Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 3

Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 3
3 l fþráttmbiaðia Mörg ólympísk verkefni ÍSÍ tekur ákvörðun um þátttöku Islendinga, sem tilnefndir hafa verið af viðkomandi sérsambönd- um, á mótum sem haldin eru und- ir vernd Alþjóða ólympíunefndar- innar, IOC. Ólympíuleikar eru á fjögurra ára fresti, næst í Sydney í Ástralíu árið 2000, Smáþjóðaleik- ar Evrópu eru annað hvert ár og síðan eru Ólympíudagar æskunn- ar, vetrarleikar og sumarleikar, sem verða haldnir á næsta ári. Stefán sagði að mikil vinna væri vegna samskipta við Alþjóða ólympíunefndina. „Við erum í stöðugu sambandi við Ólympíu- samhjálpina, vinnum með Evr- ópusambandi ólympíunefnda, EOC, og aðalfundur Samtaka frjálsra íþróttasamtaka í Evrópu, ENGSO, var haldinn í Reykjavík í apríl. Alþjóða samskiptin hafa aukist gríðarlega mikið og við sameininguna varð grundvöllur alþjóða starfsins mun þéttari en áður.“ Nýjar áherslur Tölvudeild fSÍ verður lögð niður um áramótin en þá tekur hugbún- aðarþjónustan Álit við daglegum rekstri tölvukerfa sambandsins. „Við höfum tölvuvætt íþrótta- hreyfinguna á undanförnum árum með nýjum áherslum. Þar er um að ræða öll skil, mótakerfi og fleira. Tölvan og internetið eru samskiptaform framtíðarinnar og um þessar mundir erum við í sam- ræðum við danskt fyrirtæki, Info- sport, varðandi nýjar lausnir í samráði við íþrótta- og ólympíu- samböndin á Norðurlöndum. Með þessu ættum við að losna við kostnað upp á milljónir króna vegna þróunar á hugbúnaði. Sér- staklega skiptir þetta stóru sér- samböndin miklu máli.“ Stefán sagði að nýjar áherslur væru í peningamálum ÍSÍ. „í fyrsta lagi vinnum við samkvæmt svokallaðri nettó-fjárhagsáætlun. fSÍ veltir um 250 til 300 milljón- um króna á ári en sjálf samtökin velta aðeins 52 milljónum króna. Mismunurinn er gegnumstreymi fjármagns. Aðhaldið er mjög strangt og reynt er að spara á öll- um sviðum en uppgjör er á þriggja mánaða fresti. Hafa ber í huga að um ný samtök er að ræða og þó alltaf sé mikilvægt að halda sér innan fjárhagsáætlunar er það sér- staklega mikilvægt á fyrsta ári. Við viljum sýna að það var rétt sem við sögðum. Að hægt er að spara mikið fjármagn með sam- einingunni og það er að koma á daginn. í þessu sambandi má nefna að Sport-hótelið var lagt niður einfaldlega vegna þess að hreyfingin nýtti sér það ekki og eins er það okkar mat að íþrótta- hreyfingin eigi að sinna íþrótta- starfi en ekki vera í sérstökum rekstri á öðrum grundvelli. Hlutur ÍSÍ í íþróttamiðstöðinni að Laug- arvatni hefur verið seldur mennta- málaráðuneytinu en viðræður hafa verið við íþróttaskor Kenn- araháskóla íslands um samvinnu varðandi rekstur ákveðinna æf- ingabúða. Hins vegar ganga sum- arbúðir eins og ÍSÍ rak að Laugar- vatni ekki lengur heldur aðeins ákveðnar æfingabúðir fyrir sér- staka hópa sérsambandanna. Varðandi allan rekstur sambands- ins er mjög mikilvægt að and- rúmsloftið sé gott á skrifstofunni og mikil ánægja er með alla starfs- menn. Sjö manns og einn að auki í átaksverkefni vinna á skrifstofu ÍSÍ og eru það færri en áður. Auk þess má ekki gleyma því að hreyf- ingin er mjög heppin með fram- kvæmdastjórnina. Um er að ræða stóran hóp, einstaklinga með mikla reynslu. Mjög margir koma beint úr grasrótinni, hafa verið keppendur eða stjórnarmenn. Þetta er eitt af lykilatriðum mark- viss og árangursríks starfs.“ Tugir milljóna króna sparast Stefán sagði að þó liðlega ár væri frá sameiningu ÍSÍ og Óí væri sameiningunni ekki lokið. „Sameiningin hefur sýnt að nauðsynlegt er að halda áfram að skoða skipulagsmál hreyfingar- innar og ekki er nóg að einblína á toppinn. Við erum með 28 héraðs- sambönd og íþróttabandalög og þau eru mjög mismunandi á veg komin. Fyrir Alþingi liggur frum- varp um nýja og breytta kjör- dæmaskipun sem verður væntan- lega samþykkt. Við eigum að fylgja ákvörðun Alþingis eftir og breyta einingum okkar. Það þarf að fækka héraðssamböndunum, gera þau skilvirkari. Samfara þessu þarf að skoða málin hjá fé- lögunum og hugmyndum um hlutafélagaform félaga ber að taka opnum huga. Félögin verða að fá að þróast og mikilvægt er að nýj- um rekstarformum verði tekið vel en ekki með einhverjum kreddum og gamaldags hugsunarhætti. Staðreyndin er sú að íþróttahreyf- ingin veltir samtals 3,2 milljörð- um króna á ári en stöðugt vantar fjármagn og því verða menn að vera opnir fyrir nýjum leiðum.“ Sameining er orðið varðandi rekstur og sparnað og Stefán sagði mikilvægt að sameina alla íþróttahreyfinguna í eina hreyf- ingu, að ÍSÍ og UMFÍ sameinuð- ust. „ÍSÍ er æðsti aðili íþróttamála á landinu en Ungmennafélag íslands hefur reynt að staðsetja sig æ meira á íþróttavængnum því það lifir í raun á íþróttastarfi. Ut af fyrir sig er allt gott um það að segja en UMFÍ tekur til sín fjár- magn, rekstur félagsins kostar tugmilljónir króna á ári. Fyrir nokkrum árum máttu margir úti á landi ekki heyra minnt á samein- ingu fSÍ og UMFÍ en nú er allt annað hljóð í mönnum. Æ fleiri eru að minnsta kosti tilbúnir að skoða sameiningu þó ekki væri nema vegna þess að þá spöruðust tugir milljónir króna á ári sem færu í staðinn beint út í hreyfing- una eins og hefur gerst hjá okkur. 270 þúsund manna þjóð getur ekki leyft sér að vera með mörg samtök sem starfa á sama sviði. UMFÍ hefur ákveðna sérstöðu varðandi umhverfismál og ýmis- legt grasrótarstarf en ÍSÍ getur al- veg nálgast þessi málefni saman- ber það að ÍSÍ starfar á umhverfis- málasviði í kjölfar samþykkta Al- þjóða ólympíunefndarinnar. Aðal- atriðið er þó að áhrif og skyldur UMFÍ varðandi yfirstjórn, móta- hald, dómsmál, lyfjaeftirlit og afreksmál eru sáralitlar sem engar. Öll stefnumörkun í fjármálum og barna-og unglingamálum er hjá okkur. UMFÍ, sem hefur fjár- hagslegt bolmagn og fjárhags- legan styrk þarft að axla þessa ábyrgð með okkur og það getur aðeins gerst með sameiningu. Hér er um að ræða hluti sem menn verða að skoða. Hins vegar verður að gæta þess að gera það ekki út frá persónulegum sjónar- hornum. Sé þetta gert af yfirveg- un og í rólegheitum trúi ég því að innan nokkurra ára verði búið að ganga frá samruna ÍSÍ og UMFÍ í tengslum við aðrar skipulags- breytingar í hreyfingunni. í þessu sambandi væri ráð að opna lands- hlutaskrifstofur til að auka tengsl- in. Einn starfsmaður á Akureyri og annar á Egilsstöðum svo dæmi séu tekin væru fulltrúar okkar á landsbyggðinni en hafa ber í huga að ÍSÍ og UMFÍ eru bæði með höf- uðstöðvar í Reykjavík. CjMdursdreifing skráðra iðkendaj) -----kariar - - - konur Æ

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.