Morgunblaðið - 28.04.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 28.04.2020, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2020 D rottinn er minn hirð- ir, mig mun ekkert bresta.“ Þannig hefst 23. Davíðs- sálmur sem ýmsir telja þekktasta texta Biblíunnar, að faðirvorinu undanskildu. Í upp- hafsversi sálmsins kemur trúar- traustið vel fram sem er einmitt hans helsta einkenni. Að mörgu leyti má segja að kjarninn í boð- skap sálmsins felist í orðunum „mig mun ekkert bresta“. Þar er undirstrikað að við þurfum ekki að gefa upp tæmandi lista yfir allar okkar þarfir og óskir held- ur er okkur óhætt að treysta. Drottinn er hirðir, hjá honum mun ekkert bresta. Hirðir og hjörð er líking sem notuð er til að lýsa sambandi Guðs við lýð sinn og í Nýja testamentinu talar Jesús um sjálfan sig sem góða hirðinn. Áheyrendur hans þá og nú eiga auð- velt með að tengja líkinguna við veru- leikann. Dregin er upp falleg mynd af hversdagsleika sveitalífsins þar sem hirðirinn er í lykilhlutverki og gætir hjarðar sinnar. Hirðir – hjörð. Þannig er kirkjan okkar. Hún er ekki stofnun eða steinsteypa heldur hreyfing, fólk á ferð. Og hjörðin spannar litrófið allt. Mórautt, svart, hvítt, flekkótt, kollótt og hyrnt. Þráakindur, heim- alningar, túnrollur, flökkukindur og forystusauðir. Sumar ekkert nema tryggðin, aðrar ólíkindatól og margar uppátækjasamar. Þannig er mannlífið og þannig er kirkjan, allavega fólk á ferð. Litrík hjörð sem gerir samfélag okkar innihaldsríkt og uppfullt af alls konar hæfileikum. Styrkurinn felst í fjölbreytileikanum. Innan kirkj- unnar rúmumst við öll þrátt fyrir misjafnar skoðanir og ólík sjónar- mið. Sameiningaraflið er kærleiks- ríkur Guð sem gætir okkar eins og góður hirðir. Það vegur þyngst. Aldrei er hjörðin okkar öflugri en þegar á móti blæs, þá stöndum við saman og sýnum okkar bestu hliðar. Á óvissutímum í veiru- faraldri er gott að mega hvíla í orð- unum „jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér“. Við erum full- vissuð um að senn birti á ný, að grænu grundirnar séu það sem fyrir liggur. Það er vor í lofti, tún grænka og lömb fæðast. Gleðidagar í nánd. Lambadrottningar út um landið hafa sumar fengið nafnið Kóróna sem er í takt við samfélagsumræð- una en ber líka með sér viðleitni til að beina sjónum frá veseni til von- ar. Fátt ber vorinu fegurra vitni en lömbin sem senn hoppa um túnin. Í samkomubanni gerði ég mér það til dundurs að birta myndir á fésbókinni af einni kind á dag úr fjárhúsinu ásamt stuttri persónu- lýsingu með hverri og einni. Þegar þetta er skrifað er þess beðið í eftirvæntingu að kindin Traust beri sínum þremur lömbum sem spálíkan gefur til kynna að geti orðið golsótt á litinn. Það er þó spá sem verður að taka með fyrir- vara. Aðalatriðið er auðvitað að lömbin verði frísk og trítli glöð í sumarhagana. Um þessa umræddu kind segir í lýsingu: „Traust er yfirveguð kind og anar aldrei að neinu. Gjörsamlega vand- ræðalaus og þú veist alltaf hvar þú hefur hana. Ein af þessum „no-nonsense“ kindum. Jarmar viturlega þeg- ar hún þarf að kalla á lömbin sín og lætur ær- ustu hinna kindanna í hópnum sem vind um eyru þjóta. Stefnuföst og ábyggileg. Ég gæti best trúað að ef Traust væri manneskja þá væri hún Þórólfur sótt- varnalæknir. Þau eru algjörlega sömu týp- urnar.“ Svo er það for- ystugimbur sem á ræt- ur að rekja norður í land. Nánar tiltekið á bæ sem alið hefur upp forystufólk í okkar sam- félagi. Jóhannes hefur látið til sín taka á vettvangi bænda og hefur skrifað beittar greinar, nú síðast í Bændablaðið, þar sem hann varar við ásókn útlendinga í jarðir og jafnvel heilu landsvæðin á Íslandi. Og Kristín sem var öflug í bæjar- pólitíkinni á Akureyri og loks ein- hver litríkasti stjórnmálamaður samtímans sem kynna má til leiks samhliða fyrrnefndri forystu- gimbur: „Bæði með forystueðlið í sér og láta til sín taka, hvort á sín- um vettvangi. Hún í lambgimbra- krónni en hann í sölum Alþingis. Annað er að hefja ferilinn en hitt trúlega komið á endasprettinn. Abbadís og Steingrímur Joð eiga sameiginlegar rætur á Gunnars- stöðum í Þistilfirði. Abbadís er undan Strumpi frá Gunn- arsstöðum en um hann segir m.a. að hann hafi öll einkenni forystu- fjár, sé vakandi fyrir umhverfi sínu og viti upp á hár hvert hann eigi að fara í rekstri. Abbadís á nú tölu- vert í land með að verða föðurbetr- ungur á þessum sviðum, hún braut t.a.m. framan af horni í ærslaleik með vinkonum sínum í vetur. Reyndar myndu ýmsir telja það heldur til bóta að hafa náð að hlaupa af sér hornin áður en alvara lífsins tekur við. En það er önnur saga. Abbadís á framtíðina fyrir sér. Og hver veit nema hún eigi eft- ir að verða fundarstjóri og frú for- seti í fjárhúsinu þegar fram líða stundir?“ Sauðkindin er gleðigjafi og sam- ofin íslenskri þjóðarsál og menn- ingu. Rétt eins og sálmurinn góði. Sauðkind og sálmur. Hirðir og hjörð. Fagnaðarerindi fyrir okkur öll. „Leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína.“ Í trausti til þessara orða skulum við horfa vonarbjörtum augum til framtíðar. Megi vorið verða okkur gjöfult. Með grænar grundir fyrir augum og kærleiks- ríkan Guð sem leiðir eru allir vegir færir. Gleðilegt sumar! Kirkjan til fólksins Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson Hirðir og hjörð Forystugimbrin Abbadís á ættir að rekja til Þistil- fjarðar líkt og forseti Alþingis. Hirðir og hjörð Hugvekja Óskar Hafsteinn Óskarsson Höfundur er sóknarprestur í Hruna. Óskar Hafsteinn Óskarsson Megi vorið verða okkur gjöf- ult. Með grænar grundir fyrir augum og kær- leiksríkan Guð sem leiðir eru allir vegir færir. Það er áhugavert hvað sameignir geta valdið miklum deilum og vandamálum, hvort heldur þær eru í hús- félagi eða synda í haf- inu umhverfis landið. Það sem okkur hér á landi skiptir mestu er umgengnin um auð- lindir hafsins og hvernig þeim er ráð- stafað. Um það höfum við sett lög, „Lög um stjórn fiskveiða“, og hafa þau frá fyrsta degi valdið miklum deilum. Fáir innan sjávarútvegsins vildu þessi lög á sínum tíma en menn voru sammála um að eitthvað yrði til bragðs að taka. Fyrst þegar lögin voru sett, voru menn innan sjávarútvegsins ósáttir með tak- mörkunina og skiptinguna sín á milli en núna birtist óánægjan meira meðal almennings. Það var þó ekki fyrr en lögin fóru að virka einsog til stóð og árangurinn fór að birtast í betri rekstri og meiri arð- semi. Bandaríski hagfræðingurinn El- inor Ostrom fékk nóbelsverðlaunin í hagfræði, fyrst kvenna, árið 2009. Hún sagði eitthvað á þessa leið, í endursögn höfundar: „Meðan fyrirtæki með eigin skipulag og stjórn hafa ekki mót- aðan og viðurkenndan fræðilegan grunn, byggðan á bestu manna yf- irsýn, þá munu mikilvægar ákvarð- anir um stefnu áfram verða teknar undir því fororði að einstaklingar geti ekki skipulagt sig sjálfir heldur verði utanaðkomandi stjórnvald að skipuleggja þá.“ Hinn fræðilegi grunnur, byggður á bestu manna yfirsýn, sem Elinor Ostrom talar um, er háður stöðugri vísindalegri endurskoðun sem ekki er á færi einstakra fyrirtækja í sjávarútvegi. Megintilgangur laga um stjórn fiskveiða var að stöðva ofveiði sem var við það að eyði- leggja okkar mikilvægu fiskstofna. Það var ekki einungis að við veidd- um of mikið úr okkar stofnum, við vorum líka að tapa mannslífum og fjármunum við þær veiðar. Bátar voru of margir við veiðarnar og kostnaður við þær of hár. Núna hagnast útgerðir, fiski- stofnarnir eru sjálf- bærir og enginn hefur farist á sjó við veið- arnar síðastliðin þrjú ár. Þetta samhengi eiga sumir erfitt með að sjá. Núna erum við í þeirri klaufalegu stöðu að ráðherra braut lög- in sem hann átti að fara eftir. Honum má þó telja til vorkunnar að hingað kom synd- andi fiskistofn sem ekki hafði verið hér áður. Stofn sem aðrar þjóðir nýttu og við gátum farið að nýta í kjölfar þess að hann kom inn í lög- sögu okkar. Í fyrstu voru það að- eins stærstu skipin sem höfðu tök á að veiða úr þessum stofni og aflað þeirrar veiðireynslu sem var að grundvelli úthlutunar kvóta sam- kvæmt lögum. Þegar makrílstofninn kom nær landi og fleiri höfðu aðstöðu til að nýta hann var nauðsynlegt að setja útgerðum kvóta, en margir töldu þá veiðireynsluna ekki byggjast á sanngirni. Þar á meðal var þáver- andi sjávarútvegsráðherra, sem taldi sig hafa lagaheimild til þess að úthluta kvótanum af meiri sann- girni með sínu pólitíska nefi en bók- stafurinn og aflatölurnar sögðu til um. Dómstólar voru honum ekki sammála. Reyndar voru nær allir ósammála honum þegar hann fram- kvæmdi úthlutunina, enda eftir hon- um haft að fyrst allir væru ósáttir þá hlyti þetta að vera í lagi! Skipulag ráðherra var dæmt ólögmætt, fyrst af umboðsmanni Al- þingis og að endingu í Hæstarétti. Ráðherrar, jafnvel þeir með „réttlátt“ pólitískt nef, hafa ekki leyfi til að fara út fyrir þær vald- heimildir sem bókstafur laganna kveður á um. Þá vernd hefur borg- arinn gegn misnotkun valds þeirra. Stjórnendur fyrirtækja skulu gæta hagsmuna fyrirtækisins að viðlagðri ábyrgð eins og nýlegir dómar á hendur bankastjórum föllnu bank- anna hafa sýnt. Í þessu tilfelli ber þeim að sækja bætur hafi ólöglegar ákvarðanir ráðherra skaðað fyrir- tækið. Málsókn á hendur stjórn- völdum er eina leiðin sem þeim er fær að lögum eða þá hitt, að gera ekki neitt og benda á mistökin, og finna sameiginlega leið til að lag- færa þessi mistök. Stjórnvöld eiga að viðurkenna mistökin við gjörnings ráðherrann sem taldi sitt „réttláta“ pólitíska nef betra en lögin. Við megum ekki gleyma því að þetta snýst líka um verndun þegnanna gegn misbeit- ingu valds stjórnvalda. Menn geta býsnast yfir ráðherra eða hráka- smíði á lögum, en vilji þeir af þessu tilefni býsnast yfir kvótakerfinu er þeirra eigin „réttláta“ pólitíska nef að leiða þá á villigötur. Kvótakerfið er gott og hefur reynst frábærlega við að koma á skynsamri og hag- sýnni stjórnun veiða en núna eru bæði einstök fyrirtæki og stjórnvöld að skaða heildarhagsmuni landsins. Það er auðvitað skrítið að útgerð- ir geti sótt bætur til ríkisins fyrir að hafa ekki fengið afhenta eign frá ríkinu þó svo að lögin kveði á um slíkt. En lögin eru mannanna verk eins og annað og sameiginleg auð- lind er afhent útgerðum til nýtingar þannig að heildarhagsmunum sé sem best borgið. Einstaka útgerðir hugsa eðlilega um eigin hag og þess vegna þarf utanaðkomandi stjórn- vald að koma með reglur um nýt- inguna einsog áður sagði. Þannig færir ríkið útgerðum verðmæti en ekki rétt til skaðabóta ef þeir fá ekki veiðiréttinn. En svo er hitt ef ríkið veldur fyrirtækjum skaða þá eðlilega á það að greiða skaðabæt- ur. Þetta mál þarf að leysa með sátt og það áður en dómstólar þurfa að dæma í málinu aftur. Það er ekki lausn að hluta barnið í tvo hluta með Salómonsdómi. Sorgir sameignar Eftir Svan Guðmundsson » Það var ekki ein- ungis að við Íslend- ingar veiddum of mikið úr okkar stofnum, við vorum líka að tapa mannslífum og fjár- munum við þær veiðar. Svanur Guðmundsson Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerf- isins. svanur@arcticeconomy.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.