Fréttablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 28
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Rokkgoðin í The Rolling Stones voru að opna fyrstu opinberu Rolling Stones búðina á Car-
naby-stræti númer 9 í Soho-hverfi
London á miðvikudag, en búðin
heitir RS No. 9 Carnaby. Þetta er í
fyrsta sinn sem hljómsveit opnar
var anlega verslun. Fjallað var um
opnunina á vef Variety og Rolling
Stone.
Nýja búðin varð til í samstarfi
við Bravado, sem er fyrirtækið sem
sér um vörumerki og varning Uni-
versal Music Group. Þar fæst ýmiss
konar varning ur tengdur sveitinni,
sem og nýtt tískumerki sem er sam-
nefnt versluninni.
Búðin kynnti líka til sög unnar
nýjan lit sem heitir „Stones rauður“,
en það er nýr litur sem var hann-
aður af Pantone og er byggður
á litnum sem var í vöru merki
sveitarinnar þegar það birtist í
fyrsta sinn. Vöru lína í þeim lit er
líka í boði, sem og vínyl-útgáfur
af plöt um sveitarinnar sem eru í
takmörkuðu upplagi og fást bara í
þessari versl un.
Búðin selur ýmsar aðrar vörur
sem eru bara fáanleg ar á þessum
eina stað og voru framleiddar í
samstarfi við ýmsa hönnuði, en alls
bjó Bravado til um 80 nýjar vörur
fyrir verslun ina. Meðal annars er
boðið upp á safn af vínglösum úr
kristal, bjórglös skreytt með vöru-
merki The Rolling Stones og ýmsan
fatnað. Í framtíðinni verður svo
boðið upp á nýjar vörur sem verða
unnar í samstarfi við hönnuði og
fást aðeins í þessari einu verslun.
Úrvalið á að þróast með árstíð-
unum.
Draumabúð Stonesara
Í yfirlýsingu frá sveitinni sjálfri
kemur meðal annars fram að Soho
sé mikið rokkhverfi og því hafi
Carna by-stræti verið fullkominn
staður fyrir verslunina.
„Við löbbuðum þarna um áður
en þetta var Carnaby-stræti og varð
frægt,“ sagði Mick Jagger, söngvari
sveitarinnar, í viðtali til að kynna
opnunina. „Við æfðum þarna
nálægt og borðuðum þarna nálægt.
En nú er þetta líka mjög góður
staður til að hafa búð.“
Búðin er á tveimur hæðum
og hún er öll í Stones rauðum og
Rolling Stones opna verslun
Hljómsveitin The Rolling Stones er búin að opna verslun í Soho-hverfi í London, þar sem hægt er
að fá ýmiss konar varning og fatnað tengdan sveitinni, sem er ekki fáanlegur ann ars staðar.
The Rolling
Stones voru að
opna fyrstu op-
inberu Rolling
Stones-búðina
á Carnaby-
stræti í London,
en búðin heitir
RS No. 9 Carna-
by. Þetta er
í fyrsta sinn
sem hljómsveit
opnar varanlega
verslun. MYNDIR/
GETTY
Í versluninni
fæst ýmiss
konar varn-
ingur tengdur
sveitinni, sem
er bara fáan-
legur á þessum
eina stað, ásamt
nýju tísku-
merki.
Aðdáendur sveitarinnar létu faraldurinn ekki koma í
veg fyrir að þeir mættu á opnun verslunarinnar.
Í yfirlýsingu frá sveitinni kemur meðal annars fram að
Soho sé mikið rokkhverfi og því hafi Carnaby-stræti
verið fullkominn staður fyrir verslunina.
FYRSTU ÁRIN
Veglegt sérblað Fréttablaðsins um fyrstu ár barnsins
kemur út miðvikudaginn 16. september.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Nánari upplýsingar um blaðið veitir:
Arnar Magnússon, sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins.
Sími 550 5652 / arnarm@frettabladid.is
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að daguri n og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
svörtum lit. Þar er glergólf sem er
skreytt með textum sveitarinnar og
mátunarklefarnir eru skreyttir með
myndum sem hafa prýtt plötuum-
slög. Fimm risaskjáir spila svo
myndband sem inniheldur gamalt
myndefni frá ferli sveitarinnar.
Þetta er greinilega drauma-
búð allra sannra Stonesara, enda
voru þó nokkuð marg ir gallharðir
aðdáend ur sveitarinnar mættir í
röð fyrir utan verslunina þegar hún
var opnuð. Þeir skört uðu andlits-
grímum með merki sveitarinnar
vegna kórónaveirufaraldursins,
sem er að versna í Bretlandi um
þessar mundir. Upphaf lega átti að
opna búðina í sumar, en far-
aldurinn varð til þess að byggingu
hennar og opnun var seinkað.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R