Morgunblaðið - 28.04.2020, Page 10

Morgunblaðið - 28.04.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2020 Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Þú finnur gæðin! Skoðaðu úrvalið í netverslun isleifur.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Varðskipið Þór kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun eftir fimm vikna gæsluferð. Til að tryggja að Landhelgis- gæslan gæti haldið úti öflugu viðbragði á haf- inu umhverfis Ís- land, miðað við þær sóttvarna- ráðstafanir sem nauðsynlegar eru, voru ferðir varðskipanna lengdar. Þór og Týr eru nú fimm vikur í senn á sjó í stað þriggja eins og venjulegt er. Týr lagði af stað í fimm vikna eftir- litsferð 15. apríl sl. og er nú staddur við Vestfirði. Halldór B. Nellett var skipherra í þessum túr Þórs. Hann hefur verið á varðskipunum nær óslitið í 48 ár og Halldór segir túrinn hafa verið mjög sérstakan. Í fyrsta lagi hafi þetta verið lengsta úthald sem hann hafi farið í á varðskipi á Íslands- miðum og í öðru lagi hafi varð- skipsmenn ekki mátt hafa neitt samneyti við fólk í landi vegna veir- unnar sem herjað hefur á lands- menn. Fyrstu fjórar vikurnar fóru varð- skipsmenn bara einu sinni í land. Það var á Siglunesi, þar sem þeir hittu ekki nokkurn mann. Voru menn fegnir að komast aðeins frá borði og liðka sig. „Það var engin áhætta tekin því við erum hluti af viðbragðsteyminu á Íslandi. Ef smit kæmi upp um borð væri skipið þar með úr leik,“ segir Halldór, og bæt- ir við að svona ástand hafi hann aldrei upplifað áður. Margt hefur drifið á daga varð- skipsmanna í þessari löngu ferð, eins og lesa má í fréttum á heima- síðu Landhelgisgæslunnar. Má þar nefna að Þór var sendur til að kanna hafís undan Vestfjörðum, skipið fjarlægði hvalshræ við Þórs- höfn og varðskipsmenn björguðu hval sem var fastur í veiðarfærum fiskibáts suður af Langanesi. Þá má nefna að haldin var fallbyssuæfing norðvestur af Straumnesi svo við- halda mætti kunnáttu áhafnarinnar í fallbyssufræðum. Loks nefnir Halldór að ný aðferð hafi verið prófuð í fyrsta skipti, fjareftirlit með grásleppubátum. Siglt var með léttabáti upp að 19 slíkum bátum og skoðað hvort allt væri ekki í lagi en ekki farið um borð. „Þarna var tveggja metra reglan höfð í heiðri,“ segir hann. Halldór kvaðst feginn að vetur- inn væri liðinn og komið sumar. „Þetta er einhver leiðinlegasti vet- ur sem ég hef upplifað á varðskip- unum. Sífelldar brælur og tíð óveð- ur í allan vetur.“ Ákvörðunin um aukna viðveru varðskipanna á Íslandsmiðum, vegna þess ástands sem nú ríkir, var tekin í samráði við áhafnir skip- anna. Mikill skilningur var hjá áhöfnunum á mikilvægi þess að lengja ferðir skipanna og voru allir tilbúnir til að leggja sitt af mörkum svo vel mætti fara. Landhelgis- gæslan er afar þakklát áhöfnunum fyrir fórnfýsina, segir í frétt á heimasíðu Gæslunnar. Ljósmynd/Bjarki Björgólfsson Heimsókn Þór var fyrir helgina siglt inn til Vopnafjarðar, en þangað hafði skipið ekki komið áður. Þetta var æfing en ekki var hægt að leggjast að bryggju vegna veirunnar. Að ósk skólabarna á staðnum var skipsflautan þeytt. Varðskipsmenn máttu engan hitta  Óvenjulegt úthald að öllu leyti segir skipherrann á Þór Halldór B. Nellett Engar kröfugöngur verða 1. maí á vegum verkalýðshreyfingarinnar hér á landi. Hefur það ekki gerst síðan 1923, eða í 97 ár. Við þessu er brugðist með útsendingu frá sér- stakri samkomu sem flutt verður í Hörpu að kvöldi 1. maí og sjón- varpað á RÚV kl. 19:40. Meðal lista- manna sem koma fram eru Ragn- heiður Gröndal, Bubbi Morthens, Amabadama, Jói P og Króli, KK, Ellen Kristjáns og Auður, Jakob Birgisson uppistandari, KK og Lúðrasveit verkalýðsins. Hægt verður að búa til sitt eigið kröfuspjald