Morgunblaðið - 09.04.2020, Side 24

Morgunblaðið - 09.04.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2020 60 ára Friðrik ólst upp á Selfossi en býr á Hvolsvelli. Hann er búfræðingur að mennt frá Bændaskólanum á Hvanneyri og er sjálfstætt starfandi smiður. Maki: Þórunn Óskarsdóttir, f. 1967, kennari í Sunnulækjarskóla á Sel- fossi og í Hvolsskóla. Dætur: Rut Margrét, f. 1984, Arnleif Margrét, f. 1989, Kristrún Dagmar, f. 1992, Freyja, f. 2000, og Selma, f. 2002. Barnabörnin eru orðin þrjú. Foreldrar: Rut Margrét Friðriks- dóttir, f. 1934, húsmóðir á Selfossi, og Þórarinn A. Magnússon, f. 1934, fyrrverandi tollvörður í Reykjavík, búsettur á Hvolsvelli. Friðrik Sölvi Þórarinsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert að verða leið/ur á lexíum í manngæsku og ert tilbúin/n að læra eitt- hvað allt annað. Vert þú eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt þú megir ekki vanrækja skyldur þínar í vinnunni ættirðu að reyna að verja meiri tíma með fjölskyldunni. Varastu að láta tilfinningarnar hlaupa með þig í gönur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gamaldags gildi og framkoma er stórlega vanmetin af flestum, en ekki þér. Gættu hófs í mataræði heilsunnar vegna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Skilningur er þemað bæði heima fyrir og í vinnunni. Fylgdu réttlætiskennd þinni fyrst og fremst því þá farnast þér vel. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Reyndu að hagnast sem þú getur á skipulagshæfileikum þínum. Það má margt gera sér til upplyftingar án þess að kosta til þess miklum fjármunum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Stattu með sjálfri/um þér og láttu í þér heyra þegar þörf krefur. Láttu það ekki draga úr þér kjarkinn, þótt einhverjir séu með efasemdir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er einhver sem er að þrýsta á þig og vill fá þig til að gera eitthvað sem þér er þvert um geð. Vertu djörf/djarfur því eng- inn getur unnið verkin fyrir þig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft ekki að vera uppi- standari til að vera í mikilli þörf fyrir nýtt efni til að vinna með. Láttu einskis ófreist- að til þess að komast til botns í hlutunum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er allt á ferð og flugi í kringum þig svo þér veitist erfitt að fóta þig í öllum hamaganginum. Að vera opinn og æstur yfir framtíðinni er nauðsyn þess að hugsa á ferskan hátt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert mjög meðvitaður um andlegt eðli efnisheimsins. Gættu þess að vera ekki of gagnrýninn við fólk nema þú viljir endanlega losna við það. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú sækir í einveruna þessa dagana og ert ekki í skapi til að vera í fé- lagsskap. Reyndu að hemja skap þitt og forðast rifrildi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft að gera upp hug þinn til vandasams verkefnis. Drífðu þig og taktu eina af þessum áhættusömu ákvörðunum. öðrum starfsmönnum VMST með Erasmus-styrk frá Evrópusam- bandinu. Einnig rak hún blómabúð á Blönduósi um tveggja ára skeið. „Það var skemmtilegur tími en hentaði ekki nógu vel með bú- skapnum og barnauppeldi.“ Þóra hefur starfað sem sjúkraliði á Heilbrigðisstofnun Norðurlands fullan þátt í sauðburðarstörfunum og smalamennskum og fjárragi að hausti.“ Þóra vann nokkur ár sem ráð- gjafi hjá Vinnumiðlun Norðurlands vestra og fór á þeim tíma í áhuga- verða námsferð í tengslum við sitt starf til Danmerkur og Póllands ásamt forstöðumanni og tveimur Þ óra Sverrisdóttir fædd- ist á Selfossi 9. apríl 1970, ólst þar upp til sjö ára aldurs er hún flutt- ist með fjölskyldu sinni til Hvammstanga þar sem faðir hennar tók við starfi sem rafveitu- stjóri. Að loknum grunnskóla hóf hún nám við Menntaskólann við Hamrahlíð en færði sig yfir í Fjöl- brautaskólann í Breiðholti, dúxaði þar sem stúdent 1990 og lauk einn- ig sjúkraliðaprófi. Árið 1999 út- skrifaðist hún sem rekstrarfræð- ingur frá Háskólanum á Bifröst. „Ég átti ánægjulega æsku á Hvammstanga, þar er gott sam- félag og sérstaklega minnist ég þess hvað náttúran og umhverfið var skemmtilegt, fjaran, bryggjan, ruslahaugarnir, hvammurinn, áin, sjórinn og klettar að klifra í. Enda- laus ævintýri alls staðar.