Morgunblaðið - 28.04.2020, Side 19
✝ Sandra LífLong fæddist í
Reykjavík 2. nóv-
ember 1993. Hún
lést 9. apríl 2020.
Móðir hennar er
Lára Berþóra
Long, f. 2.11. 1969,
eiginmaður Láru
er Martin Bailey, f.
22.12. 1969. Faðir
Söndru Lífar er
Þórarinn Finn-
bogason, f. 24.4. 1968, eig-
inkona hans er Marta Þyri
Gunndórsdóttir, f. 26.12. 1967.
Hálfsystkini eru Vilma Þór-
arinsdóttir, f. 13.4. 2000, og
Victor Þórarinsson, f. 24.9.
1997.
Foreldrar Láru Bergþóru
eru Ása Finnsdóttir, f. 23.11.
við Háskólann í Malmö (Pro-
duktion Leder). Meðfram skól-
anum vann Sandra Líf við
þjónustustörf.
Í janúar 2017 flutti Sandra
Líf til Íslands þar sem hún
vann hjá föður sínum við þjón-
ustustörf á Café Milano. Haust-
ið 2017 hóf Sandra Líf nám í
þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Meðfram námi vann hún sem
þjónn og vaktstjóri á Jamie’s
Italian við Austurvöll og seinna
meir á veitingastaðnum Krydd
í Hafnarfirði. Sandra Líf starf-
aði einnig við afgreiðslustörf í
versluninni Álfagull í Hafnar-
firði.
Sandra Líf verður jarð-
sungin frá Dómkirkjunni í
Reykjavík í dag, 28. apríl 2020.
Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu
þarf að takmarka fjölda kirkju-
gesta í athöfninni og verður
því eingöngu nánasta fjöl-
skylda við útförina.
1944, og Jóhannes
Long, f. 9.10. 1945.
Foreldrar Þórarins
eru Edda Val-
garðsdóttir, f. 1.12.
1944, og Finnbogi
Ásgeirsson, f. 27.2.
1945, d. 1997.
Sandra Líf lauk
9. og 10. bekk frá
Lindaskóla í Kópa-
vogi vorið 2008.
Frá fimm ára aldri
til 15 ára stundaði hún nám í
ballett í Ballettskóla Eddu
Scheving. Hún flutti með móð-
ur sinni til Malmö í Svíþjóð eft-
ir grunnskólapróf og lauk það-
an stúdentsprófi frá Bladins
Gymnasium International
School í júní 2011. Árin 2013-
2014 stundaði Sandra Líf nám
Elsku hjartans. Ég man þig
svo vel, ég mun aldrei gleyma
þér. Þitt fallega hár, þitt fallega
bros, þitt fallega hjarta.
Minningarnar streyma, þú á
náttfötunum í Rauðási, þú að
segja góða nótt með fallega
brosinu þínu, ég að horfa á þig
krúttmolann með þvertoppinn
gægjast fyrir hornið, þú í Galta-
lind aðeins eldri að verða tán-
ingur, alltaf sama fallega brosið
og fallega hárið, þú og ég í
Malmö, þú að lána mér herberg-
ið þitt því að það var stærra en
gestaherbergið til þess að ég
gæti komið öllum fötunum mín-
um fyrir, við að fara í namm-
ibúðina, kaupa bílanammið eða
súrt og sætt, elda eitthvað gott,
ég að koma aftur og aftur í
heimsókn til Malmö, muna að
kaupa djúpur-nammið, muna
líka að kaupa kúlusúkk, það má
ekki gleyma því, þú að lána mér
strætókortið þitt, þú með út-
skriftarhúfuna dansandi á gras-
inu af gleði, ég að hjálpa til í eld-
húsinu að gera skinkurúllur fyrir
veisluna með ömmu og fleirum,
ég að koma í afmælið þitt og
mömmu þinnar, það mátti ekki
missa af því, við að fagna saman,
mikið hlegið og grínast, þú að
máta föt fyrir skólaballið, ég að
segja hvað mér finnst, þú að
mála þig, ég að segja þér til, get
endalaust haldið áfram elsku
hjartans.
Núna ertu komin til himna,
þar eru fallegir englar sem
munu varðveita þig og gæta þín,
elsku hjartans!
Ég mun alltaf sakna þín, mun
geyma fallegar minningar um
þig í hjarta mínu, elsku hjartans!
Nú kveð ég þig að sinni elsku
hjartans og sé fyrir mér falleg-
asta fiðrildi sem ég hef séð, þú
veist hvað ég meina.
Bið góðan Guð að styrkja for-
eldra þína og fjölskyldu í sorg-
inni og bið englana að vaka yfir
ykkur öllum.
Hvíl í friði elsku hjartans.
Þín
Linda K. Urbancic.
Ég kynntist Söndru fyrir
mörgum árum í Svíþjóð þegar
börnin mín voru lítil kríli. Hún
kom inn í líf okkar eins og hlýr
og glaður stormsveipur og heill-
aði okkur öll upp úr skónum.
