Fréttablaðið - 10.09.2020, Blaðsíða 15
Ýmsir líta svo á að þjóðin hafi
beinlínis samþykkt þessa út-
gáfu af tillögum stjórnlagaráðs
sem nýja stjórnarskrá.
AF KÖGUNARHÓLI
Þorsteinn
Pálsson
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Klassísk gæða húsgögn
á góðu verði
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
GLOBL VIKTOR
Hvíldarstóll
KRAGELUND OTTO
KRAGELUND K371
Kragelund stólar K 406
Stólar
Sófasett
Borðstofuborð
Skenkar/skápar
Kommóður/hillur
Hvíldarstólar
o.m.fl.
Borstofuhúsgön frá Casö
Mikið úrval af
hvíldarstólum
með og án rafmagns.
CHICAGO hornsófi
Rimme frá Casö, raðau saman þinni samstæðu
Rúm fjögur ár eru frá því að naumur meirihluti Breta ákvað í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja
skilið við Evrópusambandið. Í full þrjú
ár var Bretland stjórnlaust af því að
hver skildi úrslitin eftir sínu höfði.
Nú telja sumir að aðlögunartím-
anum kunni að ljúka um næstu áramót
án nýs samnings. Margir tala um hættu
í því sambandi. Það er þó eina niður-
staðan, sem er í fullu samræmi við
þann kost, sem meirihlutinn merkti
við á kjörseðlinum.
Brexit
Kjarni málsins er sá að Bretar fengu
aldrei kost á að segja álit sitt á því
hvort þeir vildu samningssamband af
einhverju tagi í stað aðildar. Valið var
bara: Inni eða úti. Þeir kusu að fara út
án nokkurs fyrirvara um samnings-
samband.
Viðbrögð ríkisstjórna og þjóðþinga
við niðurstöðum þjóðaratkvæðis
skipta alltaf máli. Þannig var rökrétt að
þáverandi forsætisráðherra Breta segði
af sér eftir að málstaður hans féll. Það
var hins vegar út í hött að velja annan
aðildarsinna til að taka við.
Það eina rétta í stöðunni var að gefa
þjóðinni tafarlaust kost á að velja nýtt
þing til að framkvæma nýjan þjóðar-
vilja. Það tók meira en þrjú ár.
Icesave
Eins hefðu þjóðaratkvæðagreiðslurnar
hér heima um Icesave átt að leiða til
nýrra þingkosninga. Í síðara skiptið
felldi þjóðin lög, sem meirihluta ríkis-
stjórn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu
samþykkt. Hér skorti skilning á rök-
réttum, lýðræðislegum viðbrögðum.
Þjóðaratkvæðið um Icesave var ekki
leiðbeinandi. Það var bein ákvörðun.
Aftur á móti fól hún ekki í sér lyktir
deilunnar við Breta og Hollendinga. Í
raun kaus þjóðin að ráði forseta Íslands
að flytja valdið um málalyktir frá
Alþingi til fjölþjóðlegs dómstóls.
Kjarni málsins er að þjóðaratkvæðið
var veðmál um málalyktir fyrir dómi
en ekki málalyktirnar sjálfar. Þær
komu fyrst með EFTA-dómnum, sem
féll Íslandi í vil á grundvelli Evrópu-
sambandsreglna.
Stjórnarskráin
Sú stjórnarskrárendurskoðun, sem for-
sætisráðherra stýrir nú, hefur kveikt
umræðu um leiðbeinandi þjóðarat-
kvæði frá 2012. Þar var spurt hvort
leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til
grundvallar nýrri stjórnarskrá.
Þáverandi ríkisstjórn tók bókstaf-
lega orðalagið að leggja til grundvallar.
Frumvarp hennar var því nokkuð
breytt að ráði íslenskra sérfræðinga í
stjórnskipunarrétti.
Nokkru síðar lagði ríkisstjórnin
fram mjög umfangsmiklar viðbótar-
breytingar samkvæmt ráðgjöf sér-
fræðinga Evrópuráðsins. Eftir það vildi
hún ekki láta reyna á umræður um
málið á Alþingi.
Þegar á þessu stigi voru skiptar
skoðanir um túlkun á niðurstöðum
þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Staða málsins
Óbreytt tillaga stjórnlagaráðs hefur
síðan verið gefin út á prenti með ávarpi
fyrrum forseta Íslands.
Ýmsir líta svo á að þjóðin hafi bein-
línis samþykkt þessa útgáfu af tillögum
stjórnlagaráðs sem nýja stjórnarskrá.
Af því leiði að Alþingi hafi ekki umboð
til annars en samþykkja hana í heilu
lagi.
Forsætisráðherra lítur á hinn bóginn
svo á að sú áfangaskipta endurskoðun,
sem hún hélt áfram frá tíð ríkisstjórnar
Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar,
byggi á niðurstöðu þjóðaratkvæða-
greiðslunnar.
Svo eru þeir, sem telja að spurning-
arnar í þjóðaratkvæðinu hafi verið
eins og í illa orðaðri skoðanakönnun.
Niðurstöðurnar hafi því verið of
óskýrar til að binda Alþingi á nokkurn
hátt.
Lærdómurinn
Þjóðaratkvæðið um Brexit leysti báða
helstu stjórnmálaflokka landsins upp
í stríðandi fylkingar. Af þessu hlaust
langvarandi pólitískur glundroði, sem
fyrst nú sér fyrir endann á. Enginn sér
þó fyrir efnahagslegu áhrifin.
Icesavemálinu lauk með því að
Bretar og Hollendingar fengu allar
kröfur sínar að fullu greiddar með
vöxtum og áföllnum kostnaði. Tvær
þjóðaratkvæðagreiðslur og sigur fyrir
fjölþjóðlegum dómi breyttu engu um
þá niðurstöðu.
Þegar síðasta þing þessa kjörtíma-
bils hefst eru aðstæður með þeim
hætti að deilur um túlkun á átta ára
gamalli þjóðaratkvæðagreiðslu halda
umræðum um afmarkaðar efnisbreyt-
ingar á stjórnarskrá í uppnámi.
Þjóðaratkvæðagreiðslur geta skorið
á hnúta en líka búið til vandamál og
hættur eftir því hvernig að þeim er
staðið og við þeim brugðist.
Brexit, Icesave og stjórnarskráin
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13F I M M T U D A G U R 1 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0