Morgunblaðið - 09.04.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 09.04.2020, Qupperneq 26
DANMÖRK Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Alveg hrikalega langt frá því,“ svaraði Janus Daði Smárason, lands- liðsmaður í handbolta, aðspurður hvort honum liði eins og hann hefði orðið danskur meistari. Janus er lykilmaður hjá Aalborg, sem var krýnt danskur meistari á þriðjudag, þar sem tímabilinu í Danmörku var aflýst vegna kórónuveirunnar. „Ég fór á fund með öllu liðinu og framkvæmdastjóranum og við vor- um að fagna þessu en þetta var voða- lega steikt,“ sagði Janus við Morg- unblaðið en ásamt honum eru Ómar Ingi Magnússon og aðstoðarþjálf- arinn Arnór Atlason danskir meist- arar með Álaborgarliðinu. Liðið var þegar orðið deildarmeistari, var með 42 stig þegar tveimur umferðum var ólokið en GOG með 34 stig og Tvis Holstebro með 33 voru í næstu tveimur sætum. Fer til Göppingen í sumar „Það góða við þetta er að við vor- um allavega krýndir meistarar og liðið fær að spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Það er mun skárra en ef tímabilið hefði verið strikað út. Ég er hins vegar á förum frá klúbbn- um svo ég fæ ekki sjálfur að spila í Meistaradeildinni,“ sagði Janus, en hann skrifaði undir samning við þýska liðið Göppingen á síðasta ári og gengur í raðir félagsins í júlí. Hann er svekktur yfir að fá ekki að spila í úrslitakeppninni í Danmörku einu sinni til viðbótar. „Ég var orðinn mjög spenntur fyr- ir úrslitakeppninni en úr því sem komið var vissi ég að við værum aldrei að fara að klára keppnina. Þetta var kannski það besta í stöð- unni í ljósi þess. Við vorum með mjög sterkt lið í ár og þetta á að vera skemmtilegasti tími ársins. Þetta er auðvitað hundsvekkjandi,“ sagði Janus. Þrír stórir titlar með Aalborg Hann kom til Aalborg sumarið 2017 og á þremur árum varð hann danskur meistari í tvígang og bik- armeistari einu sinni. Janus spilaði ekki síðustu leiki liðsins í deildinni á leiktíðinni, þar sem hann var hvíldur fyrir leiki gegn portúgalska liðinu Porto í Meistaradeildinni, en þeim var síðan frestað. Sigurvegarinn í einvíginu mætir Kiel í átta liða úr- slitum, en svo gæti farið að Aalborg fari áfram úr einvíginu, án þess að það verði spilað. „Ég spilaði ekki einu sinni síðustu tvo leikina, þar sem það átti að hvíla mig aðeins fyrir Meistaradeildina. Við eigum að mæta Porto í byrjun júní og það er ekki búið að gefa neitt annað til kynna varðandi það. Ef það er ekki hægt að spila þá leiki ætlar EHF að velja lið til að fara áfram, eins fáránlegt og það hljómar. Ég held að þeir horfi á peningana og þá ættum við að fara áfram. Við end- uðum líka í fjórða sæti í okkar riðli og Porto í fimmta sæti í sínum riðli. Það gæti þess vegna endað þannig að við mættum Kiel í átta liða úrslit- um í júní. Maður getur spilað það og svo eiga að vera landsleikir á svip- uðum tíma og svo verður „final four“ í Meistaradeildinni í ágúst, en þá verð ég búinn að skipta um lið. Það er ekki mikið fyrir mig sjálfan að spila fyrir. Samningurinn minn í Göppingen tekur gildi 1. júlí og þá verð ég kominn í nýtt félag,“ sagði Selfyssingurinn. Æfir í bílskúr og hleypur Janus tekur einnig það jákvæða úr ástandinu, því hann fær sjaldgæft og kærkomið frí. Mikið álag fylgir því að vera landsliðsmaður og spila með atvinnumannaliði sem er í Evr- ópukeppni. „Það