Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 1

Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 1
J J . t b / „ 5 8 . á r g a n g u r 13 3 8 gefið út af íþróttm- ag Ólympíusambandi íslands J f afl gegn fíkniefnum sína forvamarátakið Landstið efnabaráttunni sitt iíðsínni. Af- valið að virkja hana enn frekar ■ efnum. Markmið þessa verk- sem íþróttahreyfingin er sem jarc . um ■ þeim vágesti sem fikniefni eru. [ tengslum við þetta er hug- ■ verði boðið upp á námsefni þar ' ;..piýsim3s: íþróttaiðkenda. i framtíðinm er stðan ráðgert að halda ráð- uðum landsins þar sem rædd- ý verk íþróttahreyfingarinnar í forvörnum og hvemig hægt sé Sex af hverjum tíu iðkendum innan íþrúttasamtakanna eru börn og unglingar innan við sextán ára aldur, sem segir okkur að iþróttir eru uppeldi og að því uppeldi þarf að standa af nærgætnf þekkingu og veita því gúða aðstöðu. Skipulag íþróttamála er enn til skoðunar Sameining íþróttasámbands ís- lands og Olympíunefndar Islands í ein samtök fyrir liðlegu ári hefur þegar skilað miklum árangri, að sögn Stefáns Snæs Konráðssonar, framkvæmdastjóra ISI, en skipu- lagsbreytingum innan íþrótta- hreyfingarinnar er ekki lokið með þeirri sameiningu. “Sameiningin hefur sýnt að nauðsynlegt er að halda áfram að skoða skipulagsmál hreyfingar- innar og ekki er nóg að einblína á toppinn. Við megum ekki gleyma að hreyfingin samanstendur af tugþúsundum félagsmanna og iðkenda og 60% þeirra eru börn og unglingar innan við sextán ára aldur. Skipulagið þarf að mótast með hliðsjón af þörfum þessa æskufólks og breyttum aðstæðum nútímans. Ekki fortíðinni eða hentisemi þeirra sem eru í yfir- stjórninni. Þetta þýðir að okkar mati, að ef íþróttafélögin eiga að sinna hlut- verki sínu, þarf að breyta rekstrar- umhverfi þeirra og þar eru menn farnir að þróa sig áfram með stofnun hlutafélaga um rekstur einstakra deilda eða liða og þar þarf að sameina félög eða krafta þeirra. Þeirri þróun verður að taka með opnum huga. Nú liggja fyrir tillögur á Alþingi um breytta kjördæmaskipan og skipting íþróttahéraða mun óhjá- kvæmilega taka mið af þeim breytingum ef þær ná fram að ganga. Ég ligg heldur ekki á þeirri skoðun minni að ISÍ og UMFÍ þurfa að taka höndum saman og helst að sameinast, vegna þess að úrelt skipulag í yfirstjórn má ekki koma í veg fyrir að íþróttahreyf- ingin þjóni ungviðinu og hreyfing- in má ekki daga uppi eins og nátttröll með einhverjum kredd- um eða gamaldags hugsunarhætti. Það gengur ekki öllu lengur að vera með eina hreyfingu en tvö höfuð. fþróttahreyfingin þarf á skil- virku og einföldu skipulagi að halda og hún þarf á peningum að halda. Hún veltir samtals 3,2 milljörðum króna en stöðugt vantar fjármagn og því verða menn að vera opnir fyrir nýjum leiðum. Það eitt að ÍSÍ og UMFÍ samein- uðust sparar hreyfingunni umtals- verðar upphæðir, með vísan til þess að hvort sambandið um sig heldur úti tugmílljóna króna rekstri”. “Það hlýtur líka að vera eitt af stóru verkefnum íþróttasamtak- anna“, sagði Stefán, “ að opna sig fyrir íþróttaiðkun almennings og beina þeim áhuga öllum inn í okk- ar verkahring, til viðbótar við æskulýðs- og uppeldisstarfið og til viðbótar við afreksstefnuna. Enda er það vissulega einn megintil- gangur skipulagðs íþróttastarfs, að efla almenna líkamsrækt, fólki til heilsubótar og vellíðunar”. Sjá nánar á bls. 2 .

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.