Morgunblaðið - 28.04.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.04.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2020 Páll Sigurðsson, læknir og ráðuneyt- isstjóri, var einn þeirra manna sem mörkuðu djúp spor í samfélag sitt á sínum æviferli. Að ætterni var Páll Sunnlend- ingur með rætur í Víkingslækj- arætt og ættinni kenndri við Kaldaðarnes þar sem forfeður hans ráku kunnan spítala á sín- um tíma. Á fyrri hluta starfsferils síns gat Páll Sigurðsson sér orð sem framúrskarandi bæklunarlæknir og tryggingayfirlæknir. Hlaut hann mikið lof sem læknir og margir lýstu þakklæti í hans garð. Páll Sigurðsson varð fyrsti ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðu- neytisins og gegndi því embætti um aldarfjórðungs skeið. Á árum hans í ráðuneytinu bar hann ábyrgð á mótun skipulagslegra þátta, t.d. með undirbúningi laga um heilbrigðisþjónustu, sem liggja til grundvallar heilbrigð- iskerfinu í þeirri mynd sem nú þekkist. Páll Sigurðsson stóð þannig í fremstu röð þeirra manna sem mótuðu íslenskt heil- brigðiskerfi nútímans. Þetta heil- brigðiskerfi sýnir nú afburða- styrk og hefur náð árangri sem vakið hefur heimsathygli gagn- vart vá sem ógnar mannkyni. Páll Sigurðsson bjó við ham- ingju í einkalífi. Hann og eig- inkona hans Guðrún Jónsdóttir geðlæknir fögnuðu 70 ára brúð- kaupsafmæli á liðnu ári. Nú eru þau bæði fallin frá með skömmu millibili. Börn þeirra eru tvennir tvíburar, Inga og Nína og Siggi og Nonni og Dögg á milli þeirra. Guðrún og Páll áttu fagurt menningarheimili lengst af í Stigahlíð 89 og athvarf í sum- arhúsinu í Grímsnesi. Guðrún og Páll stóðu saman gegnum lífið í starfi, á heimili og með börnum og barnabörnum allt fram í háa elli. Aðdáun vakti umhyggjan sem Páll sýndi Guðrúnu eftir að heilsu hennar tók að hraka. Páll Sigurðsson var stál- greindur maður, viljasterkur og gekk ákveðinn að hverju verki. Páll var víðlesinn, viðræðugóður og áhugasamur um fjölmarga hluti. Hann var óspar á að miðla öðrum af þekkingu sinni og reynslu. Páll gat verið orðhepp- inn og gætti oftlega hárfínnar og beittrar kímni í máli hans. Um- framt allt var Páll Sigurðsson framsýnn og atorkusamur og beitti sér í þágu mikilsverðra mála í sínum verkahring. Við fráfall Páls Sigurðssonar koma í hugann minningar um fjölmargar samverustundir með honum og fjölskyldu hans hér á landi og á ferðum erlendis. Í okk- Páll Sigurðsson ✝ Páll Sigurðs-son fæddist 9. nóvember 1925. Hann andaðist 16. apríl 2020. Útför Páls fór fram 24. apríl 2020. ar síðasta samtali á Sóltúni rétt áður en heimsóknir voru bannaðar vegna veirunnar rifjaði Páll upp hvernig hann braust til mennta og stóð straum af skóla- göngu sinni með því að stunda sjó- mennsku yfir sum- artímann. Að leiðarlokum þakka ég Páli Sigurðssyni þá hlýju og velvild sem ég naut af hans hendi um áratuga skeið. Börnum hans, fjölskyldum þeirra og öðrum ást- vinum færi ég innilegar samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu Páls Sigurðssonar. Ólafur Ísleifsson. Í dag kveðjum við með sökn- uði Pál Sigurðsson lækni og fyrr- verandi ráðuneytisstjóra. Páll var fyrsti ráðuneytisstjóri heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins sem stofnað var 1970. Hann var ráðuneytisstjóri til starfsloka 1995 alls 25 ár eða lengur en nokkur annar. Á þess- um 25 árum var lagður grunnur að skipulagningu heilbrigðiskerf- isins og uppbyggingu þeirra heil- brigðisstofnana og heilsugæslu sem við þekkjum í dag. Enginn einn einstaklingur hefur átt meiri þátt í þeirri uppbyggingu en Páll Sigurðsson. Þótt margir aðrir hafi í tímans rás lagt hönd á plóginn er það einu sinni svo að afstaða ráðuneytisins og fagleg þekking ráðuneytisstjórans skiptir mestu um framgang mála. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að starfa með Páli fyrstu fimm ár mín sem lyfjamálastjóri og skrifstofustjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu. Páll var einstakur fagmaður og stjórnandi, tví- mælalaust sá besti sem ég hef starfað með og hef ég þó starfað með þeim mörgum ágætum bæði hér á landi og erlendis. Hann mætti alltaf fyrstur á morgnana í ráðuneytið, las yfir og flokkaði allan póst (sem var ekki lítill) og útdeildi verkefnum til einstakra skrifstofa. Vikulega hélt hann fundi með skrifstofustjórum og tók ákvörðun um hvaða mál þyrfti að leysa með aðkomu ráð- herra og hvaða mál einstakar skrifstofur gætu leyst. Páll var afburða læknir sem bjó yfir víðtækri þekkingu á heil- brigðismálum, var lausnamiðað- ur og afar afkastamikill. Þegar maður leitaði til hans með ein- stök mál lokaði hann dyrunum, ansaði hvorki banki né síma, tók sér tíma til að hlusta og setja sig inn í málið og finna bestu lausn. Einstaka sinnum kom það fyrir að hann sagðist vilja játa að hann væri ekki nógu vel inni í málinu en hann treysti fyllilega minni fagþekkingu og dómgreind til að leysa málið. Þannig leiddu öll samtöl við Pál til niðurstöðu og þannig tókst honum að byggja upp ómælt traust milli sín og starfsmanna ráðuneytisins. Páll var embættismaður eins og þeir gerast bestir, mikill fag- maður og góður stjórnandi sem alla tíð naut mikillar virðingar og mikils trausts. Páll var góður maður og hans lán var líka að eiga góða konu, Guðrúnu, sem lést fyrir örfáum árum. Blessuð sé minning þeirra beggja. Ég sendi Dögg og fjölskyld- unni allri mínar einlægustu sam- úðarkveðjur. Einar Magnússon. Sem alþingismaður átti ég þess kost að kynnast mörgu eft- irminnilegu fólki úr stjórnkerfinu sem komið hafði að undirbúningi mála sem rötuðu inn á Alþingi. Í þeim hópi var Páll Sigurðsson, læknir og ráðuneytisstjóri heil- brigðisráðuneytisins í aldarfjórð- ung. Hann var mikil kjölfesta í ráðuneyti þar sem margir ráð- herrar og embættismenn gengu um garða á hans langa og far- sæla starfstíma. Páll hafði víð- tæka þekkingu á heilbrigðismál- um sem læknir, sérmenntaður í lýðheilsufræðum erlendis. Fyrir þingmann af Austurlandi var að mörgu að hyggja á þessu sviði auk þess sem ég hafði áhuga á málaflokknum. Páll var reynslu- brunnur og ætíð ráðagóður þeg- ar til hans var leitað. Ég minnist m.a. samstarfs við hann vegna heilbrigðisáætlunar 1990, en ég var þá formaður í félagsmála- nefnd Sameinaðs