Morgunblaðið - 28.04.2020, Síða 6

Morgunblaðið - 28.04.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2020 SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Okkar reynsla af öllum þessum lok- unum er hreint út sagt skelfileg. Þetta kemur mjög illa við okkur og má sem dæmi nefna að sala hefur ver- ið 20 prósent minni í allan vetur en veturinn á undan,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, annar eig- enda Máls og menningar við Lauga- veg í Reykjavík. Mjög hefur verið rætt um stöðu miðbæjarins að undanförnu og óánægju kaupmanna með götu- lokanir, þrengingar og breytta akst- ursstefnu um Laugaveg. Segja þeir Reykjavíkurborg ekki hlusta á áhyggjur sínar og að breytingarnar séu til þess fallnar að skaða rekstur fyrirtækja. Um nýliðna helgi viðraði borgarstjóri svo þá hugmynd að loka enn frekar fyrir bílaumferð í mið- borginni svo gangandi vegfarendur gætu virt svokallaða tveggja metra reglu. Þá sagði borgarstjóri þetta myndu styrkja rekstur verslana og veitingastaða þar sem kaupmönnum yrði gefið færi á að útvíkka starfsemi sína út á götur og gangstéttir. Arndís Björg segist hafa fylgst vel með þróun mála, fólk komi í bæinn um leið og lokunum er aflétt. „Ég man enn eftir því, þetta var í verkfalli Eflingar, að allt í einu voru óvenjumargir Íslendingar komnir í búðina og meira líf úti á götu. Þegar ég geng út þá átta ég mig á ástæð- unni; það var búið að opna hliðin. Og fólk var að keyra fram hjá, leggja bíl- um og hoppa inn í verslanir.“ Spurð hvort hugmyndir borgar- stjóra um enn frekari lokanir muni styrkja rekstur Máls og menningar kveður Arndís Björg nei við. „Við erum ekki að fara út á Lauga- veg með vörur og bókaborð í tonna- tali. Þetta er örugglega ágætt fólk í borgarstjórn, en ekkert þeirra hefur staðið í rekstri. Svo mikið er víst.“ Svara seint eða alls ekki Sólveig Grétarsdóttir, eigandi Verslunar Guðsteins Eyjólfssonar, segir að hugmynd borgarstjóra sé í besta falli undarleg. Gagnist hún ein- hverjum séu það helst veitingamenn. „Þessar fáu verslanir sem eftir eru á þessu svæði eru ekki að setja vörur út á götu þar sem er rigning og rok. Þar að auki þyrfti einhver að vakta vörurnar úti og það er ekki hægt. Kannski eru einhver veitingahús sem geta nýtt sér þetta en ég myndi per- sónulega vilja sleppa því að sitja úti í vindinum á Laugavegi. Þar er sjaldn- ast sól og blíða,“ segir Sólveig og bæt- ir við að frekari lokanir muni einungis skaða reksturinn enn frekar. „Á virkum dögum er Laugavegur- inn nánast tómur. Hér eru engir út- lendingar lengur og Íslendingar fjöl- menna ekki. Ef það kemur gott veður um helgi þá myndast kannski svolítið streymi í tvo tíma. Ég stóð vaktina síðasta laugardag og það er ekki hægt að halda því fram að Laugavegurinn hafi verið fullur af fólki þótt nokkrir röltu þar um með barnavagna,“ segir Sólveig. Þá sagðist borgarstjóri myndu vilja fara út í þessar breytingar í góðu samstarfi við rekstraraðila. Sólveig bendir hins vegar á að hún hafi hingað til átt afar erfitt með að ná sambandi við borgarstjóra. „Ég hef sent nokkra tölvupósta á Dag [B. Eggertsson borgarstjóra], Sigurborgu [Ósk Haraldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata] og samgöngu- stjóra Reykjavíkurborgar vegna breyttrar akstursstefnu á Laugavegi, en ég veit að margir nenna hreinlega ekki að koma í bæinn út af þessu. Ég fæ aldrei nein svör. Þeim dettur ekki í hug að svara manni, nema í eitt skipti kom svar frá Sigurborgu tveimur mánuðum seinna.