Fréttablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 8
 Almenningur var fljótur að taka fyrir- tækið og starfsmenn þess af lífi í kommentakerfunum. Garðar Guðmundur Gíslason, lög- maður SamherjaÞÝSKALAND Fimm þýsk sambands- ríki munu leyfa vændi á nýjan leik frá 15. september, en það var bann- að vegna sóttvarnasjónarmiða. Þetta eru Norður-Rín Vestfalía, Brimaborg, Hamborg, Slésvík-Hol- stein og Neðra Saxland. Vændisfólk hefur kvartað mikið undan banninu og bent á að aðrar stéttir sem komast í líkamlega nána snertingu við viðskiptavini. Hafi þetta veruleg áhrif á afkomu þeirra. Nýverið varð stærsta vændishús landsins gjaldþrota en þrátt fyrir bannið hefur vændi ekki stöðvast í landinu heldur farið neðanjarðar. Eftir af léttingu munu stjórn- völd þó setja ákveðin skilyrði sem vændisfólk verður að uppfylla til að fá að starfa. Halda verður nákvæma skrá um viðskiptavini og þjónustan verður að vera skipulögð fram í tím- ann með pöntun. Ólíkt hinum fjórum sambands- ríkjunum þurfti að snúa upp á hendina á Norður-Rínverjum til að aflétta banninu. En þar sigruðu samtök vændisfólks ríkið í dóms- máli. Töldu dómarar það ekki sannað að smithætta væri meiri í kynmökum tveggja aðila en á 150 manna samkomum. – khg Þjóðverjar leyfa vændi á ný HOLLAND „Mismunun er það versta sem getur komið fyrir þig,“ sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hol- lands, eftir fund með samtökunum Kick Out Zwarte Piet, eða Spörkum út Svarta-Pétri. Vitundarvakning gegn mismunun eftir kynþáttum, undir forystu Black Lives Matter, hefur snert Holl endinga eins og aðra og því ólíklegt að Svarti-Pétur heimsæki þá um jólin, eins og hann hefur gert í meira en hundrað ár. Svarti-Pétur er vinur hollenska jólasveinsins, Sinterklaas, og hefur í gegnum tíðina verið túlkaður af svartmáluðum hvítum leikurum, í endurreisnarfatnaði, með rauðan varalit og krulluhárkollu. Í seinni tíð hefur þetta verið talið ýta undir kynþáttafordóma í garð svartra. Í Hollandi búa hundruð þúsunda manna sem eru ættuð frá Karíbahafinu og Afríku. Hefðinni hefur verið mótmælt á undanförn- um árum og afstaða Hollendinga hefur breyst hratt. Árið 2011 vildu aðeins 7 prósent breyta hefðinni en árið 2019 var hlutfallið komið upp í 53 prósent. – khg Enginn Svarti- Pétur um jólin DÓMSMÁL Samherji fer fram á rúm- lega 300 milljónir króna í skaða- og miskabætur frá bankanum fyrir þann málarekstur sem hófst með húsleit og haldlagningu gagna þann 27. mars árið 2012, en Sam- herji var sakaður um að brjóta gjaldeyrislög á þeim tímum, þegar ströng höft giltu. Málið fór til sér- staks saksóknara og voru gefnar út stjórnvaldssektir sem á endanum voru dæmdar ógildar árið 2018. Sektirnar voru endurgreiddar en Samherji fer nú fram á bætur vegna útlagðs kostnaðar og þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir. Um helmingur kröfunnar er vegna reikninga fyrir vinnu fyrr- vera nd i ra nnsók na rlög reg lu- mannsins Jóns Óttars Ólafssonar, í gegnum fyrirtækin Juralis og PPP. Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Seðlabankans, sagði hins vegar að samansafn þeirra reikninga sem lægju fyrir væru ekki fullnægjandi sem sönnunargagn í bótamáli. Þeir væru illa skýrðir, sumir fyrndir, sumir tvítekningar og sumir gætu tæplega tengst því máli sem til umfjöllunar væri, svo sem vegna starfa Jóns í Máritaníu. „Við vitum ekkert hvað þessi maður var að gera,“ sagði Jóhannes. Einnig bæri á tvítekningum á reikn- ingum frá öðrum lögfræðistofum, en meiri upplýsingar væri hægt að sjá á þeim. Samherji fer einnig fram á bætur vegna innri kostnaðar fyrirtækis- ins, svo sem vegna launagreiðslna á þeim degi sem húsleitin fór fram og vegna starfsloka fjármálastjórans Sigursteins Ingvarssonar, sem bar vitni í gær og sagðist hafa þurft að leita til sálfræðings og taka geðlyf, eftir ásakanir um fjármálamisferli. Jóhannes taldi hins vegar enga lagastoð fyrir bótagreiðslum vegna þessa kostnaðar. Garðar Guðmundur Gíslason, lögmaður Samherja, reifaði málið frá upphafi. Hvernig að húsleitinni var staðið, aðkomu fjölmiðla sem mættir voru á staðinn fyrir hús- leit og að Seðlabankinn hafi sent tilkynningu til rúmlega 600 miðla um heim allan. „Almenningur var fljótur að taka fyrirtækið og starfs- menn þess af lífi í kommentakerf- unum,“ sagði hann. Fyrsta fréttin barst af málinu 21 mínútu eftir að húsleitin hófst. Hafi bankinn með þessu brotið þagnarskyldu og ekki farið vel með vald sitt. Vísaði hann í orð Más Guð- mundssonar seðlabankastjóra, frá árinu 2019, um að rökstuddur grunur hafi ekki legið fyrir um brot þegar húsleitin hafi verið gerð. „Stjórnvaldið var í veiðiferð,“ sagði Garðar. Hafi bankinn ekki hætt málinu, þrátt fyrir álit ríkissaksóknara, leitað til lögfræðings úti í bæ og á endanum lagt á stjórnvaldssekt, sem síðan hafi verið dregin til baka. Málið hafi verið eitt stórt núll frá upphafi en um tíma hafi fyrirtækið og starfsmenn þess verið sakaðir um tæplega 80 milljarða króna brot. „Það var ekki lágt reitt til höggs.“ Jóhannes benti á að dómur hefði aldrei tekið efnislega afstöðu um þau mál sem Samherji var grun- aður um innan bankans, svo sem málefni Kötlu Seafood og þau 55 milljarða viðskipti sem fóru þar fram á ákveðnu tímabili. Einnig að árangursleysi aðgerðanna leiði ekki sjálfkrafa til bótaskyldu og að eng- inn hafi verið handtekinn og engar eignir kyrrsettar. Hann bað dómara einnig að taka með í reikninginn þann tíma sem atburðirnir gerðust á. Landið var á kúpunni eftir hrunið og Seðlabank- anum hafi verið falið að passa upp á að gjaldeyrir skilaði sér til lands- ins. Allir 20 stærstu útf lytjendur landsins hafi verið til skoðunar hjá bankanum. „Þarna var fólk aðeins að vinna vinnuna sína,“ sagði hann. Hvað fjölmiðla varðar benti hann á að þessir 600 erlendu miðlar væru í RSS-áskrift að fréttum bankans og að aldrei hafi verið sýnt fram á að upplýsingar til íslenskra miðla um húsleitina kæmu frá Seðlabank- anum. Samhliða málinu fór einnig fram meðferð í máli Þorsteins Más gegn Seðlabankanum vegna stjórnvalds- sektar sem einnig var afturkölluð. En hann krefst 6,5 milljóna króna í skaða- og miskabætur vegna kostn- aðar við málið og orðsporshnekkis. Þorsteinn var fyrsta vitnið sem kallað var til í gærmorgun og sagð- ist hann hafa verið hræddur um að missa fyrirtækið á þessum tíma. Fullyrðingar Seðlabankans hafi verið grófar og bitnað á orðspori fyrirtækisins gagnvart lánardrottn- um og viðskiptavinum erlendis. Varð honum