Morgunblaðið - 09.04.2020, Side 28

Morgunblaðið - 09.04.2020, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 2020 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Á meðal fjölda nýjunga á næsta leikári í Þjóðleikhúsinu er hádegis- leikhús sem hleypt verður af stokk- unum í haust. Við munum sýna í há- deginu fjóra virka daga vikunnar,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóð- leikhússtjóri. Frá og með deginum í dag auglýsir Þjóðleikhúsið opin- berlega eftir nýjum íslenskum leik- ritum til sýningar í hádegisleikhús- inu. „Í tengslum við hádegisleikhúsið förum við einnig í nýtt spennandi samstarfsverkefni við RÚV. Við auglýsum saman eftir stuttum verk- um sem eru um 25 mínútur að lengd. Við munum velja fjögur verk eftir ólíka höfunda sem frumsýnd verða í hádegisleikhúsinu og sýnd hér næsta vetur. Í framhaldinu verða sýningarnar unnar fyrir sjón- varpsútsendingar og sýndar undir merkjum nýs Sunnudagsleikhúss hjá RÚV. Nýsköpun í íslenskri leikritun Sýningar í hádeginu koma til við- bótar við aðra starfsemi sem fyrir er í húsinu. Við erum sannfærð um að þetta verði skemmtileg viðbót við menningarlíf borgarinnar. Gestir koma og njóta stuttrar leiksýningar um leið og þeir snæða léttan hádegis- verð. Við vonumst til að með þessu nýja formi takist okkur að opna leik- húsið enn frekar og sækja nýja leik- húsgesti. Þá er þetta kjörinn vett- vangur til frekari nýsköpunar í íslenskri leikritun,“ segir Magnús Geir og segir að það sé nýjum stjórn- endum í Þjóðleikhúsinu mikið kapps- mál að efla íslenska leikritun. „Sam- hliða erum við að þróa fjölmörg ný verk sem sýnd verða á almennum sýningartíma,“ segir Magnús Geir sem áætlar að fyrsta hádegisleikritið verði frumsýnt í lok september ef allt gengur að óskum í undirbúningsferl- inu. „Við hugsum þessar sýningar, sem verða í Þjóðleikhúskjallaranum, sem viðbótarvalkost sem getur til dæmis nýst starfsmannahópum sem á einum klukkutíma geta fengið mat og notið leiksýningar. Þetta er líka tilvalið fyrir vinahópa sem hittast einu sinni í mánuði og taka þá Þjóðleikhússýningu í einu hádeginu,“ segir Magnús Geir og tekur fram að hann reikni með að hádegissýning- arnar muni einnig höfða til margra annarra hópa, t.d. til eldri borgara sem séu lausari við að degi en kvöldi. Fram úr björtustu vonum Undir lok febrúarmánaðar aug- lýsti Þjóðleikhúsið eftir nýjum leik- ritum fyrir börn, annars vegar fyrir Stóra sviðið og hins vegar fyrir Kassann eða Kúluna með það að markmiði að „efla starfsemi leik- hússins í þágu barna og hvetja til ritunar nýrra íslenskra barna- leikrita“ eins og segir í auglýsing- unni á vef leikhússins. Í upphafi árs auglýsti Þjóðleikhúsið einnig eftir hugmyndum að leiksýningum sem settar yrðu upp í samstarfi leikhúss- ins við leikhópa eða aðra leikárið 2020-2021. Að sögn Magnúsar Geirs fóru viðtökur fram úr björtustu vonum. „Umsóknarfrestur um ný íslensk barnaleikrit rann út nýverið og okkur bárust 147 umsóknir sem ýmist innihéldu fullskrifuð verk eða ítarlegar lýsingar á framvindu verks sem við liggjum nú yfir og munum ráða að minnsta kosti tvo höfunda. Okkur bárust 40 umsókn- ir um samstarfsverkefni og við er- um þegar búin að velja þrjú verk- efni til samstarfs,“ segir Magnús Geir og tekur fram að þessi nálgun endurspegli ákveðnar áherslu- breytingar í starfsemi Þjóðleik- hússins. „Við viljum vera í virku samtali við listamenn og hug- myndasmiði. Á sama tíma viljum við að starfsemi Þjóðleikhússins sé opin og aðgengileg. Við trúum að það skili á endanum fjölbreyttari hugmyndum og auknum listrænum gæðum,“ segir Magnús Geir að lok- um. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Samtal „Við viljum vera í virku samtali við listamenn og hugmyndasmiði,“ segir Magnús Geir þjóðleikhússtjóri. Hádegisleikhús hefur göngu sína í haust  Þjóðleikhúsinu bárust samtals 147 umsóknir um ný íslensk barnaleikrit  40 umsóknir um samstarfsverkefni  Búið að velja þrjú verkefni til samstarfs Heimildarmynd- in Latínbóndinn, sem gerð var um bassaleikarann og djass- tónskáldið Tóm- as R. Einarsson árið 2015, hefur verið gerð að- gengileg á You- Tube. Er mynd- ina þar að finna í tveimur útgáfum, Latínbóndinn / Latin Viking, sem er á íslensku en textuð á ensku, og svo El Vik- ingo Latino sem er ný spænsk út- gáfa myndarinnar. Myndin fjallar um tónlistarferil Tómasar og einkum þá latíntónlist sem hann er meðal annars kunnur fyrir. Ramminn utan um frásögnina eru tónleikar Tómasar í Dalabúð í Búðardal í júní 2014 með níu manna hljómsveit sem skipuð var mörgum af þekktustu djassleik- urum landsins og lék þar lat- íntónlist Tómasar. Latínbóndi orðinn aðgengilegur Tómas R. Einarsson RÚV býður upp á áhugavert menn- ingarefni á páskum og ber fyrst að nefna nýja sjónvarpsmynd, Sveins- stykki, sem frumsýnd verður annan páskum. Hún er gerð eftir sam- nefndum einleik sem Þorvaldur Þorsteinsson samdi sérstaklega fyrir leikarann Arnar Jónsson sem leikur í verkinu undir leikstjórn eiginkonu sinnar Þórhildar Þor- leifsdóttur. Verkið fjallar um Svein Kristinsson sem á stórafmæli og fer yfir ræðu sem hann ætlar að flytja í tilefni dagsins. Rifjast þá ýmislegt upp fyrir honum og veltir hann vöngum yfir því hvort líf hans sé eins og það birtist í ræðunni eða hvort veruleikinn sé kannski allt annar. Ný heimildarmynd í tveimur hlutum um Þursaflokkinn verður sýnd í kvöld og annað kvöld. Höf- undur hennar er Þór Freysson og er í myndinni rakin saga hljóm- sveitarinnar í máli og myndum. Einnig verður í kvöld og annað kvöld sýnd ný sjónvarpsútgáfa af kvikmyndinni Ég man þig sem gerð var eftir samnefndri skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur og leikstýrt af Óskari Þór Axelssyni. Myndinni hefur nú verið skipt í tvo hluta og er hún því í heildina lengri og ít- arlegri útgáfa af sögunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sveinsstykki, Þursar og Yrsa á páskum Einleikur Arnar Jónsson í Sveinsstykki í Loftkastalanum árið 2003. Tónleikarnir sem voru fyrir- hugaðir með hinum ofur- vinsæla ítalska söngvara Andr- ea Bocelli og áttu að fara fram 23. maí næstkomandi í Kórnum í Kópa- vogi hafa verið færðir og er nú ætlunin að halda þá 3. október í haust. Ástæða frestunarinnar er, eins og gefur að skilja, útbreiðsla kórónuveirunnar og afleiðingar hennar. Í tilkynningu frá tónleikahöld- urum segir að allir miðar sem seldir hafi verið á tónleikana muni gilda á tónleikana 3. októ- ber og ekki þurfi að nálgast nýja miða. Ef fólk vill hins vegar fá miða sína endurgreidda á það fullan rétt á því og þarf að fara fram á það við miðasölu með því að senda tölvupóst á netfangið info@tix.is. Tónleikar Bocellis verða í október Andrea Bocelli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.