Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 14

Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 14
14 l íftrá t tabliMiiiil Iþróttaskali Valsungs kveikir í Húsvíkingum [þróttaskóli Völsungs á Húsavík, sem hefur verið starfræktur síðan 1996, hefur notið mikilla vin- >ælda og standa yfir viðræður um ið sveitarfélagið komi meira að •ekstrinum með því að greiða laun itarfsmanna. „Svona skipulag 'þróttakennslunnar hentar mjög vel í fámennum sveitarfélögum og það hefur gengið vel hjá okkur,“ sagði Ingólfur Freysson, formaður íþróttafélagsins Völsungs. Iþróttaþing samdi stefnuyfirlýs- ingu um barna- og unglingaíþrótt- ir fyrir nokkrum árum og þegar ákveðið var að einsetja Borgar- hólsskóla á Húsavík haustið 1996 hófst umræða á Húsavík um að fylgja stefnu ISI eftir. Ingólfur sagði að þegar ákveðið var að hafa grunnskólann einsetinn hefði félagsmálastjóri Húsavíkur gert viðamikla viðhorfskönnun meðal foreldra barna í skólanum og þar hefði komið fram eindregin ósk foreldra um að hafa börn sín þrisvar í viku í fyrirhuguðum íþróttaskóla. „Við ræddum við skólayfirvöld í þeim tilgangi að fá að vera með í undirbúningsvinn- unni vegna einsetins skóla en við vildum koma inn í heilsdagsskól- ann með íþróttir sem val í 1. til 4. bekk. Þar með vorum við hluti af einsetnum skóla og starfsemi okk- ar hefur nánast verið óbreytt síð- an. Við byrjuðum þrisvar í viku en erum nú með tíma tvisvar í viku. 1. og 2. bekkur mæta klukkan eitt en 3. og 4. bekkur klukkan tvö. Því eru krakkarnir búnir með íþróttaiðkun sína á miðjum degi.“ Ingólfur sagði að markmiðið væri að bjóða nemendum upp á fjölbreytta og markvissa dagskrá þar sem allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi. Kennslan væri ekki til að búa krakkana undir keppni heldur efla almenna færni þeirra án sérhæfingar. Ibúar á Húsavík eru tæplega 2.500 og rétt innan við 150 krakkar eru í umræddum árgöngum. „Það sem gerðist með tilkomu íþróttaskólans var tvennt. I fyrsta lagi tóku fleiri stúlkur þátt í íþróttum en áður og í öðru lagi fjölgaði iðkendum í þessum ald- ursflokkum. Við höfum verið með um 75% barna á aldrinum sex til níu ára sem er mjög gott en hlut- fallið stelpur, strákar er fjórar á móti sex. Áður en við byrjuðum með skólann var lítið íþróttastarf í boði fyrir stelpurnar ananð en fimleikar og sund en nú eiga allir krakkar möguleika á að kynnast fleiri greinum. I 1. til 4. bekk eru 146 krakkar og þar af eru 106 í íþróttaskólanum, sem þykir gott hlutfall." Skólinn er á þriðja starfsári en að sögn Ingólfs er hugmyndin að gera hann að heilstæðum íþrótta- skóla þannig að bærinn taki við rekstrinum. „Skipuð hefur verið nefnd með fulltrúum frá bænum, tómstundafulltrúa, fræðslufull- trúa, skólastjórnanda, fulltrúa foreldra og fulltrúa Völsungs til að móta stefnuna. Skólastjórn- endur studdu íþróttaskólann heilshugar og vildu hafa hann á þessum tíma, í miðri viku á miðj- um degi, því það kæmi í veg fyrir rót og þvæling. Rætt hefur verið um að bæta við dagskrána og í því sambandi hef ég trú á að þeir sem verða ráðnir við íþróttaskólann verði ráðnir við heilsdagskólann sem kennarar og fái því laun frá sveitarfélaginu. Fari svo er það viðurkenning sveitarfélagsins á mikilvægi íþróttaskólans." i/Blsungur byTjaði með íþróttaskóla fyrir þriggja til fimm ára börn fyrir áratug en skóli fyrir nemendur í 1. til 4. bekk er i þriðja starfsári. Tvær leiðir tU að redda jólagjöfunum Hávaði, biðraðir, stöðumælasektir, sviti, stress, barns- grátur og hiti við frostmark. 0 www.griffill.is Nú getur þú keypt jólagjafir fyrir alla fjölskylduna á www.griffill.is. www.griffill.is a Ííl # ál s Fylgstu með skyndkilboðunum sem eingöngu verða í boði á griffill.is. Þar verða allir titlar einhvern tíma seldir með afslætti á bilinu 30-75%.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.