Morgunblaðið - 28.04.2020, Side 2

Morgunblaðið - 28.04.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Skattlagt með sama hætti  Menntamálaráðherra finnst það sanngjarnt að erlendir tæknirisar, streymis- og auglýsingaveitur verði skattlagðar með sama hætti og innlendir aðilar „Það er sanngjarnt og eðlilegt að er- lendir tæknirisar, streymis- og aug- lýsingaveitur verði skattlagðar með sama hætti og innlendir aðilar,“ seg- ir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Hún segir að það sé lagatæknilega flókið, en hún sé sannfærð um að það finnist leið til að auka jafnræði milli hins al- þjóðlega stafræna hagkerfis og hinna sem veita frábæra þjónustu á okkar litla markaði. „Það er þung undiralda meðal margra þjóða varðandi þetta mál, og við fylgjumst náið með stöðu mála,“ segir Lilja í skriflegu svari við spurningu Morgunblaðsins. „Bretar, Frakkar og Spán- verjar eru meðal þeirra sem hafa boðað aðgerðir einhliða og nýver- ið bættust Ástral- ar í þann hóp. Við höfum ósk- að eftir því að málið verði skoð- að hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem telur nauðsynlegt að alþjóðleg samstaða náist um skattareglur yfir landa- mæri fyrir stafræna þjónustu, til dæmis innan OECD. Þar er málið í vinnslu og vonandi verður hægt að grípa til aðgerða á grundvelli til- lagna sem eiga að liggja fyrir síðar á þessu ári. Norðurlöndin taka í sama streng og tala fyrir alþjóðlegu sam- starfi um skattlagningu þessarar al- þjóðlegu starfsemi.“ Gengur of hægt Lilja segir að sjálfri finnist henni að þetta gerist allt of hægt, og á með- an skekkist eðlileg samkeppni inn- lendra fjölmiðla við alþjóðlega risa sem ítrekað komast undan eðlilegum reglum. „Erlendar sjónvarps- streymisveitur hafa til dæmis komist undan því að texta sitt efni á íslensku á meðan innlendar stöðvar þurfa að texta slíkt. Það vil ég skoða sérstak- lega og gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja eðlilega sam- keppni.“ helgi@mbl.is,gudni@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Hraunfossar Ferðalög fyrir Íslend- inga auglýst á samfélagsmiðlum. Lilja Alfreðsdóttir Ferðamálastjóri segir nauðsynlegt að nota auglýs- ingar á sam- félagsmiðlum samhliða auglýs- ingum á inn- lendum miðlum til þess að herferð Ferðamálastofu, sem ætlað er að hvetja landsmenn til að ferðast innanlands í sumar, nái tilætluðum árangri. Hann viður- kennir þó að hugsanlega geti það skotið skökku við að kaupa erlenda þjónustu hjá fyrirtækjum sem skili engu til íslensks samfélags þegar verið sé að hvetja landsmenn til þess að kaupa innlenda vöru og þjónustu. „Það er svo sem rétt, en ætli menn að nota þessa öflugustu fjölmiðla sem til eru þá er engin önnur leið heldur en þessi,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri en ítrekar að auglýsingar og kynning- arefni verði einnig keyrt á hefð- bundnum miðlum. Ferðamálastofa er í samstarfi við auglýsingastofuna Brandenburg, sem sér um að skapa umgjörð, efni og aðferðafræði við herferðina. Hún nær að hluta til landsins alls sem áfangastaðar en stór hluti efnisins mun snúa að einstökum landshlutum og áfangastöðum. thorgerdur@mbl.is Kann að skjóta skökku við Skarphéðinn Berg Steinarsson  Ríkið auglýsir á samfélagsmiðlum Fundi samninganefnda Flugfreyju- félags Íslands og Samtaka atvinnu- lífsins fyrir hönd Icelandair lauk eft- ir þriggja og hálfs tíma setu í gær, án þess að samningar næðust. Ríkis- sáttasemjari hefur boðað til nýs fundar í fyrramálið. Sigrún Jónsdóttir, formaður samninganefndar Flugfreyjufélags- ins, sagði