Morgunblaðið - 28.04.2020, Side 11

Morgunblaðið - 28.04.2020, Side 11
11KÓRÓNUVEIRUFARALDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2020 GRAFÍSK HÖNNUN Lógó bréfsefni bæklingar myndskreytingar merkingar ofl. Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is Í sumarbyrjun ár hvert er eim- reiðin Minør tekin úr geymslu og hún sett upp á miðbakkanum við gömlu höfnina í Reykjavík. Þessi gamla eimreið hefur ætíð vakið mikla athygli, bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna. Ekki síst hefur hún vakið gleði hjá börn- unum. Að þessu sinni var Minør ekki sett upp á sumardaginn fyrsta eins og vanalega. Nú standa yfir miklar framkvæmdir á hafnar- svæðinu og verður eimreiðin sett upp eins fljótt og mögulegt verður. Í ár eru 103 ár liðin síðan eim- reiðarnar Minør og Pioner luku verki sínu við gerð gömlu hafnar- innar í Reykjavík. Eimreiðin Min- ør hefur ávallt verið í vörslu Faxa- flóahafna yfir vetrartímann en Pioner hefur verið varðveitt allt árið á Árbæjarsafni. Eimreiðarnar voru keyptar hingað til lands vegna hafnargerðar, sem hófst á fyrri hluta síðustu aldar. Þær fluttu grjót, aðallega úr Öskjuhlíð. sisi@mbl.is Morgunblaðið/RAX Miðbakki Það vekur ætíð gleði þegar Minør kemur á sinn stað við höfnina. Gömlu eimreiðinni við höfnina seinkar Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í sparnaðarskyni hefur verið gripið til þess ráðs hjá stóru rútufyrir- tækjunum að taka bíla af skrá, enda engir ferðamenn á landinu og verkefnin engin. Hjá Kynnisferð- um hafa alls 85 af 90 bílum sem notaðir eru vegna ferðaþjón- ustunnar verið teknir af númer- um og standa margir þeirra við höfuðstöðvar fyrirtækisins við Klettagarða í Reykjavík. Með þessu geta fyrir- tæki sparað sér bifreiðagjöld og ið- gjöld trygginga sem eru talsverðar upphæðir. Tekið vel í bremsurnar „Við ætlum að komast í gegnum þessar þrengingar enda höfum við tekið vel í bremsurnar og dregið úr kostnaði,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. „Í núverandi stöðu hjálpar okkur að vera með samning við Strætó bs.; við erum með 50 strætisvagna í útgerð og þó svo dregið hafi verið úr þeim akstri fáum við þó tekjur. Fyrirtækið er ekki alveg súrefnis- laust, þótt staðan sé þröng.“ Hjá Gray Line, sem á 56 bíla, er aðeins einn á númerum, lítil átta manna rúta. „Starfsemin fór öll í frost um miðjan mars og tekjufallið í starfsemi okkar er 100%. Staðan er mjög þröng. Flestir okkar starfs- menn, sem eru um 120 talsins, eru komnir í hlutastarf,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður. „Ákjósanlegast væri auðvitað að geta losað um ráðningarsamband við starfsmenn. Margir hafa hins vegar langan uppsagnarfrest og að borga alla starfsmenn út myndi kosta okkur um 400 milljónir króna. Slíkt er okkur ógerlegt rétt eins og að hafa fólk í 25% starfshlutfalli þegar tekjurnar eru engar. Ríkið þarf því að koma til móts við okkur þarna með einhverju móti.“ Í flota Sérleyfisbíla Akureyrar eru alls 80 bílar og 67 af þeim hafa verið teknir af skrá. Fyrirtækið er með starfsemi bæði nyrðra og fyrir sunnan, en stór flotastöð er í Hafn- arfirði. Þar á planinu standa nú um 30 rútur sem allar hafa verið teknar úr umferð. „Við gripum til þessa ráðs strax um miðjan mars þegar reglur um samkomubann voru sett- ar og lokað fyrir flug til og frá land- inu. Reksturinn hjá okkur er stopp, nema minniháttar verkefni við skólaakstur hér á Eyjafjarðarsvæð- inu. Þetta er hrikaleg staða og ferðaþjónustan kemst að mínu mati ekki í gang aftur fyrr en að ári,“ segir Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA. Um 40 fastir starfsmenn eru hjá fyrir- tækinu og er þorri þeirra kominn í skert starfshlutfall. Væntum þess besta Aðeins fjórir bílar af 32 hjá Snæ- land Grímsson ehf. eru á númerum þessa dagana. „Við sáum ekki vit í örðu en taka bílana af skrá meðan þetta gengur yfir,“ segir Hallgrím- ur Lárusson framkvæmdastjóri. „Sem sakir standa erum við í al- gjörri óvissu. Búum okkur undir það versta og vonum það besta. Þetta eru mjög óvenjulegar að- stæður.“ Hundruð rútubíla tekin af skrá  Rútuflotinn er númerslaus  Fyrirtækin losa sig við bifreiðaskatta og tryggingaiðgjöld  Starfsemin í frosti  Við ætlum að komast í gegnum þessar þrengingar, segir framkvæmdastjóri Kynnisferða Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kynnisferðir Fyrirtækið á og rekur alls 90 rútur og 85 af þeim hafa verið teknar úr notkun og númeraplötum skilað. Flotinn er í geymslu við höfuðstöðvar fyrirtækisins í Sundahöfn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi SBA Við flotastöðina í Hafnarfirði eru tugir bíla á biðstæðum og framhaldið í starfseminni mjög óljóst. Björn Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.