“ Úrelt útspil hjá borgarstjóra Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir borgarstjóra nú vera að draga almannavarnir inn í sín- ar persónulegu skoðanir og kosninga- loforð Samfylkingarinnar. „Þetta er hreint út sagt með ólík- indum. Borgarstjóri er með þessu að notfæra sér ástandið. Að fara að banna fólki að keyra um miðbæinn í fjölskyldubílnum er valdbeiting af verstu tegund. Ég vil minna á að Dag- ur á ekki miðbæinn, við landsmenn eigum hann öll,“ segir Vigdís. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðis- flokksins, segir stefnt að því að af- nema tveggja metra regluna eftir mánuð og að skipulagsbreytingar í Reykjavík taki oft mánuði og upp í ár. „Þetta útspil borgarstjóra er úrelt áður en farið er að skoða það. Og mér sýnist almannavarnateymið ekki ætla að láta teyma sig inn í skotgrafirnar,“ segir Eyþór. Nánar má lesa um þetta mál á mbl.is í vefútgáfu Morgunblaðsins. Lokanir muni skaða rekstur  Hugmyndir borgarstjóra um frekari lokanir í miðbænum falla í grýttan jarðveg  Verslunarmenn munu ekki fara með vörur sínar út á akbrautir  Valdbeiting af verstu tegund, segir borgarfulltrúi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fámenni Þrátt fyrir gott veður í gær voru fáir í bænum og því lítið mál að virða tveggja metra reglu almannavarna. Skannaðu kóðann til að lesa meira um þetta á mbl.is. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Starfsemi ýmissa alþjóðastofnana hefur breyst eftir að kórónuveiru- faraldurinn skall á. Ein þeirra er Evrópulögreglan, Europol, sem er með aðsetur í Hollandi. Grímur Grímsson, fyrrverandi yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, starfar nú sem tengslafulltrúi Ís- lands hjá Europol. Grímur starfar jafnan úti í Hollandi en hefur verið hér á landi síðan faraldurinn skall á af fullum þunga. „Europol var lokað fyrir okkur tengslafulltrúum 18. mars. Maður fékk bara tölvu til að vinna á,“ seg- ir Grímur í samtali við Morgun- blaðið. Hann bætir við að ótti við að veikjast hafi ýtt undir þá ákvörðun að koma heim, tilhugs- unin um að það gerðist á Íslandi hafi verið mun betri en úti í heimi. Mikið forvarnarstarf „Í stórum dráttum held ég að það hafi gerst í öllum lögreglulið- um að fara hafi þurft niður í grunn- inn í þessu ástandi. Það hefur sýnt sig í töluvert minni samskiptum um skipulagða brotastarfsemi, alla vega til að byrja með. Sú vinna hef- ur þó ekki legið niðri og til að mynda er hægt að fylgjast með því á samfélagsmiðlum hvað Europol er að brasa,“ segir Grímur. Áhersla hafi í auknum mæli færst yfir á netglæpi. Tengsla- fulltrúinn segir að Europol vinni mikið forvarnarstarf í netöryggis- málum og þess megi til að mynda sjá stað í auglýsingaborðum og fræðslumyndum á netinu. Breyt- ingin sem nýlega hafi orðið sé að til að mynda hafi þurft að átta sig á því hvað þarf að varast í núverandi ástandi og vara fólk við. „Eitt af því er að láta ekki glepjast og halda að hægt sé að kaupa lausn við Covid á netinu,“ segir Grímur og bendir á rannsókn í Frakklandi þar sem heilbrigðisstofnanir voru narraðar til að kaupa heilbrigðis- vörur af sölumönnum sem sigldu undir fölsku flaggi. Sum verkefni eru enn til staðar hjá stofnuninni. „Margir myndu jafnvel gefa sér að flóttamanna- straumurinn til Evrópu hafi þurrk- ast upp að undanförnu. Það gerðist ekki. Flóttamannastraumurinn og það vandamál fyrir Evrópu hefur haldið áfram þó fjöldinn hafi ekki aukist. Það hefur þurft að koma því fólki áfram sem þegar er komið í búðir. Svo hefur líka eitthvað komið af fólki frá Líbíu yfir til Ítal- íu. Þá sigla þeir svokölluðum móðurskipum nægilega nálægt landi og setja fólk í gúmmíbáta. Þetta er náttúrlega gríðarlega hættulegt. Sem betur fer hefur ekki orðið manntjón að undan- förnu.