að fundurinn hefði gengið ágætlega en bar við fjölmiðlabanni ríkissáttasemjara þegar hún var spurð nánar um stöðu mála. Stór hluti flugfreyja hjá Ice- landair er í hlutastörfum og fær at- vinnuleysisbætur á móti. Fyrirtækið hefur boðað hópuppsagnir vegna áhrifa kórónuveirunnar. Búist er við þeim í dag eða á morgun. helgi@mbl.is Flugfreyjur funda á ný „Markmið Vonar er að fólk sem er að upplifa erf- iðustu stundir lífs síns hafi góða aðstöðu á gjör- gæsludeildinni. Einnig að liðsinna skjólstæðingum deildarinnar á margvíslegan hátt,“ sagði Anna S. Óskarsdóttir, formaður styrktarfélagsins Vonar. Hún og stjórn Vonar tóku í gær við rúmlega 2,2 milljóna króna styrk frá Birgi Ómarssyni hönnuði og Árna Esra Einarssyni hjá Margt smátt. Féð safnaðist með sölu áprentaðra bola, m.a. með hvatningu um að „hlýða Víði“. Anna sagði að Von ætti marga velunnara og stjórnin væri mjög þakk- lát fyrir allan stuðninginn. Sala á bolum skilaði myndarlegum styrk Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Von – félagi til styrktar skjólstæðingum gjörgæsludeildar LSH í Fossvogi afhent gjöf PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Verkfall félagsmanna Eflingar hjá Kópavogi, Seltjarnarnesbæ og fleiri sveitarfélögum tekur gildi á hádegi þriðjudaginn 5. maí, sama dag og rýmkað samkomubann sem takmark- að hefur skólastarf tekur gildi. Verk- fallið tekur til fólks sem sér um ræst- ingar í 4 af 21 leikskóla og 4 af 9 grunnskólum í Kópavogi. Munu skól- arnir þurfa að loka fljótlega eftir að eðlilegt skólastarf hefst á ný eftir mikl- ar raskanir vegna samkomubanns. Verkfallið er boðað hjá Kópavogs- bæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfusi en hjá sumum bæjarfélögunum eru engir eða sárafáir félagsmenn Efl- ingar. Efling fór í verkfall hjá þessum sveitarfélögum í síðasta mánuði en frestaði því eftir rúmlega tvær vikur, vegna kórónuveirufaraldursins. Að þessu sinni samþykktu 89% fé- lagsmanna í grunnskólum sveitarfé- laganna verkfallsboðun og 88% starfs- manna á öðrum vinnustöðum. Efling krefst þess að fá samskonar samning og félagið gerði við Reykja- víkurborg, fyrir sömu störf. Samn- inganefnd Sambands íslenskra sveit- arfélaga býður sama samning og samið hefur verið um við öll önnur bæjarstarfsmannafélög landsins. Boðið sama og aðrir fá „Það er með ólíkindum að þessi ákvörðun skuli vera tekin í því ástandi sem við erum núna í, sérstaklega í ljósi þess að samninganefnd Sambands ís- lenskra sveitarfélaga sem hefur samn- ingsumboð sveitarfélaganna er búin að bjóða Eflingu nákvæmlega sama samning og aðrir bæjarstarfsmenn sem við höfum samið við hafa fengið. Hann er í anda lífskjarasamninganna. Efling gerir meiri kröfur en aðrir hafa fengið. Það er algerlega ómögulegt að semja á þeim grunni,“ segir Aldís Haf- steinsdóttir, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Spurð hvers vegna ekki sé hægt að semja eins og Reykjavíkurborg segir Aldís að sá samningur sé grundvall- aður á öðrum forsendum en aðrir starfsmenn sveitarfélaganna hafi sam- ið um. Enginn félagsmaður Eflingar er hjá Hveragerðisbæ. Fjórir starfsmenn eru hjá Mosfellsbæ, við þrif í hluta eins leikskóla og í einni deild listaskólans. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri á ekki von á að þessum deildum skól- anna verði lokað strax. helgi@mbl.is Verkfall hjá sveitarfélögum  Formaður sveitarfélaga telur útilokað að bjóða sama samn- ing og Reykjavíkurborg  88-89% félaga samþykktu verkfall

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.