Morgunblaðið - 23.03.2020, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2020
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐ
ÞÉR AÐ
KOSTNAÐAR-
LAUSU
Ertu að byggja eða þarf að
endurnýja gamla glerið?
Það skiptir miklu máli að velja einangrunargler sem
reynist vel við íslenskar aðstæður.
Fáið tilboð hjá Glerborg í Mörkinni 4 eða
á heimasíðunni okkar WWW.GLERBORG.IS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Ekkert verður samt eftir COVID-19. Allt
leitar í nýjan farveg; samskipti fólks, at-
vinnuhættir, verslun, ferðalög, menning og
svo framvegis. Við stöndum á þröskuldi
mikilla þjóðfélagsbreytinga,“ segir Ægir
Már Þórisson, forstjóri Advania.
„Samkomubann með
öllu sem því fylgir
hefði sjálfsagt orðið
mun erfiðara í fram-
kvæmd en reynst
hefur ef ekki væru
hér til staðar sterkir
innviðir og öflug
fjarskipti. Sam-
félagið heldur áfram
að virka þótt fólk sé í
stórum stíl heima við. Samskipti fólks hafa
núna á allra síðustu dögum færst að stórum
hluta yfir á netið. Allt það sem við höfum til-
einkað okkur á þeim tíma sem faraldurinn
gengur yfir tökum við með okkur inn í fram-
tíðina.“
Bæta öryggi og eldveggi
Veröldin hefur haft endaskipti með
kórónuveirufaraldrinum og þó erum við að-
eins á byrjunarreit. Hagkerfin verða öðru-
vísi og dagleg vinna fólks mun sömuleiðis
breytast. Að staðaldri starfa rúmlega 500
manns Advania við Guðrúnartún í Reykja-
vík. Hjá þessu stóra upplýsingatæknifyrir-
tæki mætir nú innan við helmingur starfs-
fólks í höfuðstöðvar á morgnana. Í sumum
deildum er allt starfsfólk heimavinnandi en
úr öðrum koma nokkrir á skrifstofuna og
sitja þá í hæfilegri farlægð hver frá öðrum.
Húsnæðinu hefur verið skipt upp í svæði og
er enginn samgangur á milli.
„Hér hefur verið mun meira álag en
venjulega í sumum deildum, til dæmis meðal
þeirra sem sinna netmálum og aðstoða fyrir-
tæki og stofnanir í að styrkja innviði sína
svo að starfsfólk þeirra geti unnið að heim-
an. Allar grunnforsendur fyrir víðtækri
fjarvinnu hafa verið til staðar hér á landi, en
í sumum tilvikum þarf að auka öryggi og
setja upp eldveggi og þess háttar. Svo hefur
auðvitað verið mikið að gera hjá okkur í sölu
af búnaði í vefverslun okkar, þar sem vörur
sem nýtast vegna fjarvinnu seljast vel. Þetta
er þó tímabundið ástand; eins og öll önnur
fyrirtæki búum við okkur undir samdrátt.“
Starfsstöðvar breytast
Að fólki gefist kostur á að sinna störfum
sínum að heiman með fjarvinnu hefur lengi
tíðkast og færist í vöxt. „Sem stjórnandi er
ég jákvæður fyrir þessum breytingum og hef
talað fyrir þeim í gegnum árin,“ segir Ægir.
„Fjölskyldufólk með börn, sem er áberandi í
starfsmannahópi okkar, þarf svigrúm sem er
sjálfsagt að veita þegar hægt er að sinna
skyldum sínum að heiman. Utan um þetta
þarf hins vegar að vera rammi og regla; það
er erfiðara að beita sig aga heima við og sá
taktur sem fylgir vinnustað dettur eðlilega
niður. Fastar starfsstöðvar verða áfram til
staðar en eðli þeirra verður öðruvísi.“
Ægir horfir út um gluggann á húsi Adv-
ania út yfir Sæbrautina. Bílar eru miklu
færri en að jafnaði á virkum degi, bílastæði
eru auð og engir túristar að spóka sig við
Sólfarið. Ferðafólkið kemur auðvitað aftur
en bragurinn verður annar.