og birta mynd á Face- book eða öðrum miðlum. Morgunblaðið/Hari Engin kröfuganga í fyrsta sinn í 97 ár Guðni Einarsson gudni@mbl.is Valkvæðar skurðaðgerðir verða leyfðar frá 4. maí. Þeim var frestað tímabundið frá 23. mars vegna kór- ónuveirufaraldursins og átti frestun- in fyrst að gilda til 31. maí. Nú hefur hægt svo á faraldrinum að hægt er að hefja aðgerðirnar á ný. Morgunblaðið spurði heilbrigðis- ráðuneytið hvort eitthvað hefði verið rætt eða ákveðið um það að semja við Klíníkina um liðskiptaaðgerðir a.m.k. á meðan þetta ástand varir? Svar ráðuneytisins er svohljóðandi: „Ekki hefur verið rætt sérstak- lega um að semja við einkaaðila um framkvæmd liðskiptaaðgerða, þegar valkvæðar aðgerðir verða mögu- legar aftur 4. maí. Aftur á móti verð- ur það hluti af þeim fjölmörgu verk- efnum sem heilbrigðiskerfið mun óhjákvæmilega fást við á komandi vikum og mánuðum að vinna á bið- listum eftir ýmsum aðgerðum sem ekki hefur verið hægt að sinna vegna Covid-faraldursins.“ Réttur sjúklinga að fá aðgerð Hjálmar Þorsteinsson, bæklunar- skurðlæknir og framkvæmdastjóri Klíníkurinnar í Ármúla, sagði að sjúklingar ættu rétt á að fara í að- gerð annars staðar hefðu þeir þurft að bíða eftir aðgerð í meira en 90 daga. Það er í samræmi við svo- nefnda biðtímareglugerð sem er samevrópsk og hefur gilt hér frá 2012. „Ég hef beint spurningu til Sjúkratrygginga um hvernig þeir hugsi sér að leysa það mál,“ sagði Hjálmar. „Það sem er merkilegt við afstöðu íslenskra heilbrigðisyfir- valda er að skapa ekki sömu réttindi innanlands og gilda utanlands.“ Hann sagði að frá því að biðtíma- reglugerðin tók gildi hér á landi hefðu íslenskir sjúklingar sem virkj- uðu þennan rétt þurft að fara utan í aðgerð. „Engin lönd taka nú við sjúklingum, sem ekki eru búsettir í landinu, í valkvæðar aðgerðir. Þessi réttindi sjúklinga eru því í raun og veru horfin. Þá er mjög sérstakt ef ekki á að skapa leið fyrir sjúklinginn innanlands, sérstaklega þegar að- staðan er fyrir hendi,“ sagði Hjálm- ar. Hann sagði að aðstaða væri í Klíníkinni til að gera t.d. liðskipta- aðgerðir. „Það stendur á Sjúkra- tryggingum að opna þá leið, þó að það sé ekki nema tímabundið.“ Hjálmar kvaðst telja að ef ekki yrði opnað á framkvæmd slíkra að- gerða utan ríkisspítalanna hér þyrfti að ógilda biðtímareglugerðina. Það gæti orðið erfitt vegna þess að hún er samevrópsk og gildir á Evrópska efnahagssvæðinu. „Það yrði þó skárra en að fara þannig með al- mannafé að senda fólk utan í aðgerð- ir sem eru dýrari og valda líka meira álagi á sjúklinginn en ef þær væru gerðar hér á landi.“ Lokað á skurð- aðgerðir úti  Réttindi sjúklinga horfin  Ekki hef- ur verið rætt um að semja við einkaaðila Morgunblaðið/RAX Klíníkin Þar er aðstaða til að gera ýmsar valkvæðar skurðaðgerðir. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins verður opnuð að nýju hinn 4. maí eftir tímabundið hlé sem gert var á brjósta- og leghálsskimunum hinn 24. mars í samræmi við fyrirmæli Landlæknis vegna kórónuveiru- faraldursins. Opnunin er með fyrir- vara um að faraldurinn blossi ekki upp aftur. Búið er að opna fyrir tímabók- anir og eru konur sem fengið hafa boðsbréf frá leitarstöðinni hvattar til að bóka tíma sem fyrst. Konur eru beðnar að athuga eftirfarandi: Koma á þeim tíma sem þær hafa bókað, ekki of snemma og ekki of seint. Koma ekki í fylgd með öðrum inn á leitarstöðina, þurfi þær aðstoð eru þær beðnar að hafa samband við leitarstöðina í síma 540-1919. Bíða með að koma hafi þær flensulík einkenni. Auk þess eru allir sem koma í leitarstöðina beðnir að sýna þol- inmæði og tillitssemi svo unnt sé að fylgja þessum fyrirmælum. Skimanir aftur hjá Krabbameinsfélaginu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.