Morgunblaðið - 28.04.2020, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 28.04.2020, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2020 ✝ Eygló SvavaKristjáns- dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 22. apríl 1977, hún lést á heimili sínu 27. mars 2020. Foreldrar hennar eru Hrefna Ósk- arsdóttir, f. 30. apríl 1951 og Kristján Ingólfs- son, f. 29. nóvember 1950. Systkini Eyglóar Svövu eru Kristín Kristjánsdóttir, f. 30. júní 1968 og Ingólfur Kristjánsson, f. 8. apríl 1972. Eygló Svava bjó sín upp- vaxtarár í Vest- mannaeyjum, hóf skólagöngu í Hamarsskólanum og síðan í Fram- haldsskólanum í Vestmanna- eyjum. Hún flutti til Reykjavíkur 1996 og hóf störf í Byko, fyrst í Hafnarfirði en síðan lá leiðin á skrifstofu Byko þar sem hún vann til ársins 2006, er hún varð að hætta að vinna. Útför Eyglóar Svövu fór fram í kyrrþey. Það var á föstudagsmorgni sem okkur bárust þær fréttir að elskuleg frænka okkur Eygló Svava væri látin. Stórt skarð hafði verið höggvið í frændsystkina- garðinn sem ekki verður bætt. Orð virðast ósköp fátækleg þegar kemur að því að lýsa Eygló Svövu. Hún var yndisleg manneskja sem verður sárt saknað af öllum sem þekktu hana. Eygló Svava vildi öllum vel og sýndi samferðafólki sínu mikið örlæti og vinarþel. Hún var hugmyndarík, eldklár og uppátækjasöm. Hún var kát, skemmtileg og mjög fyndin manneskja með dásamlegan dill- andi og smitandi hlátur sem lét engan ósnortinn. Við erum óskap- lega þakklátar fyrir að hafa fengið að vera henni samferða í þessu lífi og hafa fengið að kynnast henni. Gleðisögurnar eru margar og ekki allar prenthæfar en við yljum okkur við góðar og dýrmætar minningar. Eygló Svava elskaði sólina og við trúum því að nú sé hún í sólríku sumarlandinu með öðrum góðum sálum sem eru farnar. Við sendum Hrefnu og Stjána, Kristínu og Ingólfi og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur. Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vina- hjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Sara Kristín og Margrét Arnardætur og fjölskyldur. Við bekkjarsystkinin vorum heppin að fá að kynnast Eygló Svövu í bernsku og skapa með henni dýrmætar minningar upp alla okkar grunnskólagöngu og mörg okkar mun lengur. Þau voru óteljandi kvöldin sem við vörðum í leikjum, öll bekkjarafmælin og hittingarnir, það sem margt var brallað. Það eru því ófáar sögurnar um samverustundirnar með Eygló. Eftirminnilegt er þegar hún ásamt fleiri stelpum í fann upp á leynimáli sem var notað óspart í einhvern tíma og flestar kunna enn í dag. Flest okkar muna eftir Eygló Svövu sem litlu indíánastelpunni með sveipinn sinn og fallega fín- gerða svarta englahárið, aðeins úf- ið, bundið í tagl. Hlaupandi um í íþróttagalla með bolta undir hendi. Eygló sem átti auðvelt með að eignast vini og var ein af fáum stelpnanna sem gat vingast jafnt við stráka og stelpur. Hún var leik- in með boltann og skoraði ófá stig hjá drengjunum fyrir það. Eygló eignaðist einnig marga vini í gegn- um fótboltann, en hún æfði lengi með Tý. Á unglingsárunum var að- alsamverustaðurinn félagsmiðstöð- in. En Eygló var í unglingaráðinu í Féló um tíma, sem þótti mega kúl. Sum okkar minnast þess að taka rúntinn með Eygló á rauðu Toyot- unni sem hún fékk að hafa út í eitt, með tónlistina í botni og kitla pinn- ann í bókstaflegri merkingu því það var nokkurskonar tölvu- leikjastýripinni sem hún gat keyrt með. Eygló sá yfirleitt til þess að enginn sat aðgerðalaus þegar hóp- urinn var á leið út á lífið. Hún fékk liðið til að spila, taka