„Fundum mun væntanlega fækka, fólki
verður skapað meira svigrúm til að vinna þar
sem því hentar best. Umferðin og mengunin
verður minni og fleiri bílastæði laus, spái ég.
Þetta verður forvitnileg framtíð,“ tiltekur
forstjórinn.
Tileinka sér tækni
Ein af allra skýrustu birtingarmyndum
samkomubanns er að í framhaldsskólunum
gildir nú heimanám með fyrirlestrum og
stuðningi kennara yfir netið. Eins og fram
kemur annars staðar í Morgunblaðinu í dag
kemur þetta vel út að fenginni reynslu einn-
ar viku. Tölur um samskipti á Innu, sem er
tölvukerfi framhaldsskólanna og er í þjón-
ustu Advania, sýna að í síðustu viku voru
sendir tölvupóstar í kerfinu, þá yfirleitt milli
nemenda og kennara, að jafnaði 70 þúsund á
dag borið saman við 30 þúsund áður en bann-
ið var sett á. Aukningin er 133% og síðuflett-
ingum í kerfinu fjölgaði um 83% og voru í
síðastliðinni viku um 530 þúsund á dag.
„Skólarnir undirbúa fólk fyrir framtíð-
ina og börn og unglingar eru alveg ótrúlega
fljót að tileinka sér nýja tækni og samskipta-
möguleika hennar. Því segi ég að ef horft er
til upplýsingatækni og þeirra möguleika sem
hún skapar er samfélag 21. aldarinnar vel
undirbúið að mæta kórónuveirufaraldrinum
og ógnum hans. Þetta ástand ýtir hratt í þá
átt að lifa og starfa í samræmi við það sem ný
tækni gefur tækifæri til,“ segir Ægir Már
Þórisson að síðustu.
Samfélagið hefur endaskipti á tímum veirunnar og samskipti fólks verða stafræn
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Forstjóri Upplýsingatæknin gerir samfélag 21. aldarinnar vel undirbúið að mæta COVID-19,
segir Ægir Már Þórisson. Tíminn líður hratt og klukkunni verður ekki snúið til baka.
Við stöndum á þröskuldi mikilla breytinga
Mannamót Fundahöld og ráðstefnur verða með öðru móti. Bæjarstjórn Akureyrar kom
saman til skrafs og ráðagerða á föstudag, á fjarfundi, sem er í raun og veru tímanna tákn.
Stjórn Náttúrustofu
Suðurlands hefur sent frá
sér ályktun þar sem allir
þeir sem fara með efni sem
geta valdið sjófuglum eða
öðru umhverfi olíumengun
eru hvattir til að fara að
öllu með gát.
Tilefnið er að undanfarið
hefur mikið orðið vart við
dauða sjófugla í Eyjum, í
fjörum við Dyrhólaey og
Þorlákshöfn eða illa út-
leikna fugla af grút og olíu.
Fjölda fugla hefur verið
komið til starfsfólks Sea
Life í Vestmannaeyjum
sem hefur hreinsað fuglana
og komið þeim til bjargar.
Talsvert hefur verið um
grútarblauta fugla í höfn-
inni í Eyjum og einnig hafa
fundist olíublautir fuglar
víðar á Heimaey. Hvetur
Náttúrustofan til þess að
allt verði gert til að koma í
veg fyrir að olía eða annað sem er
lífríkinu hættulegt berist í sjó.
„ Nú fer sá tími í hönd að sjó-
fuglar fari að huga að uppsátri til
varps. Því þurfa allir að vera vak-
andi yfir því að slík mengun, sem
hefur orðið mörgum fuglinum að
aldurtila, komist ekki í tæri við sjó-
fugla, hvorki innan hafnar né utan.
Stöndum saman að vöktun og vel-
ferð sjófugla hér í Eyjum og við
suðurströndina,“ segir enn fremur í
ályktun stjórnar Náttúrustofu
Suðurlands.
Hvetja til varúð-
ar fyrir fuglana
Mengun Margir olíublautir fuglar hafa
fundist á Suðurlandi, einkum æðarkollur.
Morgunblaðið/ÞÖK
Náttúrustofa Suðurlands ályktar