Fréttablaðið - 27.08.2020, Qupperneq 6
Það er ekkert hægt
að sanna eða
af sanna, það er ekkert sem
ég get gert til að hreinsa
mann orð mitt nema að
reyna að koma því til skila
að þetta sé ekki
rétt.
Elísa Sif Rann
veigar dóttir,
nemi
Þeir þurfa að skilja
að þetta er ekkert
grín. Mál sem þetta getur
haft gríðarleg áhrif, þetta er
innrás í friðhelgi
fólks.
María Rún Bjarna
dóttir, doktors
nemi í lögfræði
Stjórnvöld stefna að því
að einfalda skipulagsferli
vegna framkvæmda í
flutningskerfi raforku sem
ná yfir mörk sveitarfélaga.
Einstaklingar með 30
eða meira í BMI-stuðli eru
umtalsvert líklegri til þess
að veikjast alvarlega eða láta
lífið af völdum COVID-19.
markaður
Bænda
um helgina!
... hjá ok
ku
r
í
d
a
g
H
já
b
ó
nd
a í gær ...
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
COVID-19 Rannsókn sem gerð var
á vegum Háskólans í Norður-Kar-
ólínu sýnir að offita eykur hættuna
á að látast af völdum COVID-19 um
nærri 50 prósent og gæti minnkað
virkni bóluefnis sem verið er að
þróa við kórónaveirunni.
Niðurstöður rannsóknarinnar,
sem framkvæmd var af alþjóðlegum
sérfræðingum í veirufræðum með
styrk frá Alþjóðabankanum, eru að
offita hefur meiri áhrif á dánartíðni
vegna veirunnar en áður var talið.
Þannig eru þeir einstaklingar sem
eru með 30 eða hærra í BMI-stuðli
113 prósentum líklegri til þess að
þurfa á aðstoð að halda á sjúkrahúsi
vegna kórónaveirunnar, 74 pró-
sentum líklegri til þess að þurfa að
fara á gjörgæslu og 48 prósent meiri
líkur eru á því að veiran muni draga
þá til dauða.
Bandaríkin og Bretland eru þau
lönd í heiminum þar sem offita er
mest í heiminum en Boris Johnson,
forsætisráðherra Bretlands, hefur
hrundið af stað átaki til þess að
skera upp herör gegn þeim landlæga
vanda. – hó
Offita mun mögulega
minnka virkni bóluefnis
Áhrif offitu á COVID-19 var til skoðunar í nýrri rannsókn. MYND/GETTY
SAMFÉLAG Hin ní tján ára gamla
Elísa Sif Rann veigar dóttir varð
fyrir því að lygum um að hún væri
að stunda vændi var dreift á vef-
síðunni Chansluts. Elísa Sif, sem
er nemi í grunnskólakennarafræði
við Háskóla Íslands, óttast að þessi
lygi gæti eyðilagt líf sitt þar sem hún
hafi skemmt mannorð sitt mikið.
„Fólk er byrjað að á reita mig
stans laust í gegnum Insta gram,
Snapchat og Face book og einnig
hringir fólk beint í símann til mín
og hótar að mæta heim til mín eða í
vinnuna mína „svo ég gæti ekki sagt
nei“,“ segir Elísa Sif.
Á vefnum Chansluts er færsla þar
sem ónafngreindur aðili fullyrðir að
hún stundi vændi í gegnum vefinn
OnlyFans. Elísa Sif hefur leitað til
lögreglu vegna málsins en hún fékk
þau svör að lítið væri hægt að gera,
lögreglan gæti aðeins aðhafst ef það
komi í ljós hver setti inn færsluna.
„Það er ekkert hægt að sanna eða af-
sanna, það er ekkert sem ég get gert
til að hreinsa mann orð mitt nema
að reyna að koma því til skila að
þetta sé ekki rétt.“
Rannsókn var gerð á vefnum
árið 2016. Á þeim tíma var 41 síða
af íslensku efni á vefsíðunni. Vefur-
inn er mikið notaður til að skiptast
á myndum, setur þá notandi inn
mynd af einstaklingi og óskar eftir
nektarmyndum, myndunum er þá
dreift í gegnum hlekki sem renna út
á einum sólarhring. Einnig er tals-
vert um ábendingar, þar á meðal
um vændi og aðrar vefsíður þar sem
myndefni er að finna. Í dag eru 199
síður af íslensku efni á vefsíðunni.
Stefnt er að því að frumvarp til
að tryggja vernd þeirra sem verða
fyrir brotum á kynferðislegri frið-
helgi verði lagt fram í haust. Frum-
varpið mun byggja á greinargerð
sem María Rún Bjarnadóttir, dokt-
orsnemi í lögfræði, skilaði til ríkis-
stjórnarinnar í febrúar síðastliðn-
um. Í greinargerðinni segir að brýnt
sé að ráðast í heildstæða endurskoð-
un á málaflokknum, laga lagaum-
hverfið að aukinni tækninotkun í
samskiptum og gera úrbætur innan
réttarvörslukerfisins.
