Morgunblaðið - 28.04.2020, Page 13
AFP
Til starfa Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sneri aftur til starfa í
gærmorgun og ávarpaði þá fulltrúa fjölmiðla við Downingstræti 10.
Boris Johnsen sneri aftur til starfa
sem forsætisráðherra Bretlands í
gærmorgun. Honum var ekið í
ómerktum bíl að bústað sínum við
Downingstræti og fór inn um bak-
dyrnar. Nokkru seinna kom hann út
um aðalinnganginn og ávarpaði full-
trúa fjölmiðla stuttlega. Hann var
lítillátur í tali og baðst afsökunar á
því að hafa þurft að vera fjarverandi
að undanförnu, en hann smitaðist
sem kunnugt er af kórónuveirunni
og var mjög alvarlega veikur á gjör-
gæslu um tíma. Sumir fjölmiðlar
höfðu gefið því undir fótinn að hann
myndi í fyrstu yfirlýsingu sinni
rýmka eitthvað þær takmarkanir
sem breskt þjóðlíf býr nú við en sú
varð ekki raunin. Forsætisráð-
herrann sagði að þjóðin stæði
frammi fyrir stærsta verkefni sínu
síðan í heimsstyrjöldinni. Bretar
væru að ná árangri og það væri ósk
sín að efnahagur landsins gæti rétt
við hið fyrsta. Hann ætlaði hins veg-
ar ekki að fórna lífi og heilsu fólks
með því að slaka á útgöngubanninu
og öðrum takmörkunum of snemma.
Boris Johnson á
ný við stjórnvölinn
Engin stefnubreyting við komu hans
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2020
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Spurningar hafa vaknað um það
hvað búi að baki aðstoð sem Rússar
hafa veitt Ítölum í baráttunni við
kórónuveirufaraldurinn. Því hefur
verið haldið fram að um sé að ræða
áróðursbragð og tilraun til þess að
hafa áhrif á afstöðu ítalskra stjórn-
valda í utanríkismálum. Er við-
skiptabann Evrópusambandsins
(ESB) á Rússland sérstaklega nefnt
í því sambandi.
Í lok mars, þegar samstarfsríki
Ítala í ESB treystu sér ekki til að
rétta þeim hjálparhönd þegar þeir
báðu um lækningatæki og hlífðar-
búnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk sitt
vegna faraldursins, sendu Rússar
þeim talsvert af slíkum búnaði flug-
leiðis, þar á meðal öndunarvélar, og
sóttvarnarefni ásamt 122 heilbrigð-
isstarfsmönnum úr hernum. Rússar
hafa á undanförnum árum ræktað
náið tengsl við Ítalíu og látið sér vel
lynda stjórnmálalaupplausnina í
landinu, þar sem lýðflokkar og vald-
boðssinnar lengst til hægri og vinstri
hafa sótt í sig veðrið á kostnað hefð-
bundinna stjórnmálaafla.
AFP-fréttastofan hafði eftir Tod
Wolters, hershöfðingja hjá NATO,
að honum litist ekki á viðveru manna
úr rússneska hernum á Ítalíu.
Ástæða væri til að fylgjast náið með
framgöngu Rússa.
Mikill auglýsingabragur
Athygli hefur vakið að rússnesk
stjórnvöld hafa sett mikinn auglýs-
ingabrag á aðstoð sína með því að
gera mikið úr henni í rússneskum
fjölmiðlum og gefa henni heitið „Með
ástarkveðju frá Rússlandi“. Hafa
þeir látið draga rússneska fánann að
hún við sjúkrahús í Bergamo-héraði
þar sem rússneska heilbrigðisstarfs-
fólkið er. Í Bergamo hefur kórónu-
veiran verið skæðust á Ítalíu.
Í lok mars greindi ítalska dagblað-
ið La Stampa frá því að það hefði
heimildir fyrir því innan úr kerfinu
að 80% af hlífðarbúnaðinum sem
Rússar sendu væru ónothæf. Rússar
brugðust ókvæða við en ítölsk
stjórnvöld hafa ekki borið fréttina til
baka.
Vissi að hermenn fylgdu
Segei Lavrov, utanríkisráðherra
Rússlands, hefur fullyrt að beiðni
um alhliða aðstoð frá Rússlandi, sem
m.a. felur í sér þátttöku fólks í hern-
um, hafi komið frá Guiseppe Conte,
forsætisráðherra Ítalíu, eftir að
stjórninni var neitað um hjálpartæki
frá Evrópusambandinu. Conte hefur
engu svarað um þetta atriði. Ljóst er
að ráðamenn ESB eru lítt kátir yfir
þessum þætti rússnesku aðstoðar-
innar og gæti það haft á fjárhagslega
aðstoð sambandsins við Ítalíu. Innan
NATO telja menn ekki ólíklegt að í
rússnesku hjálparsveitinni séu m.a.
leyniþjónustumenn sem afla eiga
viðkvæmra upplýsinga. Fyrst og
fremst er þó talið um sé að ræða
áróðursbrellu sem styrkja eigi stöðu
Rússlands og Pútíns í almennings-
álitinu á Ítalíu og Vesturlöndum sem
og heima fyrir. Að auki gæti aðstoðin
gagnast við að skapa þrýsting á
stefnubreytingu Ítala í utanríkis- og
öryggismálum.
„Með ástarkveðju frá Rússlandi“
Mikill áróðursbragur þykir á aðstoð Rússa við Ítali vegna veirufaraldursins Hagnýta sér upplausn
í ítölskum stjórnmálum og vandræðagang ESB Hlífðarbúnaður Rússa talinn að mestu ónothæfur
Það var líf og fjör við Vikåsen-grunnskólann í
Þrándheimi í Noregi í gærmorgun þegar nem-
endur á aldrinum 6 til 10 ára fengu loks að mæta
aftur eftir sex vikna veirufrí. Þess er þó gætt að
þeir virði tveggja metra fjarlægð sín á milli og
gleymi ekki handþvotti. Í næstu lotu fá eldri nem-
endur að snúa aftur. Norðmönnum hefur orðið vel
ágengt í að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum
en ætla sér að fara að öllu með gát á næstunni.
AFP
Vor í lofti þegar norsk börn sneru aftur í skóla
Í dymbilvikunni var hllutfall látinna
í Svíþjóð hærra en nokkru sinni áður
á öldinni. Þetta sýna bráðabirgðatöl-
ur frá hagstofu landsins sem sænska
ríkisútvarpið birti í gær Alls létust
2.550 manns í þeirri viku. Það eru
nær 150 fleiri dauðsföll en næstmest
mælda dánartíðni á einni viku, sem
var 2.364 dauðsföll í fyrstu viku árs-
ins 2000.
Dauðsföll voru líka óvenjumörg í
14. og 16. viku þessa árs, í fyrri vik-
unni létust 2.354 og í hinni síðar
2.310. Hagstofan vinnur að því að
kanna og birta upplýsingar um dán-
artölur til að stjórnvöld, sem nú
glíma við hina skæðu kórónuveiru,
geti betur áttað sig á þróuninni.
Stefna Svía hefur þótt skera sig
nokkuð frá stefnu nágrannaland-
anna hvað varðar samkomutak-
markanir og hefur það orðið tilefni
harðra deilna innanlands.
Aldrei
fleiri látist
í Svíþjóð
Sögulegt hámark
í dymbilvikunni