“ Kynnir starf Íslendinga Í starfi tengslafulltrúa felst að koma upplýsingum á framfæri og svara spurningum eftir atvikum. Grímur segir að kórónuveirufar- aldurinn hafi kallað á að þjóðir og stofnanir hafi farið að safna alls- kyns upplýsingum. „Ég hef til að mynda komið á framfæri við koll- ega mína úti upplýsingum um þetta rakningarteymi okkar. Það er áhugavert að lögreglumenn hafi tekið þátt í að elta uppi smit,“ segir hann og bætir við að hann þekki ekki mörg dæmi um slíkt annars staðar frá. Grímur segir jafnframt að Covid-göngudeildin sé eftirtekt- arvert framlag hér á landi. Grímur hefur nú gegnt starfi tengslafulltrúa hjá Europol í tvö ár. Hann segir að gert sé ráð fyrir því að fólk skili þremur árum hið minnsta og því fjórða ef samkomu- lag er þar um. „Ég reikna með að taka ákvörðun eftir ár en ég hef kunnað vel við starfið. Það er ákaf- lega gefandi. Þó lögreglustörf séu í eðli sínu þjónustustörf er þetta öðruvísi, nú er maður bara að þjón- usta kollega sína, hvort sem það er innanlands eða utanlands. Maður reynir að smyrja hjólin svo hlut- irnir gangi eins vel og hægt er.“ Aukin áhersla á bar- áttu gegn netglæpum  Breyttar áherslur vegna veirunnar  Grímur er á Íslandi Morgunblaðið/Hari Tengsl Grímur Grímsson starfar nú sem tengslafulltrúi hjá Europol. Kristján Andri Stefánsson sem gegnt hefur stöðu sendiherra Ís- lands í París verður sendiherra í Brussel í stað Gunnars Pálssonar sendiherra sem kallaður hefur verið heim til starfa í ráðuneytinu, eins og fram hefur komið í blaðinu. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur kynnt ákvörðun um flutninga for- stöðumanna sendiskrifstofa í utan- ríkisþjónustunni sem viðkomandi á að hafa verið tilkynnt um 11. mars sl. Um er að ræða breytingar á fimm sendiskrifstofum en þær fela ekki í sér skipun nýrra sendiherra. Unnur Orradóttir sem gegnt hef- ur stöðu sendiherra Íslands í Kam- pala í Úganda verður sendiherra í París og tekur Þórdís Sigurðardóttir sendifulltrúi við af Unni í Kampala. Guðmundur Árni Stefánsson sem gegnt hefur stöðu sendiherra í Nýju-Delí á Indlandi verður aðal- ræðismaður Íslands í Winnipeg í Kanada. Ekki hefur verið tilkynnt hver tekur við forstöðu sendiráðsins á Indlandi. Áður hefur verið tilkynnt um flutninga sem varða sendiráðin í Moskvu, Helsinki og Stokkhólmi. Í tilkynningu utanríkisráðuneyt- isins kemur fram að almennt er mið- að við að breytingarnar taki gildi 1. júlí en jafnframt tekið fram að allir flutningar í utanríkisþjónustunni sumarið 2020 verði framkvæmdir með hliðsjón af aðstæðum sem fyrir hendi eru í gistiríkjum. Væntanlega er þar vísað til heimsfaraldurs kór- ónuveirunnar sem getur hindrað flutninga búslóða og fólks á milli landa. Kristján Andri til Brussel  Breytingar á sendiskrifstofum Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Buxur Kr. 7.900.- Str. 36-52 8 litir Mikill samdráttur var í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku eða 19,6% samanborið við sömu viku á síðasta ári. Hafa ber þó í huga að mismunandi tímasetning páska flækir samanburðinn að því er fram kemur á vef Vegagerð- arinnar. Bílaumferðin hefur dreg- ist mikið saman á tímum kórónu- veirunnar og var samdráttur umferðarinnar í seinustu viku svip- aður og í vikunni þar á undan. Um- ferð á Hafnarfjarðarvegi minnkaði um 24,5%. Tæplega 20% sam- dráttur í bílaumferð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.