Morgunblaðið - 09.04.2020, Side 10

Morgunblaðið - 09.04.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2020 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Töluverður munur er á afstöðu fé- lagsmanna Félags atvinnurekenda til aðgerða til stuðnings fyrir- tækjum vegna kórónuveirufarald- ursins eftir því hvort um er að ræða aðgerðir ríkisins eða aðgerð- ir sveitarfélaganna. Fyrirtækin eru mun ánægðari með aðgerðir ríkisins samkvæmt niðurstöðum könnunar sem FA gerði meðal félagsmanna sinna. Þannig voru 64% annaðhvort mjög ánægð eða ánægð með að- gerðir ríkisins, 25% voru hvorki ánægð né óánægð og 11% voru óánægð eða mjög óánægð. Aftur á móti voru einungis 17% mjög ánægð eða ánægð með að- gerðir sveitarfélaganna, 40% sögð- ust hvorki ánægð né óánægð en 43% fyrirtækja voru óánægð eða mjög óánægð. Þrátt fyrir erfiðleika sem steðja að fyrirtækjum vegna heimsfarald- ursins ríkir nokkur bjartsýni með- al forsvarsmanna fyrirtækja um framhaldið og telja 88% þeirra mjög líklegt eða líklegt að fyrir- tæki þeirra komist í gegnum erfið- leika í rekstri. Tímabundin niður- felling tryggingagjalds og fasteignaskatta sveitarfélaga á at- vinnuhúsnæði eru úrræði sem fyr- irtækjastjórnendur telja að muni hjálpa þeim mest. Í ljós kom að 53% fyrirtækja hafa leitað til við- skiptabanka síns vegna erfiðleika af völdum heimsfaraldursins og af þeim voru samtals 46% mjög ánægð eða ánægð með viðbrögð bankans. Könnunin var gerð dagana 6. til 8. apríl sl. og var send til 158 fyr- irtækja með beina aðild að FA. Af þeim svöruðu 75 fyrirtæki eða 47,5%. Mun sáttari við rík- ið en sveitarfélögin  Félag atvinnurekenda með könnun Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fljótið finnur sér alltaf farveg, hverjar sem fyrirstöðurnar eru, og kærleikurinn kemur fram með ýmsu móti,“ segir sr. Ninna Sif Svavarsdóttir, sóknarprestur í Hveragerði. „Hér í bæ er fal- legt og gott samfélag, þar sem fólk stendur saman eins og einn maður þeg- ar eitthvað bját- ar á. Í sam- komubanninu nú hefur fólk með ýmsu móti látið samhug sinn og góðan vilja í ljós með ýmsu móti. Í síðustu viku kveikti fólk í nánast hverju einasta húsi hér á kerti og setti fyrir fram- an hús sín og gerði það í minningu hjóna hér í bæ sem létust af völd- um Covid-19. Þetta var falleg stund sem lengi verður minnst.“ Faraldurinn beit bæjarlífið Í gær var staðan varðandi kórónuveiruna í Hveragerði sú að 14 manns voru í sóttkví og þrír sýktir í einangrun. Faraldurinn hefur annars bitið bæjarlífið fast. Í upphafi hans voru um 250 nem- endur grunnskólans sendir í sóttkví eftir að einn af kennurunum greindist með veiruna. Á tímabili voru raunar um 500 Hvergerðingar í sóttkví, sem lætur nærri að vera um fimmtungur bæjarbúa. „Þetta hefur verið erfitt, en núna finnst mér aðeins vera að rofa til. Varna vegna hef ég annars lítið hitt sóknarbörnin mín að undanförnu, en er mikið í símanum og tölvunni. Bæði leitar fólk til mín og svo hef ég líka lagt mig eftir að finna og hringja í fólk sem er í erfiðri stöðu, er hugsanlega eitt á báti eða á ein- hverra hluta vegna undir högg að sækja,“ segir Ninna Sif, sem kveðst greina kvíða meðal sókn- arbarna sinna og annarra sem til hennar leita á þessum erfiðu stund- um. „Margir eru óttaslegnir vegna kórónuveirunnar og afleiðinga hennar. Í samtölum mínum við fólk síðustu daga hef ég svo fundið líka að margir hafa fjárhagsáhyggjur vegna þeirrar efnahagskreppu sem er yfirvofandi. Þegar blikur eru á lofti er kvíði mjög eðlilegur og mannleg viðbrögð. Við þær að- stæður er mikilvægt að færa áhyggjur sínar í orð við einhvern sem fólk treystir eða leita í bænina, eins og ég geri. Slíkt bæði sýnir og veitir fólki styrk.