nokkuð heitt í hamsi þegar Jóhannes spurði hann út í þau viðskipti sem rannsóknin beindist að og skilaskyldum gjaldeyri. Þurfti Kjartan Bjarni Björgvinsson dómari að biðja menn að stilla sig. kristinnhaukur@frettabladid.is Segir reikningana ótæka sem sönnunargagn í dómsmálinu Hiti var í dómshúsi Héraðsdóms í gær þegar aðalmeðferð í máli Samherja gegn Seðlabankanum fór fram. Þurfti dómari að biðja menn að stilla sig þegar forstjórinn, Þorsteinn Már Baldvinsson, bar vitni. Samherji krefst yfir 300 milljóna í bætur en Seðlabankinn telur kröfurnar byggja á hæpnum forsendum. Forstjórinn, Þorsteinn Már Baldvinsson, bar fyrstur vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK GEIRFINNSMÁL Deilt var um hvort og með hvaða hætti megi leiða tvo réttarsálfræðinga, þá Gísla Guð- jónsson og Jón Friðrik Sigurðsson, sem vitni í máli Erlu Bolladóttur gegn íslenska ríkinu, í fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í málinu gerir Erla kröfu um að úr skurður endur upp töku nefndar, um synjun á beiðni hennar um endur upp töku á hennar þætti í Guð mundar- og Geir finns málum verði felldur úr gildi, en það er for- senda þess að hún geti krafist nýs úrskurðar um endurupptöku. Settur ríkislögmaður leit svo á að um sérfræðivitni væri að ræða og því þyrfti að leggja fram yfirlit yfir spurningar til þeirra fyrir fram. Þessu andmælti Ragnar Aðalsteins- son lögmaður Erlu. Réttarsálfræð- ingarnir hefðu ekki verið beðnir um að gera sérfræðiálit tengt dómsmáli Erlu, heldur hefðu þeir komið að málinu að beiðni íslenska ríkisins, þegar starfshópur skipað- ur af þáverandi innanríkisráðherra vann að skýrslu um rannsókn Guð- mundar- og Geirfinnsmála. Ragnar kvaðst því geta spurt vitnin um hvað sem honum sýndist. Meðan tekist var á um þetta ósk- aði Erla eftir að fá að ávarpa rétt- inn. Dómari synjaði þeirri beiðni. Eftir frekari framlagningu gagna, frestaði dómari frekari undirbún- ingi fyrir aðalmeðferð málsins um tvær vikur. Svo sleit dómari þing- haldi og bauð Erlu að því loknu að taka til máls. „Það sem ég vildi segja varðandi það sem gæti þurft að spyrja rétt- arsálfræðinga um, er að þeir gerðu þessa ítarlegu rannsókn sam- kvæmt vísindalegum stöðlum á sálarástandi mínu milli desember 1976 og maí 1977,“ sagði Erla og vísaði til þess að Endurupptöku- nefnd fann það gegn beiðni Erlu um endurupptöku að hún hafi ekki verið í einangrun þegar hún skrifaði undir sína fyrstu skýrslu í málinu. „Þar með hafi ég bara verið hress og kát og gert þetta algjörlega að eigin frumkvæði. Það er bara svo óralangt frá því,“ sagði Erla og bætti við: „Ég skrifa undir fyrstu skýrsluna 23. janúar og þá er ég í nánast daglegu sambandi við þá [rannsakendur málsins] frá því í desember og er með vopnaða lög- reglumenn til þess að gæta mín og allt í uppnámi.“ Síðasta fyrirtaka fyrir aðalmeð- ferð fer fram síðar í mánuðinum, þar sem slegið verður föstu hvaða vitni koma fyrir dóm og bera vtini í málinu. – aá Erlu synjað um að taka til máls í þinghaldi  Erla Bolladóttir var viðstödd fyrirtöku í máli sínu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ólíklegt er að Svarti-Pétur aðstoði Sinterklaas næstu jól. MYND/GETTY 1 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.