þátt í leikjum og hlusta á tónlist, sem aðrir höfðu jafnvel ekki heyrt. Hún hafði sinn smekk á tónlist, þá helst suðrænni tónlist og var tónlistarmaðurinn Eros Ramazzotti þar ofar öllum. Eygló var heimakær og eru marg- ar minningar sem tengjast heimili Eyglóar. Í eldhúsi Hrefnu og Stjána skemmtu vinkonurnar sér konunglega við að dansa mömmu- dansinn og fylgjast með pabba hennar reyna að „hlera“ spjallið hjá þeim með því að snúast merki- lega mikið í kringum þær. Eygló og vinkonur gátu fíflast í foreldr- unum endalaust og eitt grínið var að þriðjudagar væru dodo-dagar hjá hjónunum. Eitt sinn kom Eygló með grænan Salem til vin- konu sinnar eftir utanlandsferð og sagði henni að þær gætu reykt saman inni því það fyndist engin lykt. Faðirinn fann engu að síður lyktina, en allt var fyrirgefið þar sem það var Eygló. Já Eygló var líka prakkari. Við munum líka eftir nautnaseggnum henni Eygló, hvað henni þótti gott að láta klóra sér á bakinu og höndunum. Eygló var gædd mörgum kostum, hún var óvenjufljót að læra og tileinka sér nýja hluti. Hún hafði góða blöndu af húmor og væntumþykju, var laus við hégóma og tók öllum eins og þeir voru. Eygló lét sig varða um náungann og fylgdist vel með heilsu og líðan þeirra sem hún þekkti. Hún átti auðvelt með að setja sig í spor þeirra sem voru að glíma við alls konar, þar sem hún sjálf var búin að glíma við veikindi. Hún var óhrædd við að hafa sam- band til að spjalla um sameiginleg áhugamál og veita andlegan stuðn- ing ef hún skynjaði að þess þurfti. Það sýnir dálítið hvernig mann- eskju Eygló Svava hafði að geyma. Með samúðarkveðju frá bekkj- arsystkinum Eyglóar, Meira: mbl.is/andlat Heiðrún Björk Sigmarsdóttir. Eygló Svava Kristjánsdóttir ✝ Linda Ósk Sig-urðardóttir fæddist 11. desem- ber 1979 á fæðing- ardeild Landspít- alans við Hringbraut. Hún lést eftir langvinn veikindi á gjör- gæsludeild Land- spítalans við Hring- braut 5. apríl 2020. Foreldrar henn- ar voru Sigrún Baldvinsdóttir, f. 1959, og Sigurður Arnórsson, f. 1959. Linda átti tvo albræður, Arnór Heiðar forritara, f. 1981, og Har- ald Björn sjúkraþjálfara, f. 1983, og tvö hálfsystkini samfeðra, Guðrúnu Helgu, f. 2006, og Jón Sigmar, f. 2008, d. 2008, móðir þeirra og eiginkona Sigurðar er við Krika, bústað Sjálfsbjargar. Linda hafði einnig hafið nám í fötlunarfræði við Háskóla Ís- lands og naut þess á meðan hún gat heilsunnar vegna. Linda átti ótrúlega auðvelt með að kynnast fólki hvort sem það var í netheimum eða á förn- um vegi. Hún hafði mikil áhrif á líf margra og hennar er sárt saknað af fjölskyldu, ættingjum og vinum. Linda Ósk var sannkölluð hetja sem af hugrekki tókst á við margskonar erfiðleika sem fötl- un hennar orsakaði. Árin hennar urðu 40 fleiri en henni voru ætl- uð í upphafi. Stóran hluta ævinn- ar dvaldist hún á sjúkrahúsi og síðustu þrjú árin var hún að mestu rúmliggjandi eða inni á sjúkrahúsi. Aldrei var bilbugur á Lindu sem trúði því að hún myndi sigrast á hverri raun sem á hana var lögð. Útför Lindu verður gerð að viðstöddum nánustu ættingjum í dag, 28. apríl 2020. Minningar- athöfn verður haldin og auglýst síðar. Sigríður Ólöf Krist- jánsdóttir, f. 1967. Linda bjó sér heimili í Búsetu- kjarnanum við Skúlagötu 46 frá 1999 þar sem hún undi sér vel í ná- lægð við borgar- lífið. Linda var glæsi- leg kona sem bjó við líkamlega fötlun alla ævi en lét það ekki stoppa sig í að njóta alls þess besta sem lífið hafði upp á að bjóða. Á yngri ár- um tók Linda þátt í kórstarfi, var í sönghópnum Blikandi stjörnur, vann á leikskóla og stundaði fé- lagslífið af fullum krafti. Hún hafði undanfarin ár notið þess að fara upp að Elliðavatni og elsk- aði félagsskapinn og kyrrðina Í miðjum heimsfaraldri valdi almættið að ljúka lífsbókinni hennar Lindu Óskar. Í innilok- un sjálfskipaðrar sóttkvíar er það óraunverulegt. Eftir sitjum við aðstandendur í þessari súr- realísku skáldsögu sem dagarn- ir virðast og lítum til baka með hugann fullan af minningum og hjartað fullt af þakklæti yfir að hafa fengið að hafa hlutverk í lífinu hennar Lindu. Minningarnar litast af stærð og umfangi hlutverkanna. Minningar unga mannsins sem fékk í hendur stærsta hlutverk lífs síns aðeins tvítugur að aldri, að vera faðir litlu stúlk- unnar sem ekki var hugað líf. Hann man ljúfu stundirnar þar sem hann gat borið hana á háhesti, hann man sambúðina við unglingsstúlkuna, hann man eftir dögum, vikum og ár- um við sjúkrarúm og hann man fallegu samtölin og stund- irnar. Minningar systurinnar sem aðeins fjórtán ára hefur bæði misst systur og bróður en er sannfærð um að bæði lifi í hjartanu hennar. Hún man skemmtilegar ferðir í Kringl- una og Smáralind, hún man ljúfar samverustundir og sam- töl og hún man systurina sem hataði lauk jafn mikið og hún. Minningar stjúpmóður sem í nærri tuttugu ár hefur fengið að taka þátt í lífi Lindu og fylgjast með henni í leik og starfi. Enginn var meiri knús- ari en Linda og það þýddi ekk- ert fyrir snertifælnu stjúpuna að segja neitt annað en „auð- vitað“ þegar Linda sagði „fæ ég ekki knús?“ Linda Ósk var kraftaverk. Hún var fædd með klofinn hrygg og vatnshöfuð og við fæðingu var henni ekki hugað líf. En hjartað var sterkt og lífsviljinn mikill og hún lifði í rúmlega 40 ár. Hún var ynd- islegt barn, frábær stóra systir sem stóð alltaf með systkinum sínum og siðaði þau til ef þurfti. Hún dýrkaði systkini sín, mágkonur og litla frænd- ann og frænkurnar. Linda bjó ein frá 20 ára aldri í búsetukjarna í miðborg Reykjavíkur. Linda elskaði að fara í Kringluna og Smáralind. Hún fór í ferðalag til Portúgals með fjölskyldunni og til Þýska- lands með sönghópnum Blik- andi stjörnum. Samskipti við fólk voru henn- ar sérgrein. Ótrúlega margir heilsuðu henni á förnum vegi og eftir andlát hennar hefur komið enn betur í ljós hvað hún hefur haldið sambandi við mik- inn fjölda af vinum og ættingj- um gegnum samfélagsmiðla. Margir hafa í gegnum árin komið og haldið henni fé- lagsskap, sérstaklega þegar hún lá inni á sjúkrahúsi en Linda lá samanlagt líklega fjórðung ævi sinnar á sjúkra- húsi. Síðustu þrjú árin voru erf- ið og þeim varði hún að mestu á sjúkrastofnunum. Linda hafði óbilandi trú á ástinni og þráði ekkert heitar en að vera í sambandi og þó hún væri rúmliggjandi að mestu síðustu árin kynntist hún ástinni þó það hafi ekki varað lengi. Linda kenndi okkur margt. Hún kenndi okkur að vera þakklát fyrir lífið og setti markið hátt. Þegar við upplif- um erfiða tíma hugsum við til Lindu og þess sem hún gekk í gegnum í lífinu, þá virkar allt minna mál og auðveldara. Kaflarnir um Lindu í lífs- bókum okkar verða ekki fleiri. Að leiðarlokum viljum við af al- hug þakka elsku Lindu allt sem hún var okkur. Í hjörtum okkar mun minningin um hana lifa að eilífu. Pabbi, Sigríður (Sirrý) og Guðrún Helga. Linda Ósk Sigurðardóttir ✝ Guðjón Ein-arsson, fyrrver- andi lögregluvarð- stjóri, fæddist á Moldnúpi í Vestur- Eyjafjallahreppi 16. júlí 1929. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 18. apríl 2020. Foreldrar hans voru Einar Sigurþór Jónsson, f. 26.4. 1902, d. 31.10. 