Hún var einstaklega ljúf og blíð
og með eindæmum dugleg.
Sandra var einstök með börnin
og þau biðu spennt eftir að fá
tíma með henni. Hún fylgdi
krökkunum eftir alla tíð og mest
síðustu árin en þá bjuggum við í
návígi og hún átti daglegt sam-
band við okkur. Anna Lovísa
mín leit upp til hennar og alltaf
gaf hún henni tíma sem hálfgerð
stóra systir. Tinna hundurinn
okkar átti það til að skreppa til
hennar og dvelja þar langtímum
saman enda voru þær miklar
vinkonur og Sandra einstakur
dýravinur. Heimir og Baltasar
elskuðu hana og vildu alltaf fá
sem mestan tíma með henni. Og
það vildu allir. Sandra var ótrú-
lega skemmtileg og lifandi, átti
marga vini og yndislega fjöl-
skyldu. Það var alltaf líf í kring-
um hana enda útgeislunin ein-
stök og hún hugsaði vel um
fólkið sitt. Hún naut sín í náminu
og stóð sig ótrúlega vel. Sam-
hliða því vann hún fulla vinnu og
ég dáðist oft að því hvað hún
náði að halda utan um þetta allt
auk þess að aðstoða mig við
börnin. Það er ekki á allra færi
og hún stóð sig gífurlega vel sem
sýnir hvað hún var öflug og
sterk.
Það er ótrúlega verðmætt að
eiga að fólk sem elskar börnin
okkar og sýnir þeim hlýju og
skilning. Fáir treysta sér til að
sjá um auma og skerta einstak-
linga en það sýnir einstakt
hjartalag og góðmennsku.
Sandra vílaði ekki fyrir sér að
sjá um öll börn, skert eða heil-
brigð, og reyndist hún honum
Baltasar mínum einstök stoð og
stytta. Því gleymi ég aldrei. Og
Sandra Líf Long HINSTA KVEÐJA
Hún Sandra okkar var
einstök. Fallega síða rauða
hárið, einlæga, hlýja brosið
og hjartað úr gulli. Hún
snerti djúpt alla sem hún
kynntist og elskaði heitt og
innilega fólkið sitt. Það var
auðvelt að elska Söndru
skilyrðislaust og það gerði
ég svo sannarlega. Með tár-
votum augum og brostnu
hjarta kveð ég þig, elsku
Sandra mín, en allar ljúfu
minningarnar lifa og ylja.
Arna.
aldrei mun ég gleyma þessum
yndislega engli sem er ein falleg-
asta sál sem ég hef kynnst.
Hvíl í friði, elsku Sandran
okkar.
Sigríður Heimisdóttir
(Sigga, Annaló, Baltasar
og Heimir).
Ljúfasta fegurð fljóða!
fegursta blómið mitt!
Ó, að ég mætti una
við ódáins-brosið þitt!.
Séð hefi’ svanna fríða,
sá aldrei líka þinn,
angandi æskublómið!
ódáinsgeislinn minn!
Elsku fjölskylda og vinir, við
vottum ykkur samúð okkar.
Sandra mun lifa með okkur öll-
um.
Svafa, Björgvin og Sindri.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2020
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
MARÍA HELGADÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum
laugardaginn 18. apríl. Útför hennar fór
fram í kyrrþey föstudaginn 24. apríl.
Við þökkum auðsýnda samúð.
Stefán Stefánsson Sólveig Hjördís Jónsdóttir
Ragnheiður Stefánsdóttir
Anna Guðfinna Stefánsdóttir Sigurður Sveinn Jónsson
barnabörn, langömmubörn
og langalangömmubarn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
GUÐMUNDUR KOLBEINN VIKAR
FINNBOGASON
Heiðarbrún 7, Hveragerði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
17. apríl.
Útförin fer fram í kyrrþey föstudaginn 8. maí.
Streymt verður frá athöfninni. Upplýsingar veita aðstandendur.
Guðný Elín Snorradóttir
Finnbogi Vikar Guðmundsson
Kolbrún Ósk Guðmundsdóttir
Bryndís Malín Sigurðardóttir
Árni Vikar Sigurðsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN FANNEY JÓNSDÓTTIR,
Bölum 4, Patreksfirði,
lést mánudaginn 13. apríl á Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Hún verður jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju 8. maí.
Aðstandendur vilja þakka hlýhug og auðsýnda samúð og þakka
starfsfólki Ölduhrauns á Hrafnistu í Hafnarfirði sérstaklega fyrir
alúð við umönnun.
Ásdís Þorsteinsdóttir
Friðþjófur Þorsteinsson Jósefína Halla Hafliðadóttir
Reynir Þorsteinsson Rósa Guðrún Jóhannsdóttir
Þorsteinn Rúnar Ólafsson Guðrún Eggertsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir mín,
KRISTÍN BALDVINA ÓLADÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Þórsgötu 16a, Reykjavík,
lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn
19. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Finnur Björnsson
Móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR,
Austurbrún 2,
lengst af á Njálsgötu 18,
lést á Hrafnistu þriðjudaginn 7. apríl.
Bálför hefur farið fram.
Minningarathöfn verður síðar.
Hafsteinn Garðarsson Snjólaug Bragadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Mig langar að
setja nokkur orð á
blað um Jón Gunnar,
sem var vinnufélagi
minn í Austurbæjar-
skóla í þrjú ár.
Jón Gunnar var einstaklega hlý
og góð sál og auðvelt að vinna með.
Maður fékk hvergi betri aðstoð en
frá honum þegar mikið gekk á. Ég
vann bæði sem skólaliði og stuðn-
ingsfulltrúi og þar sem gat gengið
mikið á í frímínútum og þegar
virkilega var þörf á hjálp var Jón
Gunnar til staðar. Þú fannst hvergi
áreiðanlegri og staðfastari mann.
Auðvelt var líka að leita til hans þó
svo að gæti gengið mikið á í hans
vinnu sem skólaritari og tala nú
ekki um þá áreitni sem gat fylgt
starfinu en Jón Gunnar var ávallt
Jón Gunnar
Sveinsson
✝ Jón GunnarSveinsson
fæddist 10. júlí
1959. Hann lést 28.
mars 2020.
Útför fór fram í
kyrrþey.
liðtækur til að vera
manni til halds og
trausts. Hann var
einstaklega fróður
og hafði mikið að
gefa. Hafði einstak-
lega góða yfirsýn yfir
starfið, það er líka
reynslan sem er
ákveðin þröskuldur
að því að gera starfið
að sínu og það hafði
Jón Gunnar svo
sannarlega. Betri mann var hvergi
að finna í starfi sem þessu. Sam-
skipti hans við krakkana og tala ég
nú ekki um hvað unglingarnir litu
mikið upp til hans. Ekki skorti þá
mikið þar sem hann hafði umsjón
með búðinni sem var alfarið fyrir
unglingastigið. Gerði það með ein-
stakri prýði.
Jón Gunnar, ég veit að þér líður
vel og að þú hvílir í friði og að þú
ert á góðum stað. Þú varst einstak-
lega mikill baráttumaður og það
var mikill töggur í þér. Þín verður
sárt saknað og sendi ég hans nán-
ustu mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur og munu þau öll vera í mínum
bænum.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Guðmundur Árni Sigurðsson.
Ég kynntist Jóni Gunnari fyrir
allmörgum árum þegar við vorum á
léttasta skeiði og lékum blak með
sínu liðinu hvor. Hann með Fram
og ég með Þrótti í Reykjavík. Þegar
hann hætti keppni sneri hann sér að
þjálfun. Hann þjálfaði stráka hjá
Stjörnunni í Garðabæ og fylgdi
þeim upp í meistaraflokk og lagði
þar grunninn að liði sem síðar vann
marga Íslands- og bikarmeistara-
titla. Um tíma þjálfaði hann einnig
unglingalandslið drengja.
Jón Gunnar var virkur blakdóm-
ari í mörg ár. Þegar erfitt var að fá
dómara til þess að fara út á land til
að dæma var oft hægt að leita til
hans, þótt það kostaði hann stund-
um vinnutap. Jón Gunnar sinnti
einnig öðrum störfum fyrir Blak-
sambandið. Hann var í stjórn þess í
nokkur ár auk þess að vera í aga-
nefnd allt til dauðadags.
Kynni okkar Jóns Gunnars end-
urnýjuðust þegar hann kom til
starfa við Austurbæjarskólann.
Þeir sem til þekkja vita að skóla-
starfið er mjög fjölbreytt og oft þarf
að bregðast fljótt við mismunandi
aðstæðum. Það var alltaf gott að
geta leitað til Jóns Gunnars þegar
það þurfti að leysa hin aðskiljanleg-
ustu verkefni.
Jón Gunnar hafði gott lag á því
að umgangast nemendur og naut
þar meðal annars reynslu sinnar úr
íþróttastarfinu. Hann var sann-
gjarn í samskiptum sínum við
krakkana en jafnframt fastur fyrir.
Nemendur í grunnskóla sjá
heiminn oft út frá eigin þröngu
hagsmunum og eru ekki alltaf sann-
gjarnir í dómum sínum um sam-
ferðafólkið í skólunum. Það segir
meira en mörg orð um það hvernig
Jón Gunnar vann með nemendun-
um að ég man ekki eftir því að þeir
hafi verið ósáttir við störf hans öll
þau ár sem hann vann í skólanum.
Þegar það þurfti að rifja eitthvað
upp varðandi skólastarfið eða átta
sig á því í hvaða árgangi hinn eða
þessi nemandinn hafði verið þá var
Jón Gunnar yfirleitt með það á
hreinu.
Skólinn verður tómlegri nú þeg-
ar Jón Gunnar hefur kvatt hann
fyrir fullt og allt.
Jason Ívarsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar