Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2020, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 27.08.2020, Qupperneq 12
Í nágrenni Reykjavíkur er fjöldi tignarlegra fjalla sem setja sterkan svip á sjóndeildarhringinn. Þar eru Bláfjöll, með helsta skíðasvæði höfuð-borgarinnar, engin undantekning. Vestur af þeim er hnúkaþrenning sem kallast Þríhnúkar og sjást víða að en best frá Bláfjallavegi vestan Rauðuhnúka. Þessir fallega sköpuðu gígar láta ekki mikið yfir sér í fyrstu, enda ná þeir ekki nema rétt rúmlega 550 metra hæð. Umhverfi þeirra er prýtt fallegu og úfnu svörtu hrauni sem á veturna á til að stinga sér í gegnum snjóþekjuna. Þegar gengið er upp á hæsta gíginn, sem liggur næst Bláfjöllum, blasir skyndilega við hrollvekjandi trektlaga op Þríhnúka- gígs, sem jafnframt er einn stærsti hellir landsins og telst til merkilegustu hraunhella í heimi. Það var Árni B. Stefánsson, augnlæknir og hellakönnuður, sem kannaði gíginn fyrstur þegar hann seig niður í hann á Jónsmessu 1974. Reyndust 120 metrar niður á söðullaga hraunbing á botni gígsins og gíghvelfingin þar rúmir 3.000 fermetrar að flatarmáli. Frekari rannsóknir sýndu að á botni gígsins er hitastigið 2-3 °C allan ársins hring og þegar kröftugum ljósum var beint að hellisveggjunum reyndust þeir skarta ýmsum litum með dumbrautt, gult og svart í aðal- hlutverkum. Einnig fannst gosrás skáhallt niður frá botninum sem nær 204 metra dýpt, en það eru næstum þrjár Hallgrímskirkjur mælt frá opi gígsins. Ofar í Þríhnúkagíg leynast f leiri útskot og minna sum þeirra á strompa. Í grein í Náttúrufræðingnum 1992 lagði Árni til nöfnin Háhnúk, Miðhnúk og Holhnúk á þríeykið, en þau hafa ekki enn unnið sér sess. Ganga að Þríhnúkum er þægileg flestum og má hæglega ná á hálfum degi. Flestir velja að leggja bílum við Kóngsgil í Bláfjöllum en þaðan liggur greiðfær fjögurra kílómetra gönguslóði að hnúkunum og hækkunin óveruleg. Einnig liggur hjólaleið áleiðis að hnúkunum frá Hafnarfirði sem styttir gönguna. Af tindum Þríhnúkagígs er frábært útsýni yfir höfuð- borgarsvæðið en einnig sést vel til Snæfellsness, Akra- fjalls, Esju og Móskarðahnúka. Hægt er að kynnast leyndardómum Þríhnúkagígs nánar, en sl. átta ár hefur verið boðið upp á skipulagðar skoðunarferðir ofan í gíginn að sumarlagi. Á veturna er síðan gaman að ferðast á ferðaskíðum umhverfis hnúkana og halda síðan ferðinni áfram um Grindarskörð að Brennisteins- fjöllum. Þríeyki gímalds Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari Þríhnúkar leyna á sér en undir þeim er að finna einn stærsta hraunhelli í heimi. MYNDIR/ÓMB Hraunin umhverfis Þríhnúka eru spennandi á sumrin en líka gaman að ferðast um þau á ferðaskíðum að vetri til. Í iðrum Þrí- hnúkagígs er boðið upp á mikla litaveislu sem gleður augað. 2 7 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.