Morgunblaðið - 28.04.2020, Síða 32

Morgunblaðið - 28.04.2020, Síða 32
„Við höfum bara verið að ræða saman um framhaldið og höfum horft aðeins fram í tímann,“ segir Guð- mundur B. Ólafsson, formaður Handknattleiks- sambands Íslands, spurður um viðræður við landsliðs- þjálfarann Guðmund Þ. Guðmundsson. Þjálfarinn gat þess í samtali við RÚV um helgina að hann hefði rætt við HSÍ um áframhaldandi samstarf. „Það má alveg segja að áhugi sé hjá báðum aðilum að halda þessu áfram en ekki er komin nein niður- staða,“ segir Guðmundur B. í viðtali við blaðið. »27 Ekki komin niðurstaða en áhugi á áframhaldandi samstarfi til staðar Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Við ætlum að nýta lífrænan úrgang hjá okkur sem fóður fyrir hænur og orma, en skepnurnar gefa okkur í staðinn áburð og egg. Þannig fræð- um við börnin um hringrás og sjálf- bærni náttúrunnar,“ segir Sigrún Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri Heilsuleikskólans Urðarhóls í Kópa- vogi, en þar er nú verið að undirbúa komu hænsna og rauðorma. „Við fengum styrk frá Sprotasjóði menntamálaráðuneytis til að þróa verkefni fyrir næsta skólaár. Við er- um að innleiða Heimsmarkmið Sam- einuðu þjóðanna í skólastarfið og ákváðum að taka fyrir tólfta mark- miðið, sem snýr að sjálfbærni og að sporna við matarsóun. Við tókum þessa ákvörðun út frá umhverfis- vernd, sem er einn af þeim þáttum sem við höfum verið að vinna með. Til að sporna við matarsóun ákváðum við að auka ábyrgð í matarinnkaupum og nýta matar- afganga okkar. Við skoðuðum hversu miklu við köstum í ruslið af lífrænu sorpi í hverjum mánuði, og það var ansi mikið. Við vildum því endurnýta og vera meira sjálfbær og partur af því er að fá hænur í garð- inn við leikskólann. Hænurnar munu taka að sér að éta matarafganga og börnin fá að gefa þeim þegar þau eru í skólanum. Við ætlum líka að fá okk- ur sérstaka rauðorma sem við verð- um með inni í leikskólanum í kössum en þessir ormar brjóta niður líf- rænan úrgang, matarafganga og breyta í jarðveg og áburð. Við ætlum að nýta þennan áburð sem og skítinn úr hænunum til að græða upp sár í brekku á leikskólalóðinni þar sem börnin hafa mokað holur. Við ætlum því að taka flag í fóstur nú þegar frost er farið úr jörðu,“ segir Sigrún og bætir við að til standi að fá for- eldra barnanna með í þessa vinnu. „Þannig viljum við auka meðvit- und um nauðsyn þess að sporna við matarsóun og vekja ábyrgð á eigin neyslu. Hugmyndin er að foreldrar geti sótt um að vitja hænsnanna um helgar og gefa þeim matarafganga og fá egg úr þeim að launum. Þetta kemur inn á samvinnu heimilis og skóla, því öll getum við gert eitthvað í þessari baráttu um betri heim. Að gefa hænunum um helgar verður ekki kvöð, heldur val fyrir þá sem vilja.“ Sigrún tekur fram að ekki sé að- eins nauðsynlegt að auka umhverfis- vitund frá blautu barnsbeini, heldur sé líka hollt fyrir öll börn að um- gangast dýr og taka þátt í umönnun þeirra. „Við ætlum líka að rækta okkar eigið grænmeti til að borða í leik- skólanum, gúrkur, tómata og maís. Núna erum við að sá og útfæra hvernig við tökum á móti hænum og ormum. Við ætlum að nýta vorið og sumarið til að byggja útigerði fyrir hænurnar. Þetta er spennandi og skemmtilegt og hænurnar koma fljótlega, þegar aðstaðan hér hefur verið tekin út. Það er mikil tilhlökk- un hjá öllum,“ segir Sigrún og bætir við að verkefnið nái til um 450 manns. „Vonandi kemur það fólk til með að hrífa fleiri með sér. Okkur langar til að verkefnið veki samkennd innan leikskólasamfélagsins, það skiptir máli að börnin tileinki sér þennan lífsstíl til að taka með sér út í lífið.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Leikur Börnin á Urðarhóli nutu þess að leika sér úti í gær í veðurblíðunni, en eins og sjá má eru næg verkefni til uppgræðslu á leikskólalóðinni. Börnin hlakka til að fá hænur og orma hingað  Foreldrar geta sótt um að vitja hænsnanna um helgar Leikskólastjóri Sigrún Hulda hlakkar til, ekki síður en börnin. Í fyrra Sigrún og börnin að kryfja hænuegg sem klöktust ekki út. Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is AXIS framleiðir eldhúsinnréttingar í miklu úrvali Val er um mismunandi útlit, viðartegundir og fleira. Viðskiptavinum stendur til boða aðstoð hönnuða AXIS, við að teikna upp og útfæra innréttingar og skápa. Hjá AXIS er veitt ráðgjöf um val á innréttingum en sjá má nokkurn hluta úrvalsins í glæsilegum sýningarsal AXIS, Smiðjuvegi 9 í Kópavogi. Vandaðar íslenskar innréttingar Meðan samkomu- bann varir hafa stjórnendur Hörpu, Sinfón- íuhljómsveitar Ís- lands og Íslensku óperunnar tekið höndum saman um lifandi tónlist- arstreymi úr Eld- borgarsalnum flesta morgna klukkan 11. Óperan býður iðulega upp á „aríu dagsins“ sem er þá flutt af einsöngvara sem er kynntur þegar hann stígur á svið og er meðleikari Bjarni Frímann Bjarnason. Í dag kl. 11 kemur í ljós hver syngur með Bjarna en í gær flutti Agnes Thorsteins aríuna „Fia dunque vero“ úr óperunni La Favorita og má sjá flutn- ing hennar, og fleiri frá síðustu vikum, á Facebook-síðu Íslensku óperunnar. Söngvarar syngja aríur í boði Íslensku óperunnar beint úr Hörpu ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 119. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.