Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 18

Íþróttablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 18
t 18 jíþráttirbtíiðíð Er stefna ÍSÍ misskilin? v. Nú eru liðin tvö ár síðan stefnuyf- irlýsing ISI um barna- og ung- lingaíþróttir var samþykkt ein- róma á Iþróttaþingi á Akranesi. Margt hefur breyst síðan. Til dæmis eru komin göng undir Hvalfjörð, sem er óhefðbundin samgönguleið en vissulega hag- kvæm. Sumir kunna því illa að fara gegnum göngin, vegna þess að það er ekki sú leið sem þeir eru vanir að fara. A sama hátt má segja að í stefnuyfirlýsingunni felist óhefðbundin en hagkvæm leið að settu marki, sem er al- mennari þátttaka og fleiri afreks- menn. Óhefðbundin, af því að hún hvetur til þess að farnar séu nýjar leiðir í íþróttastarfi fyrir börn og unglinga. Hagkvæm, af því að fleiri börn og unglingar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í íþróttastarfinu, hvort sem þau vilja verða afreksmenn eða eru fyrst og fremst að leita að heilbrigðu líferni og félags- skap. Stefnuyfirlýsing ISI um barna- og unglingaíþróttir virð- ist hafa verið misskilin að ein- hverju leyti. Sumir virðast halda að þungamiðja hennar sé bann við keppni barna og að þeir sem skari fram úr eigi að halda aftur af sér svo aðrir verði ekki út- undan. Þetta er ekki rétt. I stefnuyfirlýsingunni er ekkert bannað, ekki heldur keppni, en hvatt til að áherslum í íþrótta- starfi fyrir börn og unglinga verði breytt frá því sem hefur verið algengast. Hjá yngstu börnunum á megináherslan að vera á þátttöku en ekki árangur og að börnin hafi gaman af öll- um þáttum starfsins, líka keppninni. Smátt og smátt er síðan hægt að leggja meiri áherslu á árangur, fyrir þá sem þess óska, en gefa öðrum jafn- framt tækifæri á að stunda íþróttir án þess að stefna að af- reksárangri. Mörg íþróttafélög og deildir hafa starfað í anda stefnuyfir- lýsingarinnar frá því áður en hún var samþykkt og önnur hafa aðlagað starf sitt að henni síðan. Það er eðlilegt að það taki suma lengri tíma að til- einka sér stefnuna og breyta starfsháttum til samræmis við hana. Aðalatriðið er að íþrótta- hreyfingin verður að þora að fara óhefðbundnar leiðir ef færð eru rök fyrir því að þær séu hagkvæmar. Reynslan á svo eftir að leiða í ljós hvort þessi stefna skilar okkur bæði al- mennari þátttöku og fleiri af- reksmönnum, eins og að var stefnt. Fundur með íþrótta- og tómstundafulltúum og ÍSÍ Þann 6. nóvember s.l. var haldinn fyrsti formtegi fundur ÍSÍ og Samtaka íþrótta- og tómstundafulttrúa. Eins og fram kom ? máli fulltrúa beggja aðila var löngu tímabært að halda slíkan fund enda eru íþrótta- og tómstundafulltrúar um atlt tand tengiliðír sveitarfétaganna við íþróttafélögin og eru því vel kunnugir því íþróttastarfi sem fram fer á hverjum stað. Fundarmenn komu víða við í umræðunum. M.a. var rætt um siðferði í íþróttum. gildi íþrótta. barna- og ungtingastarf. jafnréttismát, fjármál. hlutafélög og auglýsingar svo fátt eitt sé nefnt. Að lokum lýstu báðir aðitar yfir áhuga á frekara samstarfi á sviði íþróttamála og er ráðgert að fulltrúar beggja aðila hittist fljóttega á nýjan leik tit að ræða hvaða flötur ætti að vera á þeirri samvinnu.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.