Fréttablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 39
REYKJAVÍKURBORG
ÚTNEFNDI REYKJAVÍK
ENSEMBLE LISTHÓP REYKJA-
VÍKUR ÁRIÐ 2020.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Reyk jav ík Ensemble endurfrumsýnir leiksýninguna Polishing Iceland, eða Ísland pólerað, í Tjarnarbíói, f i m mt ud ag i n n 17.
september klukkan 20.30. Verkið
byggir á sjálfsævisögulegu smá
sagnasafni Ewu Marcinek í leikgerð
og leikstjórn Pálínu Jónsdóttur.
Sýningin var frumsýnd þann 11.
mars síðastliðinn og hlaut góðar
viðtökur gagnrýnenda og áhorf
enda, en var lokað strax að lokinni
frumsýningu vegna kórónaveiru
faraldursins.
Efniviður sýningarinnar er leik
inn á þremur tungumálum, ensku,
íslensku og pólsku og koma f lytj
endurnir frá Póllandi, Íslandi og
Danmörku. Aðalhlutverkið er í
höndum Magdalenu Tworek sem
lék í fyrstu sýningu Reykjavík
Ensemble, Opening Ceremony.
Önnur hlutverk eru leikin af Pétri
Óskari Sigurðssyni, sem er þekktur
fyrir hlutverk sín í þáttaröðinni
Ófærð og kvikmyndunum Grimmd
og Andið eðlilega, og Michael Rich
ardt gjörningalistamanni sem geng
ur til liðs við Reykjavík Ensemble í
frumraun sinni á íslensku leiksviði.
Íslenskkanadíska sviðslistakonan
Angela Rawlings er dramatúrgur
sýningarinnar.
Hið alþjóðlega leikfélag Reykja
vík Ensemble var stofnað haustið
2019 af Pálínu Jónsdóttur leikstjóra,
sem er listrænn stjórnandi þess, og
samstarfskonu hennar Ewu Marc
inek, verkefnastjóra og rithöfundi.
Tilgangur leikfélagsins er að búa
til virkan atvinnuvettvang innan
íslenskrar leiklistar fyrir fjölþjóð
lega sviðslistamenn.
Reyk jav í k u r b or g út ne f nd i
Reyk jav ík Ensemble Listhóp
Reykjavíkur árið 2020 og leikfélagið
var tilnefnt til Grímuverðlaunanna
sem Sproti ársins í ár.
Sýningar verða í Tjarnarbíói 17.,
20. og 25. september, klukkan 20.30.
Ísland pólerað aftur í Tjarnarbíói
Verkið er flutt af Reykjavík Ensemble og byggir á sjálfsævisögulegum sögum Ewu
Marcinek. Leikið er á þremur tungumálum og flytjendur eru frá þremur löndum.
Sýningar á Polishing Iceland hefjast á ný í næstu viku. MYND/PATRIK ONTKOVIC
Úlfar Bragason, rannsóknarprófessor emeritus, f lytur opinberan f y r irlestur í
hátíðasal Háskóla Íslands á fæð
ingardegi dr. Sigurðar Nordals,
mánudaginn 14. september nk., kl.
17.00. Fyrirlesturinn nefnist: Snorri
Sturluson.
Á þessu ári eru hundrað ár liðin
frá því eitt af grundvallarritum svo
nefnds íslenska skóla í rannsóknum
á fornbókmenntum, Snorri Sturlu
son, eftir Sigurð Nordal, kom út.
Heimildir okkar um Snorra Sturlu
son eru ekki margbrotnar, raunar
hvorki um ævi hans né ritstörf.
Helst þeirra er Sturlungusamsteyp
an, einkum Íslendinga saga sem höf
undur Sturlunguformála eignar rit
stofu Sturlu Þórðarsonar lögmanns
(1284). Sigurður Nordal notaði
einnig þau rit sem kennd hafa verið
Snorra, sem heimildir um hann. Í
fyrirlestrinum verður fjallað um
myndina, sem Sigurður Nordal dró
upp af Snorra, og hún borin saman
við lýsinguna á Snorra í Íslendinga
sögu Sturlu Þórðarsonar.
Myndin af Snorra
Úlfar Bragason flytur fyrirlestur á
mánudag í Háskóla Íslands.
Í Sauna Spa færðu úrval af þurrgufu-, blautgufu-
og infraklefum ásamt fylgihlutum. Við kappkostum
að veita einstaklingum og fagmönnum sérfræðiráðgjöf
varðandi allt sem snýr að hönnun og smíði saunaklefa.
Veldu gæði!
Sérfræðingar
í sauna!
Fjárfesting í vellíðan
Smiðjuvegi 11 s. 571 3770, pall@sauna.is, sauna.is
Velkomin í sýningarsalinn
að Smiðjuvegi 11
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 25F I M M T U D A G U R 1 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0