“ Einnig minnist Þóra með þakklæti góðra kennara í grunn- og tónlistarskóla, ekki síst íþróttakennara/þjálfara sem var starfandi þar á hennar barna- og unglingsárum. „Það var líka mikið ánægjuefni þegar sund- laugin á Hvammstanga var vígð ár- ið 1982. En það var líka svolítið erf- itt að vera svona langt frá ömmum og öfum, ættingjum og frændsystk- inum sem voru flestöll búsett á Sel- fossi.“ Þóra hefur búið að Stóru-Giljá á Ásum ásamt eiginmanni sínum frá árinu 1991 og hafa þau rekið þar sauðfjárbú, fyrstu árin í félagsbúi með foreldrum hans eða til ársins 2008. Árið 1995 kom upp riða í fjár- stofninum og var þá skorið niður allt fé á bænum. „Þá dreif ég mig í nám við Háskólann á Bifröst og átti fjölskyldan þar góðan tíma í fallegu umhverfi við nám og leik og eign- uðumst við þar góða vini. Haustið 1998 hófst svo ræktunarstarf og uppbygging fjárbúskapar að nýju er keypt voru 600 lömb austan af landi, nánar tiltekið úr Þistilfirð- inum. Að jafnaði höfum við verið með um 900 fjár á vetrarfóðrum. Það er mikið umleikis í fjárhús- unum að vori og hausti og erum við svo heppin að börnin okkar, tengdasonur og barnabörn taka á Blönduósi síðan 2008. Einnig hef- ur Þóra setið í sveitarstjórn Húna- vatnshrepps frá árinu 2010, þar af fjögur ár sem oddviti. „Ég hef mik- inn áhuga á samfélagsmálum og bind miklar vonir við að sveitar- félögin í Austur-Húnavatnssýslu muni sameinast innan tíðar til að styrkja samfélagið og gera það samkeppnishæfara og ákjósanlegra til búsetu.“ Þóra sat í stjórn Þekkingar- setursins á Blönduósi frá stofnun þess, árið 2012, og til ársins 2019 er það var sameinað Textílsetri Ís- lands. „Það var afskaplega gaman að koma að uppbyggingu þessarar starfsemi sem hefur vaxið og dafn- að og eflt samfélagið okkar mikið.“ Einnig hefur Þóra setið í Menn- ingarráði Norðurlands vestra, stjórn Sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og stjórn Heimilisiðnaðar- safnsins á Blönduósi. Þóra var varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins á Norðurlandi vestra 1995-1999. Hún hefur unnið töluvert að ýmsum félagsmálum í gegnum tíðina og m.a. verið for- maður Kvenfélagsins Vonarinnar síðan 2010. Síðastliðin ár hefur hún einnig verið formaður Sambands austurhúnvetnskra kvenna og situr nú í ritstjórn tímaritsins Húsfreyj- unnar sem varð 70 ára á síðastliðnu ári. Einnig hefur hún um langt ára- bil setið í stjórn ungmennafélags- ins Geisla, þar af formaður í nokk- ur ár og einnig var hún gjaldkeri í stjórn USAH um skeið. Helstu áhugamál Þóru eru ferða- lög innan- sem utanlands, útivist – ganga og sund, tónlist og aðrar listir, njóta lífsins og eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Fjölskylda Eiginmaður Þóru er Sigurður Erlendsson, f. 6.1. 1966, bóndi. Foreldrar hans eru hjónin Erlend- ur G. Eysteinsson, f. 10.01.1932, fv. bóndi og oddviti, og Helga Búa- dóttir, f. 16.05.1938, kennari og húsmóðir, búsett á Blönduósi. Börn Þóru og Sigurðar eru 1) Sigurveig, f. 18.2. 1991, þjónustu- ráðgjafi hjá Arion banka. Eigin- Þóra Sverrisdóttir, sjúkraliði, bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi – 50 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Jóhannes, Þóra, Sverrir Helgi, Eydís Eva, Sigurður og Sigurveig þegar Sverrir var fermdur árið 2015. Vill sameina sveitarfélögin Hjónin Þóra og Sigurður stödd í Bolzano á Ítalíu. 40 ára Guðlaug ólst upp á Akureyri og í Eyjafjarðarsveit og býr á Akureyri. Hún er við- skiptafræðingur frá Copenhagen Business School og er með MS- gráðu í mannauðs- stjórnun frá HÍ. Guðlaug er verkefnastjóri gæða- og mannauðsmála við Háskólann á Akureyri. Maki: Vigfús Björnsson, f. 1979, bygg- ingaverkfræðingur og skipulags- og byggingafulltrúi Eyjafjarðar. Börn: Stefán Björn, f. 2007, Oddur, f. 2011, og Ása, f. 2017. Foreldrar: Anna Þórsdóttir, f. 1962, handverkskona, búsett á Steinhólum, og Stefán Guðlaugsson, f. 1956, vinnur í þjónustukjarna fyrir geðfatlaða, búsettur á Þórustöðum IV. Guðlaug Þóra Stefánsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.