Morgunblaðið - 23.03.2020, Side 26
FRJÁLSAR
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Hilmar Örn Jónsson, Íslandsmethafi
í sleggjukasti, átti næstbesta kast
sitt á ferlinum á kastmóti í Laugar-
dalnum á laugardaginn er hann
kastaði 74,16 metra. Kastið er rúm-
um þremur metrum frá lágmarki
fyrir Ólympíuleikana en þetta
óvænta mót var einmitt haldið fyrir
nokkra íþróttamenn til að safna stig-
um fyrir leikana sem eiga að fara
fram í Tókýó í Japan í sumar.
Það er lítið keppt í íþróttum þessa
dagana enda samkomubann á Ís-
landi vegna útbreiðslu kórónuveir-
unnar og fólki ráðlegt að halda
tveggja metra fjarlægð sín á milli.
Það varð þó ekki til vandræða í
Laugardalnum um helgina að sögn
Hilmars er Morgunblaðið náði tali af
honum.
Auðvelt að halda tveimur
metrum á fjögurra manna móti
„Við vorum fjórir keppendur. Við
vildum halda þetta þar sem við
misstum af móti í Portúgal. Það er
auðvelt að vera undir hundrað
manns og halda tveimur metrum á
milli manna á svona móti. Við
ákváðum að halda eitt mót allavega
en svo veit maður ekkert hvernig
þetta verður í framtíðinni. Við verð-
um bara að bíða og sjá.“
Almannavarnir hafa boðað hertar
aðgerðir í baráttunni gegn veirunni
og stendur til að setja enn frekar
takmarkanir á samkomur manna.
Hilmar, sem steig um helgina skref í
áttina að því að ná lágmarki fyrir Ól-
ympíuleikana, er ekki viss hvort þeir
fái að halda fleiri svona mót. „Ef það
verða einhverjar hertar áætlanir hjá
almannavörnum er spurning hvort
við getum það, hreinlega. Það þarf
svona tíu, tólf manns til að halda
svona mót. Ef það verður minnkað
niður í tíu getum við ekki haldið
svona mót. Svo á eftir að koma til-
kynning frá frjálsíþróttasambandinu
um hvort við hreinlega megum halda
mót yfirhöfuð,“ sagði Hilmar, sem
segist þó ætla að halda áfram að
reyna að keppa, jafnvel þótt hann
viti ekki einu sinni hvort Ólympíu-
leikarnir fari fram.
„Mín áætlun er bara að halda
áfram og reyna að keppa ef ég get.
Ef svo fer að Ólympíuleikarnir verði
á réttum tíma finnst mér líklegt að
við verðum að halda áfram að hafa
mót hérna heima, það er búið að af-
lýsa svo mörgum erlendis. Það er
frekar auðvelt fyrir okkur að halda
mót hérna á Íslandi en við fáum ekki
eins mörg stig inn á heimslista fyrir
mótin hérna heima. Það er einhver
missir að því.“
Hefði ekki verið hissa
að fara yfir 76 metrana
Eins og fyrr segir átti Hilmar
næstbesta kast sitt á ferlinum og
það í alhvítum Laugardalnum. Hann
sló Íslandsmetið í greininni á síðasta
ári þegar hann kastaði 75,26 metra á
móti í Bandaríkjunum og bætti met
Bergs Inga Péturssonar frá 2008 um
78 sentímetra. Hann segist þó ekki
eiga von á öðru en að hann nái að
kasta lengra en 76 metra á næst-
unni, enda hafi hann æft gríðarlega
vel í vetur og eigi mikið inni.
„Þetta var á pari miðað við hvern-
ig æfingar hafa verið að ganga. Ég
hefði ekkert verið hissa að hitta á 76
metra eða meira, en það kom ekki.
Það kemur næst, ef það verður eitt-
hvað næst.“
Til að komast á Ólympíuleikana
þarf Hilmar að kasta 77,50 metra
eða enda í einu af 32 efstu sætum á
heimslistanum en hann er nú í 41.
sæti með 1.140 stig, átta stigum frá
Bandaríkjamanninum Conor
McCullough sem er sem stendur síð-
asti maður inn á leikana. Hilmar á
því ágætis möguleika á báðum víg-
stöðum. Hann telur sig geta kastað
77,50 metra en takist það ekki, og
hann heldur áfram að eiga svipuð
köst og um helgina, ætti það að duga
honum til að komast inn í gegnum
heimslistann.
„Þetta var ekkert stórkostlegt í
gær miðað við hvernig hefur gengið
á æfingum en ef ég held áfram
kemst ég inn. Ég á mikið inni og
vonandi fæ ég tækifæri til að sýna
það.“
Hilmar stefnir ótrauður
á Ólympíuleikana
Náði næstbesta árangri sínum í Laugardal á laugardaginn Óvíst hvort
fleiri mót verða haldin hérlendis og óvíst hvort leikarnir fara fram í Tókýó
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sleggja Íslandsmetshafinn Hilmar Örn Jónsson stefnir á Ólympíuleikana.
SUND
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee
er orðinn atvinnumaður hjá kan-
adíska félaginu Toronto Titans, sem
keppir í stórri alþjóðlegri deild, Int-
ernational Swimming League, ISL.
Anton verður fyrsti Íslendingurinn
sem keppir í deildinni. Hún var stofn-
uð á síðasta ári með þátttöku átta fé-
laga, Aqua Centurions frá Ítalíu,
Energy Standard frá Frakklandi,
Iron frá Ungverjalandi, London Roar
frá Englandi og bandarísku félag-
anna Cali Condors, DC Trident, LA
Current og NY Breakers. Nú bætast
tvö ný lið við, Toronto Titans og félag
frá Tókýó í Japan.
Þó að Kanadamenn ættu ekki lið í
deildinni á síðasta ári kepptu þrettán
kanadískir sundmenn með öðrum lið-
um deildarinnar. Toronto Titans hef-
ur nú samið við nokkra þeirra ásamt
keppendum víðs vegar að. Margt af
fremsta sundfólki heims er í liðunum
tíu sem hefja keppni í deildinni í
haust en keppnistímabilið stendur frá
september og fram í apríl 2021.
Toronto Titans hefur kynnt keppn-
isfólk sitt smám saman undanfarna
daga. Um leið og Anton var kynntur
til leiks var boðað að búið væri að
semja við Bandaríkjamanninn Blake
Pieroni sem varð Ólympíumeistari í
4x400 m boðsundi í Ríó 2016 og heims-
meistari í 200 metra skriðsundi í 25
metra laug árið 2018. Hann keppti
fyrir LA Current á síðasta tímabili.
Fjórði fljótasti í heimi
Robert Kent, framkvæmdastjóri
Titans og fyrrverandi sundmaður,
sagði á heimasíðu félagsins að hann
væri afar spenntur fyrir því að fá
Anton í raðir Titans. „Það er ansi
sætt að krækja í fjórða fljótasta
bringusundsmann í heimi,“ sagði
Kent um Íslendinginn, en Anton er
sem kunnugt er eini íslenski íþrótta-
maðurinn sem hefur tryggt sér
keppnisrétt á Ólympíuleikunum í
Tókýó í sumar.
Hefði unnið sex mót í fyrra
Í umfjöllun sundvefjarins Swim-
swam um Anton og komu hans til
Titans segir að hann hefði með ár-
angri sínum í 200 metra bringusundi
á síðasta ári unnið sex af átta mótum
deildarinnar á fyrsta tímabili
hennar.
Anton mun keppa í 50, 100 og 200
metra bringusundi fyrir Titans.
Hann setti Íslandsmet í 50 og 100 m
bringusundi í 50 metra laug á síðasta
ári, auk þess að eiga metið í 200
metra bringusundi frá 2015. Í 25
metra laug á hann Íslandsmetin í öll-
um þremur greinunum, sem hann
setti öll á heimsmeistaramótinu í
Kína í desember 2018. Þar fyrir utan
á Anton Íslandsmetin í 200 og 400 m
fjórsundi og 400, 800 og 1.500 m
skriðsundi í 50 metra laug og metin í
400, 800 og 1.500 m skriðsundi í 25
metra laug. Þau met eru öll frá ár-
unum 2012 til 2015 enda hefur Anton
einbeitt sér að bringusundinu á und-
anförnum árum.
Morgunblaðið/Eggert
Ólympíufari Anton Sveinn McKee er á leiðinni í nýtt umhverfi í sundinu
með því að ganga til liðs við kanadíska félagið sem er í alþjóðlegri deild.
Spennandi að fá Anton Svein
Atvinnumaður hjá sundliði Toronto Titans sem keppir í heimsdeildinni ISL
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2020
23. mars 1972
„Þetta var stórkostlegur leikur
og þetta er skemmtilegasta
ferðin sem ég hef
farið með lands-
liði, ef til vill
vegna þess hve
árangurinn hef-
ur verið góður,“
segir Hjalti Ein-
arsson, landsliðs-
markvörður í handbolta og
íþróttamaður ársins 1970, við
Morgunblaðið eftir að Ísland
vinnur Búlgaríu 19:10 í for-
keppni Ólympíuleikanna og
tryggir sér sæti á Ólympíu-
leikunum í München 1972.
23. mars 1978
Barist var við að halda Skíða-
mót Íslands í Reykjavík um
páskana þetta ár og í Morgun-
blaðinu þennan dag segir:
Stökkkeppninni á Skíðamóti Ís-
lands varð að fresta í gær
vegna veðurs, en bylur var
bæði á Hellisheiði og í Blá-
fjöllum. Í gærkvöldi átti að
taka ákvörðun um hvar og hve-
nær stökkkeppnin fer fram.
23. mars 1986
Körfuknattleiksmaðurinn Pét-
ur Guðmundsson er genginn til
liðs við stórlið
Los Angeles
Lakers í banda-
rísku NBA-
deildinni. Þar
er honum ætlað
að vera til taks
fyrir miðherj-
ann goðsagnakennda Kareem
Abdul-Jabbar. Pétur kemur því
í NBA-deildina á ný eftir fjög-
urra ára hlé, en þar lék hann
áður með Portland Trail
Blazers.
23. mars 1990
„Við komum mjög vel undir-
búnar, ætluðum okkur að vinna
og sýndum að við erum best-
ar,“ segir Björg Hafsteins-
dóttir, fyrirliði Keflavíkur,
eftir yfirburðasigur á Haukum,
62:29, í úrslitaleik bikarkeppni
kvenna í körfubolta í Laugar-
dalshöllinni.
23. mars 2000
Á forsíðu íþróttablaðs Morgun-
blaðsins þennan dag er stór
mynd af brosmildum Guðjóni
Þórðarsyni, knattspyrnustjóra
Stoke City, en lið hans hafði
kvöldið áður tryggt sér rétt til
að mæta Bristol City í úrslita-
leik bikarkeppni ensku neðri-
deildarliðanna á Wembley.
Brynjar Björn Gunnarsson,
Arnar Gunnlaugsson og Bjarni
Guðjónsson voru allir í liði
Stoke sem vann Rochdale 1:0.
23. mars 2009
Helena Sverrisdóttir lék fyrst
Íslendinga í úrslitakeppni
bandaríska há-
skólakörfubolt-
ans, „March
Madness“, þeg-
ar lið hennar,
TCU, komst í
fyrstu umferð
úrslitakeppn-
innar. Helena, sem var á fyrsta
ári í skólanum, var besti leik-
maður liðsins í ósigri gegn
South Dakota State.
23. mars 2013
„Ég sagði við Kolbein þegar ég
stillti boltanum upp að ég ætl-
aði að reyna að setja hann yfir
vegginn og upp í hægra hornið.
Það tókst,“ segir Gylfi Þór Sig-
urðsson við Morgunblaðið um
fyrra mark sitt í 2:1 útisigri Ís-
lands gegn Slóveníu í undan-
keppni HM í Ljubljana. Gylfi
jafnaði metin beint úr auka-
spyrnu.
Á ÞESSUM DEGI