Morgunblaðið - 28.04.2020, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 8. A P R Í L 2 0 2 0
Stofnað 1913 99. tölublað 108. árgangur
SPENNT FYRIR
KOMANDI TÍMUM
HJÁ NÝJU FÉLAGI ÓVENJULEGT ÚTHALD
STJÖRNURNAR
SUNGU HEIMA
Í STOFU
FIMM VIKNA GÆSLUFERÐ ÞÓRS 10 ÓPERUSTREYMI 28THEA IMANI 26
Stefán Einar Stefánsson
Þorsteinn Ásgrímsson
Heimildarmenn innan þeirra sjóða
sem mest eiga í Icelandair Group
segjast opnir fyrir því að leggja flug-
félaginu til nýtt hlutafé. Gert er ráð
fyrir að fyrstu tillögur um slíkan
björgunarpakka verði kynntar undir
lok þessarar viku eða í byrjun þeirrar
næstu. Þá verði sömuleiðis boðað til
hluthafafundar sem haldinn verði um
miðjan maímánuð. Sömu heimildar-
aðeins fáir tugir flugmanna og flug-
freyja starfa á vettvangi félagsins.
Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður
Flugvirkjafélags Íslands, sagði í sam-
tali við mbl.is í gærkvöldi að hann
byggist við að helmingur allra flug-
virkja Icelandair, um 150 að tölu,
myndi missa vinnuna. Er það mun
lægra hlutfall en gert er ráð fyrir að
reyndin verði með flugmenn og flug-
freyjur en enn mun vera þörf fyrir
marga flugvirkja til að halda við kyrr-
stæðum flota félagsins hér heima. Bú-
ist var við því í gær að Icelandair
myndi tilkynna um umfang fyrirhug-
aðra uppsagna en samkvæmt heim-
ildum blaðsins var ákveðið að bíða
með endanlega útlistun aðgerðanna
uns ríkisstjórnin útlistaði innihald
þriðja aðgerðapakka síns sem m.a.
mun lúta að breytingum á hinni svo-
kölluðu hlutabótaleið og uppsagnar-
fresti fólks. Talið er að aðgerðirnar
verði kynntar í dag.
menn telja að félagið muni kalla eftir
tugum milljarða í formi nýs hlutafjár.
Eins og greint hefur verið frá er talið
líklegt að aðkoma fjárfestanna að inn-
spýtingu í félagið sé m.a. bundin skil-
yrðum um að breytingar verði gerðar
á kjarasamningum helstu starfsstétta
flugfélagsins.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að Icelandair muni í dag eða á morg-
un tilkynna um fjölmennustu ein-
stöku uppsögn í sögu íslensks vinnu-
markaðar. Í kjölfar hennar muni
Opna á endurfjármögnun
Hluthafar Icelandair bíða tillagna Flugstéttirnar nær þurrkast út í uppsögnum
MOpnir fyrir stórri innspýtingu »12
„Til þessa höfum við ekki sett okkur upp á móti þessum lokunum, þær hafa
ekki haft svo mikil áhrif á okkur. En núna finnum við mjög fyrir þessu þeg-
ar ferðamaðurinn er farinn. Eins og staðan er í dag þá vilja viðskiptavinir
geta stoppað bíla sína nálægt og hoppað inn. Okkur finnst því ekki skyn-
samlegt að loka meira núna,“ segir Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skart-
gripahönnuður í Aurum við Bankastræti, en borgarstjóri hefur sagst vilja
kanna hvort grípa ætti til frekari götulokana í miðbæ Reykjavíkur svo fólk
geti betur virt tveggja metra reglu almannavarna. Munu verslunarmenn
þá m.a. geta útvíkkað starfsemi sína út á gangstíga og akbrautir.
Morgunblaðið setti sig í samband við nokkra verslunarmenn í miðbænum
og bar upp við þá hugmynd borgarstjóra. Enginn sagðist vera þeirrar
skoðunar að rekstur myndi batna með enn frekari götulokunum.
Gunnar Guðjónsson, sjónfræðingur í Profil-Optik Gleraugnamiðstöðinni
við Laugaveg, segist lengi hafa barist gegn götulokunum í miðbænum.
„Við viljum engar göngugötur. Viðskipti hrapa gríðarlega þegar göt-
unum er lokað og nú kemur borgarstjóri fram með tveggja metra regluna
sem ástæðu. Hann vill bara loka öllum bænum, svo einfalt er það. Þetta
snýst einungis um pólitík,“ segir hann. »6
Ekki skynsamlegt að loka meira
Tekist á um frekari götulokanir í miðborg Reykjavíkur eftir nýlegt útspil borgarstjóra
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tómlegt Nær enginn var á ferli um miðjan dag á Laugavegi í gær þrátt fyrir gott veður. Borgarstjóri vill veita gangandi meira pláss og færa rekstur út.
Fimmtíu og tveir starfsmenn
greiðslumiðlunarfyrirtækisins Val-
itors í Danmörku og í Bretlandi eiga
á hættu að missa vinnu sína, en
fyrirtækið hefur tilkynnt að í undir-
búningi sé að leggja niður alrásar-
þjónustu (e. Omni Channel) í Dan-
mörku og Bretlandi. Þetta kemur
fram í bréfi sem sent var til starfs-
manna fyrirtækisins í gær og
Morgunblaðið hefur undir höndum.
Alrásarþjónusta hefur samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins verið
leiðandi vara sem Valitor hefur boð-
ið á þessum mörkuðum.
Mikill taprekstur hefur verið á
starfseminni um hríð.
Í bréfinu kemur fram að aðgerð-
irnar hafi ekki áhrif á starfsfólk Val-
itors á Íslandi. Þá segir að komi til
þessara breytinga muni félagið
hjálpa viðskiptavinum sínum í lönd-
unum að finna aðrar lausnir. Á með-
al viðskiptavina eru skemmtigarð-
urinn Tívolí, tískukeðjan Zara og
kvikmyndahúsakeðjan Nordisk
Film Biografer.
Þegar Valitor tilkynnti um hag-
ræðingaraðgerðir í janúar sl. var 51
starfsmanni Valitors í Bretlandi og í
Danmörku sagt upp störfum, en til
viðbótar misstu níu starfsmenn á Ís-
landi vinnuna. tobj@mbl.is
52 störf
í hættu
Leggja af þjón-
ustu á erlendum
starfsstöðvum
MHætta þjónustu... »12
Tap Mikill taprekstur hefur verið á
erlendum starfsstöðvum Valitors.
„Ég hef til að mynda komið á
framfæri við kollega mína úti upp-
lýsingum um þetta rakningarteymi
okkar. Það er áhugavert að lög-
reglumenn hafi tekið þátt í að elta
uppi smit,“ segir Grímur Grímsson,
tengslafulltrúi Íslands hjá Europol.
Kórónuveirufaraldurinn hefur
breytt starfi Gríms og annarra hjá
Europol. Grímur hefur verið hér á
landi síðan um miðjan mars og eitt
af verkefnum hans er að miðla upp-
lýsingum um viðbrögð Íslendinga
við faraldrinum. Í starfi hans er nú
meiri áhersla lögð á baráttu gegn
netglæpum en áður, til að mynda
tilraunum til að selja falsaðan
læknabúnað. »6
Vekur athygli á
smitrakningum hér