgerðir á
laugardag og er ástæða til að vona
að þær verði til þess að gera ein-
hverjum fyrirtækjum kleift að
komast í gegnum það efnahags-
áfall sem þjóðin stendur nú
frammi
fyrir. Um
leið standa
vonir til
þess – og
þar á milli
er augljóst og sterkt samhengi –
að sem fæstir missi vinnuna vegna
ástandsins.
Fjárhæðirnar sem kynntar vorueru háar, 230 milljarðar
króna eða tæp 8% af landsfram-
leiðslu eins og það var sett fram,
en þær deilast þó mjög misjafnlega
og eru líka að töluverðu leyti háð-
ar ákvörðunum viðskiptabank-
anna.
Þetta er ekki óeðlilegt, en gall-inn er sá að eins og aðgerð-
irnar eru settar fram veita þær
aðallega skjól þeim sem misst hafa
30-40% tekna sinna. Fyrirtæki
geta fallið við skyndilegt tekjutap
sem er minna að umfangi.
Þó að þessar aðgerðir skiptimiklu fyrir mörg fyrirtæki,
aðallega í ferðaþjónustu, duga þær
ekki fyrir atvinnulífið í heild sinni.
Þessu virðast ráðherrarnir raunar
vera sammála því að þeir tala um
að líkur séu á frekari aðgerðum.
Í næstu aðgerðum er nauðsyn-legt að horfa til lækkunar
skatta. Það dugar ekki að nær all-
ar aðgerðirnar snúist um að fresta
skattheimtu, meðal annars vegna
þess að erfitt er að sjá að fyrirtæki
geti staðið undir tvöfaldri skatt-
heimtu hluta af næsta ári, en einn-
ig vegna þess að atvinnulífið í
heild sinni þarf sárlega á því að
halda nú að létt verði á álögum –
varanlega.
Eina aðgerð vantar
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Rússneski stórmeistarinn Jan
Nepomnjasjtsjí, kallaður Nepo,
er einn efstur á Áskorenda-
mótinu í skák sem er haldið í
Jekaterínborg í Rússlandi. Hann
lagði Kínverjann Wang Hao í
fimmtu umferðinni sem fram fór
í gær og er með þrjá og hálfan
vinning.
Í öðru sæti er franski stór-
meistarinn Maxime Vachier-
Lagrave með þrjá vinninga.
Mótinu á að ljúka 3. apríl en ef
einhver keppenda sýkist af
kórónuveirunni verður því frest-
að og það klárað síðar. Sjötta
umferð hefst í dag kl. 11 að ís-
lenskum tíma.
Sigurvegarinn á áskorenda-
mótinu mun tefla heimsmeist-
araeinvígi við Norðmanninn
Magnús Carlsen síðar á árinu.
Nepo efstur á
áskorendamótinu
Ljósmynd/Maria Emelianova-Chess
Skák Nepo, til hægri, að tafli við Fabiano Caruana í fjórðu umferð.
Dagur Norðurlandanna er í dag, 23.
mars, en 58 ár eru liðin frá undir-
ritun Helsinkisáttmálans, sem er
eins konar „stjórnarskrá“ norræns
samstarfs. Dagsins verður minnst
með margvíslegum hætti um öll
Norðurlönd, en með mjög breyttu
sniði vegna kórónuveirunnar.
Norræna félagið í Reykjavík hef-
ur af þessu tilefni sent frá sér álykt-
un aðalfundar, þar sem kallað er eft-
ir aukinni kennslu í dönsku, norsku
og sænsku. Hvetur félagið mennta-
málaráðherra, sveitarstjórnir og
skólastjórnendur til að hefja nú þeg-
ar samráð og undirbúning að stór-
sókn í kennslu í þessum tungu-
málum.
Samkvæmt gildandi aðalnámskrá
er gert ráð fyrir því að enska sé
fyrsta mál, en danska, norska eða
sænska annað tungumál. Bendir
Norræna félagið á að námskráin
geri einnig fyrir því að við lok grunn-
skóla eigi nemendur að hafa náð
sama hæfnistigi í ensku og einu af
Norðurlandamálunum þremur.
„Öllum ætti að vera ljóst að því fer
fjarri að markmiðum aðalnámskrár
grunnskóla, um sambærilega hæfni
nemenda í ensku og einu Norður-
landamáli, hafi verið náð á liðnum
árum og augljóst að frá því að ensk-
an var gerð að fyrsta erlenda tungu-
málinu, í stað Norðurlandamáls, hef-
ur stöðugt sigið á ógæfuhliðina í
námi og kennslu Norðurlandamál-
anna og verulega dregið úr hæfni
þjóðarinnar í dönsku, norsku og
sænsku,“ segir m.a. í ályktuninni.
Norræna félagið telur að snúa
þurfi þessari þróun við, enda sé
hæfni í tungumálunum mikilvægur
grunnur að nánu samstarfi Norður-
landaríkjanna.
Vilja aukna kennslu
í norrænum málum
Dagur Norður-
landanna er í dag
Morgunblaðið/Arnþór
Samstarf Fánar Norðurlandaríkj-
anna við hún við Norræna húsið.