1969, og Eyjólfína Guðrún Sveinsdóttir, f. 9.1. 1897, d. 27.5. 1967. Guðjón var elstur í röð sex systkina, hin eru: Sigríður, f. 11.8. 1930; Eyþór, f. 13.8. 1931, d. 4.10. 2015; Baldvin, f. 22.3. 1934, d. 8.5. 2018; Guðrún, f. 23.9. 1935; Sig- urjón, f. 29.5. 1938. Guðjón kvæntist 25.12. 1954 Þuríði Kristjánsdóttur, f. 16.7. félagi Rangæinga á Hvolsvelli 1954-74, jafnframt héraðslög- reglumaður í Rangárvallasýslu frá 1960, lögreglumaður þar í fullu starfi frá 1974 og lögreglu- varðstjóri frá 1990-97. Með lög- reglustarfinu hafði Guðjón verið sjúkraflutningamaður í Rang- árvallasýslu frá 1972 og sá um rekstur sjúkrabifreiða Rauða- krossdeildar Rangárvallasýslu í um tuttugu ár. Guðjón starfaði mikið að slysavarna- og Rauða- krossmálum og sat í aðalstjórn Rauða kross Íslands 1986-94. Hann var sæmdur gullmerki SVFÍ 1991 og gullmerki Rauða krossins 1996. Útför fer fram í Stórólfshvols- kirkju í dag, 28. apríl 2020, klukkan 14. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu fer útförin fram í kyrrþey. Streymt verður frá út- för á facebookhópnum Útför Guðjóns Einarssonar. Stytt slóð: https://n9.cl/hyf28. Slóðina má nálgast á mbl.is/andlat. 1926, húsmóður. Hún er dóttir Krist- jáns Ólafssonar, bónda og oddvita á Seljalandi í Vestur- Eyjafjallahreppi, og Arnlaugar Sam- úelsdóttur, bónda og húsfreyju. Börn Guðjóns og Þuríðar eru: 1) Kristján Arnar, f. 2.9. 1955, d. 21.10. 1956. 2) Rúnar Þór, f. 27.11. 1958, húsa- smiðameistari. Dætur hans eru Sara Ósk, f. 4.10. 1990, og Lauf- ey Rún, f. 7.6. 1992, í sambúð með Hrannari Bjarka Hregg- viðssyni. Börn þeirra eru Eyrún Dís og Eyþór Örn. Guðjón var sjómaður í Reykja- vík og Vestmannaeyjum 1947- 54, verslunarmaður hjá Kaup- Gangur lífsins er nú einu sinni þannig að samferðamenn hverfa af sjónarsviðinu. Þannig er það nú með fyrrverandi lögreglu- varðstjórann Guðjón Einarsson. Guðjón snéri sér alfarið af lög- gæslustörfum árið 1974, fór á miðjum aldri í Lögregluskólann og lauk námi með sóma 1976. Mál æxluðust þannig að sumarið 1985, rétt rúmlega tvítugur, réð ég mig sem héraðslögreglumað- ur við embætti Sýslumannsins í Rangárþingi og starfaði þar samfellt til vors 2007. Guðjón sem og hinir er fyrir voru í fá- mennu lögregluliðinu tóku unga manninum afar vel og fólu hon- um strax krefjandi verkefni, m.a. að sinna sjúkraflutningum en í þá daga sinntu lögreglumenn í Rangárþingi sjúkraflutningum jafnhliða löggæslustörfum. Frá þessum tíma störfuðum við Guð- jón mikið og náið saman allt til ársins 1999 er hann lét af störf- um fyrir aldurssakir. Ég minnist þessa tíma með hlýhug og var Guðjón annar af mínum dagleg- um stjórnendum sem varðstjóri í lögreglunni og sjúkraflutningum. Guðjón reyndist mér vel sem góður stjórnandi, leiðbeinandi og ekki síst sem félagi. Reglu- og vanafastur var hann, hafði hlut- ina á hreinu og ljóst til hvers var ætlast. Guðjón hafði lag á að stjórna mönnum í stækkandi lög- regluliði og leituðu lögreglustjór- ar í Rangárþingi til hans við úr- lausn ýmissa mála og skipti þá miklu máli hvað hann lagði til, á það var hlustað. Guðjón var þannig gerður að hann hafði mikla „vigt“ þegar til skoðana- skipta kom. Guðjón var fróður um menn og málefni. Landið þekkti hann vel, var náttúruunn- andi og eru eftirlitsferðir um há- lendið minnisstæðar. Guðjón var frístundabóndi, var með sauðfé og hross á húsi. Hann var mikill blómaunnandi og bar garður þeirra Þuríðar eiginkonu hans þess glöggt vitni við heimili þeirra að Hlíðarvegi 13. Marg- verðlaunaður garður sem ferða- menn sóttu í að skoða. Á mínum árum sem lögreglumaður í Rangárþingi sá Þuríður um öll þrif á lögreglustöðinni og leysti það afar vel af hendi. Guðjón kom að félagsmálum, þá sérstak- lega á vettvangi Björgunarsveit- arinnar Dagrenningar á Hvols- velli en hann var á fyrstu árum hennar formaður sjóbjörgunar- flokks og líflínuskytta úr flug- línutækjum fyrir björgunarstól. Hann var um árabil stjórnar- maður og gjaldkeri Rauðakross- deildar Rangárvallasýslu og sat um árabil í Landstjórn Rauða kross Íslands. Hlaut viðurkenn- ingar fyrir störf sín í þágu Slysa- varnafélags Íslands, gullmerki SVFÍ 1991 og Rauða krossinn, gullmerki, 1996. Hann bar sterk- ar taugar til þessara félaga. Guð- jón var framsýnn, m.a. þegar ný lögreglustöð var byggð á Hvols- velli en sjúkrabílar fengu þar inni sem og félagsaðstaða fyrir Rauðakrossdeildina í fundarher- bergi. Ef ekki hefði til þess kom- ið þá væri húsið mun smærra í sniðum en það er í dag. Þá var hann síðar hvatamaður að því að Rauðakrossdeildin fengi sitt eig- ið húsnæði á Hvolsvelli. Guðjón var formaður kjörstjórna í Hvol- hreppi um árabil og skoðunar- maður reikninga Kf. Rangæinga. Þar sem Guðjón Einarsson kom að málum naut hann mikillar virðingar og trausts. Að leiðar- lokum að sinni vil ég votta Þuríði eiginkonu hans, syni, barnabörn- um og fjölskyldu allri einlæga samúð með þökk fyrir samfylgd- ina. Gils Jóhannsson. Meira: mbl.is/andlat Elsku besti afi okkar, það er ennþá hálfóraunverulegt að þú sért farinn frá okkur. Við héldum að þú yrðir allavega 100 ára, þú varst svo ódauðlegur í okkar augum. Það er tómlegt að vera heima hjá þér á Hlíðarveginum án þín. Nærvera þín var svo þægileg og rólyndisleg og virkilega afslapp- andi að koma í heimsókn og gista. Þú varst ánægður að hafa okkur hjá þér og var alltaf stutt í brosið hjá þér. Þótt þú hafir ekki verið maður margra orða sagðir þú alltaf kjarna málsins og ekkert um- fram það, okkur fannst það alltaf vera mikið viskutákn, enda varstu mjög klár og hafðir mik- inn áhuga á að fræðast. Þú varst alltaf að lesa eða hlusta á útvarp- ið. Oft hvort tveggja í einu! Við söknum þess að sjá þig ekki sitj- andi með bók í hendi og útvarpið í botni inni í skrifstofukróknum þínum eða við eldhúsborðið. Það var margt gott sem ein- kenndi þig. Þú varst sérstaklega duglegur, góður og traustur maður. Þú varst líka einstaklega umburðarlyndur og óeigingjarn, alltaf svo hjálpsamur ef einhvern vantaði eitthvað. Það var alltaf hægt að treysta á þig og það gaf okkur öryggistilfinningu og ef- laust mörgum öðrum í kringum þig yfir ævi þína. Það var svo innilega fallegt að sjá hvað ykkur ömmu þótti vænt hvoru um annað og þú varst allt- af svo góður við hana. Svo varstu líka mikill dýravinur, þótt þú vildir ekki viðurkenna það. Þú hafðir gaman af ferðalög- um og eigum við margar góðar minningar úr Spánarferðunum þar sem þú varst duglegur að minna okkur á að við yrðum ekki brúnar á því að hanga inni! Það var alltaf gaman að koma á sumrin og sjá garðinn sem var alltaf jafn fallegur og litríkur ár hvert með óteljandi tegundir blóma. Þú varst duglegur að hugsa um hann og erum við syst- ur báðar sammála um að hann sé einn af okkar uppáhaldsstöðum. Við ætlum að reyna okkar besta að halda garðinum fallegum fyrir þig þótt enginn gæti hugsað um hann af jafnmikilli natni og þú. Okkur þykir endalaust vænt um góðu minningar um þig, þær hlýja okkur um hjartaræturnar. Við elskum þig afi, takk fyrir allt. Sara Ósk og Laufey Rún Rúnarsdætur. Guðjón Einarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.