Morgunblaðið - 23.03.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.03.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2020 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt 60 ára Eggert er Reyk- víkingur, ólst upp í Holtahverfi og býr á Háteigsvegi. Hann er menntaður páku- og slagverksleikari frá Tónlistarskólanum í Vín og er í Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Eggert er einnig í söngsveitinni Voces Thules, m.a. Maki: Dagbjört Helena Óskarsdóttir, f. 1963, snyrtifræðingur. Börn: Auður Vala, f. 1990, Einar Daði, f. 1993, Páll Nordal, f. 1997, og Jóhannes Nordal, f. 2002. Foreldrar: Páll Þorsteinsson, f. 1920, d. 2008, múrarameistari, og Margrét Egg- ertsdóttir, f. 1925, d. 2003, söngkona. Þau voru búsett í Reykjavík. Eggert Pálsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er aldrei of seint að læra og allt nám kemur þér til aukins þroska. Sama landslag getur virst drungalegt eða himneskt, allt eftir því hvernig birtan er. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú getur verið að gera það nákvæm- lega sama og allir aðrir, en það lítur ekki þannig út. Ekki liggja á liði þínu, heldur kastaðu þínum málum fram til umræðu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það vantar ekki mikið upp á að þér takist að klára það verkefni sem þér hefur verið falið. Dagurinn í dag er eins og töfrabragð, þú þarft ekki að skilja allt til hlítar til að njóta dagsins. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú er þín stund komin því eftir því er beðið að þú segir hug þinn og fylkir fólki á bak við þig. Þú býrð yfir mikilli orku sem þú getur sótt í þegar aðstæður krefja. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það vantar ekki innblásturinn í kring- um þig, þótt þú vitir ekki hvað þú eigir að gera til að byrja á verkefnum. Reyndu bara nýja hluti og bara eins og þú vilt þá. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Svartsýni hvíslar í eyra þér – eða kannski er það bara innsæið að vara þig við. Taktu þér frí frá þínum hversdagslegu störfum ef þú mögulega getur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vertu óhræddur við að kynna þér framandi hluti. Reyndu að umkringja þig fallegum hlutum til að lyfta sál þinni í hæstu hæðir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það getur aldeilis tekið í að þurfa stöðugt að vera á tánum út af öllum hlutum. Innileg trúnaðarsamtöl færa fólk nær hvert öðru og styrkja vináttuböndin. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það verður lítið úr framtíðar- draumunum ef ekkert er gert til þess að þeir rætist. Um leið og þú tekur hlutunum eins og þeir eru sættistu við þá. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú átt að skoða allar hliðar mála vandlega áður en þú stekkur á réttu lausnina. Atvinnutækifærin sem þú girnist eru nær en þig grunar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu engan komast í þín mál nema þú hafir áður gengið úr skugga um að þú getir treyst viðkomandi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einbeittu þér að því sem máli skiptir og láttu önnur mál lönd og leið. V algerður Sverrisdóttir fæddist 23. mars 1950 að Lómatjörn í Grýtu- bakkahreppi og ólst þar upp. „Ég á bara góðar minningar um bernskuna þar til mamma veiktist, en hún dó þegar ég var 10 ára,“ segir Valgerður. „Eftir fráfall mömmu þurftum við systurnar að stóla mikið á okkur sjálfar og kannski hefur það að einhverju leyti haft góð áhrif á okkur en það var oft svolítið erfitt.“ Valgerður lauk prófum frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1967, stundaði þýskunám við Berliz-skóla í Hamborg 1968-69 og enskunám við Richmond-skólann í London 1971-72. Valgerður var ritari hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins 1967- 68, ritari hjá kaupfélagsstjóra KEA 1969-70, læknaritari á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 1970-71, stundaði kennslu við Grenivíkurskóla 1972-76 og kenndi í hlutastarfi 1977- 82. Valgerður hefur verið húsfreyja og bóndi á Lómatjörn frá 1974. Hún var alþingismaður fyrir Framsóknar- flokkinn á Norðurlandi eystra 1987- 2009, var iðnaðar-og viðskipta- ráðherra 1999-2006, var samstarfs- ráðherra Norðurlanda 2004-2005, og utanríkisráðherra 2006-2007. „Ég hef fyrst og fremst jákvæðar minningar frá þessum árum. Vissulega voru árin sem ég gegndi stöðu ráðherra við- burðarík og ekki alltaf logn í kringum mig en ég man miklu betur eftir öllu því sem var jákvætt.“ Valgerður sat í stjórn KEA 1981- 92, í stjórn SÍS 1985-92, í stjórn Slippstöðvarinnar á Akureyri 1989- 91, í skólanefnd Samvinnuskólans 1990-96 og formaður 1995-96, hún var varaformaður Framsóknarflokksins 2007-2008 og formaður flokksins 2008-2009. Valgerður sat í í ýmsum nefndum Alþingis, hún sat í Norður- landaráði 1987-90 og 1995-99, var for- maður Íslandsdeildar Norðurlanda- ráðs 1995-99, sat í Íslandsdeild ÖSE-þingsins 1999 og 2007-2009, sat í stjórn Norræna menningarmála- sjóðsins 1991-93 og 1995-98 og var formaður hans 1995 og var vara- forseti Alþingis 1992-95. Hún sat í stjórn Fjarskiptasjóðs um tíma, er afmælisdaginn minn og var búin að fá sal hér í Reykjavík og skemmtikrafta en það er náttúrlega öllu frestað eitt- hvað inn í framtíðina. Það er óhætt að segja að þetta ástand sem nú varir hentar mér ákaflega illa. Ég er mikil félagsvera og vil helst hafa fullt af fólki í kringum mig. En nú er bara ekkert um það að ræða.“ Fjölskylda Eiginmaður Valgerðar er Arvid Kro, f. 13.9. 1952, bóndi á Lómatjörn. Foreldrar Arvids voru hjónin Ingrid Agnete Kro, f. 19.9. 1924, d. 11.6. 2001, og Magne Jostein Kro, f. 8.5.1923, d. 13.2. 2006, en þau stund- uðu lengst af búskap í Hauge í Noregi. Dætur Valgerðar og Arvids eru 1) Anna Valdís Kro, f. 12.12. 1978, leik- skólakennari í Reykjavík; 2) Ingunn Agnes Kro, f. 27.3. 1982, hdl. og stjórnarmaður í Reykjavík. Maður hennar er Hjalti Þór Pálmason, fram- kvæmdastjóri hjá Mannverki ehf. Þau eiga dæturnar Ylfu, f. 2010, Valgerður Sverrisdóttir, ferðaþjónustubóndi og fyrrverandi ráðherra – 70 ára Gleðistund Fjölskyldan þegar yngsta barnabarnið var skírt. Hún fékk nafnið Hekla Sól. Vill hafa fólk í kringum sig Afmælisbarnið Valgerður fyrir framan gamla húsið á Lómatjörn. formaður Þróunarsamvinnunefndar og einnig formaður nefndar um mál- efni aldraðra. Auk þess hefur hún verið formaður sóknarnefndar Lauf- ás og Grenivíkursóknar frá 2011. Valgerður hefur rekið ferðaþjón- ustu á Lómatjörn ásamt manni sínum síðustu árin. „Gamla húsið sem er að verða 100 ára var tekið í gegn og er leigt út til ferðamanna yfir sumarið. Mér finnst starfið í kringum ferða- þjónustuna mjög skemmtilegt og held að ég taki bara nokkuð vel á móti gestum. Nú hafa stjórnvöld mælt með að Íslendingar ferðist innan- lands í sumar þannig að ég á von á góðu sumri. Að öðru leyti eru áhuga- málin að vera með fjölskyldunni, ferðast og að fylgjast með enska bolt- anum, svo eitthvað sé nefnt. Ég fylgi Manchester United að málum og er mjög ánægð með hvað þeir eru að hressast. Það var eiginmaðurinn sem kom mér inn á þessa braut en hann er náttúrlega sérlegur stuðningsmaður Norðmannsins Óla Gunnars. Ég hafði undirbúið veislu á 30 ára Helena ólst upp á Álftanesi en býr í Hafnarfirði. Hún er geislafræðingur að mennt frá Háskól- anum í Reykjavík og er geislafræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. Maki: Stefán Þór Halldórsson, f. 1988, nemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Synir: Brynjar Þór, f. 2015, og Breki Fannar, f. 2019. Foreldrar: Sigurborg Íris Vilhjálms- dóttir, f. 1972, félagsráðgjafi í þjónustu- miðstöð Árbæjar, og Gunnar Þór Jó- hannesson, f. 1962, eigandi Gólfefnavals. Þau eru búsett á Álfta- nesi. Helena Ýr Gunnarsdóttir Til hamingju með daginn Hafnarfjörður Breki Fannar Stefánsson fæddist 15. febrúar 2019. Hann vó 3.735 g og var 50,5 cm langur. Foreldrar hans eru Helena Ýr Gunnarsdóttir og Stefán Þór Halldórsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.