Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 4

Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 4
4 j fþráttablaðlð Íþróttahátíð árið 2000 Framkvæmdastjórn ÍSÍ ákvað á fundi sínum þann 4. septem- ber st. að ÍSÍ muni standa fyrir [þróttahátíð árið 2000. Haldin verður vetrarhátíð á tímabilinu 20. mars til 1. apríl og sumar- hátíð á tímabilinu 20. júní til 5. júlí. Íþróttahátíð árið 2000 verður með nokkuð öðru sniði en fyrri hátíðir. í stað viðamikilla hátíð- arsýninga verður lögð áhersla á að haldnir verði íþróttavið- burðir undir merkjum fþrótta- hátíðar í ötlum íþróttahéruðum landsins fyrir forgöngu sam- bandsaðita og félaga innan þeirra. ÍSÍ mun leggja tit merki og kjörorð hátíðarinnar. kynn- ingarefni. verðlaunapeninga og fleira sem henni tengist. Því er hér með beint til allra aðita innan íþróttahreyfingar- innar að þeir leggi höfuðið í bleyti og skiputeggi framlag sitt til íþróttahátfðar árið 2000. Útgefandi: íþrátta og Olympíusam- band íslands 1. tbl. 58. árgangur des- ember 1888 Ábyrgöarmaður: Ellert B.Schram Ljósmyndir: Arnaldur Halldórsson Umbrot og hönnun: / Reykvísk Utgáfa Auglýsingar: Hafsteinn Viöar Jensson Iþróttir koma öllum við U fQ ***** 01 íþróttaáhugi íslendinga er mikill og hann fer vaxandi. Það lýsir sér í yfir þrjú hund- ruð íþrótta- og ungmennafélögum í landinu. í sjötíu þúsund skráðum og virkum þátttakendum innan vébanda íþrótta- og Ólympíusambands íslands. umfangsmikilli umfjöllun, sýningum og frásögnum fjölmiðla af íþróttaviðburðum og almennri þátt- töku alls almennings í hverskonar líkamsrækt. íþróttahreyfingin er fjölmennasta og virkasta fjöldahreyfing landsmanna. Einkum æskufólks. Rúmlega sextíu prósent skráðra félagsmanna eru börn og unglingar inn- an við sextán ára aldur. Þessi staðreynd undirstrikar hlutverk íþróttasamtakanna. íþróttafélaganna í hverju byggðarlagi. gagnvart uppeldi og áhrifum æskulýðsins. íþrótta- og Ólympíusambandið vill auka þessa þátttöku. hamla gegn brottfalli og veita þjónustu og aðstöðu fyrir þá sem vilja iðka íþróttir, hvort heldur til afreka og ár- angurs eða til hollustu og vellíðunar. í því sambandi er í mörg horn að líta. Skipuleggja þarf undirstöðuþjálfun fyrir þá yngstu, beina sjálfboðaliðastarfi í rétta farvegi. útvega og hlynna að viðunandi að- stöðu Leikvalla og húsa. kynna gildi íþrótta. virkja íþróttafélög og fólk til baráttu gegn fíkniefnum. ala upp afreksfólk, styðja afreksfólk. afla fjár til starfseminnar og síðast en ekki síst stuðla að því að gera íþróttaiðkun í einu eða öðru formi að lífsstíl sem ftestra einstaklinga. Verkefnin eru óþrjótandi í góðu samkomulagi við Morgunblaðið hefur ÍSÍ ráðist í útgáfu íþróttablaðsins með nýju sniði. Með þessu blaði er gerð tilraun til að kynna ýmis áleitin viðfangsefni inn- an íþróttahreyfingarinnar og færa málefni hennar út til þeirra sem standa álengdar. íþróttir koma öllum við og eru ekki einkamál okkar, sem þar störfum. Fólk þarf að skilja og skynja að íþróttir snúast ekki einvörðungu um sigra á leikvelli og enginn verður óbarinn biskup. íþróttastarfið í landinu er háð sjálfboðaliðum. áhugamönn- um. velvilja og viðurkenningu jafnt almennings sem stjórnvalda. Vonandi er hér á þessum síðum íþróttablaðsins varpað nokkru tjósi á þann vanda og þau verkefni sem eru forsendur þess að íþróttir geti skipað þann sess í þjóðlífinu sem að er stefnt. Ellert B Schram / / forseti ISI TIL VINSTRI kr. 176.900,- stgr. m. vsk* * Tilboð þetta gildir til ársloka 1998 og miðast við „AST Ascentia VL 5260” Er vinnusvæði þitttölvan á skrifborðinu á þriðju hæð, gengið um aðaldyr inn til vinstri, fram ganginn, inn um dyr á hægri hönd og svo þrjá metra áfram? Og um leið og tölvan er utan seilingar, þá ertu í raun víðsfjarri öllum þeim upplýsingum og verkefnum sem þú vilt vinna með, senda frá þér og taka á móti? Með öfluga fartölvu í höndunum skapar þú þér nýjar aðstæður. Þú vinnur ekki aðeins tíma, heldur vinnur þú þar sem þér hentar og þegar þér hentar. Fartölva veitir þér frið til að hugsa og frelsi til að framkvæma. Aukin framleiðni og ánægja koma síðan af sjálfu sér. Einn af hornsteinum gæðakerfis EJS er að velja aðeins til samstarfs birgja sem uppfylla þarfir kröfuhörðustu notenda upplýsingatækninnar. EJS býður þér upp á fartölvur frá DELL og AST sem allar eru framúrskarandi á sínu sviði. EJS býður öllum viðskiptavinum sínum upp á fyrsta flokks þjónustu; leiðbeiningar við val á tölvu og fylgihlutum, sveigjanlega greiðsluskilmála og örugga og hraða viðhaldsþjónustu. TILBOÐ: • Intel 266MHz Pentium MMX örgjörvi • 32 MB vinnsluminni • 3,2 GB harður diskur • 2MB skjáminni • Móðurborð með Intel 430TX kubbasetti • 24X geisladrif • 16 bita hljóðkort og hátalarar • 12,1" TFT skjár • Innbyggður spennubreytir, disklingadrif og geisladrif • 3ja ára ábyrgð

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.