Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 10

Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 10
10 JþmttaMaiátö Keik er ein vinsælasta afþreyingaríþrótt í heimi. Hestamennska eflir tengsl manns og náttúru. Iþráttaflóran v e x o g v e x Á undanförnum áratugum hefur flóra þeirra íþróttagreina, sem stundaðar eru hér á landi, vaxið í kjölfar erlendra áhrifa og áhuga landans á hverskonar nýbreytni. Nýjar íþróttagreinar hafa þannig náð að festa rætur sínar meðal al- mennings líkt og t.d. Skvass, kara- te og keila. A sama tíma hafa eldri íþróttagreinar leitað að nýjum sóknarfærum í þeirri von að auka þátttöku almennings enn frekar. Iþróttablaðið sótti heim þá Jón Albert Sigurbjömsson, formann Landssambands hestamannafé- laga og Valgeir Guðbjartsson, gjaldkera Keilusambands Islands. Báðar eiga þær íþróttagreinar sem að þeim snúa það sameiginlegt að vera iðkaðar meira sem tómstund en keppnisíþrótt. Innt var eftir því hvort samböndin gerðu því út á það að rækta þessi tengsl við al- menning, hvað væri á döfinni um þessar mundir og hver framtíðará- formin væru. Keilan er vinsæl Keiluíþróttin hefur átt vaxandi fylgi að fagna meðal almennings á síðastliðnum árum eða allt frá því að Keilufélag Reykjavíkur var stofnað 1986. Með tilkomu nýrra keilusala hefur áhuginn á íþrótt- inni aukist enn frekar og er nú svo komið að um tíu keilufélög eru starfrækt hér á landi. Fyrir sjö ár- um var svo Keilusamband Islands loks stofnað. Markmiðið með stofnun sambandsins var m.a. það að standa fyrir íslandsmótum og bikarkeppni liða og einstaklinga sem og fyrir útgáfustarfsemi í tengslum við íþróttina. Valgeir Guðbjartsson, gjaldkeri Keilusam- bandsins, bendir á að þrátt fyrir hina almennu iðkun sé skortur á ungu fólki í greininni til að taka við af þeim eldri. „I dag eru um Iþróttatækið er lifandi Þrátt fyrir að nú sé bráðlega liðin ein öld frá því fyrsta bifreiðin kom landsins er hestamennska enn við lýði hér á landi þó í breyttri mynd sé. I dag tengist hún tómstundum hvers konar og hefur átt gríðarlega miklu fylgi að fagna meðal lands- manna. Einnig hefur keppni í reið- mennsku aukist í kjölfar aukinna mótshalda í gegnum tíðina. Jón 600 skráðir keppnismenn en við reiknum með að hinir almennu iðkendur íþróttarinnar séu á bil- inu 15 til 20 þúsund. Þrátt fyrir þennan fjölda vantar okkur yngra fólk sem hefur stundað keilu í ein- hvern tíma í félagsstarfið því hing- að til hefur það aðallega byggst upp á þeim einstaklingum sem eru að keppa í greininni. Vonin er að eftir tíu til tuttugu ár, þegar íþrótt- in hefur öðlast sterkari hefð, verði orðinn almennari þátttaka í fé- lagsstarfinu,“ sagði Valgeir. Setja sig í samband við hinn almenna iðkanda Keiluíþróttin má teljast vera ein útbreiddasta afþreyingaríþróttin í heiminum í dag og segir Valgeir að í Bandaríkjunum einum sé fjöldi iðkenda um 60 milljónir. En hver er afstaða keilusambandsins gagnvart hinum almenna iðkanda? „Við höfum kannski ekki verið að gefa út mikið af Albert Sigurbjörnsson, formaður Landsambands hestamannafélaga, bendir á að þrátt fyrir þessi mót hafi hestamennska ekki verið álitin íþróttagrein í augum margra fyrr en kannski með kjöri Sigurbjörns Bárðarsonar, knapa, sem íþrótta- manns ársins árið 1991. „Af þeim 8 þúsund meðlimum í Lands- sambandi hestamannafélaga má segja að um 1600 séu keppnis- menn. Annars var gerð könnun hér um árið á vegum félagsvísinda- stofnunar þar sem fram kom að um 20 þúsund einstaklingar um allt land stunda hestamennsku með einum eða öðrum hætti,“ sagði Jón. Að sögn Jóns háir það hestamennsku sem íþróttagrein að reglurnar eru flóknar og því kannski erfitt að setja sig inn í íþróttina. „Fólk sem stundar ekki hestamennsku skilur illa þessar gangtegundir og allt sem snýr að þeim og þannig náum við ekki að skapa eins mikla spennu hjá því,“ sagði Jón. Lifandi íþrótt Það sem gerir hestamennsku hvað mest frábrugna öðrum íþrótta- greinum er sú augljósa staðreynd að íþróttatækið eða áhaldið er lif- andi vera. Þannig getur maður ekki lagt hestinn frá sér líkt og t.d. skíði heldur þarf stöðug umönnun að eiga sér stað. Þessi þáttur auk annarra gerir hestamennsku að mjög kostnaðarsamri íþrótt. „Að- alfjárfestingin er hesturinn sjálfur og síðan reiðtygi og þetta getur kostað allt upp í hálfa