Alþingis fyrir afnám deildaskiptingar. Konu Páls, Guðrúnu Jónsdóttur geð- lækni, kynntumst við Kristín einnig, m.a. á vettvangi Öldunga- deildar Læknafélags Íslands og í ferðalögum. Þau hjón voru ein- staklega skemmtilegir viðmæl- endur, glaðleg og höfðingleg í viðmóti. Nú hafa þau bæði kvatt á tíræðisaldri. Þeirra er gott að minnast. Afkomendum þeirra sendum við Kristín samúðar- kveðjur. Hjörleifur Guttormsson. Mig langar að setja hér örfá orð á blað til minningar um heið- ursmanninn Pál Sigurðsson, fv. ráðuneytisstjóra í heilbrigðis- ráðuneytinu. Páll er jarðsunginn í dag við óvenjulegar aðstæður sem nú ríkja í okkar þjófélagi og reyna ekki hvað síst á heilbrigð- isþjónustuna sem hann átti svo drjúgan þátt í að skapa og móta á langri starfsævi. Kynni okkar Páls hófust fyrst að ráði þann 8. júlí 1987 þegar ég tók við sem ráðherra heilbrigðis- og trygg- ingamála, lítt reyndur í stjórn- sýslu og nær alveg ókunnur heil- brigðismálum. En Páll tók þessum unga stjórnmálamanni mjög vel og samstarf okkar í tæp fjögur ár var í alla staði ánægju- legt. Páll var fyrsti ráðuneytis- stjóri heilbrigðisráðuneytisins sem stofnað var í ársbyrjun 1970 og hafði því langa reynslu af störfunum þar, fyrir utan fjöl- mörg önnur störf á sviði heil- brigðis- og almannatrygginga- mála sem hann hafði sinnt áður og alla tíð síðan. Sjálfsagt má finna dæmi um það er við glímd- um við ýmis misauðveld verkefni og taka þurfti erfiðar ákvarðanir að leiðsögn ráðuneytisstjórans gagnvart ráðherranum hafi líkst hinum ágætu bresku sjónvarps- þáttum sem gengu undir nafninu „Já ráðherra“. Of langt mál yrði að telja upp hin margvíslegu og mikilvægu verkefni sem Páll vann að og beitti sér fyrir í sinni löngu þjónustu í þágu heilbrigð- ismálanna sem ráðuneytisstjóri í 25 ár. En ég hygg að á engan sé hallað þó sérstaklega sé minnst á forystu hans og áherslu á upp- byggingu heilsugæslunnar í landinu og byggingu glæsilegra heilsugæslustöðva um allt land og leyfi mér að fullyrða að hann eigi stærstan þátt í því skipulagi sem enn í dag er grundvöllur þeirrar þjónustu. Og leiðsögn Páls og þekking hans á mönnum og málefnum reyndist mér vel og með okkur skapaðist bæði traust samstarf og góð vinátta. Við hjónin kynntumst einnig Guð- rúnu konu Páls mjög vel og átt- um með þeim margar ánægju- legar samverustundir í tengslum við ferðir og fundahöld bæði heima og að heiman. Guðrúnu var annt um að festa þessar sam- verustundir á ljósmyndum þann- ig að auðvelt er að rifja þær upp með því að fletta gömlum myndaalbúmum. Guðrún stóð alla tíð mjög traust að baki manni sínum í hans ábyrgðar- mikla og erilsama starfi en hún lést í nóvember sl. þannig að skammt er frá því að leiðir skildu og þar til þau hittast aftur á ný. Og víst er að það verður tekið vel á móti Páli. Blessuð sé minning þessara heiðurshjóna. Sérstak- lega þótti mér vænt um að hitta þennan frumkvöðul á sviði heil- brigðismála í janúar sl. þegar haldið var upp á 50 ára afmæli heilbrigðisráðuneytisins og finna hve vel hann mundi enn eftir ýmsu úr okkar samstarfi. Löngu og farsælu ævistarfi Páls Sig- urðssonar er nú lokið. Við Vigdís vottum aðstandendum öllum okkar innilegustu samúð. Guðmundur Bjarnason Í dag verður til moldar borinn Páll Sigurðsson, læknir og ráðu- neytisstjóri, sem féll frá þann 16. apríl sl. á 95. aldursári. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að kynnast Páli Sig- urðssyni fyrir rúmum fimmtíu árum þegar ég var að hefja mína skólagöngu ásamt sonum hans, þeim Sigurði Páli og Jóni Rúnari. Með okkur piltunum tókst traust og náin vinátta sem náði einnig til þeirra Páls og eiginkonu hans, Guðrúnar Jónsdóttur. Alla skóla- göngu mína var ég heimagangur á heimili þeirra Guðrúnar og Páls í Stigahlíðinni og eru því heimili tengdar margar af mín- um bestu minningum frá skóla- árunum. Það var skammt á milli þeirra hjóna, Guðrún kvaddi okkur í nóvember á síðasta ári eftir sjötíu ára hjónaband þeirra sem var einstaklega farsælt og traust. Hin seinni ár hittumst við gjarnan á heimili Sigurðar Páls og Ásthildar konu hans sem nú búa í húsinu í Stigahlíðinni. Það var alltaf gott að hitta Guðrúnu og Pál; Guðrún hispurslaus og hjartahlý, Páll fróður, ræðinn og stálminnugur. Hann hélt góðri heilsu allt til hins síðasta þótt sjónin hafi verið farin að gefa sig fyrir allmörgum árum. Með Páli er fallinn frá braut- ryðjandi í íslenskum heilbrigðis- málum. Hann stóð vaktina sem ráðuneytisstjóri í 25 ár, frá árinu 1970 til 1995. Þetta var á þeim árum sem gífurleg framfaraskref voru stigin í íslenskum heilbrigð- ismálum. Í raun mótaði Páll, öðr- um fremur, það heilbrigðiskerfi sem við þekkjum í dag og stenst samanburð við það besta sem þekkist. Þetta er staðreynd sem við höfum verið minnt á síðustu vikur og mánuði þar sem maður hefur fylgst af aðdáun með glímu okkar heilbrigðisfólks við hina skæðu farsótt. Engan hef ég heyrt sem dregið hefur í efa þátt Páls í þessum framförum sem við öll njótum góðs af í dag. Ég minnist orða læknis utan af landi sem sagði við starfslok sín fyrir tveimur árum: „Árið 1995 verða hins vegar að því er virðist vatnaskil, þegar Páll Sigurðsson hættir sem ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Það kann að hljóma undarlega að einn maður skipti svo miklu máli en staðreyndin er sú að Páll var máttarstólpi í íslensku heilbrigð- iskerfi í tuttugu ár.“ Þessi orð eru merki um það traust, virð- ingu og álit sem Páll naut. Ég kveð Pál, og þau hjón bæði, með þakklæti fyrir vináttu og hlýhug sem aldrei bar skugga á. Jens Bjarnason. ✝ Ásgerðurfæddist á Ísa- firði 19. október 1955. Hún lést á Skejby sygehus í Árósum 20. apríl 2020. Foreldrar hennar voru Ólafur Halldórsson, f. 16.7. 1929, d. 19.6. 1999, og Sesselja Ásgeirsdóttir, f. 28.7. 1932, d. 31.1. 1993. Ásgerður var fjórða í röð átta systkina, hin eru: Hugljúf Lín, f. 1.4. 1950, Margrét, f. 19.2. 1952, Hrólfur, f. 23.4. 1954, Guðjón, f. 5.11. 1958, d. 28.7. 1994, Halldór Friðgeir, f. 13.1. 1961, Einar, f. 1.5. 1962, og Elín, f. 23.6. 1965. Ásgerður giftist Palle Skov Jakobsen, f. 9.7. 1953. Börn þeirra eru: 1) Sara Sesselja Tabaja, gift Ramzi Hussein Tabaja, f. 26.3. 1994, börn Aya Sesselja, f. 12.7. 