er oftast brjálað að gera og maður hefur kvartað yfir miklu álagi í handboltanum. Þá er oft erfitt að vinna í líkamlegum styrk. Maður tekur það góða úr þessu og æfir eins og tittlingur og vinnur í því að styrkja sig. Ég stefni á því að fara út aftur sem betri íþróttamaður,“ sagði Janus, sem reddar sér í samkomubanninu. „Bróðir mömmu er með bílskúr og það eru lóð þar og ég fæ að koma þegar enginn er. Svo fer maður út að hlaupa. Þetta er ákveðið púsl,“ sagði Janus, sem er ánægður með tímann sinn hjá Aalborg. „Ég er mjög ánægður með minn tíma í Danmörku. Mér finnst ég hafa tekið góð og jákvæð skref til að verða betri leikmaður. Ég átti mitt besta tímabil fyrir Aalborg núna og það var fúlt að fá ekki að klára það fyrir framan okkar fólk með mínum liðsfélögum. Þetta er toppklúbbur og mér leið mjög vel þarna og ég er þakklátur,“ sagði Janus Daði. Fögnuðum en var voða- lega steikt  Janus Daði Smárason kveður Danmörku sem meistari  Skárra en ef tímabilið hefði verið strikað út Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson Flytur Janus Daði Smárason fer til Göppingen í Þýskalandi í sumar og kveð- ur Aalborg sem meistari þótt tímabilið í Danmörku hafi verið blásið af. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2020 9. apríl 1960 Ármann tryggir sér Íslands- meistaratitil kvenna í hand- knattleik í þriðja sinn á fimm ár- um með því að sigra KR 11:4 í síðasta leik mótsins á Há- logalandi. Sig- ríður Lúthers- dóttir skorar sex marka Ármenninga í leiknum. FH tryggir sér meistaratitil karla með sigri á KR, 22:20, í hrein- um úrslitaleik. 9. apríl 1966 Ísland vinnur dramatískan sigur á Dönum, 68:67, í fram- lengdum leik í Kaupmanna- höfn og tryggir sér brons- verðlaunin á Norðurlandamóti karla í körfuknattleik. Kolbeinn Páls- son, 19 ára gamall fyrirliði liðsins, á stórleik og tryggir sigurinn með tveimur víta- skotum. Hann er stigahæstur í íslenska liðinu með 24 stig en Gunnar Gunnarsson skorar 18. 9. apríl 1970 Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik vinnur Norð- menn örugglega, 86:64, í fyrsta leik Norðurlandamóts- ins sem haldið er í Noregi. Þórir Magnússon skýtur norska liðið í kaf á lokasprett- inum og skorar 27 stig alls en Kristinn Stefánsson skorar 16. 9. apríl 1984 Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik sigrar Frakka, 23:21, í vin- áttulandsleik í Laugardals- höllinni. Guð- ríður Guðjóns- dóttir skorar 9 mörk fyrir Ís- land, Erna Lúðvíksdóttir og Margrét Theódórsdóttir 4 hvor. 9. apríl 1991 „Þetta er mikið áfall og segir mönnum að nú megi lemja dómara. Mann langar mest til að hætta þessu en það eru bara ekki neinir til að taka við,“ segir Leifur Garðarsson körfuboltadómari við Morg- unblaðið. Ástæðan er sú að Njarðvíkingar fá aðeins áminningu eftir að stuðnings- menn liðsins veittust að dóm- urum að loknum leik liðsins gegn Keflavík. 