milljón. Þó að reksturinn sjálfur sé kannski fræðsluefni um keiluíþróttina eða standa fyrir námskeiðum en hins vegar reynum að hafa augun opin fyrir þeim sem stunda íþróttina reglulega og í framhaldi af því setja okkur í samband við þá með það fyrir augum að hvetja þá til að taka þátt í keppnum og félags- starfi,“ sagði Valgeir og bætir við: „Að stunda keilu er kostnaðar- samt og aðstaðan að sama skapi ekki mikil. Þannig eru í dag ein- ungis þrír keilusalir á landinu öllu og fjöldi þeirra í engu samræmi við eftirspurnina. Félög innan Keilusambandsins hafa átt í við- ræðum við ýmsa aðila varðandi byggingu á keilusal en framhald hefur ekki orðið á þeim m.a. vegna þess hversu kostnaðarsamt það yrði. Draumurinn er hins vegar sá að einhverntíman rísi hér stór keilusalur með 24 upp í 40 brautir þar sem hægt væri að halda alvöru mót með erlendri þátttöku.“ ekki dýr. Þetta leiðir samt sem áð- ur til þess að í hestamennsku má finna mikið af dellufólki einfald- lega út af því að þú verður að sinna þessu mjög mikið,“ sagði Jón. Þessi kostnaður kemur þó ekki veg fyrir það að hinn almenni borgari, sem kannski ekki er tilbú- inn að standa í þessum rekstri, stundi íþróttina reglulega þar sem út um allt land má finna hestaleig- ur þar sem leigja má hest á góðum kjörum. Kynningarfræðsla í skólum I ljósi þess hversu vinsæl hesta- mennska er meðal almennings og einnig til að hvetja fleiri til að taka þátt hefur Landssambandið kynn- ingarherferð á prjónunum. Fyrst og fremst er um ákveðna fræðslu varðandi öryggi að ræða en einnig um beina kynningu á hesta- mennsku. „Innan samtakanna er starfandi svokölluð Utbreiðslu- og kynningarnefnd sem hefur verið að vinna fyrir okkur í tengslum við kynningarmál. Einnig er mikill áhugi á því að reyna að kynna hestamennsku í grunnskólum landsins með einhverju hætti. Við ætlum að reyna að byrja í vetur og verður þetta kynningarátak liður í 50 ára afmælishátíð Landssam- bandsins sem verður á næsta ári,“ segir Jón og bætir við: „Þótt Landsambandið sjálft sé ekki með námskeið hafa félögin innan þess verið virk hvað þetta varðar en einnig reka sum þeirra svokallað unglingahús þar sem t.d. félögin eiga húsið en unglingarnir borga Góð frammistaða íslenskra keppenda Það er í nógu að snúast hjá Keilu- sambandinu um þessar mundir því framundan er norðurlanda- mót unglinga sem haldið verður í mars á næsta ári en fyrir fjórum árum var hér haldið norðurlanda- mót fullorðinna. „Eftir því sem við höldum sterkari mót aukast líkurnar á hvers konar styrkjum. Markmiðið væri náttúrulega það að einstaklingar sem sköruðu fram úr fengju styrk til að æfa meira, sem síðar mundi skila sér í betri árangri. Þess má þó geta að fyrir stuttu síðan voru íslands- meistarar í einstaklingskeppni að keppa á evrópubikarmóti í Dan- mörku og stóðu báðir keppendur sig með prýði og enduðu í einu af tíu efstu sætunum af þrjátíu kepp- endum,“ sagði Valgeir að lokum. fóðrið.“ Auk þessa hefur land- sambandið unnið að reiðvegagerð og viðhaldi þeirra í samvinnu við bæði samgöngumálaráðuneytið og vegagerðina. „Reiðvegagerð og viðhald gamalla reiðvega er ekkert einkamál hestamanna í ljósi gríð- arlegs áhuga erlendra ferðamanna á íslenska hestinum og aukinnar ásókn þeirra í útreiðatúra. T.d. er áætlað að á næsta ári komi hingað til lands um 10 til 12 þúsund út- lendingar sem fara eingöngu í hestaferð. Því hefur það verið bar- áttumál hjá okkur lengi að ríkið auki greiðslur í sjóði sem annast eiga útgjöld vegna þessara þátta,“ sagði Jón. Landsmótið árið 2000 í Reykjavík Eitt af þeim málum sem eru á könnu landssambandsins eru hin svokölluðu landsmót hestamanna. Þessi mót, sem haldin hafa verið á fjögurra ára fresti síðastliðin tutt- ugu ár, skipa veigamikin sess í lífi hestamanna og þeirra sem að hestamennsku koma. Næsta mót, sem verður árið 2000, verður haldið í Reykjavík og verður þá í tengslum við Reykjavík sem menn- ingarborg Evrópu. „Við reiknum með að á mótið komi til með að mæta um 15 þúsund manns og þar af um 7 þúsund útlendingar. Auk þess að vera keppnismót einkenn- ist landsmótið alltaf af einhvers- konar karnival stemningu og því ættu allir sem mæta að skemmta sér án þess að vera áhugamenn um hestamennsku," sagði Jón að lok- um.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.