2014, og Alba Sess- elja, f. 7.10. 2016. 2) Simon Skov Jak- obsen, f. 4.3. 1991. Þau skildu. Eftirlif- andi sambýlis- maður Ásu er Finn Benny Petersen, f. 30.3. 1957. Ásgerður gekk í grunnskóla á Ísafirði, fór í lýðháskóla í Dan- mörku, vann svo í Íshúsfélagi Ís- firðinga, hjá Póstgíróstofunni og í Danmörku vann hún lengst af við tölvuskráningu í Árósum. Útför Ásgerðar fer fram í dag, 28. apríl 2020, frá Holme kirke í Árósum. Elsku Ása. Á milli okkar systra eru tíu ár, þetta eru mörg ár sem styttust þó þegar líða fór á ævina. Margs er að minnast. Ég man þeg- ar ég elti ykkur vinkonurnar um allt hús af því mér fannst allt svo flott sem þú gerðir þótt ekki hafi ég kannski verið vinsæl hjá ykkur þegar þið voruð að tala um böllin og strákana, ég skildi hvort eð er ekkert hvað þið voruð að tala um. Ég man þegar þú fluttir til Reykjavíkur og ég fékk að fara að heimsækja þig, þvílík upplifun. Ég man þegar þú fluttir til Danmerk- ur, það sem mér þótti það langt. Man eftir öllum heimsóknunum til þín í Århus, afmælunum, partíun- um sem voru hvergi betri né skemmtilegri, Björgvin Halldórs á fullu og dansað um allt hús. Mat- urinn sem þú eldaðir, enginn gerði eins góða purusteik og þú, enginn. Man þegar Sara fæddist og svo Simon og þú komst í bæði skiptin og varst í marga mánuði á Hlíð- arveginum með þau lítil. Svo komu litlu barnabörnin, Aya og Alba, dásamlegar og augasteinar ömmu sinnar. Ég þakka líka fyrir hvað við erum búin að eiga mikinn og góðan tíma saman stórfjölskyldan síðustu ár. Brúðkaupið hennar Söru á Ísafirði og afmælið hans pabba í Danmörku síðasta sumar. Hvað það var gaman þegar þú komst skólafélögunum á óvart í skólaafmælinu síðasta sumar. Allt- af stóðstu upprétt og brosandi, þrátt fyrir veikindi þín. Elsku Ása, takk fyrir allt og allt. Við sjáumst svo bara allt í einu. Þér leiðist hér ég veit það kæri vinur Þú vilt á brott að kanna nýjan stig en þig skortir kjark þú hikar og hugsar dag og nótt og hræðist að þú munir særa mig Góða ferð, góða ferð, góða ferð góða ferð já það er allt og síðan bros því ég geymi alltaf vinur það allt er gafstu mér góða ferð, vertu sæll já góða ferð Við áttum saman yndislega stund við áttum sól og blóm og hvítan sand og skjól á köldum vetri er vindur napurt söng og von um gullin ský og fagurt lag (Jónas Friðrik) Þín litlasystir, Elín Ólafsdóttir. Það eru ótal minningar sem koma upp í huga minn núna, þegar ég hugsa um mína kæru vinkonu Ásu sem hefur nú kvatt þessa jarð- vist. Aldrei missti Ása baráttuvilj- ann, enda var hún bæði hughraust og ákveðin. Þar sem ég sit núna og horfi yfir á æskuheimili Ásu streyma minn- ingarnar fram. Húsrýmið var ekki mikið en hjartarýmið ótakmarkað. Þar var spilað, spjallað, borðað og drukkið kaffi í eldhúshorninu. Á unglingsárum var það andaglasið sem átti hug okkar vinkvennanna, það fór líka fram heima hjá Ásu. Útilegurnar okkar vinkvenn- anna á unglingsárunum, til Súða- víkur, Súganda, Sauðárkróks og inn í Skóg, eru eftirminnilegar, við vorum ekki alltaf á hefðbundnum tjaldstæðum eða að elta aðra, vor- um svo sjálfum okkur nógar, vin- konurnar 