Fréttablaðið - 27.08.2020, Síða 20
Jóhanna María
Einarsdóttir
johannamaria@frettabladid.is
Sólveig útskrifaðist úr Listahá-skóla Íslands árið 2018 sem fatahönnuður og leggur nú
stund á meistaranám í London í
Central Saint Martins. Sigga Fann-
ey er nýútskrifuð úr Handarbetets
Vänner í Stokkhólmi í textíl-
handverkshönnun.
„Okkur langaði að þróa nýrri
aðferðir við framleiðslu en þessar
hefðbundnu aðferðir eins og
prjónið, heklið og þæfð sjöl. Með
því viljum við stuðla að fjölbreytt-
ari og framúrstefnulegri aðferðum
og vörum sem auka verðmæti
íslensku ullarinnar. Verkefnið er
styrkt af nýsköpunarsjóði Rannís
og Ístex,“ segir Sólveig.
Náttúruefnin eru lausn
„Woolume II-nafnið vísar til þess
að við erum að vinna ullina á
næsta skref, eins og í Volume II.
Gamla prjónið er auðvitað gott
og gilt, en við viljum sjá efnið
fara nýjar, fagurfræðilegar leiðir
og nýta möguleikana betur. Við
þurfum öll að endurskoða hvernig
við erum að nota og nýta það sem
er okkur innan handar. Náttúru-
efnin gætu þá verið lausnin, í stað
þess að leita svara í gerviefnum,“
segir Sigrid, eða Sigga Fanney eins
og hún er oftast kölluð. Sólveig
bætir við: „Við viljum meðal ann-
ars finna gullinn meðalveg fyrir
þá sem ekki vilja feld en heldur
ekki gerviefni úr plasti sem brotna
illa niður í náttúrunni og skaða
umhverfið.“
Kostur að þekkja upprunann
„Við erum að nýta ull af kindum
úr sveitinni hjá ömmu og afa undir
Eyjafjöllum. Það er mikill kostur
að vinna ullina frá upphafi til
enda og hafa stjórn og vitneskju
um meðferð dýranna og afurðina
sem við notum í hönnunina, sem
er alls ekki sjálfsagt í dag. Þá hefur
íslenska kindin það allajafna
gott, miðað við á mörgum öðrum
stöðum í heiminum.“
„Íslenska ullin hefur orðspor
á sér að hún sé ekki eins mjúk og
önnur ull. En í meðferð okkar
höfum við fundið að hún er upp-
full af möguleikum, bæði fyrir
grófa ull og silkimjúka,“ bætir
Sigga Fanney við.
„Það má segja að við séum að
binda saman fortíð og framtíð
í framleiðslunni. Við nýtum
t.d. röggvarfeldinn sem á upp-
runa sinn á landnámsöld. Seinni
aðferðin byggist á þæfingu. Við
höfum verið heppnar að komast í
samstarf við fjölda íslenskra hand-
verksskvenna og erum þakklátar
að þær skuli vilja deila reynslu
sinni og þekkingu,“ segir Sólveig.
Pönk og Vigdís Finnboga
Sólveig og Sigga Fanney leituðu
innblásturs í íslenska dægurmenn-
ingu og pönksenuna. Þá skoð-
uðu þær einnig fatnað Vigdísar
Finnbogadóttur á meðan hún var
forseti. „Við stúderuðum mikið af
þessum klassísku íslensku kvik-
myndum eins og Með allt á hreinu,
Rokk í Reykjavík, Dalalíf og fleira.
Einnig horfðum við til sterkra
íslenskra kvenna sem voru braut-
ryðjendur á sínum tíma,“ segir
Sigga Fanney.
Sigga Fanney og Sólveig eru á
lokastigi í vörugerð og búast við
að klára í september. „Við munum
einblína á stafræna miðla og halda
svo sýningu þegar möguleiki gefst.
Annars verður hægt að panta hjá
okkur á Instagram @solhans-
dottir og @sigga.fanney þegar
línan kemur út. Vörurnar eru allar
sérsniðnar svo það er svolítill bið-
tími,“ segir Sólveig.
Íslenska ullin, frú forseti og pönkið
Woolume ll er spennandi verkefni þar sem Sigrid Fanney Daregard og Sólveig Dóra Hansdóttir
víkka út möguleika íslensku ullarinnar og framleiða tískuvarning úr ull með nýjum aðferðum.
Sigga Fanney og Sólveig vilja nýta möguleika ullarinnar betur. MYND/AÐSEND
Þær eru þakklátar fyrir alla þá
aðstoð sem þær hafa fengið frá
íslenskum handverkskonum.
DEEP HEAT ROLL ON EYKUR BLÓÐFLÆÐI TIL VÖÐVA. VIRKAR BÆÐI SEM HITA- OG NUDDMEÐFERÐ.
ERT ÞÚ KLÁR
Í HLAUP
DAGSINS?
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R