Morgunblaðið - 23.03.2020, Page 29
AF LEIKLIST
Þorgeir Tryggvason
Breski grínistinn DavidMitchell, sem er frægurfyrir sína reiðu rökvísi,benti einu sinni á að með-
an skattaundanskot væru möguleg
mætti líta á alla skattheimtu sem
skatt á heiðarleika: skatthlutfallið
ræðst af því hversu hreint þér finnst
rétt að koma fram við yfirvöld. Sýn-
ingin Skattsvik Development Group
undir merkjum tilraunaverkefnisins
Umbúðalaust í Borgarleikhúsinu
leiðir hins vegar í ljós að óheiðarleiki
er ekki nóg til að koma peningum
undan.
Það fer vel á því hjá Ást og karókí
að sýna á þessum vettvangi, því
form sýningarinnar er nokkurskon-
ar skýrsla um tilraun: Getur íslensk-
ur leikhópur skotið þóknun sinni
undan skatti með „hefðbundinni“
skattaskjólsfléttu? Stutta svarið er:
nei. Drengirnir komast nokkuð
áleiðis með áform sín, enda reynist
þroskaður þjónustuiðnaður þrífast
víða um heim til að auðvelda slíka
vafninga, en á endanum strandar
allt á of þröngum fjárhag. Nýleg
íþyngjandi löggjöf spilar þar líka inn
í en þó er ljóst að þetta hefði gengið
upp ef upphæðirnar hefðu verið
hærri en sem nemur fimm mán-
aðarlaunum listamanna í nýgræð-
ingaflokki. Enn sem komið er eru
þeir Adolf Smári Unnarsson, Birnir
Jón Sigurðsson, Friðrik Margrétar-
Guðmundsson, Matthías Tryggvi
Haraldsson og Stefán Ingvar Vig-
fússon óvelkomnir í koníaksstofu
þeirra sem eiga það einungis við eig-
in heiðarleika hvað þeir greiða til
samfélagsins. Samkvæmt upplýs-
ingum frá einum ráðgjafa þeirra fé-
laga eru um 70% allra peninga
heimsins í skattaskjólum. Það er sú
tala sem endurómar í höfði áhorf-
enda þegar þeir ganga út úr Borg-
arleikhúsinu eftir skýrsluna. Trú-
lega dramatískur hápunktur
sýningarinnar.
Þó að Ást og karókí hafi ráðist í
þennan skítlega leiðangur er heið-
arleiki grunntónn sýningarinnar.
Þannig gangast þeir fúslega við því
að það sem þeir bjóða upp á muni
minna á efnistök annars íslensks
ólíkindaleikhóps: Kriðpleirs. Það eru
orð að sönnu, og natúralískur vand-
ræðagangshúmorinn liggur vel fyrir
Á&K-mönnum. Það birtist strax í
upphafi þar sem þeir kynna sig hver
og einn til sögunnar og afhjúpa sig
sem – eðlilega – allnokkuð fákunn-
andi í þeirri list að svikja undan
skatti. Og svo – sem er öllu verra –
reynast fæstir þeirra bera skyn-
bragð á strangheiðarlega skatta-
skýrslu. Hápunkti nær þetta gaman
þegar þeir glíma við það snúna verk-
efni að koma bréfi í hraðpóst, og
endist varla vinnudagur til þess.
Að því ævintýri undanskildu er
sýningin í sjálfu sér ekki sérstök
skemmtun, og ætlar greinilega ekk-
ert endilega að vera það. Síðasti
hluti hennar, vídeóspjallið við úr-
ræðagóða ráðgjafann með upplýs-
ingarnar um hvar 7/10 af auðæfum
heimsins eru niðurkomin, er til
dæmis ansi dauflegt sem leikhús.
Það er ekki heiglum hent að skilja
hvað maðurinn er að leggja til, og
það er ekki eins fyndið hvað
félagarnir botna lítið í því þegar
áhorfandinn er jafn litlu nær.
Engu að síður: Allir þessir ósýni-
legu peningar. Allt þetta fólk sem
vinnur við að koma fé hinna ríku
undan. Allar þessar girðingar sem
stöðva bara meðaljóninn. Og þessi
tæpi þriðjungur fjármuna heimsins
sem stendur undir samneyslunni og
allir njóta. Líka þeir sem eiga rest.
Það er alveg kvöldstundar virði að
láta minna sig á þetta.
Óvelkomnir í betri stofuna
» Þó að Ást og karókíhafi ráðist í þennan
skítlega leiðangur er
heiðarleiki grunntónn
sýningarinnar.
70% „Samkvæmt upplýsingum frá einum ráðgjafa þeirra félaga eru um 70% allra peninga heimsins í skattaskjólum.
Það er sú tala sem endurómar í höfði áhorfenda þegar þeir ganga út úr Borgarleikhúsinu eftir skýrsluna. Trúlega
dramatískur hápunktur sýningarinnar,“ segir í rýni um Skattsvik Development Group í Borgarleikhúsinu.
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2020
ICQC 2020-2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
Julia Louis-Dreyfus Will Ferrell
ADifferent Kind of Disaster Movie.
m.a.
ÓSKARSVERÐLAUN3 BESTA KVIKMYNDATAKAN
ÓSKARSTILNEFNINGAR2 BESTA ERLENDA MYNDINBESTA LE IKARI : ANTONIO BANDERASSÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
★★★★
San Francisco Chronicle
★★★★
Indiewire
★★★★
Hollywood reporter
Til að bregðast við samkomubann-
inu munu Menningarhúsin í Kópa-
vogi vera með vefútsendingar
klukkan 13 mánudaga, miðviku-
daga og föstudaga út apríl, frá og
með deginum í dag. Viðburðaröðin
hefur fengið heitið „Kúltúr klukkan
13“ og meðal hinna fjölmörgu sem
koma fram eru Sævar Helgi Braga-
son, Andri Snær Magnason, Gerður
Kristný, Jógvan, Matti Matt, Vignir
Snær, Sigurbjörn Bernharðsson,
Halla Oddný, Ragna Fróðadóttir,
og Þorgrímur Þráinsson.
„Við starfsfólk Menningarhús-
anna höfum oft rætt þá hugmynd
að streyma viðburðum en kring-
umstæður hreinlega hrintu okkur
af stað og við erum öll mjög spennt
að sjá hvert þessi nýjung leiðir okk-
ur í framtíðinni,“ er í tilkynningu
haft eftir Soffíu Karlsdóttur, for-
stöðumanni menningarmála í
Kópavogi. „Við vonumst til þess að
viðburðirnir stytti þeim fjölmörgu
stundir sem sitja heima í sóttkví eða
eru heima við af öðrum ástæðum.
Þá er einnig mikilvægt að mæta
listamönnum, en við erum ekkert
án þeirra og viljum svo sannarlega
styðja við bakið á þeim á þessum
óvissutímum.“
Fimm menningarhús eru í Kópa-
vogi; Bókasafnið, Gerðarsafn, Sal-
urinn, Náttúrufræðistofa og Hér-
aðsskjalasafn.
Morgunblaðið/Hari
Fjölbreytilegt Frá opnun sýningar í Gerð-
arsafni en þaðan verður streymt í vikunni.
Menningarútsend-
ingar frá Kópavogi