“ Boðskapurinn kemst á framfæri Sr. Ninna Sif hefur verið búsett í Hveragerði um langt árabil en tók við embætti sóknarprests þar í desember á síðasta ári. Í samkomu- banni liggur allt starf í Hveragerð- iskirkju niðri þessa dagana. „Já, það er undarlegt að fara inn í dymbilviku án þess að vera með neina athöfn. Slíkt er nokkuð sem ég reiknaði aldrei með að lenda í. En lífið er alltaf að kenna manni eitthvað nýtt – og það er mikilvægt að geta mætt aðstæðunum eins og þær blasa við hverju sinni. Pistlar sem ég hef sett inn á netið og sam- félagsmiðla hafa mælst vel fyrir og áhorfendur eru margir – en þarna hef ég flutt hugvekjur og stundum haft organistann og kirkjukórinn mér til halds og trausts. Þannig kemst á framfæri boðskapur sem er mörgum mikilvægur. Raunar hefur kirkjan verið mjög dugleg að undanförnu að nýta sér tölvu- tæknina til að eiga samtal við fólkið í landinu – og eins hafa greinar presta sem birst hafa í Morgun- blaðinu mælst vel fyrir, að best ég veit,“ segir sóknarpresturinn í Hveragerði að síðustu. Kærleikurinn finnur sér alltaf farveg  Kórónuveiran í Hveragerði og margir leita til kirkjunnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sóknarprestur Þegar blikur eru á lofti er kvíði eðlilegur, segir sr. Ninna Sif. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Kórónuveiran og aðgerðir stjórn- valda til að hefta útbreiðslu hennar hafa gjörbreytt ásýnd og verslun við Laugaveg í Reykjavík. Þar sem eitt sinn var fjölbreytt mannlíf og ferðamenn í hópum eru nú fáir á ferli og auð bílastæði. Vigdís Hauksdóttir, borgar- fulltrúi Miðflokksins, undrast að Reykjavíkurborg leggi sig ekki meira fram við að bæta aðgengi að verslunargötunni og auðvelda þann- ig kaupmönnum að ná til við- skiptavina. Nefnir hún í því sam- hengi m.a. breytta akstursstefnu á hluta Laugavegar sem tók gildi í maí 2019. Segir hún borgina eiga að gera Laugaveg að einstefnu á ný enda hafi einkabíllinn styrkt stöðu sína mjög nú þegar fólk forðast al- menningssamgöngur og fjölmenni. Fyrst meirihlutinn nú veiran „Þegar borgin sneri einstefnunni á sínum tíma var það hrein og klár ögrun við kaupmenn. Og það sér ekki nokkur maður tilganginn með þessari aðgerð. Það eina sem hún gerir er að rugla fólk og búa til stjórnleysi að ástæðulausu,“ segir Vigdís og bætir við að hún hafi lagt til fulla opnun og einstefnu á Lauga- vegi á fundi borgarráðs í mars sl. Þeirri tillögu var hins vegar hafnað. Vigdís segir marga kaupmenn hafa haft samband og lýst erfiðri stöðu. „Staðan er orðin algjörlega óbærileg hjá þessu fólki sem er að reyna að halda þarna úti rekstri. Fyrst þurfti þetta fólk að glíma við þráhyggju meirihlutans fyrir lok- unum og svo skellur veiran á,“ segir hún og heldur áfram: „Þetta svæði verður dauðs manns gröf. Það sést þarna varla maður á ferli.“ Morgunblaðið setti sig í samband við nokkra kaupmenn. Sögðu þeir allir þörf á því að gera götuna að einstefnugötu á ný. Slíkt myndi auka líkurnar á komum fólks þang- að. „Það er fáránlegt að snúa götunni svona við nú þegar ástandið er eins og það er í þjóðfélaginu. Auðvitað á að taka af þessa hringavitleysu sem enginn botnar neitt í,“ segir Brynj- ólfur Björnsson, eigandi Brynju. Jón Sigurjónsson gullsmíðameist- ari segir ruglinginn með aksturs- stefnuna vera algjört hneyksli. „Það er ekki hægt að bjóða okkur upp á svona bull og að ekki sé búið að taka þetta af núna er ótrúlegt,“ segir hann og bætir við að Lauga- vegur muni að líkindum breytast mjög vegna ástandsins í þjóðfélag- inu. „Túrismanum, veitingastöðum og hótelum var óhindrað hleypt af stað hérna. Núna er þetta allt að hrynja og eftir munu standa tóm pláss,“ segir Jón. Vilja Laugaveg aftur í einstefnuátt  Borgarfulltrúi segir Laugaveg nálgast það að vera „dauðs manns gröf“  Kaupmenn orðnir þreyttir á ruglingi í akstursstefnu  Það er ekki hægt að bjóða okkur upp á svona bull, segir einn Morgunblaðið/Eggert Breytt staða Þessi hvítabjörn var oft vinsælt myndefni meðal ferðalanga sem nú sjást ekki lengur í bænum. Skannaðu kóðann til að lesa meira á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.