5 sem alltaf höfum hald- ið hópinn. Útilegurnar okkar voru einstakar, mislangar og uppákom- urnar eftir því. Sauðárkróksferðin, þegar það kviknaði í bílnum og tjaldsúlur og hælar fyrir tjaldið urðu eftir heima, þá ferð höfum við rifjað upp ótal sinnum og alltaf getað hlegið jafn mikið. Útilegur inn í Skóg, í þeim tilgangi að fara þaðan á böll, ýmist út á Ísafjörð eða sextándaball á Súganda. Ekki er hægt að rifja upp lífs- hlaup Ásu án þessa að kær vin- kona mín Sigrún Ósk fylgi með, svo samofin var leið þeirra vin- kvenna. Þær bjuggu í Danmörku í yfir 40 ár. Eftir að þær fóru á lýðháskóla þangað 1973. Ása kom þó heim í nokkur ár, var í Reykja- vík en eitthvað gekk illa að safna fyrir farinu til Danmerkur þar. Það gekk betur að safna fyrir far- gjaldinu með vinnu heima á Ísa- firði, sem Ása gerði, vann fyrir far- miða til Danmerkur og hefur ekki búið á Íslandi síðan. Þegar ég bjó í Århus um nokk- urra ára skeið, bjuggum við Ása í sama hverfi og við vinkonurnar þrjár áttum góðan tíma saman. Ása og þáverandi maður hennar, Palle, leyfðu strákunum mínum stundum að gista hjá sér, þeim leiddist það nú ekki drengjunum mínum. Margar ferðirnar hafa verið farnar á milli Århus og Íslands undanfarin 30 árin, við æskuvin- konurnar fimm höfum haldið hóp- inn okkar vel, þrátt fyrir búsetu sitt í hvoru landinu. En auk Ásu, Sigrúnar og undirritaðrar eru Helga og Svanfríður þær sem mynda hópinn okkar. Heimsókn- irnar hafa verið á víxl. Minningin um samveru okkar í janúar 2018, þar sem við héldum okkar „náttfatapartí“ heima hjá mér, vorum saman allar fimm í nokkra daga og fórum m.a. á Sól- arkaffi Ísfirðinga. Þessi ferð reyndist síðasta ferð Sigrúnar okkar til Íslands, en hún lést seinna á því ári. Ása átti eftir að koma nokkrum sinnum „heim“ eft- ir þetta, þá orðin mjög veik, en hún gafst aldrei upp. Hún ætlaði líka að koma til Ísafjarðar þessa ný- liðna páska, en gat það ekki, en það var vegna samkomubanns, að hennar sögn. Var það tilviljun eða hvað að Ása sofnaði sínum hinsta svefni sama dag og ösku Sigrúnar vin- konu var dreift hér á Pollinn á Ísa- firði fyrir sléttu ári? Þeirra vinkvenna verður minnst um ókomin ár, þeirra er sárt sakn- að. Elsku Sara og fjölskylda, Simon og Finn, ykkar missir er mikill, minningin um yndislega konu lifir. María Kristjáns. Ásgerður Jensína Ólafsdóttir Elskuleg dóttir, barnabarn og frænka, SANDRA LÍF LONG, sem lést 9. apríl, verður jarðsungin í dag, 28. apríl, frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Móðir Söndru Lífar og nánasta fjölskylda vilja þakka Landsbjörg, lögreglunni í Reykjavík og Hafnarfirði og öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í leitinni. Við höfum fundið fyrir stuðningi frá öllu landinu og þökkum fyrir blómin, kertin og fleira. Við skulum styrkja björgunarsveitirnar; við vitum aldrei hvenær við þurfum á þeim að halda. Lára B. Long og Martin Bailey Ása Finnsdóttir og Jóhannes Long Guðlaug Sif Long, Gestur Rúnar Guðmundsson og dætur Sigurður Long, Guðný Fanney Friðriksdóttir og börn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.