9. apríl 2000 Rúnar Alexandersson nær besta árangri íslensks fim- leikamanns á Norð- urlandamóti frá upphafi þegar keppt er í Helsinki. Hann vinnur þrefaldan sig- ur á mótinu og er Norð- urlandameistari á bogahesti, á tvíslá og í fjölþrautinni. Á ÞESSUM DEGI José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur viðurkennt að hafa brotið reglur um umgengni fólks á meðan kórónuveiran geis- ar um Bretlandseyjar, og sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar að lútandi. Myndir af Mourinho þar sem hann var með Tanguy Ndombele, leikmann liðsins, á séræfingu í al- menningsgarðinum Hadley Com- mon í útjaðri London birtust á samfélagsmiðlum og ljóst var að þeir héldu ekki reglur um tveggja metra fjarlægð. Viðurkennir að hafa brotið reglur AFP Æfing José Mourinho fór ekki að reglum í almenningsgarði. Willum Þór Willumsson og sam- herjar hans í BATE Borisov þurftu að sætta sig við 0:1-tap á útivelli gegn Slavia Mozyr í fyrri leik lið- anna í undanúrslitum hvítrúss- neska bikarsins í fótbolta í gær. Willum var í byrjunarliði BATE og lék allan leikinn en hann gat ekki komið í veg fyrir tap, þar sem Yuri Pantya skoraði sigurmarkið á 11. mínútu. BATE hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Hvítrússneski fótboltinn er sá eini í Evrópu sem er enn í gangi og það með áhorfendum. Willum tapaði í undanúrslitum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hvíta-Rússland Willum Þór Will- umsson þurfti að sætta sig við tap. Einn þekktasti handknattleiksmarkvörður síðari ára, Arpad Sterbik, hefur tilkynnt að hann leggi skóna á hill- una þegar yfirstandandi keppnistímabili lýkur. Sterbik, sem er fertugur að aldri, fæddist í Júgóslavíu árið 1979 en er með þrefalt ríkisfang, serbneskt, ungverskt og spænskt. Hann hefur leikið fyrir landslið Júgóslavíu, Serbíu/Svartfjallalands og Spánar. Síðustu tvö árin hefur Sterbik leikið með ungverska stórliðinu Veszprém en þar lék hann einnig í þrjú ár snemma á ferlinum. Hann var samherji Ólafs Stefáns- sonar hjá sigursælu liði Ciudad Real á Spáni og lék þar í sjö ár en með Atlético Madrid og Barcelona eftir það og síðan í fjögur ár með Vardar Skopje. Meistaratitlar með félagsliðum eru 15 talsins og þá hefur hann fjórum sinnum unnið Meistaradeild Evrópu, síðast 2017 með Vardar. Sterbik varð heimsmeistari 2013 og Evrópumeistari 2018 með Spáni og vann áður tvenn bronsverðlaun á HM með Júgóslavíu. Sigursæll markvörður kveður Arpad Sterbik Engin verkefni verða í sumar fyrir yngri landslið Íslands í körfuknattleik, en körfuknattleikssamband Evrópu, FIBA Europe, tilkynnti í dag að öllum mótum þess sem fram áttu að fara í sumar hefði verið aflýst. Yngri landslið pilta og stúlkna áttu fyrir höndum Evrópumót víða um Evrópu í júlí og ágúst en U18 kvenna átti að fara til Austurríkis, U20 karla til Georgíu, U16 kvenna til Bosníu, U18 karla til Rúmeníu, U20 kvenna til Ísraels og U16 karla til Slóveníu á tímabilinu frá 3. júlí til 22. ágúst. Þá hefur smáþjóðakeppni karla og kvenna sem halda átti í sumar verið aflýst en áfram stendur til að leika til úr- slita í Evrópumótum félagsliða fullorðinna í haust og þar er stefnt á að spila í september og október. Þar getur landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason komið við sögu, en lið hans, Zaragoza á Spáni, er komið í 8 liða úrslit Meistaradeildar FIBA. Aflýst hjá yngri landsliðum Tryggvi Snær Hlinason Í umfjöllun um árangur íslensku knattspyrnuliðanna í vetrarmót- unum í blaðinu í gær féll niður ein setning þar sem fjallað var um lið ÍA. Þar átti að standa: Tryggvi Hrafn Haraldsson var markahæstur Skagamanna í vetur með níu mörk, þrjú þeirra í úrslitaleiknum gegn Breiðabliki, og Steinar Þorsteinsson kom næstur með fimm mörk. Tryggvi skoraði níu mörk fyrir ÍA LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.