„Þetta er þrískiptur vandi. Það
þarf að endurskoða löggjöfina
vegna þessa stafræna umhverfis,
fyrirtækin sem sjá um vefsíðurnar
þurfa að aðstoða við að eyða ólög-
legu efni, og svo þurfa gerendurnir
að komast í skilning um að þessi
hegðun hefur af leiðingar,“ segir
María Rún.
Chansluts-vefurinn er hýstur í
Panama, þar sem er löggjöfin er
Óttast að lygin muni
eyðileggja mannorðið
Nítján ára kennaranemi óttast að lygi sem dreift var um hana á Chansluts geti
eyðilagt mannorð sitt. Frumvarp sem fjallar um friðhelgi í stafrænum heimi
er í burðarliðnum. Doktorsnemi í lögfræði segir að ná þurfi til gerendanna.
Erfitt getur reynst að bera kennsl á notendur á vefsíðum á borð við
Chansluts. Þeir geta falið slóð sína með notkun VPN-tenginga. MYND/GETTY
slök. Þurfti vefurinn nýverið að
skipta um hýsingaraðila þar sem
samningum hafði verið rift af sið-
ferðisástæðum.
Þó að löggjöfin sé víða betri en á
Íslandi þá er menningin í kringum
vefsíður á borð við Chansluts, 4chan
og 8chan alþjóðlegur vandi. „Þær
fóstra hreinlega kvenfyrirlitningu.
Ísland hins vegar er eina landið
með sérstakt svæði á Chan-síðu,“
segir María Rún. „Þessir guttar eru
að skiptast á myndum, möppum,
selja aðgang að myndamöppunum
sínum. Þetta er ótrúleg hegðun.“
María Rún segir að mál Elísu sé
f lókið en það séu til úrræði. „Það
eru til dómar þar sem ummæli um
ætlað vændi er talið bæði brot gegn
blygðunarsemi og stórfelldar æru-
meiðingar þegar það eru náin tengsl
á milli brotamanns og brotaþola.
Þegar við erum að eiga við nafnlaus
ummæli kemur til viðbótar að það
er ekkert ákvæði um að villa á sér
heimildir á netinu.“
Lögreglan hefur takmarkaðar
valdheimildir til að loka síðum af
þessu tagi og bera kennsl á þá sem
eru að dreifa efninu. Ef þolandinn
er undir 15 ára er staðan þó oft
auðveldari. Það eru dæmi um að
lögreglan hafi fengið upplýsingar
frá Snapchat til að bera kennsl á
notanda.
María telur að lokun vefsíðna sé
ekki vænlegt í opnu lýðræðissam-
félagi. Þá þurfi að draga skýr mörk
á milli þess að deila nektarmyndum
á netinu og að dreifa þeim í óþökk
hlutaðeigandi.
Besta leiðin til að stöðva þessar
síður sé að ná til gerendanna. „Þeir
þurfa að skilja að þetta er ekkert
grín. Mál sem þetta getur haft gríð-
arleg áhrif, þetta er innrás í friðhelgi
fólks.“
fanndis@frettabladid.is
arib@frettabladid.is
SKIPULAGSMÁL Stjórnvöld vilja
einfalda skipulagsferli vegna fram-
kvæmda í f lutningskerfi raforku
sem ná yfir mörk sveitarfélaga.
Áform að slíku lagafrumvarpi voru
kynnt í samráðsgátt í gær.
Þar eru lagðar til breytingar
á skipulagslögum sem fela í sér
heimild til að skipa sérstaka stjórn-
sýslunefnd sem hefði það hlutverk
að taka sameiginlegar skipulags-
ákvarðanir þegar umræddar fram-
kvæmdir ná yfir sveitarfélagamörk.
Yrði slík nefnd skipuð fyrir hverja
framkvæmd og myndi gefa út sam-
eiginlegt framkvæmdaleyfi. Nú
geta slíkar framkvæmdir kallað á
breytingar á aðalskipulagi hvers
sveitarfélags sem á í hlut og gefa þarf
út framkvæmdaleyfi í þeim öllum.
Þá stendur til að stytta umsagnar-
frest við auglýstar deiliskipulags-
tillögur til að auka skilvirkni í
stjórnsýslu vegna uppbyggingar
íbúðarhúsnæðis. Jafnframt verða í
boðuðu frumvarpi ákvæði um mið-
læga stafræna skipulagsgátt.
Þessi atriði eru meðal tillagna
starfshóps sem fjallaði um tilteknar
tillögur átakshóps um húsnæðis-
mál. – sar
Boða breytingar á skipulagslögum
Skipulagslög verða tekin til endur-
skoðunar á komandi haustþingi.
2 7 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð