Morgunblaðið - 23.03.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 23.03.2020, Síða 16
Fyrir nokkrum misserum hættu bókagefendur flestir að bregða plasti utan um bækur þær sem þeir sendu í verslanir. Síðan hafa bókakaupendur mátt gera sér að góðu flettar og úthnerraðar bækur, stundum kámugar og brotið upp á síðurnar. Sjálfur dró ég mjög úr bókakaupum við þetta, sérstaklega á bókum sem ekki eru glænýjar í búðinni. Nú þegar kórónuveiran hefur kennt mörgum lexíu um sótt- varnir og snyrtimennsku, væri þá ekki ráð að byrja að plasta bæk- urnar að nýju, svo þeir, sem ekki sækjast beinlínis eftir að lesa bækur sem fjöldi manns hefur handleikið, hætti ekki alveg að kaupa bækur? Varkár bókabéus. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Farið nú að plasta bækurnar aftur Morgunblaðið/Þorkell 16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2020 S ólin skein skært um daginn. Laugar- dagur, heiðskírt og himin- blámi. Ég og nokkur barnanna á leið á skíði. Við sátum í bílnum og í fjarska heyrðust tónar og tal úr útvarpinu. Mikið að gerjast, skrítnir og ögrandi tímar. Prédikun morgun- dagsins var ekki komin á blað en að flögra einhvern veginn í huga og hjarta. Prédikanir, hugvekjur og hugleiðingar taka stundum tíma að gerjast og koma eftir mis- munandi brautum eða leiðum til manns. Daginn áður hafði verið boðað samkomubann á landinu vegna COVID-19 og umfjöllunar- efni guðspjallsins sem átti að pré- dika út frá var: „Illir andar“. Víða í Biblíunni er fjallað um illa anda, sem herja á lífið. Sjúkdóma og kvilla svo dæmi séu nefnd. Ég las einhvers staðar í prédikun um þetta guðspjall úr Lúkasi um illa anda að ef sett væri orða- sambandið „nei- kvæðar hugsanir“ inn í staðinn fyrir orðið „illur andi“ þá yrði þetta: „Enginn rekur út neikvæðar illar hugsanir með nei- kvæðum illum hugsunum.“ Ég get ekki skipað einum né neinum að vera til dæmis: hamingjusamur eða hamingjusöm. Tuð, taut, þras, neikvæðni og illgirni ráða stund- um för. Hjálpar það á lífsgöng- unni? Eru það blindgötur? Guðs orð boðar: trú, von og kærleika. Boðskapur Guðs er ekki bara til sýnis og aðdáunar. Fá illir andar að ráða ferðinni um of í daglega lífinu? Hvað dugar gegn þeim? Hvað dugar gegn samskiptamáta sem særir, skemmir og eyðileggur? Guð er með okkur, yfir og undir og allt um kring með eilífri bless- un sinni segir í bæn, sem mörgum var kennd oftar en ekki af kyn- slóðum, sem ólu okkur upp. Nýlega var frumsýnt verkið „Bubbi – Níu líf“ á sviði Borgar- leikhússins. Í kynningu á verkinu segir meðal annars: „Bubbi Morthens er samofinn þjóðarsál- inni í öllum sínum birtingar- myndum. Skoðanaglaði gasprar- inn, skrifblinda ljóðskáldið, fíkillinn sem reis upp, kvenna- maðurinn og sá sem elskar aðeins eina konu. Kúbverjinn og Holly- woodvíkingurinn, veiðimaðurinn, friðarsinninn og boxarinn. Sögur Bubba Morthens eru sögur okkar allra: sögur Íslands. En hver er hann í raun og veru? Og hver er- um við?“ Það eru átta leik- arar sem leika Bubba í sýningunni á mis- munandi lífsskeiðum hans og þegar ég var á deginum heiðskíra að keyra upp í Bláfjöll til að fara á skíði hækkaði ég í útvarp- inu. Það var verið að tala við Bubba. Í lok viðtalsins var hann beðinn um ráð á skrítnum tímum. Hann sagði eitthvað á þessa leið: „Lífið og dauðinn eru par. Við eigum ekki að vera hrædd. Það er rosa vondur „díll“ að láta óttann ná tökum á sér. Hann tekur rök- hyggjuna, lífsgæðin, augnablikið og kærleikann. Höldum í kærleik- ann og fólkið okkar. Finnum styrkinn í því að óttast ekki, við þurfum ekki að óttast. Af hverju að kvíða? Til hvers? Verum í augnablikinu, það kemur ekki til baka. Verum þolinmóð, mild og full af kærleika. Hvað er þessi sól, sem nú í dag er að skína á okkur, annað en vitnisburður um það mikla undur, sem lífið er?“ Þegar þessari þrumuræðu Bubba var lokið heyrðist útvarpsmaðurinn segja orð sem ekki er mikið notað á ljósvakamiðlum samtímans. Hvað haldið þið að hann hafi sagt? Amen, en orðið þýðir: svo skal verða. Og á eftir ameninu var leikið kærleiksríka lagið hans Bubba: „Þessi fallegi dagur“. Þar segir meðal annars: Veit ekki hvað vakti mig vil liggja um stund. Togar í mig tær birtan lýsir mína lund. Þessi fallegi dagur. Þessi fallegi dagur. Jesús Kristur er enn á ferð á meðal okkar rétt eins og áður. Hann nemur staðar, hlustar, réttir út hönd, líknar og huggar. „Sælir eru þeir sem heyra hans orð og varðveita það.“ Í laginu „Kveðja“ yrkir Bubbi meðal annars: Drottinn minn faðir lífsins ljóss lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd. Svo vöknum við með sól að morgni. Amen. Hugvekja Eftir Sigurð Arnarson Bubbi Morthens: „Hvað er þessi sól, sem nú í dag er að skína á okkur, annað en vitnisburður um það mikla undur, sem lífið er?“ Guðs orð boðar: trú, von og kærleika. Boðskapur Guðs er ekki bara til sýnis og aðdáunar. Kirkjan til fólksins Ljósmynd/Sigurður Arnarson Sigurður Arnarson Þessi fallegi dagur Höfundur er sóknarprestur í Kópavogskirkju. Útbreiðsla Covid-19- veirunnar er alþjóðlegt vandamál sem mann- kynið berst nú við af öllu afli. Meðvitund um þessa nýju hættu breiddist hratt út og bæði almenningur og stjórnvöld hafa brugð- ist hratt við henni með samkomubönnum, lok- unum skóla, ferðatak- mörkunum og fleiri ráðstöfunum. Hamfarahlýnun er einnig al- þjóðlegt vandamál, sem hefur verið þekkt í áratugi. Meðvitund um þetta fyrirbæri og hætturnar sem stafa af því hefur aukist undanfarin ár, en við- brögð almennings og stjórnvalda virðast enn vera langt frá því að vera fullnægjandi til þess að koma í veg fyrir frekara tjón á samfélagi okkar umfram það sem þegar er óhjá- kvæmilegt. Það eru mörg tengsl milli þessara tveggja hætta og má læra og nýta mikið af viðbrögðum við útbreiðslu Covid-19-veirunnar í baráttunni við hamfarahlýnun og afleiðingar henn- ar. Veiran er fyrst og fremst heilsu- farsvandamál sem leggur mikið álag á heilbrigðiskerfi um allan heim og mun þetta álag aukast með frekari útbreiðslu hennar. Sambærilega hafa hlýnun jarðar og breytingar á lofts- lagi neikvæð áhrif á heilsufar fólks um allan heim. Meðal annars má nefna aukinn vatnsskort, matarskort og vannæringu vegna fleiri og lengri þurrka, og aukna útbreiðslu ýmissa sjúkdóma svo sem malaríu eftir því sem loftslagið hlýnar til norðurs. Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) reiknar með 250.000 viðbót- ardauðsföllum árlega frá og með árinu 2030 af völdum hamfarahlýnunar. Einnig hafa Sameinuðu þjóðirnar áætlað að á bilinu 200 milljónir til eins milljarðs manna þurfi að leggja á flótta vegna loftslagsbreyt- inga á næstu 30 árum. Þessar tölur lýsa alvar- leika hamfarahlýnunar og setja í samhengi hversu lítið leiðtogar heims eru tilbúnir að gera í þágu loftslagsins í samanburði við Covid-19-útbreiðsl- una. Vissulega er veiran hættuleg og stjórn á útbreiðslu hennar krefst samstarfs milli landa og samstöðu einstaklinga innan hvers lands. Það sama má segja um hamfarahlýnun þrátt fyrir mismunandi tímaramma. Ef mannkynið vill ná tökum á lofts- lagsbreytingum þurfa öll lönd og allir einstaklingar að vinna saman og leggja sitt af mörkum. Langflestar ríkisstjórnir ásamt alþjóðasamtökum brugðust hratt við útbreiðslu Co- vid-19-veirunnar til að fækka dauðs- föllum eins og kostur er. Neikvæðar afleiðingar þessara viðbragða á efna- hagskerfið hafa þegar sagt til sín og munu líklega aukast á næstu mán- uðum, en samfélagið virðist tilbúið til að taka þessum afleiðingum. Þetta hugarfar vantar í baráttuna við ham- farahlýnun. Þörf er á að öll lönd bregðist hratt við og séu reiðubúin að taka þeim afleiðingum sem munu fylgja. Það sem ætti að einfalda það að koma í veg fyrir frekari hamfara- hlýnun er uppruni hennar. Ólíkt Co- vid-19-veirunni er hamfarahlýnun af mannavöldum. Áframhaldandi ósjálf- bær neysla á jarðefnaeldsneyti í þágu hagvaxtar, ásamt annarri ofneyslu, knýr hlýnun jarðar áfram. Þetta er nokkuð sem við getum og verðum að breyta. Ákveðnir hópar fólks búa við meiri hættu en aðrir þegar kemur að smiti Covid-19-veirunnar. Eldri borgarar og einstaklingar með undirliggjandi veikindi eiga í mestri hættu á að deyja ef þeir smitast af veirunni. Í tilviki hamfarahlýnunar eru það fátækar þjóðir, sem búa nú þegar við mat- arskort og veikburða heilbrigðis- og efnahagskerfi, sem munu finna fyrst og mest fyrir áhrifunum. Það er á ábyrgð þróaðra þjóða eins og Íslands að bregðast við, að hrinda af stað að- gerðum til að koma í veg fyrir frekari hamfarahlýnun og til að takast á við þær afleiðingar sem þegar eru óhjá- kvæmilegar. Eins er það á ábyrgð ungs fólks, sem sjálft virðist veikjast lítið við smit Covid-19-veirunnar, að forðast smit til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu á veirunni til að verja eldri borgara og aðra í áhættu- hópum. Útbreiðsla Covid-19 hefur sýnt fram á það að stjórnvöld og almenn- ingur heims geta brugðist hratt við og unnið saman á áhrifaríkan hátt við það að berjast gegn alþjóðlegum hættum. Ekki þurfti tugi alþjóðlegra ráðstefna til að lönd heims gripu til róttækra að- gerða til að stöðva Covid-19 og ekki ætti að þurfa þess til að stöðva frekari hamfarahlýnun. Vísindaleg þekking er fyrir hendi, lausnirnar eru fyrir hendi, hefjumst handa saman strax og gerum það sem gera þarf. Eftir Finn Ricart Andrason »Hvað eiga Covid-19 og hamfarahlýnun sameiginlegt og hvað getum við lært? Finnur Ricart Andrason Höfundur er námsmaður. finnurricart@hotmail.com Lærum af Covid-19 Í Morgunblaðinu 4. mars sl. birtist grein eftir Helga Jóhannes- son, yfirlögfræðing Landsvirkjunar, þar sem hann reynir, eftir því sem mér skilst, að upplýsa okkur hina treggáfuðu og þá hina, sem að hans mati hafa „afvegaleitt um- ræðuna“ um hinar svo- kölluðu uppruna- ábyrgðir, og reynir að útskýra fyrir okkur „hvernig raunverulega er í pottinn búið“. Ekki finnst mér það nú koma fram við lestur greinar- innar. Ekki reynir Helgi að útskýra hvað felst í merkingu orðsins „upp- runaábyrgðir“, nema hvað að skír- teinin eru víst græn á litinn og „orkufyrirtæki er framleiða græna orku geta selt (þau) á markaði sem myndast hefur með þau. Uppruna- ábyrgðirnar gegna því hlutverki að sýna kaupanda fram á að tiltekið hlutfall eða magn orku hafi verið framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum“. Til hvers er það? Helgi heldur því fram að það sé rangt, sem sagt hefur verið, að orkuframleið- endur, sem framleiða orku með mengandi hætti geti nýtt sér uppruna- ábyrgðirnar til mót- vægis við losun. Til hvers eru þeir þá að kaupa þær? Helgi segir að þær nýtist eingöngu endanlegum notendum orkunnar! Hvernig í ósköpunum? Ég hefði haldið að það væri þveröfugt! Framleið- endurnir eru að greiða stórfé fyrir „grænu skírteinin“, svo að not- endurnir verða auðvit- að látnir borga miklu hærri raf- magnsreikninga fyrir bragðið! Síðan fer Helgi að ræða um los- unarheimildir, sem mér finnst ekk- ert koma þessu máli við, ef það er rétt sem hann segir að erlendu fram- leiðendurnir sem kaupa skírteinin geti ekki notfært sér þau. En takið eftir því að þessar losunarheimildir eru framseljanlegar! Og svo segir Helgi nokkuð sem er athygli vert: „Fyrirtæki hafa jafnframt hvata til að draga úr mengun umfram þær losunarheimildir sem þeim er út- hlutað til að geta selt umframheim- ildir sínar á almennum markaði.“ En mér er spurn: Minnkar þetta meng- un? Nei; auðvitað fer sá er kaupir að menga samkvæmt þessum sömu los- unarheimildum, sem hann var að kaupa! Eflaust mun Helgi halda því fram að ég slíti úr samhengi orð hans og sleppi einhverju sem máli skiptir í greininni hans, en mér finnst það allt bara merkingarlaust bull og ein- ungis til að „afvegaleiða umræðuna“, svo ég noti hans eigin orð. Mér finnst þetta „kerfi um upprunaábyrgðir“, sem byggist á lögum nr. 30/2008, fá- ránlegur blekkingarleikur, sem jaðr- ar við skjalafals og ætti að varða við lög! Það sýnist einungis vera til að, eins og Helgi orðar það sjálfur: „há- marka afrakstur auðlinda í þágu eig- andans, íslensku þjóðarinnar“. Mér finnst skömm að þessu og lít- ið skárra en múturnar í Namibíu. Stóriðjan á að greiða sanngjarnt verð fyrir raforkuna, en ekkert um- fram það, frekar en aðrir notendur. Eftir Knút Haukstein Ólafsson »Eflaust mun Helgi halda því fram að ég slíti úr samhengi og sleppi einhverju en mér finnst það allt merking- arlaust bull til að „af- vegaleiða umræðuna“. Knútur Haukstein Ólafsson Höfundur er eldri borgari. Enn um upprunaábyrgðir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.