Morgunblaðið - 23.03.2020, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.03.2020, Qupperneq 32
Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2, birti á dög- unum myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann syngur splunkunýtt lag, Let Your Love Be Known, sem hann sagðist hafa samið klukkutíma áður en hann kvik- myndaði sig syngja það. Hann tileinkar lagið Ítalíu, þar sem landið hafi orðið einkar illa fyrir barðinu á kórónu- veirufaraldrinum. Bono kveðst syngja fyrir heilbrigðis- starfsmenn í framlínu baráttunnar og vísar í textanum einnig til Ítalanna sem syngja hver fyrir annan af svöl- um sínum þar sem þeir eru heima í útgöngubanni. Lag- inu hefur verið deilt í fleiri milljónir skipta á miðlunum. Bono tileinkar nýtt lag sitt Ítölum MÁNUDAGUR 23. MARS 83. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Þetta er ekki óskastaða. Maður reynir eitthvað að æfa heima en maður er ekki með endalausar hugmyndir, svo það verður fljótt þreytt. Það er sem betur fer lítið eftir af þessu og þetta fer að klárast,“ segir Ýmir Örn Gísla- son, landsliðsmaður í handknattleikmaður og leik- maður Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi, sem er í ein- angrun heima hjá sér þar sem þjálfari liðsins og nokkrir leikmenn hafa greinst með kórónuveiruna. »27 Ekki með endalausar hugmyndir ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þjálfarar hjá Karatefélaginu Þórs- hamri hafa útbúið og birt á Youtube og Facebook-hópi félagsins mynd- bönd og tillögur að æfingum sem hægt er að gera heima í stofu. Æfing- arnar eru jafnframt aðgengilegar á opinni Face- book-síðu Þórshamars. „Þar geta all- ir fylgst með og prófað, komið í kara- teprufu í kór- ónufríinu og komist að því hvort þeim finnist þetta ekki gaman,“ segir María Helga Guðmundsdóttir, starf- andi formaður Þórshamars, þjálfari og margfaldur Íslands- og bikar- meistari. María segir að þegar kórónuveiran vatt upp á sig hafi þjálfararnir hugs- að í lausnum og síðan sett inn æfingu á hverjum virkum degi í liðinni viku. Hugmyndin er að hver dagur sé helgaður einum aldurshópi og getu- stigi og mánudagar eru til dæmis helgaðir yngstu þátttakendunum. „Þannig fá allir eina sérsniðna æf- ingu og geta síðan tekið þátt í æfing- um fyrir aðra hópa, prófað eitthvað út fyrir sinn sérsniðna ramma,“ segir hún. Félagið er með síðu á Facebook fyrir iðkendur þess og þar hafa þeir verið hvattir til þess að setja inn myndir af sér að æfa, deila úr eigin reynsluhorni meðan á samkomu- banninu stendur. „Þannig höldum við tengslunum og félagsmenn upplifa að þeir séu í þessu saman, þó að við séum ekki á sama staðnum.“ Iðkendur á öllum aldri Þórshamar var stofnaður 1979 og hefur löngum verið eitt af stærstu og öflugustu karatefélögum landsins. Félagið hefur verið með æfingaað- stöðu í Brautarholti 22 í Reykjavík í um 30 ár. Iðkendur eru frá fimm ára og upp úr. „Elstu iðkendurnir eru núna á sjötugsaldri og elsti maður, sem hefur farið í svart belti í Þórs- hamri, var 71 árs þegar hann þreytti prófið.“ María segir að samkomubannið valdi raski hjá öllum. Börnin séu við- kvæm fyrir því að hróflað sé við rút- ínu þeirra. Þau séu svo háð öllum öðrum í kringum sig og hafi litla stjórn á því hvað þau geri sjálf. „Þetta er mikil áskorun fyrir börn og barnafjölskyldur en allir eru að reyna að aðlagast breyttum tímum og breyttri samfélagsgerð,“ segir María. „Alls konar möguleikar eru í bann- inu,“ heldur hún áfram. „Hægt er að láta áskoranirnar ýta sér inn á ótroðnar slóðir og læra eitthvað nýtt. Ég hef æft karate síðan ég var 11 ára 1999 og þjálfað síðan ég var 15 ára, en ég hafði aldrei kennt karatetíma með enga nemendur, bara myndavél, fyrr en ég tók upp fyrsta tímann fyrir viku. Ég hef lært ýmislegt um kennsluaðferðir mínar og á vonandi eftir að verða betri eftir því sem tím- inn líður. Ég held að hinir kenn- ararnir geti sagt það sama. Við tölum saman, skiptumst á hugmyndum og reynum að hjálpast að auk þess sem við erum í sambandi við kennara er- lendis í sömu sporum.“ Sumar karateæfingar er ekki hægt að gera án félaga, en María segir að nýr veruleiki sé engu að síður skemmtilegur. „Neyðin kennir naktri konu að spinna og þetta er skemmti- leg áskorun og skemmtileg viðbót en hún varir vonandi ekki að eilífu.“ Fríar æfingar fyrir alla Gleði Kátir félagar í Þórshamri eftir æfingu. Nú æfir hver í sínu horni.  Karatefélagið Þórshamar bendir almenningi á opna síðu á netinu Ljósmynd/Viima Lampinen Á Landakotstúni María Helga Guðmundsdóttir tók upp æfingar fyrir helgi. Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir, Costco og flestum stórmörkuðum. Sykurlaustog ángerviefna 3ja mánað a skamm tur DLÚX Vítamínmunnúði tryggir hámarksupptöku D-vítamín fyrir ónæmiskerfið Þegar kemur að því að viðhalda heilsu okkar árið um kring, þar á meðal á tímum aukinnar áhættu eins og í dag, gegnir næring lykilhlutverki. C-vítamín, hvítlaukur og krydd eins og engifer hefur löngum verið þekkt sem náttúruleg ónæmisörvun, envaxandi fjöldi klínískra rannsókna sannar að D-vítamín er ósungna hetjan sem við öll þurfum til að halda sýkingu í skefjum. Munum eftir D-vítamíninu – alla daga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.